Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 48
TIL DAGUEGRA NOTA LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Kjaradeilan í Svartsengi: Deilt um aftur- virkni SAMNINGAFUNDUR í deilu vél- stjóra í Svartsengi og viAsemjenda þeirra í gær hjá ríkissáttasemjara lauk án þess að samkomulag tæk- ist. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er samkomulag um að vélstjórar fái sömu hækkanir og aðrir launþegar fengu í kjara- samningunum í sumar, en deilt er um afturvirkni samningsins. Vilja vélstjórar fá hækkunina frá 1. janúar í ár, en stjórn hitaveit- unnar í Svartsengi hefur boðið að samningurinn gildi frá 1. júní. Segja vélstjórarnir að vélstjórar hjá Landsvirkjun og í Áburðar- verksmiðjunni hafi fengið hækk- un frá 1. janúar. Vélstjórar hafa boðað verkfall frá miðnætti í nótt, en ríkissátta- semjari mun íhuga að boða deilu- aðila aftur á fund í dag. 28.000 tonn af loðnu komin á land NÚ ERU alls komnar um 28.000 tonn af loðnu á land. Hefur henni veriA landað á fjór- um stöðum á Norður- og Aust- urlandi. Á miðvikudag tilkynnti ís- leifur VE um 750 tonna afla og á fimmtudag voru eftirtal- in skip með afla: Hrafn GK, 660, Sæberg SU, 640 og Guð- rún Þorkelsdóttir SU 700 tonn. Síðdegis á föstudag hafði ekkert skip tilkynnt um afla þann sólarhring. Tvö þessara skipa lönduðu afla sínum á Krossanesi og tvö á Eskifirði. Auk þess hef- ur loðnu verið landað á Rauf- arhöfn og Seyðisfirði. Morgunbladid/EFI 5—600 símanúmer á Suðurnesjum sambandslaus mmí f W* v' y(i f ^aS*****'' rr/ & i ■ • 't' ^ siJm \ sm-... ' á *** \ |Fs i W4 ÖLL símanúmer í Innri-Njarðvfk og um 250 í Keflavík fóru úr sam- bandi er stór vélskófla tók í sund- ur símastreng þar sem verið var að vinna við grunn nýs hótels í Kefla- vík sem rísa á á horni Hafnargötu og Vatnsnesvegar. Reikna má með að 2—300 hús séu símasam- bandslaus í Innri-Njarðvík. Byrjað var að vinna að við- gerðum í gærkvöldi og sagði Árni Júlíusson, verkstjóri hjá símanum í Keflavík, að fyrstu númerin kæmust ef til vill í sam- band í nótt. Síðan myndi smám saman bætast við og gerði hann ráð fyrir að hægt væri að ljúka viðgerð á sunnudag. Væri hins vegar slitið út úr tengingu gæti viðgerðin tekið lengri tíma. „Það var búið að gera grein fyrir þessum streng, en það hef- ur greinilega orðið einhver mis- skilningur og því hefur þetta gerst,“ sagði Árni. Á meðfylgjandi mynd, sem Einar Falur fréttaritari Morg- unblaðsins í Keflavík tók, má sjá þá Björgvin Lúthersson sím- stöðvarstjóra og Jón Ólafsson starfsmann Pósts og síma við hinn skemmda streng. Stækkunarmöguleikar ÍSALs ræddir í Sviss: Hugmyndir um tonna aukningu LnOno, 30. kgíutL Frá (>nnu Bjarnadóttur. (réttaritara Morgunblateina. ÞAÐ kom skýrt fram á óformlegum fundi sem æAstu ráAamenn íslands um iAnaAarmál áttu meA háttsettum fulltrúum Alusuisse í dag, að Alusuisse hefur ekki hug á að auka álframleiðslu sína á íslandi og ætlar því ekki að stækka álverið í Straumsvík. Hins vegar mun það vinna áfram að því i samvinnu við íslenska ráðamenn að fá aðra erlenda aðila til að byggja í Straumsvík og nýta þannig á hagkvæman hátt aðstöðuna sem fyrir er til álframleiðshi. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, Jóhannes Nordal, for- maður Landsvirkjunar, Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður ÍSAL og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, sem á sæti í ráðherranefnd um iðnaðarmál, sátu fundinn með dr. Dietrich Ernst, þeim varaforstjóra Alu- suisse sem sér um málefni tslands, og dr. Paul Miiller, forvera dr. Ernst í embætti, í Lugano í italska hlutanum í Sviss í dag. Sverrir sagði að fundurinn væri eðlilegt framhald á samninga- gerðum íslands og Alusuisse eftir 4 þús. ræddar að gengið hefur verið frá deilu- málum um orkuverð og skattamál. Nú munu báðir aðilarnir vinna að hagkvæmnisútreikningum og vinna saman að leit að nýjum ál- framleiðanda, en hugmyndin er að auka framleiðsluna á íslandi um 40 þús. tonn á þessu stigi. Sverrir benti á að við höfum orku að selja og vonaðist til að samstarfsaðili fyndist fljótt, þannig að fram- kvæmdir gætu hafist árið 1988. tslensku ráðamennirnir sögðu að enginn sérstakur samstarfsað- iii hefði verið ræddur á fundinum en það hefði verið rætt um marga. Þorsteinn Pálsson í ræðu á Akureyri: Peningakerfi landsins er vanþróað og staðnað — öndvert einstaklingum og hluti af vanda atvinnuveganna ÞORSTEINN Pálsson, formaAur SjálfstæAisflokksins, sagAi í ræAu viA setn- ingu þings Sambands ungra SjálfstæAismanna á Akureyri í gær, aA peninga- kerfiA á Islandi væri vanþróaA og staAnaA. Til þess mætti rekja að hluta þann vanda sem framleiAsluatvinnuvegir þjóAarinnar glímdu nú við. Þetta kerfi hefur einnig snúið öndvert við einstaklingum, sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins, ekki sízt gagnvart þeim brýnu hagsmunum hverrar fjölskyldu að afhi fjár til eigin húsnæðis. Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu sinni að í engu lýðræðisþjóðfélagi þar sem framfarir hefðu orðið og velmegun ríkti, væri banka- og sjóðakerfi ríkisrekið í jafn ríkum mæli og hér. Furðu gegndi hversu almenningur hefði verið sein- þreyttur fil vandræða gegn þessu staðnaða kerfi, svo mjög sem það snerti daglegt líf fólks. „Krafa okkar er sú, að brjótast út úr stöðnuðu kerfi, sem stenzt ekki samjöfnuð við peningakerfi þeirra þjóða, sem búa við minni ríkis- afskipti, meira frjálsræði og meiri velmegun," sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ennfremur. Þorsteinn Pálsson benti á, að fyrstu skrefin hefðu verið stigin í þessa átt. Stærsti áfanginn væri sjálfsákvörðunarvald banka um vaxtaákvarðanir. Það hefði skilað þeim árangri, að sparnaður væri að aukast á Islandi á ný. Miðstýr- ing afurðalána í gegnum Seðla- banka hefði verið færð yfir til viðskiptabanka, reglur um gjald- eyrisviðskipti rýmkaðar, löggjöf sett um bankastarfsemi, verð- bréfamarkaður væri að mótast og sjálfstæð fjárfestingarfélög að skjóta rótum. Sjá ræAu Þorsteins Pálssonar í heild á miAopnu. Trillu- veiðar bannaðar — í 114 daga á þessu ári SjávarútvegsráAuneytiA hefur nú ákveAiA takmarkanir á veiAum smá- báta undir 10 tonnum. Felast þær ( veiAibönnum ákveAin tímabil frá 15. september til áramóta. ÁkvörAun þessi er tekin í samráAi viA undir- búningsstjórn aA stofnun landssam- taka smábátaeigenda. Afli smábát- anna er nú orAinn tvöfalt meiri en áætlaA var viA mörkun fiskveiAi- stefnu þessa árs. VeiAar verAa þvf bannaAar í 114 daga í ár í staA 53 í fyrra. Samkvæmt reglugerð, sem ráðuneytið hefur gefið út um tak- markanir veiðanna, eru þær bann- aðar eftirfarandi tímabíl, nema veiðar á síld: Frá og með 21. sept- ember til og með 3. október. Frá og með 25. október til og með 31. október. Frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Á þessu tímabili eru engar sérstakar takmarkanir á veiðum um helgar nema þær falli á banndagana. Bann er þó við veiðum dagana 31. ágúst og 1. september. Tekið er fram í reglugerðinni að á fyrr- greindum banndögum séu smokk- fiskveiðar heimilar. í frétt um veiðitakmarkanirnar frá ráðuneytinu er tekið fram, að fallið hafi verið frá hugmyndum um að greina á milli veiða áhuga- manna og þeirra, sem hefðu veið- arnar að aðalatvinnu. Sé það gert vegna afstöðu smábátaeigenda sjálfra og vegna þess, að aðgrein- ingin hefði reynzt mun flóknari en upphaflega hefði verið talið. Með þessu verða veiðar smábáta takmarkaðar í samtals 114 daga á þessu ári. Á árinu 1984 voru, auk takmarkana á netaveiðum í átta daga um páska, veiðar takmarkað- ar i 53 daga. Vetrarfar- gjöld taka fyrr gildi á Atlants- hafsfluginu Vetrarfargjöld Flugleiða á Atl- antshafsflugleiðinni taka gildi í byrjun september í ár, sem er mun fyrr en undanfarin ár, en þá hafa þau tekið gildi um miðjan október. Er þessi lækkun nú til- komin vegna þess aA mörg önnur flugfélög sem fljúga á þessari leiA, taka upp vetrarfargjöld fyrr en áAur. Að sögn Sigfúsar Erlings- sonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, nær þessi lækkun einungis til Ap- ex-fargjalda. Lægsta fargjald milli New York og Lúxemborg- ar er nú 439 dollarar fram og til baka og til samanburðar má geta þess að samsvarandi far- gjald í nóvember á síðasta vetri var 389 dollarar og nú í sumar 590 dollarar. Samkeppnin hefur mikið aukist á þessari flugleið að undanförnu og sagði Sigfús að ekkert samkomulag um far- gjöld væri lengur í gildi milli flugfélaganna á þessari leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.