Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGtJST 1985 27 Bréf Hagvirkis til samgönguráðherra Hagvirki hf. hefur óskad eft- ir að Morgunblaðið birti í heild upphaflegt tilboð fyrir- tækisins um vegalagningu norður, sem sett var fram í bréfi til samgönguráðherra 18. aprfl sl. svo og bréf Hag- virkis til ráðherra 19. ágúst sl. eftir að svar ráðherra við tilboði hafði borizt. Fara þessi bréf hér á eftir í heild. Hagvirki hf. gerir hér með til- boð í að fullgera fyrir árslok 1987, með tvöfaldri klæðningu og brúm, eftirtalda kafla á vegi nr. 1, frá Reykjavík til Akureyrar. Kaflarnir eru: 1) Hvalfjörður og Botnsvegur allt að klæðningarenda norðan Hrafnabjarga, alls 25,7 km. 2) Borgarfjörður, Norðurárdalur allt frá Eskiholtslæk uppá Há- heiði Holtavörðuheiði og að klæðningu norðan við Brú í Hrútafirði, alls 68 km. 3) Vatnsskarð, þ.e. frá Svínvetn- ingabraut að Skagafjarðarvegi, alls 22,8 km. 4) Norðurárdalur, Öxnadalsheiði og Öxnadalur, þ.e. frá Siglu- fjarðarvegi að Hörgárdalsvegi, alls 66,4 km. Verkið yrði unnið á tímabilinu júní 1985 til ársloka 1987, þannig að unnt verði þá að aka á bundnu slitlagi milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Gert er ráð fyrir að Vega- gerðin sjálf ljúki við minniháttar kafla á leiðinni. Samtals er vega- lengdin um 183 km og kostar skv. vegaáætlun um 1.250 milljónir króna. Þessar framkvæmdir eru nú fyrirhugaðar á 2. og 3. tímabili gildandi langtímaáætlunar í vega- gerð eða árin 1987—1990 og 1991—1994. Þessu verki er Hag- virki hf. tilbúið að ljúka 7 árum fyrr og fyrir 920 milljónir króna eða um 74% af áætlun. Áætlað er að dreifa framkvæmdum þannig að unnið sé fyrir um 300 millj. 1985, um 400 millj. 1986 og um 200 millj. 1987. Gert er ráð fyrir að Vegagerðin sjái um samninga við landeigendur vegna lands og efn- istöku og greiði kostnað vegna þess, en Hagvirki hf. taki við þeim hönnunargögnum, fullgerðum eða ófullgerðum, sem fyrir liggja og fullhanni veginn þannig, að ákvæðum Vegagerðarinnar um gæði vegarins sé hlítt, en Vega- gerðin þurfi ekki að eyða frekara fjármagni í hönnun hans. Hlutur Vegagerðarinnar yrði því aðeins eftirlit með hönnun og framkvæmdum við veginn. Til greina kæmi einnig að Vegagerðin sæi sjálf um hönnunina, en Hag- virki hf. áskildi sér rétt til að gera hagkvæmnisbreytingar, enda sé gæðastöðlum haldið. Hagvirki hf. ráðgerir að fjármagna fram- kvæmdina með innlendu skulda- bréfaútboði, með aðstoð innlendra verðbréfamarkaða og verði þau tryggð með skuldaviðurkenningu ríkissjóðs eftir því sem verkinu miðar áfram. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin greiðist af ríkissjóði á tímabilinu 1987—1994 þ.e. á sama tíma og framkvæmdirnar voru á áætlun. Ástæður framangreinds tilboðs eru eftirfarandi: 1. Fyrirtækið Hagvirki hf. hefur verið byggt upp undanfarin 4 ár sem innlendur framkvæmdaað- ili til þess að takast á við stór- verkefni á sviði virkjana- framkvæmda, vega- og hafnar- gerðar, sem fram til þessa hafa of oft verið á erlendum höndum að meira eða minna leyti. Það er því stórt á íslenskan mæli- kvarða en ekki of stórt til þess- ara framkvæmda. Það ræður nú yfir stórvirkum tækjakosti að nývirði yfir 500 milljónir króna, vel hæfum starfs- mönnum, bæði tæknimönnum, iðnaðarmönnum, stjórnendum stórvirkra tækja og bíla auk annars þess starfsliðs sem til þarf. (Sjá fylgiskjal nr. 1) Þetta starfslið og tækjakostur hefur að undanförnu unnið við virkj- ana- og vegaframkvæmdir sem sparað hafa þjóðarbúinu um fimmhundruð milljónir miðað við kostnaðaráætlanir. 2. Vegna erfiðleika við að ná eðli- legri nýtingu á auðlind okkar, vatnsorkunni, með raforkusölu til iðnaðaruppbyggingar hafa nú verið skornar niður fram- kvæmdir við byggingu virkjana á þessu ári um nálægt 520 milljónir króna. Þá hefur fjár- veiting til Vegagerðarinnar við gerð vegaáætlunar verði lækk- uð úr áður áætluðum 2,4% af vergri þjóðarframleiðslu í 1,9%, eða úr 2.085 milljónum í 1.650, þ.e. um 435 milljónir. Heildarframkvæmdaniður- skurður þessa árs er því um 950 milljónir króna eða sem nemur um 250 milljónum í launa- greiðslur, sem aftur nemur ná- lægt 5—600 ársverkum. Slikur niðurskurður kemur mjög illa niður á atvinnulífi landsmanna og dýrmætur tækjakostur verð- ur vannýttur, þjóðarbúinu í óhag. Fjöldi skólafólks fengi ekki sumaratvinnu sem er þeim mikilvæg, bæði vegna tekja og þroska. Þessi framkvæmd myndi vega nokkuð á móti nefndum niðurskurði. 3. Við þessar aðgerðir hefur Hag- virki hf. horfst í augu við tvo valkosti: Að þrengja sér inná markað smærri verkefna eða selja hagkvæm tæki úr landi? Þegar svo öflugt fyrirtæki kem- ur inná hinn minni markað, hefur það margvíslega erfið- leika með í för sér. Verðlag þró- ast út í öfgar og ýmsir smærri verktakar lenda í erfiðleikum. Fái fyrirtækið hinsvegar verk- efni við hæfi eykst svigrúm fyrir alla hina, sem þá sætu að mun meiri verkefnum fyrir bragðið. Auk þess hyggst Hag- virki hf. leita til heimamanna um vinnuafl og tæki þeirra, eft- ir því sem hagkvæmast yrði á hverj'um stað og samkeppnis- fær kjör bjóða. 4. Langþráður áfangi yrði fluttur fram um sjö ár, sparnaður yrði yfir 300 milljónir í fram- kvæmdakostnaði auk þess sem verulegur sparnaður yrði af minniháttar bráðabirgðalag- færingum, styrkingum vega, ofaníburði og heflun. Þessar milljónir í sparnað verða til ráðstöfunar í önnur verk síðar. 5. Sparnaður þjóðarinnar í minni reksturskostnaði bifreiða og þar með ódýrari flutnings- kostnaði öllum, næmi umtals- verðum upphæðum í innlendum og erlendum gjaldmiðli. Slík samgöngubót yrði verulegur stuðningur við búsetu á lands- byggðinni, enda enginn stjórn- málalegur ágreiningur um hag- kvæmni vegagerðar. 6. Hagvirki hf. á nýjasta, stærsta og stórvirkasta tækjaflota landsins. Með samningi við Hagvirki hf. yrði tryggt að sú fjárfesting nýttist við fram- kvæmdina og að ekki þyrfti síð- ar að koma til stórfells inn- flutnings nýrra tækja. Viðbót- ar- og endurnýjunarþörf tækja- kosts Hagvirkis hf. vegna fram- kvæmdanna yrði innan við 10% framkvæmdakostnaðar. 7. Ætla má að stórframkvæmdir við stíflugerð og aðrar veitu- framkvæmdir við Blöndu hefj- ist á árinu 1987, þrátt fyrir um- rædda frestun framkvæmda þar. Þá verður jafnframt að vonast til þess að íslendingum hafi orðið það ágengt í orkusölutilraunum að unnt verði að halda áfram virkjana- verkefnum í beinu framhaldi af eða samhliða Blöndu. Þessi framkvæmd brúar því bilið þar til virkjanaframkvæmdir hefj- ast aftur. 8. Fordæmi eru fyrir því að ríkis- stjórnin semji um stórfram- kvæmdir í vegagerð, þegar samdráttur verður á öðrum sviðum. Þannig var samið við ís- ienska aðalverktaka sf. um lúkn- ingu Reykjanesbrautar þegar skornar voru niður framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. 9. Með samningi um verkefnið yrði tryggð atvinna þeim 220 manns sem nú starfa hjá fyrir- tækinu, auk a.m.k. annars eins fjölda lengstan hluta ársins, en starfsmenn Hagvirkis hf. eru allstaðar af landinu. Hagvirki hf. hefur leitað til Kaupþings hf. um ráð til að afla fjár á innlendum markaði til framkvæmdanna og fengið þar mjög jákvæð svör eins og fram kemur í meðfylgjandi skjali. (fskj. 2). Á sömu forsendum og greinir hér að framan er fyrirtækið jafn- framt reiðubúið, ef ráðamenn óska þess, að vinna stórverkefni í vega- gerð á Vesturlandi, Suðurlandi, Vestfjörðum eða Austfjörðum svo dæmi séu nefnd, en til þess að unnt sé að ná hagkvæmni í fram- kvæmdum þurfa þau að geta verið samfelld allt árið og ekki miðast við örstutta vegarkafla á hverjum stað. Til þess að unnt verði að nýta sumarið 1985 þyrfti að ganga hið fyrsta til samninga um framanrit- að tilboð. Með von um fljót og jákvæð viðbrögð tilbúinn til frekari við- ræðna og skýringa, f.h. Hagvirkis hf. Jóhann G. Bergþórsson forstjóri Undirritaður hefur móttekið bréf yðar dags. 8. ágúst, póstlagt 12. ágúst varðandi tilboð Hagvirk- is hf. frá 18. apríl sl. í byggingu hluta vegar nr. 1 milli Reykjavík og Akureyrar. í bréfinu er upplýst að tilboðið hafi verið tekið til ítarlegrar at- hugunar í ráðuneytinu og hjá vegamálastjóra. Þá er sagt að for- svarsmönnum fyrirtækisins sé kunnugt um niðurstöður þeirrar athugunar. Þar sem okkur er ekki kunnugt um nefndar athuganir er hér með óskað eftir að fá ljósrit af umsögn Vegagerðarinnar og ráðuneytisins um tilboðið. Ljóst er að ítarleg hefur umfjöllunin taepast verið, þar sem ekki var rætt neitt við Hagvirki hf. um tilboðið, þrátt fyrir boð um frekari viðræður og skýringar í tilboðinu. Hvað varðar fullyrðingu um að það hafi ætíð verið stefna ráðu- neytisins að bjóða út framkvæmd- ir í samgöngumálum og að það væri að ganga þvert á „ríkjandi" stefnu að taka tilboðinu, má ef til vill minna á, að stærstu einstöku vegagerðarframkvæmdir á sl. ári (29,6 m.kr. skv. vegaáætlun) voru unnar í kjördæmi samgönguráð- herra og það án nokkurs útboðs. Þá er ljóst að undanfarin ár hefur lögum um útboð framkvæmda ekki verð fylgt, þar sem mjög lág prósenta verkframkvæmda hefur verið boðin út og er ennþá langt frá því að marki laganna sé náð eða að „stefna" ráðuneytisins sé ríkjandi. Ennfremur má minna á samninga beint og án útboðs við íslenska aðalverktaka um bygg- ingu Reykjanesbrautar og við Þór- isós um hluta Hafnarfjarðarveg- ar. Énda þótt ráðherra hafi eðlilega aukið útboð í sinni ráðherratíð, vegna augljósrar hagkvæmni Vegagerðarinnar af þeim, er langt frá því að allar nýframkvæmdir hafi verið boðnar út. Hvað varðar tilboð Hagvirkis, er ljóst að ekkert annað verktaka- fyrirtæki fékk þessa hugmynd eða hafði tækjakost og mannskap til þess að takast á við slíkt verkefni á áætluðum tíma. Útboð í sam- ræmi við hugmynd tilboðsins hefði reynt á það. Langtímaáætlun í vegagerð hef- ur verið lögð fyrir alþingi, en ekki samþykkt sem slík, enda þótt unn- ið sé eftir henni í meginatriðum. Þar sem hún er ekki samþykkt, heldur leiðbeinandi, er það og hef- ur verið á valdi ráðherra og ríkis- stjórnar að breyta út frá henni. Þá er ljóst að oft er útaf henni brugð- ið á þann hátt, að framkvæmdir eru unnar ári eða árinu á undan, ef framkvæmdafé hrekkur til eða fæst að láni hjá verktökum, vöru- bílstjórum eða vinnuvélaeigendum til næsta árs eða lengur. Það er því augljóslega greiðslutímabil vegaáætlunar sem hefur ráðið, ekki hvenær verkið er fram- kvæmt. Til sönnunar þessu má leggja fram fjölda útboðslýsinga Vegagerðarinnar. Þar sem greiðslur fyrir umrætt verk áttu að koma í samræmi við vegaáætlun var því ekki þörf á sérstakri umfjöllun alþingis um málið og því á færi ráðherra og ríkisstjórnar að taka tilboðinu. Þá er augljóslega rangt að til- boðið myndi skekkja áætlunina og draga úr vegaframkvæmdum ann- ars staðar á landinu, því við fram- kvæmdina hefði sparast verulegt fjármagn, sem nýta hefði mátt annars staðar, auk hins mikla sparnaðar fyrir þjóðarbúið í minni reksturskostnaði bifreiða, sem meðal annars kemur fram í áliti FlB um 40—70% arðsemi vegar- ins. Að mati Kaupþings og jafn- framt að mati fjármálaráðherra, hefði fjáröflunarieið Hagvirkis hf. ekki haft teljandi áhrif á aðra fjáröflun til ríkissjóðs sem fjár- magnar Vegagerðina. Jafnvel þó svo hefði verið, hefði samgöngu- ráðherra væntanlega getað aflað til eigin framkvæmda erlends fjármagns, sem hann hefur að undanförnu á hringferð sinni um landið lýst yfir að vél komi til greina við arðbær vegagerðar- verkefni, sem forgangsverkefni skv. vegaáætlun hljóta að vera. Hagvirki hf. hafði enga fyrirvara uppi um sína fjáröflunarleið en lesa má úr svari ráðherra að hann hafi reiknað með að fólkið í land- inu styddi hugmyndina með skuldabréfakaupum frá fyrirtæk- inu, þannig að ríkið fengi ekki nóg eftir eigin leiðum. Þetta er athygl- isverð skoðun og undirstrikar al- mennt álit fólks á tilboðinu, enda öllum til hagsbóta, einnig öðrum verktökum, starfsmönnum þeirra, vörubílstjórum og vinnuvélaeig- endum. Þess vegna er erfitt að skilja hvernig samgönguráðherra, sem segist berjast við niðurskurð- armenn, hafnar boði um slíka aukningu vegagerðarframkvæmda sem sannanlega eru öllum íslend- ingum til hagsbóta. Ekkert í bréfi dags. 8. ágúst svarar þessu og því hörmum við afstöðu ráðherra og þykir miður, ekki síst hans vegna sem samgönguráðherra, að ekki skuli geta komið til þessara fram- kvæmda. Hvað varðar áhuga undirritaðs á vegagerð þá hefur hann verið sýndur í verki fyrr og seinna (m.a. með tugmilljónp sparnaði fyrir Vegagerðina í þegar unnum verk- um) og færi betur að fleiri sýndu sambærilegan áhuga í verki, en ekki aðallega í orði. Virðingarfyllst, Jóhann G. Bergþórsson E.s.: Vænti umbeðinna upplýs- inga hið fyrsta. Einn bflanna gjörónýtur eftir veltu og eldsvoða Finnarnir sem keppa í Ljómarallinu f óhöppum „ÞETTA er mikið áfall fyrir okkur, en við komum engu að síður í Ljómarallið, þetta þýðir bara meiri vinnu fyrir okkur alla,“ sagði Finn- inn, Peter Geitel, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er einn þriggja finnskra ökumanna sem keppa mun í Ljómarallinu í sept- ember. Það blés ekki byrlega fyrir þessum ökumönnum er þeir tóku þátt í 1000 vatna rallinu í Finnlandi um sl. helgi. Einn þeirra, Saki Viierima gjöreyðilagði Opel Manta 200i keppnisbíl sinn, en ætlunin var að hann keppti á þeim bíl í Ljómarallinu. „Viierima missti bílinn útaf eftir að hann kom fljúgandi yfir hæð. Lenti annað framdekkið í mjúku undirlagi sem olli því að hann missti stjórn á bílnum og hann valt. Kviknaði lítillega í bílnum, en enginn meiðsli urðu þó. Það þarf að skipta um yfirbyggingu á bílnum og þar sem ekki er tími til þess fyrir Ljómarallið, þá mun Viie- rima koma með annan bíl. Það er Opel Ascona, sem búinn er 190 „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, en við komum samt í Ljómarallið,*' sagði Finninn Peter Geitel í sam- tali við Morgunblaðið, en hann ásamt öðrum finnskum öku- mönnum mun keppa í Ljómarall- inu. Þeir áttu í vandræðum í keppni í Finnlandi um sl. helgi. hestafla vél,“ sagði Geitel. Viie- rima hafði verið í tólfta sæti er hann velti bílnum undir lok keppninnar, en 175 bílar hófu keppni. Hann er því greinilega mjög góður ökumaður, en öll helstu verksmiðjuliðin tóku þátt í rallinu, sem er liður í heims- meistarakeppninni í rallakstri. „Ég féll einnig úr keppni, vélin bilaði hjá mér,“ sagði Geitel, hann ekur Nissan 240 RS. „Við vorum í 10. sæti þegar þetta gerðist og keppninn var rúmlega hálfnuð. Bíllinn er í lagi, en vélin var send til Englands til viðgerð- ar. Verður síðan flogið með hana til íslands fyrir Ljómarallið," sagði Geitel. í 1000 vatna rallinu komust 83 bílar í mark, þeirra á meðal Toyota Corolla, finnskra kvenökumanna sem keppa í Ljomarallinu. Þær luku keppni í 50. sæti. Sigurvegari varð Finn- inn, Timo Salonen, á Peugeot 205 Turbo 16, annar Svíinn, Stig Blomqvist, Audi Quattro. G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.