Morgunblaðið - 31.08.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 31.08.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 m/w „Ég cr búinn oÁ biÍja þig þúsund s'innum oub kauppi rúm&ýmo.." ... að vita ad hún fór í þennan kjól HÖGNI HREKKVÍSI r/þcft> er rusLghcuigahundur Pyr\r Hlustanda fínnst ekki allt slæmt í útvarpinu þótt margt sé þar afleitt Ekki allt slæmt í útvarpinu Hlustandi skrifar: Ég ætla eiginlega bæði að kvarta og þakka fyrir mig. Kvart- anirnar eru aðallega í sambandi við rás 2, sem mér finnst alveg hræðilega einhæf. Hún er ná- kvæmlega eins og þegar hún byrj- aði og sömu mennirnir tuðandi í eyrunum á manni og þá. Mér finnst vera kominn tími til að leyfa þessum sjálfumglöðu morg- unmönnum að hvíla sig. Ég trúi ekki að ég sé ein um að vera orðin þreytt á Ásgeiri Tómassyni, Jóni Ólafssyni, Páli Þorsteinssyni og hvað þeir heita þessir menn. Að mínu mati er kominn tími til að skipta og fá nýja menn og líka sjá til þess að þeir geti ekki leyft sér að segja hvaða vitleysu sem er í útvarpið. Svo finnst mér eins og rás 1 geti núna að eigin áliti boðið fólki upp á hvað sem er þegar rás 2 er kom- in. Ef manni þykir efnið á rás 2 leiðinlegt þá er ómögulegt að skipta yfir á rás 1 fyrir miðdegis- tónleikum, morguntónleikum og kvöldtónleikum, að ekki sé talað um alla þessa málglöðu nöldur- seggi sem fá að vaða uppi. En það er ekki allt slæmt á rás 1 enda væri ég þá orðin ein af þessum málglöðu nöldurseggjum. Mig langar að þakka fyrir frábær framhaldsleikrit, eins og til dæm- is Raddir sem drepa, og eins er Daglegt mál alveg ómissandi þátt- ur. Ég vona að einhver taki mark á því sem ég er að segja, þó það sé kannski ekkert sérlega jákvætt að vera að gagnrýna útvarpið alltaf hreint, en ég er jú einu sinni ein af þessum tvöhundruð þúsund hræð- um sem eiga útvarpið og finnst ég eiga heimtingu á almennilegu efni. Þessir hrlngdu .. Þakkir til for- stöðumanna Ölduselsskóla Móðir úr Stuðlaseli hringdi: Mig langaði að koma á fram- færi innilegu þakklæti til for- stöðumanna Ölduselsskóla í Breiðholti. Þar var haldið upp á tíu ára afmæli skólans í vor og tókst framúrskarandi vel. Börnin voru látin útbúa ým- iskonar sýningar og héldu auk þess skemmtun fyrir aðstand- endur sína. Æskulýðsráð hélt líka nám- skeið fyrir krakkana, þar sem farið var með þau á söfn og sýn- ingar víðsvegar um borgina. Á það og þakkir skildar fyrir. 1 íslenskt kaffi er ódrekkandi Kaffímaður hringdi: Ég hef lengi furðað mig á því hversvegna íslenskt kaffi er svona miklu verra heldur en það kaffi sem maður fær í öðrum löndum. Strangt tekið er kaffi rangnefni á þessum islenska drykk. Kaffilíki væri betra nafn. Enda má segja að munurinn á íslensku kaffi og alvöru-kaffi sé svipaður og á smjöri og smjör- líki. Einhverntímann var því logið að mér að gæði þess kaffis sem flutt er hingað inn væru miklu minni en þess sem almenningur drekkur til dæmis á meginlandi Evrópu. Einnig var mér sagt að brennslan hér væri miklu lélegri og minni en þar. Ekki ætla ég að leggja neinn sérstakan trúnað á þessar skýringar, en leikmanni finnast þær vissulega hljóma vel. Ég krefst skýringa. Hér er sí- fellt verið að klifa á hversu ágæt innlend framieiðsla og vinnsla á neysluvörum sé. Þetta er ekki eina dæmið um að við stöndum öðrum siðuðum þjóðum að baki. Hvernig stendur á því? Afleitt að loka kjallaranum Fríðleikspiltur hringdi: Ég vildi endilega ná sambandi við þessar sjö niðurbrotnu sem greindu frá óhamingjusemi sinni og dapurleika hér á síðum Vel- vakanda fyrir skemmstu. Þannig er að við hittumst nokkuð oft félagarnir, sjö tals- ins, á föstudags- og laugardags- kvöldum. Okkur finnst einmitt líka afleitt að Kjallarinn skuli vera lokaður, því þangað venjum við komur okkar. Það merkilega er hins vegar að lokun Kjallarans hefur orðið til þess að við höfum þurft að reyna miklu meira á okkur til að halda uppi samræðum, og erum nú orðnir þjálfaðir samræðu- garpar. Við myndum því verða því allshugar fegnir ef þessar sjö niðurbrotnu vildu slást í hópinn með okkur. Við gætum örugg- lega bryddað upp á skemmtileg- um og greindarlegum, jafnvel andríkum umræðum, svo þær þyrftu ekki að kvíða helgunum sem eftir eru þar til Þjóðleik- húskjallarinn verður opnaður aftur. Auk þess gætum við kennt þeim málfræði í leiðinni. Semsé, ef þær hringja í síma 10607 verður allt í himnalagi. Ölduselsskóli. Móðir úr Stuðlaseli er þakklát forstöðumönnum skólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.