Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 25 Nýtt landnám í íslenzkri menningu — Ræða Þorsteins Pálssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins, við setningu SUS-þings á Akureyri í gær Á umbrotaskeiðum er meiri þörf en í nokkurn annan tíma til þess að líta upp úr dægurþrasi og horfa fram á veginn. Okkur hættir oft og einatt til að gleyma okkur við dægurþras og missa sjónar á þeim markmiðum sem við viljum keppa að. Með hæfilegri einföldun má þó halda því fram að hver kynslóð ungra manna hafi sett mark sitt á pólitíska umræðu með því að brjótast út úr daglegri þrætubók og horfa til framtíðarmarkmiða. Árangurinn hefur eðlilega orðið misjafn, en ég fullyrði að það hefur verið auðna Sjálfstæðisflokksins að í garði ungra sjálfstæðismanna hafa jafnan skotið rótum vaxtar- broddar nýrra hugmynda og fram- fara. Við glímum um þessar mundir við margvísleg erfið úrlausnarefni. Við þekkjum daglega umræðu um halla á rekstri ríkissjóðs, halla á viðskiptum við erlendar þjóðir, skuldasöfnun erlendis og of lítinn sparnað sem hvað með öðru hefur valdið þrengingum framleiðsluat- vinnuveganna. Við deilum um skiptingu þjóðarteknanna og horf- um á smástríð af því tagi frá einni starfsstétt til annarar, við heyrum af átökum milli landshluta og stundum eyðum við afli okkar og atorku í að kljást um stjórnar- framkvæmdir þar sem sumir sjá rösklega framgöngu en aðrir botn- lausa spillingu. Þannig getum við varið tíma okkar, en þá er hætt við að okkur miði fremur hægt í baráttunni fyrir umbótum og framförum og bættum lífskjörum. Á vit nýrrar framtíðar Það skiptir miklu máli að við gerum okkur grein fyrir því hvers konar þjóðfélag við viljum byggja á íslandi: Hvert viljum við stefna? Hvaða markmið ætlum við að setja okkur? Hvaða leiðir ætlum við að fara í því skyni að gera óskir okkar að veruleika? Þó að hin daglegu vandamál séu aðkallandi skiptir auðvitað mestu að við á hverjum tíma höldum þessum spurningum vakandi og beinum umræðum í þann farveg að finna svör við þeim. Það er fagnaðarefni að einmitt á þessu þingi sem nú er að hefjast skuli ungir sjálfstæðismenn eins og oft áður hafa einsett sér að leggja orku og atgervi á þessa vogarskál. I því efni verður auðvit- að ekkert óumdeilt og ekkert fyrir- fram gefið sem endanlegur sann- leikur. Aðalatriðið er að undirbúa göngu okkar á vit nýrrar framtíðar með fastmótuð markmið og að loknum umræðum með nokkra vissu um það hverjar leiðir eru greiðfærastar þangað sem við ætlum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í meira en hálfa öld verið brjóst- vörn borgaralegra afla í landinu. Hann hefur verið kjölfesta í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og haft forystu um aukið frjálsræði í menningarlegu og efnahagslegu tilliti. Um leið hefur Sjálfstæðis- flokkurinn viljað hagnýta vaxandi auðlegð þjóðarinnar til að koma í veg fyrir að nokkur líði skort og jafna möguleika manna til lífs- baráttunnar. Ekkert af þessum mikilvægu markmiðum og verk- efnum leysum við í eitt skipti fyrir öll. Ef við ætlum að koma í veg fyrir stöðnun í þjóðfélaginu verð- um við á hverjum tíma að vera reiðubúnir til þess að laga okkur að nýjum aðstæðum og brjótast út úr viðjum ef þær hefta framför þjóðarinnar að settum markmið- um. Á undanförnum árum hefur borið nokkuð á því að menn hafa verið að draga sjálfa sig og aðra í dilka hugtaka eins og „frjáls- hyggju" „frjálslyndis" og „íhalds- semi“. Það hefur á hinn bóginn jafnan verið styrkur Sjálfstæðis- flokksins að festast ekki í neti þröngra kennisetninga. Við höfum barist fyrir auknu frjálsræði og staðið vörð um félagslega velferð og okkur hefur tekist þegar til lengri tíma er litið að finna það jafnvægi sem er forsenda þess trausts er þessi borgaralega fylk- ing verður að njóta til þess að vera raunverulegt framfara- og áhrifa- afl til aukinnar hagsældar eftir leiðum frjálsræðisins. Aö brjótast út úr stöönuöu kerfi Fyrir aldarfjórðungi þurfti mikið átak til að brjótast út úr stöðnuðu hafta og skömmtunar- kerfi. Þá var stigið mikilvægt skref í þá veru, sem kennt var við við- reisn, atvinnu og efnahagslífs. Afturhaldsöflin töldu þá að breyt- ingarnar myndu leiða til ringul- reiðar, atvinnuleysis og efnahags- legs óréttlætis þar sem hinir ríku yrðu ríkari og hinir fátæku fátæk- ari. Formælendur stjórnlyndis og skipulagshyggju máluðu þessi umskipti í slíkum litum. íslenska þjóðin stendur nú að því leyti aftur á krossgötum. Hún þarf á ný að stíga skref til þess að brjótast út úr stöðnuðu kerfi og hefja framfarasókn með auknu frjálsræði á ýmsum sviðum. Auð- vitað kemur það ekki á óvart að afturhaldsöflin beita nú nákvæm- lega sömu rökum gegn breytingum af þessu tagi og fyrir aldarfjórð- ungi. Sjálfstæðismenn létu ekki þennan andróður aftra sér á þeim tíma. Og við eigum nú óhikað að berjast fyrir framtíðarhagsmun- um þjóðarinnar með þeim ráðum sem við vitum að best duga og leysa úr læðingi svo sem frekast er kostur, atgervi og hugvit ein- staklinganna sem er mesti auður þessara þjóðar. Auka hagvöxt Við höfum á undanförnum tveimur árum freistað þess að vinna með þetta grundvallarsjón- armið í huga. Okkur er ljóst að við þurfum að bæta lífskjör allrar alþýðu í landinu til þess að geta jafnað okkur við þær þjóðir sem skara fram úr. Við gerum það ekki með ráðum vinstri manna sem fólgin eru í eyðsluskuldasöfnun og hallarekstri. Við gerum það því aðeins að okkur auðnist að auka hagvöxt, stækka köku raunveru- legra verðmæta sem til skiptanna getur komið. Til þess að það megi verða þurfum við ekki einungis að líta til efnahags- og fjármála- stjórnar. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að menntun og menning þjóðarinnar mun í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr vera forsenda efnalegra framfara. Og við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að um leið og við ætlum að standa vörð um félags- lega öryggisnetið komumst við ekki hjá því að finna nýjar leiðir til þess að fullnægja þeim mark- Þorsteinn Pálsson miðum, því að stóraukin skatt- heimta sem ella blasir við okkur dregur augljóslega úr möguleikum okkar til framfara á öðrum svið- um. Þannig verðum við að líta á þessi viðfangsefni í heild sinni ef við ætlum okkur að ná árangri í baráttunni fyrir því að byggja upp hagsældarþjóðfélag á íslandi þar sem menn njóta frelsis til athafna og efnalegur jöfnuður er á þann veg að þjóðin geti búið í sátt og samlyndi á þessu góða, en á stund- um harðbýla landi. Nýtt landnám Ungir sjálfstæðismenn hafa um nokkur undangengin ár verið í forystu í baráttunni fyrir auknu tjáningarfrelsi. Þeir hafa knúið á um afnám einkaréttar ríkisins á útvarpsrekstri. Þrátt fyrir and-. stöðu í 4 af 6 flokkum á Alþingi tókst að koma því máli fram nú í vor. Það var hin þunga krafa úti í þjóðfélaginu sem beygði aftur- haldssöm sjónarmið á Alþingi til þess atfylgis er dugði til að koma málinu heilu f höfn. ótvíræð krafa hins sterka og samstillta lands- fundar sjálfstæðismanna í vor sem leið réði vafalaust úrslitum þar um. Kvikmyndin og hin nýja fjöl- miðlunartækni eru nýtt landnám í íslenskri menningu. Þar eigum við á að skipa mikilhæfum og efnilegum mönnum sem fá að njóta sín með auknu frelsi en yrðu meira og minna heftir ella. Hér höfum við náð mikilvægum áfanga. f skólamálum er vaxandi áhugi á því að láta ekki kerfið vaxa yfir höfuð markmiða og tilgangs skóla- starfsins. Við viljum tryggja jafna möguleika unga fólksins til náms. Við vitum að þekkingin er undir- staða svo mikilla framfara. En við erum reiðubúnir að standa að auknu frjálsræði á grundvelli þessa meginmarkmiðs. Þetta er einnig ávöxtur umræðna þar sem framtíðarmarkmið hafa vikið dægurþrasi til hliðar. Vanþróað og staðnað peningakerfi Peningakerfið á fslandi hefur verið vanþróað og staðnað. Til þess má m.a. rekja að hluta til þann vanda sem framieiðsluatvinnu- greinarnar glíma nú við. Og á hinn bóginn hefur þetta kerfi snúið öndvert við einstaklingunum. Það á ekki sist við gagnvart þeim brýnu hagsmunum hverrar fjölskyldu að afla fjár til eigin húsnæðis. í engu lýðræðisþjóðfélagi þar sem fram- farir hafa orðið og velmegun er mikil hefur bankakerfið og sjóða- kerfið verið ríkisrekið í jafn ríkum mæli og hér. Sosíaldemokratar á hinum Norðurlöndunum hafa jafnvel fyrir langalöngu staðið að þeim breytingum til minni mið- stýringar og aukins frjálsræðis í þessum efnum, sem afturhaldsöfl- in hér ærast nú yfir. Við höfum nú þegar stigið fyrstu skrefin til þess að brjótast út úr þessu staðnaða kerfi. Stærsti áfanginn í því efni var aukið sjálfs- ákvörðunarvald banka um vaxta- ákvarðanir. Það hefur nú skilað þeim árangri að sparnaður er far- inn að aukast á ný á íslandi. Með þessum aðgerðum hefur einnig tekist að koma í veg fyrir að halla- rekstur á ríkissjóði endurspeglað- ist allur í auknum innflutningi og þenslu. Aukinn sparnaður er for- senda þess að hér hefjist nýtt hagvaxtarskeið og að velmegun aukist. Miðstýrt skömmt- unarvald Hér má nefna ýmis önnur dæmi: Miðstýring afurðalána í gegnum Seðlabanka hefur verið færð yfir til viðskiptabanka. Reglur um gjaldeyrisviðskipti hafa verið rýmkaðar og ákveðið hefur verið m.a. að heimila útflytjendum að leggja söluandvirði inn á gjaldeyr- isreikninga. Löggjöf hefur verið sett með almennum reglum um bankastarfsemi, sem m.a. á að draga úr þeim ójöfnuði sem ríkt hefur á milli einkabanka og ríkis- banka. Markaður með verðbréf er að mótast og sjálfstæð fjárfesting- arfélög og þróunarfélög eru að skjóta rótum. öllu þessu fylgja miklir vaxtarverkir. Engar breyt- ingar verða alskapaðar og algóðar á einu augnabliki. Reynslan sýnir okkur að atvinnulíf sem er ofurselt miðstýrðu skömmtunarvaldi í peninga- og fjármálum stenst ekki samkeppnina við þá sem njóta aukins frelsis. Einstaklingar sem eiga samskipti við staðnað banka- kerfi, til að mynda vegna hús- næðismála, búa aldrei við sömu aðstæður og einstaklingar í þjóð- félögum þar sem fjármagnsmark- aður hefur fengist að þróast án ofurveldis skipulagshyggjunnar. Sérhver borgari, sérhver ein- staklingur i landinu á mikið undir því að okkur takist að brjótast úr þeim viðjum sem við höfum verið bundnir í í þessum efnum um of langan tíma. Nýjungar og fram- þróun í atvinnumálum byggjast á breytingum á þessu sviði og skila^ sér með bættum launakjörum. Hin beinu tengsl einstaklinganna við peningakerfið er einnig í húfi. Furðu gegnir hversu almenningur hefur verið seinþreyttur til vand- ræða gegn þessu staðnaða kerfi. Svo mjög sem það snertir daglegt líf hvers og eins í landinu. Það er enginn að tala um stjórnleysi í þessum efnum. Krafa okkar er sú að brjótast út úr stöðnuðu kerfi sem stenst ekki samjöfnuð við peningakerfi þeirra þjóða sem búa við minni ríkisafskipti, meira frjálsræðiogmeiri velmegun. V Brjótumst fram með nýjungar Við getum ekki vænst þess að ná markmiðum okkar um aukna hagsæld og meiri velferð nema við séum tilbúin til þess að brjótast fram með nýjungar, gera okkur grein fyrir því hvar við höfum dregist aftur úr, hvar við þurfum að breyta til þess að hleypa nýjum straumum áfram og leyfa nýjum vindum að blása. Við næstu kosningar mun stærri hópur ungra kjósenda ganga að kjörborðinu í fyrsta sinn en ^ nokkru sinni áður. Unga fólkið í landinu á kröfu til þess að við horfum til þeirrar framtíðar sem það á að búa við. Við eigum því að taka ákvarðanir í dag með hagsmuni þess í huga. Það er okkur mikill styrkur að finna að sjónarmið okkar um aukið frelsi og vilji okkar til þess að standa vörð um velferðarnetið, en hugsan- lega með nýjum leiðum, á hljóm- grunn meðal þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Það styrkir okkur í baráttunni fyrir' sameiginlegum hugsjónum að finna að fylgi okkar er hlutfalls- lega mest meðal yngstu kjós- endanna. Allt eykur þetta bjart- sýni okkar, trú og vissu um að það er björt framtíð sem blasir við íslenskri þjóð. En draumar okkar rætast aldrei ef við sofum á verðin- um og missum sjónar af því sem við getuni gert. I þessu efni hvílir mikil ábyrgð á sjálfstæðismönnum og flokkurinn setur sannarlega traust sitt á ykkur, forystusveit ungra sjálfstæðismanna, sem hingað er komin í dag, hvaðanæva af landinu. Ég vil að lokum óska ykkur, ungir sjálfstæðismenn, velfarnað-t^ ar í störfum á þessu þingi í þeirri bjargföstu sannfæringu að við eigum sameiginlega, á grundvelli frelsishugsjóna okkar, eftir að færa íslenskt þjóðfélag til enn betri framtíðar. Þrjúhundruð á fyrsta ári í viðskiptafræði Samkvæmt upplýsingum frá nem- endaskrá Háskólans eru 4063 nem- endur skráðir í skólann næsta skóla- ár, þar af 1493 nýnemar. Fjölmenn- ustu deildirnar eru viðskiptadeild, heimspekideild og raunvísindadeild, en samanlagður fjöldi þeirra er 2099. Nýnemar eru einnig fjölmenn- astir í þessum dcildum 839 talsins, eða rúmlega helmingur nýnema. Skráningu er þó ekki að fullu lokið, búist er við einhverjum breytingum í september. En sam- kvæmt nýjustu upplýsingum nem- endaskráarinnar er skipting nem- enda þannig eftir deildum: Nemendur í guðfræði 68, á fyrsta ári 18. í læknisfræði 317, á fyrsta ári 96. Lyfjafræði 83, á fyrsta ári 29. Hjúkrunarfræði 317, á fyrsta ári 65. Sjúkraþjálfun 45, á fyrsta ári 18. Lagadeild 377, á fyrsta ári 162. Viðskiptadeild 772, á fyrsta ári 298. Heimspekideild 758, á fyrsta ári 282. Tannlæknadeild 70, á fyrsta ári 32. Raunvísindadeild 559, á fyrsta ári 259. v Verkfræðideild 269, á fyrsta ári 112. Félagsvísindadeild 428, á fyrsta ári 122. Þrjú fiskiskip seldu erlendis ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Knglandi og Þýzkalandi á fimmtu- dag. Fengu þau misjafnt verð fyrir aflann að meðaltali, frá 28,56 krónum^ upp í 44,94. Ásbjörn RE seldi 132,9 tonn í Bremerhaven. Heildarverð var 3.796.600 krónur, meðalverð 28,56. Aflinn var mestmegnis karfi, en hann fremur smár og dró það verð- ið nokkuð niður. Sigurður Bjarna- son SF seldi 59,2 tonn í Grimsby. Heildarverð var 2.291.400 krónur, meðalverð 38,74. Haukur GK seldf 119 lestir i Hull. Heildarverð var 5.347.000 krónur, meðalverð 44,94.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.