Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 23 Kosningabaráttan í Svíþjóð: Landbúnaður og umhverf- isvernd í brennidepli Frá Pétri Péturssyni, fréturiur* MorgunblaAsiiu í NvíþjiA. FRÁ því snemma í vor hafa ssnsk- ir bsndur verið í baríttuhug. Stefna ríkisstjórnar jafnaðar- manna í landbúnaðarmálum er þeim sérstakur þyrnir í augum. Þeir mótmsla sífellt flóknara skrifstofuveldi í landbúnaðinum, auknum sköttum og ýmsum um- hverfisverndarkröfum. Bsndur hafa fjölmennt í mótmslagöngur og ýmsar aðrar aðgerðir, Ld. stöðv- að umferð með því að leggja drátt- arvélum sínum á hraðbrautum. Meðfram vegum getur að líta stór auglýsingaspjöld frá sam- tökum bænda þar sem spurt er hvort virkilega eigi að leggja sveitirnar í eyði, hvort sveitasæl- an sé úr sögunni og þar fram eftir götunum. Bændur halda því fram að það borgi sig vart lengur að vera bóndi. 1 sumum greinum fá þeir vart fyrir framleiðslu- kostnaði. Hér á Skáni kostar t.d. eitt kíló af gulrótum 570 kr. sænskar út úr búð, en bóndinn fær ekki nema 17 aura, sem er helmingi minna en sá aðili fær sem flokkar og pakkar gulrótun- um. Einn poki af þurrsteiktum kartöfluflögum kostar 13 krónur en bóndinn fær af því 16 aura. Landbúnaðarafurðir eru alltaf að hækka. Af verðhækkunum síðasta árs fengu bændur sjálfir ekki nema 18% í sinn hlut, en ríkið sjálft tók 33% í söluskatt og ýmis önnur gjöld. Bændum fækkar en framleiðslan eykst Sænskur landbúnaður er mjög tæknivæddur. Kjöt og egg eru t.d. framleidd i eins konar „dýra- verksmiðjum" þar sem dýrin hafast við i þröngum búrum og er þeim jafnvel gefin ýmis efni sem fá þau til að vaxa örar á sem minnstu fóðri, með sem minnstri fyrirhöfn. Þrátt fyrir að bændum fækkar stöðugt eykst framleiðsl- an. 1965 voru í landinu 204 þús. bændur, sem áttu yfir að ráða hektara akurlendi eða meira. 1983 voru þeir 114 þúsund. 1965 voru 145 þús. kúabændur í landinu, en 1983 aðeins 37 þús. Þessir bændur sem margir hverj- ir stunda aðra atvinnu auk bú- starfanna, framleiða miklu meir en það sem eftirspurn innan- lands nemur, það eru bæði kjöt- og smjörfjöll í landinu. Hækkun á landbúnaðarvörum hefur minnkað en eftirspurn innan- lands. Almenningur hefur vart efni á því að kaupa gæðakjötið og smjörið. Það er þá s elt út úr landinu undir kostnaðarverði og útflutningurinn m.a. fjármagn- aður með sérstöku álagi á land- búnaðinn. Þessi offramleiðsla er m.a. til komin vegna mikillar notkunar tilbúins áburðar og eiturefna sem koma í veg fyrir sjúkdóma og eyða illgresi. Þessi efni sem renna smám saman út í vötn menga þau svo að fiskurinn drepst og drykkjarvatn mengast á sumum stöðum. Ríkisstjórnin setti í fyrra nýtt gjald á tilbúinn áburð til þess að reyna að minnka offramleiðsluna og mengunarhættuna um leið. „Litla gula hænan fann fræ“ Bændur hafa einkum beint spjótum sínum að forsætisráð- herranum, Olof Palme, foringja jafnaðarmanna. Nú nýlega kom Palme inn á þessi mál i kosninga- ræðu á þann hátt að ekki varð til þess að blíðka bændur. Palme beindi þeirri áskorun til sænskra bænda, sem hann sagði að væru duglegustu bændur í heimi, að leggja nú fremur áherslu á gæði en magn. Hann sagðist hafa séð hænur kroppa í mold undir ber- um himni nálægt sumarbústað sínum og keypt undan þeim eggin, sem hefðu verið hreinasta lostæti. Kjöt af grfsum sem fentríu að hrevfa sig væri einnig mun betra og hollara en grisa- kjötið úr svínaverksmiðjunum. En blaðran sprakk hjá bændum þegar Palme sagði að sænska hveitið væri svo lélegt og eggja- hvítuefnissnautt að það væri vart hægt að baka úr því skapleg- ar bollur. Samtök bænda brugðust hart við og sögðu Palme engan skiln- ing hafa á þessu máli. Það væri hans eigin stefna í landbúnaðar- málum sem gerði að bændur gætu ekki framleitt betra mjöl. Til þess að auka eggjahvítuefnið i hveitinu þyrfti að auka magnið af tilbúnum áburði, sérstaklega köfnunarefni. Til þess að plönt- urnar gætu borið hin bústnu fræ þyrfti síðan að dreifa sérstöku efni sem dregur úr vexti stilk- anna svo þeir geti staðið undir korninu. Hveitið í góðu bollunum hans Palme kemur frá löndum þar sem öll þessi efnasamsetning er leyfð, en sænska rfkisstjórnin setur aukaskatt á bændur fyrir það að vilja framleiða sama gæðamjölið. Ýmsir fleiri hafa blandað sér inn i þetta bollustríð. Bændur eru ekki líklegir til að gefa Palme atkvæði sitt — en það gerir honum e.t.v. ekki svo mikið, þar sem þeim fækkar nú stöðugt. Frá mótmælaaðgerðum bænda í Svíþjóð gegn stjórninni. Noregur: Willoch ósáttur við blaðamenn Osló, 30. áKúsL Frá Ju Krik L*ure, TrétUriUra Morgunblaðsiiia. SLEGIÐ hefur í brýnu með Káre Willoch forsætisráðherra og norsk- um fréttamönnum í kosningabar- áttunni, sem nú er háð í Noregi. Willoch er sakaður um að vilja ekki tala við svokölluð „óvinsam- leg“ blöð. Fyrr í þessari viku efndi for- sætisráðherrann til frétta- mannafunda. Hann tók þann kost að boða aðeins blaðamenn frá borgaralegum blöðum, sem styðja stjórnina. Blöð Verka- mannaflokksins og Norska rík- isútvarpið (NRK) voru höfð út- undan. Blaðamannafélagið í Noregi hefur látið málið til sín taka og telur þessa mismunun Willochs stefna fjölmiðlafrelsi landsins i hættu. Willoch sakar NRK um að hafa leitast við að mála stefnu Hægriflokksins í sem dekkstum litum og gert Verkamanna- flokknum hærra undir höfði en Hægriflokknum. Þessari ásökun vísar ríkisút- varpið á bug og bendir máli sínu til stuðnings á útsendingar- skýrslu, þar sem fram komi, að Hægriflokkurinn hafi oftar haft orðið í kosningadagskrá sjón- varpsins, enda þótt flokkurinn sé minni en Verkamannaflokkur- inn. Tökum velmeðfarna, notaða Lada bfla upp nýja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.