Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
15
l msjón (iurtniunclur («uðjónsson
Skoðunarfyrirmæli bandarísku flugmálastjórnarinnar:
Veiðir bara stóra hœnga
Veiöimaðurinn á mvndinni heitir Anna Sigþórsdóttir og datt hún í djúpan
lukkupott er hún var á veiðum með vinum sínum í Laxá í Dölum 10.713. ágúst
síðastliðinn. Þá veiddi Anna m.a. laxana tvo sem hún heldur á. Þann minni,
15 punda hæng, veiddi hún á flugu, en þann stærri, 19 punda hænga, veiddi
hún á maðk. Anna segist aðeins veiða stóra hængi og bendir á að maður
hennar er yfir 190 sentimetrar á hæð. Hollið sem Anna og herra voru í var í
stórveiði í Dölunum, fáséð rigning bleytti götur og hleypti lífl í stórar laxatorf-
urnar. 180 laxar komu á land og kom á enga stöng minni afli en 18 laxar og
voru þó óvanir veiðimenn í hópnum í bland við reyndari.
Ýmist í ökkla
eða eyra ...
Er það ekki einkennilegt, að á
sama tíma og veiðimenn fyrir sunnan
og vestan eiga í stökustu erflðleikum
í ám sínum vegna vatnsleysis vanda-
mál veiðimanna í Aðaldal af allt
öðrum toga. Lengst af sumars var
þar ósköp viðunandi ástand, vatns-
magn var nægilegt, heldur í meira
lagi, og mikið gekk af laxi. En á
sama tíma og ár á Suður- og Vesturl-
andi hafa farið þverrandi, hafa Laxá
og aðrar ár fyrir norðan vaxið svo
um munar. Fyrir nokkrum dögum
sagði kunnugur maður að Laxá hefði
verið komin í um 70 sekúndulítra
eftir úrkomutíðina þar nyrðra. Með-
alvatn er 35—40 sekúndulítrar.
1 kjölfarið á þessari lýsingu á Laxá
er við hæfi að greina frá veiðimönnun-
um tveimur sem keyptu sér veiðileyfi
fyrir tvær (báðar) stangirnar 1 Set-
bergsá á Snæfellsnesi eigi alls fyrir
löngu. Setbergsá er að öllu jöfnu ekki
vatnsmikil á, en drjúggóð veiðiá engu
að síður. Fyrir veiðileyfið borguðu
mennirnir eitthvað á annan tug þús-
uoda króna, en þegar á hólminn var
komið fundu þeir enga laxveiðiá sem
kom heim og saman við lýsingar sem
þeir höfðu aflað sér um Setbergsá.
Einhvern smálæk fundu þeir, en hylji
og strengi var ekki að finna þar ...
Jón Otti Jónsson
Það er raunalegt að samgöngu-
ráðherrann er útkjálkaþingmaður,
sem er þekktur fyrir þröngsýni og
stífni og er því vart að búast við
skjótum framkvæmdum meðan við
verðum að þola hann með ráð-
herravald. Þessi ráðherra telur
sjálfsagt að leggja 300—400 millj-
ónir í jarðgangagerð fyrir af-
skekktan kaupstað með um 1200
íbúa en er síðan dragbítur við
vegalagnir um landsvæði þar sem
umferðin er hvað mest. Frægt er
orðið hvernig hann tók í tilboð
Hagvirkis hf. um veginn norður
til Akureyrar. Dæmigerð vinnu-
brögð dreifbýlisþingmanna.
Ráðherra og Alþingi verða að
gera sér ljóst að réttur þeirra þús-
unda bíleigenda, sem gert er að
greiða óhóflega hátt bensínverð,
ermjögmikill.
Ég hef stiklað á stóru í þessu
greinarkorni. Ég vil benda fólki á
að lesa framangreint viðtal við
Berg G. Gíslason. Hann á þakkir
skildar fyrir málflutninginn. Ég
skora á Berg að halda þessu máli
vakandi. Einnig væri heppilegt að
formaður Ferðamálaráðs, Kjartan
Lárusson, léti sitt álit í ljósi. Það
mun áreiðanlega vera áhugamál
aðila, sem sj á um ferðir og ferðalög
að þessum hluta ferðahringsins sé
kippt i lag.
Höíundur er formadur Miðdals-
félagsins sem er félag sumarbú-
staöaeigenda í landi prentara.
Hreyflar Flugleiðaþotunn-
ar þarfnast ekki skoðunar
BANDARÍSKA flugmálastjórn-
in fyrirskipaði á flmmtudag
rannsókn á þotuhreyflum af
gerðinni Pratt og Whitney
JT8D-15, eða þeirri gerð sem var
í bresku Boeing-þotunni sem
fórst í Manchester þann 22.
þessa mánaðar. Boeing 727-þota
Flugleiða TF-FLI er búin sömu
hreyflum, eins og skýrt hefur
verið frá í blaðinu.
Að sögn Erlings Aspelund,
framkvæmdastjóra hjá Flugleið-
um, bárust Flugleiðum lofthæfn-
isfyrirmæli á fimmtudaginn, en
samkvæmt þeim þarfnast
hreyflar Flugleiðaþotunnar ekki
skoðunar.
„Eins og málin standa i
augnablikinu eiga skoðunarfyr-
irmælin ekki við hreyfla TF-
FLI,“ sagði Erling, „enda eru
þeir á mjög nákvæmu viðhalds-
kerfi, sem byggist á því að fylgst
er grannt með ástandi þeirra
daglega. Eigi að síður munura
við láta skoða hreyflana áður en
langt um líður, af hreinum ör-
yggisástæðum."
Hörkugóðir bílar á góðu verði.
Pottþéttir í akstri, viðhaldi og endursölu.
Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör og tökum jafnvel
gamla bílinn upp í þann nýja!
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
A BÍLASÝNINGU
KL. 13.00 - 17.00 LAUGARDAG
KOMID 00 KYNNIST KRAFTMIKLUM NÝJUNGUM.