Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 47 „Jónsmálinu“ lokið: Urslit leiksins standa LOKSINS er hinu svokallaöa „Jónsmáli" lokið. Dómstóll ÍSÍ tók í gær þá afstöðu aö taka ekki til greina áfrýjun Þróttar um að ómerkja alla meðferö málsins fyrir dómstóli KSÍ þann 16. ágúst síöastliöinn. Þar meö er þessu leiöindamáli lokiö. KR vinnur leikinn 4:3 eins og lokatölur fyrsta leiks íslandsmótsins voru í maí síöastliónum. r Mðfarðsr aála tyH t 16. 8. ÍSSS i milir Haq Reirfcjsvlkur Knattspyrnufélaqlnu Próttl, S. ±r^P' • Dómsoróin í gær KA vann IBI KA VANN sanngjarnan sigur yfir ísfiröingum í 2. deíldar keppninni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðin mættust á Akureyrarvelli. KA-menn skoruöu tvö mörk í hvorum hálfleík og Ísfíröingar skoruóu eitt í þeim síöari. Meö þessum sigri eru KA-menn komnir upp aö hlið Vestmanney- inga í annað sæti deildarinnar, en ÍBV á aö leika viö Völsung í dag í Eyjum. Steingrímur Birgisson skoraöi fyrsta mark KA strax á sjöttu mín- útu leiksins. Hann fékk knöttinn á miöjum vellinum lék upp aö enda- mörkum og skaut þaöan á nær- Oddur Sigurðsson: Komst ekki í úrslit ODDUR Sigurösson, hlauparí úr KR, náöi ekki aö komast í úrslit í 400 metra hlaupinu á heímsleik- um stúdenta í Japan. Oddur var sjötti í sínum rióli í undanrásun- um og féll þar með úr keppni. „Oddur hljóp ágætlega þó svo honum takist ekki aö komast í úr- slitin. Hann fékk tímann 46,88 sem er talsvert frá hans besta á þessu ári,“ sagöi Valdimar Örnólfsson, sem er ytra meö Oddi i samtali viö Morgunbiaöiö í gær. Þaö var Nigeríumaöurinn Eg- bunike sem sigraöi í riölinum sem Oddur keppti í og hann hljóp á 45,19 sekúndum, annar varö Takno frá Japan á 45,30, sem er aöeins betri tími en islandsmet Odds, sem er 45,36 sekúndur. Oddur heföi því þurft aö hlaupa á nýju islandsmeti til aö komast í úr- slitin. stöngina. Hreiöar Sigtryggsson markvöröur isfiröinga viröist búast viö fyrirgjöf og var því illa staösett- ur til þess aö verja þetta óvænta skot og knötturinn fór í netiö. Skömmu síöar fengu isfiröingar eina marktækifæri sitt i fyrri hálf- leik. Ragnar Rögnvaldsson skaut þá framhjá úr góöu færi innan víta- teigs KA. Steinar Birgisson var aftur á feröinni á 15. mínútu þegar hann skoraöi af stuttu færi eftir aö hann náöi knettinum þegar mikill mis- skilningur varö milli varnarmanna ÍBl. Þaö sem eftir var fyrri hálfleiks áttu heimamenn nokkur góö marktækifæri en tókst ekki aö nýta þau. í byrjun síöari hálfleiks varöi Hreiöar mjög vel skalla frá Tryggva Gunnarssyni eftir fyrirgjöf Stein- gríms og á 66. mín. skoruöu ísfirö- ingar sitt eina mark. Rúnar Vífils- son, nýkominn inná sem varamaö- ur, skoraöi þá meö góöu skoti frá vítateig eftir aö hann fékk knöttinn utan af kantinum. Eftir þetta tóku heimamenn öll völd á vellinum. Á 80. mín. var dæmd vítaspyrna þegar Steingrími var brugöiö innan vítateigs. Úr vít- inu skoraöi Njáll Eiðsson og staö- an því 3:1. Tryggvi innsiglaöi síöan sigur KA meö því aö skora fjóröa markið skömmu fyrir leikslok. Hann fékk sendingu frá Stefáni Ólafssyni, lék á einn varnarmann og skaut þegar hann var kominn inn í vítateiginn framhjá Hreiöari sem kom út á móti. Steinar Birgisson og Friöfinnur Hermannsson voru bestir í annars jöfnu liöi KA. Lítiö er hægt aö segja um liö ÍBÍ, þeir voru mjög slakir í fyrri hálfleik en brögguöust heldur í þeim síöari fram aö mark- inu. — AS Rök dómsins eru þau helst aö hvorki Þróttur né KR hafi gert at- hugasemd vió þaö á sínum tíma þegar dómstóll KSl var skipaöur en eins og viö höfum skýrt frá þurfti stjórn KSl aö grípa til þess ráös aó skipa dóminn vegna þess aö þeir sem í honum áttu sæti voru vanhæfir eöa forfallaöir. Dómstóll ÍSÍ telur aö stjórn KSÍ sé skyldug til aö sjá svo um aö dómstóllinn sé starfhæfur og þó svo einhverja menn hafi vantaö í hann hafi KSf skipaö nýjan dóm samkvæmt skyldu sinni. Nú er máliö endanlega afgreitt og núna fyrst, þremur og hálfum mánuöi eftir aö leiknum lauk, eru úrslitin oröin Ijós. Dóm ÍSI sátu þeir Jón Ingimarsson, Hreggviður Jónsson og Stefán Kristjánsson og var niöurstaöa þeirra samhljóða. • Einar Vilhjálmsson varö þriöji á stigamótinu í Brússel í gærkvöldí. „Þetta var mikið basl“ — sagði Einar Vilhjálmsson um spjótkastskeppnina „ÞETTA var mikið basl og það gekk öllum illa. Ég varö þriðji meö 85,60 metra og kom lengsta kast mitt í síöustu umferö,“ sagöi Einar Vilhjálmsson í samtalii viö Morg- unblaöiö í gærkvöldi, er keppni á síöasta stigamóti Alþjóöafrjáls- íþróttasambandsins, í BrUssel, var nýlokiö. Bandaríkjamaöurinn Duncan Attwood sigraöi í spjótkastinu í Brússel með 87,14 metra. Var þaö eina kast hans yfir 80 metra, næst- lengst kastaöi hann 77,78. Tom Petranoff varö annar með 85,68. „Ég var í forystu tvær fyrstu umferðirnar með 80,68. Petranoff kastaöi 85,68 í þriðju umferð og tók forystu. Attwood náöi sínu lang- lengsta kasti í 5. umferö, en í sömu umferö kastaöi Bretinn Roald Bradstock 81,98 svo ég var þá oröinn fjóröi. í síöustu umferöinni gaf ég allt sem ég gat og komst upp íþriöjasætiö. Olnboginn er allur aö bólgna upp á mér og þaö veröur á brattan aö sækja í úrslitakeppninni í Róma- borg um næstu helgi. Þaö var mjög erfitt að kasta á Heysel-leikvangin- um og okkur gekk öllum illa. Þaö var stafalogn og molla, eins dautt og veriö getur, “ sagöi Einar. Siguröi Einarssyni tókst illa upp, varö fimmti með 73,58 metra. Fókk hann hnykk á bakið og tóku gömul meiösl sig upp, svo hann hætti fljótt keppni. Á mótinu sigraöi bandariski af- reksmaöurinn Carl Lewis í 100 metra hlaupi á 10,24 sek. og lang- stökki meö 8,62 metra. Mary Slan- ey náöi bezta árangri ársins í 1500 metrum, 3:57,24. Maricica Puica Rúmeníu varð önnur meö 3:57,73 og Zola Budd Bretlandi þriöja meö 3:59,96. Marokkóhlauparanum Said Aouita mistókst naumlega aö setja heimsmet í 3000 metrum, hljóp á 7:32,94 mínútum, en heimsmetið er 7:32,10 mín. Annar varö V-Þjóö- verjinn Thomas Wessinghage á 7:42,61 og Doug Padilla, Bandaríkj- unum,á7;48,14. Willie Banks, Bandaríkjunum, stökk 17,58metraiþrístökki, ítalinn Alberto Cova vann spennandi 10 km hlaup á 28:03,93 mín., Sammy Koskei Kenýu vann 1.000 metra á 2:14,95, Doina Melinte Rúmeníu 800 m kvenna á 1:58,27, Fita Lovin Rúmeníu önnur á 1:58,50 og heims- methafinn, Kratochvilova, þríöja á samatíma. Heimsleikar stúdenta: Einar keppir ekki NÚ ER endanlega ákveöiö að Ein- ar Vilhjálmsson spjótkastari keppi ekki á heimsleikum stúd- enta sem fram fara þessa dagana í Japan. Eins og viö skýröum frá í gær þá ætlaöi Einar aö reyna aö komast til Japan í tæka tíö og miklar ráöstaf- anir höföu veriö geröar til aö flytja hann á sem skemmstum tíma frá fluqvellinum til keppnisstaöarins. Nú er hinsvegar komiö í Ijós að flugvél sú sem Einar ætlaöi aö taka frá Moskvu til Japan kemur ekki til Japan fyrr en rétt um einni klukku- stund áöur en Einar á aö keppa og þar sem þaö er alltof skammur tími til aö undirbúa sig, sérstaklega þegar þaö er haft í huga aö Einar hefur þá veriö á feröalagi í einar 18 klukkustundir, ákvaö hann aö hætta viö aö fara. Orbsending frá HeimilisprýÖi hfy Hallarmúla 1 -unnendur Muniö TEB0ÐIÐ LAUGARDAGINN 31. ÁGÚST FRÁ KL. 14—17 Mr. Ray Stocker frá Wood Bros Ltd. býöur ykkur velkomin og kynnir nýj- ungar frá ‘(Olí» Cr||avm*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.