Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 194. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Blökkumaður sést bér með krepptan hnefann á lofti, á meðan lögreghimaður skýst yfir götuna í Mitchells Plain í Höfðaborg, en þar geisuðu mikil átök í gær. Unglingar í hverfinu komu víða fyrir brennandi rusli og hjólbörðum, til að varna lögreglumönnum umferðar um svæðið. Indland: Aftur gasleki í efnaverksmiðju Borahay, Indlandi. 30. ágósL AP. EINN maður lést og 149 voru lagðir inn í sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir eituráhrifum vegna gasleka í stórri efnaverksmiðju í úthverfi Bombay í dag. Fyrst varð vart við gaslekann um kl. 9.30 að staðartíma og er talið að klórgas hafi lekið frá verksmiðjunni í tvær klukku- stundir. Þúsundir manna flúðu frá heimilum sínum þegar fréttist um lekann, sem varð í verksmiðju Calico, einu stærsta efnafram- leiðslufyrirtæki á Indlandi. Lög- reglan sagði síðdegis aö komist hefði verið fyrir lekann og taldi hún ekki ástæðu til að lýsa yfir hættuástandi á svæðinu. Flestir þeirra sem lagðir voru inn i sjúkrahús áttu i öndunarörðug- leikum og var þeim gefið súrefni. Hundruð manna sem búa í ná- grenni verksmiðjunnar kvörtuðu undan flökurleika og bruna i aug- um. í hverfinu búa um 300.000 manns og hefur það fengið viður- nefnið „gasklefinn" vegna þeirra mörgu efnaverksmiðja sem þar eru. Ekki er enn vitað hvað olli lek- anum, en talið er sennilegt að leiðsla úr stórum tanki hafi gefið sig. Þetta var í fjórða skipti sem leki verður í efnaverksmiðju á Indlandi síðan í mars og á þeim tíma hafa 320 manns hlotið alvar- legt heilsutjón vegna eitrunar. Nígeriustjóm: Stendur við skuldbindingar fyrri stjórnar Átök harðna í hverfum svartra í Höfðaborg Þrír evrópskir utanríkisráðherrar komnir til Jóhannesarborgar JóhaDDesarborj;, 30. kgúsL AP. ÓEIRÐIR héldu áfram í hverfum biökkumanna og fólks af blönduð- um kynþætti í Höfðaborg í dag og að sögn lögreglunnar hefur 31 látið lífið í átökunum þar sl. þrjá daga. Þrír utanríkisráðherrar frá aðildarríkjum Evrópubandalagsins komu til Suð- ur-Afríku í dag. und Tutu, biskup, og sagði hann að efnahagslegar þvinganir væru eina friðsamlega vopnið sem hægt væri að beita gegn stefnu stjórn- arinnar. Hins vegar sagði leiðtogi Zulu-ættflokksins, Gatsha Buthel- ezi, í yfirlýsingu í dag, að slíkar þvinganir kæmu verr niður á svörtum en hvítum í landinu og væru því ekki til góðs. Ráðgert er að ráðherrarnir eigi fund með P.W. Botha, forseta, á morgun. R.F. Botha hefur áður lýst því yfir að utanríkisráðherr- arnir þyrftu ekki að láta sjá sig þar í landi, ef þeir hygðust lesa yfir stjórninni vegna stefnu henn- ar, en þeim væri velkomið að koma í heimsókn til að glöggva sig á ástandinu. Seðlabankastjóri S-Afríku hélt áleiðis frá London til New York í dag til að ræða við aðila þar um slæmt efnahagsástand landsins. Hann vildi ekkert láta uppi um árangur viðræðanna í London. Eins og kunnugt er hefur gjald- miðill S-Afríku fallið mikið í verði vegna kynþáttaóeirðanna undan- farið og hafa öll gjaldeyrisvið- skipti í landinu verið stöðvuð um stundarsakir. Lagos, Nígeríu, 30. ágúst. AP. FORSETI Nígeríu, Ibrahim Bab- angida, fullvissaði í dag erlenda lán- ardrottna um að hin nýja herstjórn í landinu myndi standa við allar skuldbindingar fyrri stjórnar og á sama tíma reyna að minnka verð- bólguna i landinu og bæta lífskjör þegnanna. * Vegatálmar sem komið hafði verið fyrir í kringum Lagos, höf- uðborgina, þegar Babangida og menn hans steyptu stjórn Mu- hammadu Buhari af stóli, voru fjarlægðir í dag og útgöngubanni að næturlagi aflétt. Babangida sagði í ávarpi sínu til undan flökurleika og sviða í aug- að hann mundi gripa til harðra aðgerða sem myndu á stuttum tíma bæta Iífskjör meirihluta þegna sinna. Hann fjölyrti ekki nánar um aðgerðirnar, nema hvað þær fælu í sér endurmat á viðræð- um stjórnarinnar við alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn. Unglingar í hverfum svartra héldu uppi átökum við lögreglu i dag og fleygðu ungmennin öllu lauslegu að löggæslumönnunum, s.s. múrsteinum og grjóti. Einnig hindruðu þau umferð um margar helstu göturnar í hverfunum með því að kveikja í hjólbörðum og rusli. Óeirðirnar hófust í blökku- mannahverfinu Guguletu á mið- vikudag og hafa þau nú breiðst út til annarra blökkumannahverfa og hverfa þeirra sem eru af blönd- uðum kynstofni. í morgun höfðu 20 látið lífið i átökunum i Höfða- borg, en síðdegis var talan komin upp í 31. Utanríkisráðherrar Lúxem- borgar, Hollands og Ítalíu komu til Jóhannesarborgar í dag i þriggja daga opinbera heimsókn. Tilgangur farar þeirra er að reyna að gera stjórn S-Afríku ljóst hve andvígar ríkisstjórnir aðildarríkja Evrópubandalagsins eru aðskiln- aðarstefnunni. Ráðherrarnir gengu á fund aðstoðarutanríkis- ráðherra og fjármálaráðherra S-Afríku í dag og var fundur með R.F. Botha, utanríkisráðherra landsins fyrirhugaður síðar i dag. Einnig hittu ráðherrarnir Desm- Kosningabaráttan í Noregi: Mótaði Treholt stefnu Verka- mannaflokksins í varnarmálum? Ósló, 30. igúsL Frá Jan Erik Lnuré ARNE Treholt, sem dæmdur hefur verið fyrir njósnir í þágu Sovét- manna, er nú kominn inn í kosn- ingabaráttuna í Noregi og er það vegna skjals eða bréfs frá honum, sem á einhvern hátt hefur rekið á fjörur eins dagblaðsins. Frammá- menn í Verkamannaflokknum saka raunar leyniþjónustuna sjálfa um að hafa komið bréfinu á fram- færi til að hafa áhrif á kosningarn- ar 9. september nk. og víst er, að þeir hafa nokkrar áhyggjur af því. Þar kemur nefnilega fram að Tre- holt átti á sínum tíma einn megin- þátt í því vinstrastökki, sem Verka- mannaflokkurinn tók í öryggismál- unum. Það var dagblaðið Verdens Gang sem fyrst skýrði frá skjal- inu frá Treholt, en þar kemur frétUriUra Morgunbladsins. fram, að meðan Treholt var í sendinefnd Norðmanna hjá Sameinuðu þjóðunum í New York hafi hann kippt í spottana og mótað að mestu stefnu Verka- mannaflokksins í kjarnorkumál- um. í bréfi sem hann sendi 20. apríl árið 1981 til Jens Evensens, fyrrum hafréttarráðherra, og annarra, leggur Treholt á ráðin um hvernig best sé að vekja aftur upp umræðuna um kjarnorku- málin, sem hafði hafist haustið áður með þeirri hugmynd Even- sens, að rétt væri að taka ekkert tillit til bandalagsþjóða Norð- manna í NATO og lýsa einhliða yfir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Af lestri skjalsins má ljóst vera að margar af tillögum Tre- holts hafa verið samþykktar í Verkamannaflokknum. Á lands- þingi flokksins var t.d. samþykkt með naumum meirihluta tillaga frá honum í kjarnorkumálum, sem gekk miklu lengra en fyrri stefna flokksins hafði verið. Hefur þessi samþykkt valdið forystumönnum flokksins mikl- um erfiðleikum og fylgt þeim æ siðan eins og vofa, sem hrópar, að ekki sé ekki hægt að treysta á Verkamannaflokkinn í öryggis- og varnarmálum. Einmitt þetta mál, stefnan f öryggis- og varnarmálum, hefir verið stærsta tromp Hægri- flokksins í kosningabaráttunni og hafa mörg önnur mátt víkja fyrir því. Það er líka eftirtektar- vert hve Gro Harlem Brundt- land, formaður Verkamanna- flokksins, verður óörugg með sig þegar hún er spurð um stefnu flokksins í þessum málum. Það var blaðamaður á Verdens Gang, Michael Grundt Spang, sem komst yfir skjölin frá Tre- holt, en þau voru í skjalasafninu, sem lögreglan lagði hald á eftir að Treholt var handtekinn. Spang hefur góð sambönd við leyniþjónustuna og þykir mönn- um ekki ólíklegt, að einhver þar hafi látið þau leka til hans. Samþykkt Verkamannaflokks- ins hafði ekki þær afleiðingar, sem Treholt vildi, því að Verka- mannaflokkurinn tapaði í kosn- ingunum haustið 1981 og ríkis- stjórn borgaraflokkanna tók við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.