Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Vandi íslenzks landbúnaðar Landbúnaður hefur sem at- vinnugrein átt undir högg að sækja í íslenzkum þjóðarbú- skap. Þar kemur margt tií. Tækni og þekkingu hefur fleygt fram, frá lyktum heims- styrjaldarinnar síðari, og gert atvinnugreininni kleift að stór- auka hverskonar búvörufram- leiðslu með fækkandi starfs- mönnum. í heimildarriti Framkvæmdastofnunar, „Mannfjöldi, mannafli og tekj- ur“ (júlí/1981), kemur fram, að ársstörfum í landbúnaði hafi fækkað um 24% 1963—1979. Streymi fólks úr landbúnaði hefur fremur aukizt en rénað á níunda áratugnum. Milli ár- anna 1982 og 1983 fækkaði störfum í landbúnaði um 2%, eða 324 störf. Hefðbundinn búskapur með sauðfé og nautgripi hefur um langt árabil skilað framleiðslu verulega umfram innlenda eft- irspurn. Samtímis hefur inn- lend verðbólga, einkum eftir 1970, aukið tilkostnað búvöru- framleiðslunnar, langt umfram verðþróun á erlendum mörkuð- um. Neyzluvenjur íslendinga hafa og breytzt, kindakjöti í óhag. Landbúnaður er eftir sem áður ein af þremur undirstöðu- greinum íslenzks þjóðarbú- skapar. Hann er ekki aðeins bjargræðisvegur bændastétt- arinnar, og þar með talsverðs hluta þjóðarinnar, heldur jafn- framt hráefnisgjafi kjöt-, ull- ar- og skinnaiðnaðar í landinu. Bæði verzlun og ýmis konar þjónustuiðnaður byggja að hluta til starfsemi á þeim markaði sem sveitirnar eru. Flestir kaupstaðir og kauptún í landinu standa jöfnum fótum, atvinnulega, í landbúnaði og sjávarútvegi. í heimsstyrjöldinni síðari, þegar innflutningur til lands- ins var mjög takmarkaður, kom glöggt í ljós, hvers virði það var að búa að eigin búvöru- framleiðslu. Landbúnaður og sjávarútvegur afla þjóðinni í dag hartnær helmings þeirra matvæla eða hráefna til mat- vælaiðnaðar, sem hún neytir. Undirstöðuatvinnugreinar, sjávarútvegur, iðnaður og landbúnaður skarast svo, ef grannt er gáð, að hver hefur verulegan stuðning af annarri. í strjálbýli er landbúnaður víða eini snertiflötur þjóðar- innar við landið, sögu þess og menningu. íslenzkur landbúnaður hefur mætt offramleiðslu kindakets og mjólkurafurða með því að fækka sauðfé verulega og raun- ar einnig nautgripum. Jafn- framt hefur verið lögð aukin áherzla á aðrar búgreinar: loðdýrarækt, ylrækt, fiskeldi, alifugla, svín, hross og hlunn- indabúskap. Síðast en ekki sízt hefur nýstofnað Landssam- band sauðfjárbænda lagt drög að átaki í sölumálum erlendis, einkum á Bandaríkjamarkaði, en á þeim vettvangi var pottur brotinn. Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda ræðir nú samn- ing milli ríkisstjórnarinnar og stéttarsambandsins um skipu- legan samdrátt bæði í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu. Markmiðið er að búvöru- framleiðslan verði í aðalatrið- um miðuð við innanlandsmark- að og að draga að sama skapi úr útflutningsbótum. Á móti ábyrgjast stjórnvöld fullt verð fyrir umsamið magn fram- leiðslu. Vandi landbúnaðar er ekki einsdæmi á íslandi. Hliðstæður vandi offramleiðslu segir víð- ast til sín í hinum tæknivædda heimi. Verð- og gæðasam- keppni á erlendum búvöru- mörkuðum er hörð. Vandi undirstöðugreina í íslenzkum þjóðarbúskap er hinsvegar sameiginlegur vandi þjóðar- innar. Slíkur vandi verður ekki leystur nema með samátaki. Skógrækt Alþingi samþykkt 28. júlí 1974 ályktun um land- græðslu- og gróðurverndar- áætlun til minningar um 1100 ára búsetu í landinu. Þessi samþykkt leiddi til iand- græðsluáætlunar 1981—1985, sem gefið hefur góða raun í hvívetna, og vísar veg um áframhaldið. Gróðurkraginn umhverfis hálendið, sem og gróðurvinjar á hálendinu, hafa lengi átt í vök að verjast, fyrst og fremst vegna eldgosa, kuldaskeiða, uppblásturs og ofbeitar. Vaxandi skógrækt er veiga- mikill þáttur gróðurverndar og uppgræðslu. Skjólbelti skógar hafa mikið uppgræðslugildi. Skógur eykur á fegurð og fjöl- breytni umhverfisins. Og skóg- rækt getur orðið álitleg fram- tíðarbúgrein, þar sem skóg- ræktarskilyrði eru bezt. Skógræktarfélag íslands hefur farsællega leitt vaxandi viðleitni landsmanna til skóg- ræktar. Fleiri samtök fylgja í kjölfarið, Ungmennafélag ís- lands, Kvenfélagasamband ís- lands, ýmis sveitarfélög og fleiri, sem beitt hafa sér fyrir gróðursetningu. Skógræktarfélag íslands heldur þessa dagana aðalfund sinn á Blönduósi. Morgunblað- ið heitir því stuðningi við gott og gæfuríkt verkefni. MmssMmM Umsjónarmaður Gísli Jónsson 302. þáttur í síðasta þætti var rétt að- eins drepið á gildi bókmennt- anna fyrir varðveislu tungunn- ar, og er það ekki ný speki, og liggur í augum uppi. Fornar bókmenntir okkar eru svo ágætar og víðfrægar, líkt og rómantískar bókmenntir 19. aldar, að stundum fellur í skugga þagnarinnar margt það sem þar liggur á milli. Er það þó bæði mikið að magni og gæðum. Verða hér í þessum þætti tínd til nokkur dæmi úr miðaldabókmenntum og ekki síst af þeim kveðskap sem um- sjónarmaður ætlar að ekki hafi mikið verið hampað. I vísu þeirri, sem hér fer á eftir, lýsir höfundur hjónum heldur enn ekki með misjöfn- um hætti. Er líkingamál hans myndrænt og minnilegt. Geta má þess að strangvaxin merkir íturvaxin, skeið = skip, og máva heiði er kenning fyrir sjó. Ann- að mun flestum enn skiljan- legt: Svó líst mér, in mjóva, maðr þinn, inn brúnfagra, sem fáneytur fljóti ferjubátr með skerjum. En þá er sé þik sjálfa strangvaxna fram ganga, er sem skrautlig skríði skeið yfir máva heiði. Jón Pálsson Maríuskáld (um 1400) orti svo mikið um hina „dýru drottning" að sumum ofbauð, og fékk hann viður- nafn sitt af þessum kveðskap. Margt af því, sem sr. Jón orti, er fagurt og innilegt, svo sem: Hef eg hrellda sál, hún þarf líknarmál. Gerir brennheitt bál beiskt glæpatál. Mæt María, snú mér á rétta trú. Nóg er þörf að þú í þrautum dugir nú. Sigurður nokkur blindur, samtímamaður sr. Jóns Páls- sonar, stældi Lilju í kvæðinu Rósa og tókst bærilega. Hann kvað um sköpun heimsins: Dróttinn varðst þú í dýrð og mætti dýrr og sterkr og hverjum fyrri, ærið ríkr og öllum meiri í skínöndum kröftum þínum. Gerðir þú með einu orði allt í senn á málshátt þenna: „Verði ljós og vötn á jarðir*. Víðerni þau standa síðan. Vel kunni hann og að segja frá dómsdegi. Dugði þá lítt að boða forföll eða ætla sér að treysta á mútugjafir, þing- styrk eða frændafylgi: Koma mun tíð, sú er dróttinn dæmir drengjaferð, þá er heimsslit verða; geysast menn úr gröfum að rísa, gný óttandist lúðra dróttins. Eigi mun þá afboð nægja, eigi þing né fébýtingar, frændalið eða fegra syndir, frægja sig né aðra rægja. Ólafi Tómassyni lögréttu- manni á Hafgrímsstöðum í Lýtingsstaðahreppi fataðist ekki að koma orðum að spill- ingu aldarfarsins eftir dauða Jóns Arasonar og sona hans: Síðan fór á ringulrey réttur á isa landi; aldrei veit nær óðins mey öll er drifin sandi, svo að hverfi góss og gras lýðnum fyrir sín lymskuverk, lygar og orðamas. Trauðlega finnst ein tungan merk, tryggðin er eins og glas. Herrann^er sú hugsan mest að haga svo sínu valdi, að komast megi undir kónginn flest með klögun og sektagjaldi, eða kosta kroppsins pín, að útarma svo sitt eigið land (ætlan er það mín) að eigi hafi það eftir grand af öllum peningum sín. Bjarni Jónsson Borgfirð- ingaskáld (16. öld) er sagður hafa fundið upp á því að yrkja öfugmælavísur. Meðal annars kvað hann: Krumma sá í krambúð eg kaupa varning nýjan; út á borðið elskuleg að honum rétti krían. Séð hef eg köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk. Þá kunnu margar mæður að bía börnum sínum og gæla þeim undir svefninn: Sofi, sofi sonur minn. Sefur selur í sjó, svanur á báru, már í hólmi, manngi þig svæfir, þorskur í djúpi. Sofðu, eg ann þér. Selur á flúðum, en í sundi murta, björn í híði með breiða hramma, vargur í viði, en í vatni gedda, áll í iðu. Sofðu, eg ann þér. Gefum svo Einari Sigurðs- syni frá Hrauni í Aðaldal (1538—1626) síðasta orðið, einkum ef einhverjum hefði gefist í skyn að íslensk ætt- jarðarást hafi verið fundin upp á 19. öld. Brot úr kvæðinu Gæði íslands: ... Því oftlega hefir mig angrað hitt, að ísland margir hæða, en móðurjörð er mér svo kær, að mig hefir langað, guð minn skær, að geta þess allra gæða. ... Því vil ég elska ísa láð og yfir það kalla drottins náð og aldrei af því láta. Innkeyrslan til Akraness, Kalmannsbraut. Morgunblaðiö/Jðn Gunnlaugsson Akranes: Átak gert í snyrtingu og frágangi umferðargatna Akraaed, 26. igásL MIKIÐ átak hefur verið gert í sumar við snyrtingu og frágang við umferðar- gðtur Akraneskaupstaðar og hefur hið góða tíðarfar óspart verið notað til bæjarins og nú á næstu dögum verða lagðir um 9.000 m* af mal- biki á nokkrar götur í bænum og mun Hagvirki hf. annast þær framkvæmdir. Stefnt verður að því að taka upp gangstéttir við Skólabraut og leggja þar hita- leiðslur og steypa síðan nýja stétt. Við þessa götu eru margar versl- anir og jafnan mikill mannfjöldi þar á gangi þegar verslanir eru opnar. Þær götur sem lagt verður á eru Mest áberandi er breytingin við Kalmannsbraut, en þar var lögð gangstétt og grassvæði útbúið milli götu og gangstéttar. Einnig hafa eyjarnar við Kirkjubraut verið tyrfðar og gengið frá stórum svæðum við Innnesveg. Þessi störf hafa starfsmenn bæjarins unnið, m.a. unglingar i Vinnuskóla bæj- arins. Alls hafa verið lagðir um 2.500 metrar af gangstéttum og 1.700 metrar af kantsteinum við götur Reynigrund og botnlangar við Esjubraut, Vogabraut og Garða- braut. Miklar umræður urðu í bæjarstjórn um hvort ætti að malbika göturnar eða steypa þær, en á sl. sumri voru götur á Akra- nesi steyptar og sá verktaki á Akranesi um þær framkvæmdir. í sumar bárust tilboð frá tveim fyrirtækjum á Akranesi um að steypa göturnar og svo frá Hag- virki um malbiksframkvæmdir. Niðurstaða bæjarstjórnarfundar var sú að tilboði Hagvirkis hf. var tekið og sýnist heimamönnum sitt hverjum um þá afgreiðslu. — JG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.