Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Tannlæknar og Tryggingastofnun semja til 1. desember: Hækkun til samræmis við BHM auk 6,8 % viðbótarleiðréttingar Braðabirgðasamkomulag milli Tannlæknafélags Íslands og Trygg- ingastofnunar ríkisins var undirritað í gærmorgun hvað varðar gjaldtöku tannlækna gagnvart Tryggingastofn- un. Tekur samkomulagið gildi frá 1. september og gildir til 1. desember. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar lögfræðings Tryggingastofnunar ríkisins, fá tannlæknar nú sambæri- lega hækkun og BHM-menn hafa fengið frá 1. mars, auk 6,8% hækk- unar vegna skekkju sem safnast hef- ur upp undanfarin ár. Í samkomulaginu segir að ekki sé tekin afstaða til kröfu Trygg- ingastofnunar á hendur Tann- læknafélaginu um endurgreiðslur vegna meintrar of hárrar gjald- töku þann 1. mars sl. Þá hækkuðu tannlæknar launalið gjaldskrár- innar um 43%, en Hagstofan ákvað síðar að hann hann skyldi aðeins hækka um 16%. Þessu ágreiningsmáli er slegið á frest og vísað til samningafundar sem hefjast á fljótlega um nýjan samning tannlækna og Trygginga- stofnunar. Birgir Jóhannsson formaður Tannlæknafélagsins vildi ekki tjá sig um samninginn fyrr en hann hefði verið lagður fyrir félags- fund, sem verður þann 12. sept- ember. Skátadagur í Kópavogi í dag SKÁTADAGUR verður haldinn í dag, laugardaginn 31. ágúst, á Rúts- túni í Kópavogi. Þar verða m.a. þrautabrautir, leiktæki, trönubyggingar o.fl. f frétt frá Skátafélaginu Kópum segir að Kópavogsbúar á öllum aldri séu velkomnir að koma og taka þátt í skátastarfi og kynnast því af eigin raun. Innritun er á staðnum, en skátadegi lýkur með varðeldi kl. 20.00. Textfllistakonurnar fyrir utan Gallerí Langbrók Textfl. Gailerí Langbrók Textfll opnar TEXTÍLHÓPUR úr Gallerí Lang- brók, þær Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir og Steinunn Bergsteins- dóttir, ásamt öðrum fjórum textfl- Hstakonum, Önnu Þóru Karlsdóttur, Ásu Ólafsdóttur, Heiðu Björk Vignis- dóttur og Valgerði Torfadóttur, opna um helgina nýtt textfl gallerí. Kallast það „Galleri Langbrók Textíll.“ Þær verða til húsa á horni Laufásvegar og Bókhlöðustígs í gömlu timburhúsi með hlöðnum steinkjallara. Markmiðið er að hafa til sýnis og sölu verk og muni úr textíl svo sem tauþrykk — myndvefnað og sérhannaðan fatn- að. Opnunin verður laugardaginn 31. ágúst kl. 2 e.h. og allt áhugafólk um textíl velkomið. Opnunartími í framtíðinni verð- ur frá 12—6 alla virka daga. (Fréttatilkynning.) Samkoma og kaffisam- sæti í Kaldárseli NÚ UM mánaðamótin lýkur starfí sumarbúðanna í Kaldárseli sem þar hafa verið reknar í 60 ára af KFUM og K í Hafnarfírði. í sumar hafa dvalið þar á þriðja hundrað börn á aldrinum 7—12 ára í 6 dvalarflokkum, 2 vikur í senn. Þátttakendur og starfsfólk hafa unað hag sínum vel í sólskin- inu við göngur, sögur, leiki, söng og hugleiðingar á Guðs orði. Sunnudaginn 1. september mun starfinu ljúka að venju með sam- komu og kaffisölu í Kaldárseli. A samkomunni, sem hefst kl. 14.30, mun Stína Gísladóttir stud. theol. tala. Að samkomunni lokinni hefst kaffisalan og stendur hún yfir til kl. 23.30. Þar gefst öllum sem vilja styrkja starfið í Kaldárseli kostur á að raða í sig kaffi, gosi og kökum að vild, gegn vægu gjaldi og er það von aðstandenda Kaldársels að sem flestir yngri og eldri Kald- æingar og aðrir láti sjá sig. (Úr fréttatilkynningu.) Kór Sankt Annæ-menntaskólans í Kaupmannahöfn. Þetta er blandaður kór og í hópnum sem hingað kemur eru 140 manns. Kór Sankt Annæ-menntaskólans í Kaupmannahöfn heimsækir ísland 140 MANNA kór danskra ung- menna á aldrinum 16—20 ára er í tónleikaferð á íslandi dagana 30. ág- úst til 8. sept. Þetta er blandaður kór Sankt Annæ-menntaskólans í Kaup- mannahöfn sem einnig er kaliaður Söngskóli Kaupmannahafnar (Knbenhavns Kommunes Sang- skole). Tónleikaferð kórsins hefur verið í undirbúningi í 2 ár og auk kórfélaga eru rektor skólans og 8 kennarar með í ferðinni. Kór Sankt Annæ-menntaskól- ans er einn þriggja kóra sem starfa við Söngskóla Kaupmanna- hafnar. Hinir kórarnir eru Drengjakór Kaupmannahafnar, sem Mogens Wöldike stofnaði og stjórnaði, og Stúlknakór Söng- skólans. Sönskóli Kaupmannahafnar var stofnaður 1929 serm almennur skóli fyrir Drengjakór Kaup- mannahafnar. 1952 var bætt við menntaskólastigi og 1973 fengu stúlkur aðgang að skólanum. Mús- íkalskir nemendur grunnskólanna í Kaupmannahöfn geta þreytt inn- tökupróf í Söngskólann að loknu 3. skólaári sínu í almennum grunnskóla. í söngskólanum eru söngtímar hluti af náminu og allir fá kennslu í raddbeitingu og tón- heyrn. í dag stunda 500 stúlkur og 700 pilta á aldrinum 8—20 ára nám við skólann. Kórinn, sem heimsækir fsland þessa dagana er blandaður kór og hafa kórfélagar áður verið í Drengjakór Kaup- mannahafnar eða Stúlknakór Söngskólans. Efnisskrá kórsins er mjög fjöl- breytt, bæði veraldleg tónlist og kirkjutónlist frá hinum ýmsu tím- um. Á efnisskrá kórsins i tónleika- ferðinni til íslands eru m.a. verk eftir Scarlatti, Hándel, Vaughan Williams, v. Stenhammer, Cop- land, Leonard Bernstein, Vagn Holmboe og Bo Holten auk þjóð- laga og negrasálma. Tónleikar Kórs Sankt Annæ- menntaskólans verða: 1. sept. kl. 20.30. Tónleikar í Akur- eyrarkirkju. 4. sept. kl. 13.00. Skólatónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð. 4. sept. kl. 20.30. Tónleikar í há- tíðasal Menntaskólans við Hamra- hlíð. Veraldleg efnisskrá. 5. sept. kl. 20.30. Tónleikar í Há- teigskirkju. Kirkjutónlist. 6. sept. kl. 20.30. Tónleikar í Nor- ræna húsinu. Kammerkór (30—40 kórfélagar) úr Kór Sankt Annæ- menntaskólans. Veraldleg efn- isskrá. 7. sept. kl. 17.00. Tónleikar í Skálholtskirkju. Kirkjutónlist. Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð ásamt stjórnandanum, Þorgerði Ingólfsdóttur, og ræðismanni Dana á Akureyri, Gísla Konráðs- syni, hafa annast undirbúning og skipulagningu á ferð kórsins til ís- lands. Dreifikerfi rásar 2: Hringnum nánast lokað á þessu ári — „Stoppað í götin“ næsta ár, segir Þorgeir Ástvaldsson GERT er ráð fyrir að loka hring dreifíkerfis rásar 2 um landiö á þessu ári, en til þess vantar senda á Suðausturhorn landsins, allt frá Vík í Mýrdal austur um og að Gagnheiði. Nú eiga um 90% landsmanna þess kost að heyra í rás 2, en vegna eðlis FM-dreifikerfisins, sem er endurvarp, er það háð staðháttum, svo sem landslagi og móttökutækjum, hvar rás 2 næst best að sögn Þorgeirs Ástvalds- sonar, forstöðumanns rásar 2. „Samkvæmt framkvæmda- áætlun Ríkisútvarpsins og Pósts og síma í ár verða nýir sendar settir upp á Háfelli í Vestur- Skaftafellssýslu og væntanlega í Höfn í Hornafirði og er það næsta skrefið hjá okkur í dreifi- kerfinu. Þá verðum við nokkurn veginn komnir hringinn, en það þýðir þó ekki að rásin heyrist á öllum stöðum. Á næsta ári, 1986, er fyrirhug- að að setja upp tólf senda til að „stoppa í götin" og fara þeir m.a. til Olafsfjarðar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar, Selfoss, Grund- arfjarðar, Patreksfjarðar og á Viðarfjall, sem mun þjóna Norð- austurhorni landsins." Þorgeir sagði að lögð hefði ver- ið mikil áhersla á að hafa netið sem þéttriðnast svo að sendingar næðust sem víðast. „Það má auð- vitað lengi bæta og laga, en þeg- ar lokið hefur verið við að setja upp áðurnefnda tólf senda, verð- ur aðeins smáræði eftir. Styrk- leiki sendanna er mjög mismun- andi. Til dæmis er sendirinn á Skálafelli sterkastur, enda þjón- Leiðrétting í FRÉTT á blaðsíðu 7 í Morgun- blaðinu í gær, þar sem fjallað er um aðalfund Skógræktarfélags íslands féll niður að geta þess að klukkan 9 í dag flytur Þórarinn Benedikz, forstöðumaður Rann- sóknastofnunar Skógræktar ríkis- ins, erindi á fundinum. Erindi Þórarins er á undan erindi Jons Gunnars Ottóssonar, sem getið var í blaðinu. ar hann stærsta svæðinu — höf- uðborgarsvæðinu. Hann hefur senditíðnina 99,9 og er 10 KW. Því má heldur ekki gleyma að hlustunarskilyrði má styrkja hér á höfuðborgarsvæðinu og eru ýmis járn í eldinum í þeim efn- um.“ Þorgeir sagðist fá heilmikið af upphringingum, kvörtunum og fyrirspurnum frá því fólki sem ekki nyti þjónustu rásar 2. „Mér finnst ósköp skiljanlegt að fólk kvarti yfir þessu, en við leggjum ofurkapp á að allir landsmenn sitji við sama borð og fer nú að koma að því. Meginmarkmiðið í uppbygg- ingu dreifikerfis rásar 2 hefur verið frá byrjun að fjölmennustu staðirnir kæmu fyrst og aðrir fylgdu á eftir. Margir aðrir þætt- ir hafa ráðið forgangsröð upp- setningar dreifikerfisins, svo sem vilji og ætlun yfirstjórnar ríkisútvarpsins, tæknilegar for- sendur hverju sinni, afgreiðsla og búnaður frá útlöndum og fjár- mál svo eitthvað sé nefnt," sagði Þorgeir Ástvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.