Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
Morgunblaðift/Ásdís
Lömbin leidd til slátrunar. Til hægri er Þórður Guðmundsson réttarstjóri í sláturhúsinu í Borgarnesi.
Nýtt lambakjöt á
boðstólum í ágúst
SUMARSLÁTRUN hófst í Slátur-
húsinu í Borgarnesi síðastliðinn
mánudag. Slátrunin var í tengslum
við verkieg námskeið sem Búvöru-
deild Sambandsins gekkst fyrir
undir stjórn þeirra Sigurðar Arnar
Hanssonar forstöðumanns rann-
sóknarstofu Búvörudeildarinnar og
David Jennings frá Nýja-Sjálandi,
en hann er sérfræðingur í pökkun
og meðferð lambakjöts. Verkstjórar
og flokksstjórar í sláturhúsum alls
staðar á landinu komu á þessi nám-
skeið, þar sem þeim var kynnt nýj-
asta tækni við slátrun, innanúrtöku
o.fl.
Afurðasala Sambands íslenskra
samvinnufélaga hefur á undanförn-
um dögum verið að setja þetta nýja,
ófrysta lambakjöt á markað.
Blaðamönnum var boðið að fylgj-
ast með slátruninni á miðvikudaginn
en það var síðasti dagur sumarslátr-
unarinnar í Borgarnesi. Síðar um
daginn var fylgst með vinnu í nýju
pökkunarstöð Afurðasölunnar.
Sumarsláturtíð
í Borgarnesi er eitt af fullkomn-
ustu sláturhúsum landsins. Þar er
fé slátrað í 4-6 vikur á hverju
hausti og eru afköstin um 2500-
2800 kindur á dag. í „sumarslátur-
tiðinni var aðeins slátrað rúmlega
2000 lömbum.
Komið er með lömbin í slátur-
húsið daginn áður en þeim er slátr-
að. Þau eru sett í rétt í húsinu þar
sem þau eru skráð af réttarstjór-
anum. Þegar að slátruninni kemur
fer lambið í svokallað „banabox"
þar sem það er aflífað. Síðan tekur
færibandið við. Við færibandið
vinnur fjöldi manns við ýmis störf.
Og á þessu færibandi fer lambið í
gegnum öll vinnslustigin og alla
leið inn í kæliklefann.
Greinilegt var að skipulag var
gott. Skrokkarnir í einni röð á
færibandinu og starfsfólkið stóð
hlið við hlið og vann sitt verk með
snörum handbrögðum. Á skömm-
um tíma var búið að flá, taka innan
úr, þvo og snyrta.
Hreinlætis er gætt í hvívetna í
sláturhúsinu. Stöðugt rennur vatn
undir færibandinu og skolast t.d.
allt blóð í burtu á svipstundu.
Hnífar eru sótthreinsaðir áður en
hafist er handa við að verka næstu
kind. Vaskar eru meðfram færi-
bandinu og er t.d. skrúfað frá
vatninu með því að því að stíga á
fetil.
Þess er gætt að haus, innyfli og
Vinnan við fcribandið í fullum gangi. MorgunblaSii/Arni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrokkarnir komnir í kæligeymsluna, vegnir og metnir.
Morgunblaðið/Ásdfs
Nýja kjötið unnið í Afurðadeild Sambands fslenskra samvinnufélaga.
skrokkur fylgist að í gegnum skoð-
un hjá dýralækni því ef eitthvað
bjátar á er skrokkurinn tekinn
frá. Að lokum stöðvast skrokkur-
inn á tölvuvog, sem vigtar og skrá-
ir þyngd hans og matsmaðurinn
ákveður gæðaflokkinn. Þaðan fer
skrokkurinn beint í kæligeymslu
þar sem hann er stimplaður.
Mest af þessu kjöti er flutt á
markað til Reykjavíkur. Annað í
Borgarnes og á Akranes.
Ný pökkunarstöð
Úr Borgarnesi lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem ný pökkunar-
stöð Afurðasölu SlS var skoðuð.
Þarna er kjötið látið hanga í tvo
sólarhringa, en á þeim tíma
meyrnar kjötið. Ástand þess helst
síðan óbreytt 1 10 daga. En þegar
kjötið hefur náð að meyrna hefst
vinnsla þess. 1 pökkunarstöðinni
er m.a. aðstaða til að hluta í sund-
ur kjöt og er nú hægt að bjóða upp
á fleiri og smærri hluta en áður
hefur þekkst. Það vakti athygli að
nú er hægt að fá hálft læri, eða
hálfan hrygg, sem ætti að koma
einstaklingum og litlum fjölskyld-
um mjög til góða.
Kjötinu er pakkað í loftþéttar
umbúðir eftir að það hefur verið
hlutað niður og eykur það
geymsluþol þess. Þess er gætt að
allir bitar sjáist, þannig að kaup-
endurnir sjái nákvæmlega hvað
þeir eru að kaupa.
Kjöt sem ekki næst að selja tólf
dögum eftir slátrun er fryst. Þá
er hægt að taka það út úr frysti
og láta strax inn í ofn eftir að það
er þiðnað þar sem það hefur þegar
verið látið meyrna. Áður hefur
þurft að láta kjöt þiðna hægt í
kæliskáp til þess að fá það nógu
gott.
Það vakti einnig athygli að þetta
nýja kjöt virtist ekki nærri eins
feitt og kjötið var í fyrra. Að sögn
forsvarsmanna búvörudeildarinn-
ar er það stefna þeirra að skera
burt alla sjáanlega fitu.
Herramannsmatur
Að lokum fengu blaðamenn að
smakka á nýja lambakjötinu.
Óhætt er að segja að þetta var
herramannsmatur. Hugmyndir
eru uppi um að slátra einnig fyrir
jól og páska og munu þessar nýj-
ungar trúlega falla neytendum vel
ígeð.
Glíman við grímuna
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Laugarásbíó: Gríma — Ma.sk
☆ ☆ ☆
Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit:
Anna Hamilton Phelan. Leikstjóri:
Peter Bogdanovich. Aðalhlutverk:
Cher, Eric Stoltz, Sam Elliott,
Laura Dern.
Kvikmyndin Mask tekst á við
svipað verkefni og the Elephant
Man leysti af hendi með mikilli
snilld, þ.e. að gera „ljótleikann"
fagran, hið „afbrigðilega" að því
sem er eðlilegt, sem sagt að
breyta hefðbundnum viðmiðun-
um, snúa við mælikvörðum á
fólki og umhverfi. Þetta er erfitt
verkefni og aðstandendur Mask
eiga heiður skilinn fyrir úrlausn
þess.
Eins og í the Elephant Man
er aðalpersónan í Mask van-
skapnaður sem í reynd er heil-
brigðari en þeir sem heilbrigðir
eru taldir. Rocky Dennis er sext-
án ára drengur, bráðvel gefinn
og innrættur. En hann er haldinn
sérkennilegum sjúkdómi sem
hefur tvöfaldað höfuðstærð hans
og afmyndað andlitið. Bogd-
anovich leikstjóri og Phelan
handritshöfundur vinna hálfan
björninn strax í upphafi með því
að kynna Rocky fyrir áhorfend-
um á látlausan, eðlilegan hátt,
fyrstan persónanna. Með því að
láta hann lifa í umhverfi sem er
allt annað en verndað, öruggt og
góðborgaralegt tekst þeim —
reyndar með því að fylgja raun-
veruleikanum því þetta mun vera
sönn saga — að forðast gryfjuna
stóru sem svona efni er ævinlega
hætt við að falla ofan í, þ.e.
væmnina. Rocky er, eða ætti að
vera, útlitsins vegna, utangarðs-
maður og aðstæðna vegna ætti
hann að lifa utangarðslífi; hann
býr með einstæðri móður sinni
sem lifir rótlausu lífi með flokki
Hells Angels, miðaldra mótor-
hjólatöffara og dópar sig og
duflar við nánast hvern sem er.
En á þessu hvoru tveggja sigrast
Rocky, og móðir hans líka, og á
þessari félagslegu uppstillingu
hvílir drjúgur hluti af sjarma og
áhrifamætti myndarinnar.
Það kann að vera að þessi sigur
sé að sumu leyti of auðunninn í
myndinni. Rocky gengur furðu
auðveldlega að yfirvinna fjand-
skap og tortryggni umhverfisins,
t.d. í skólanum. Samkvæmt Mask
er fólk almennt gott og jákvætt
og er fljótt að komast yfir for-
dóma sína, með nokkrum undan-
tekningum. Kannski er það stað-
reyndin, þótt Teigahverfið í
Reykjavík hafi ekki heyrt um
það. En með því að hafa dramat-
ískar andstæður myndarinnar
ekki skarpari verður léttara yfir
lýsingu hennar á lífsgrímu hinn-
ar óvenjulegu söguhetju.
Cher er framúrskarandi I hhitverki
óvenjulegrar einstæðrar tnóður {
Mask.
Mask er mestanpart skemmti-
leg mynd, með góðu handriti,
gamansemi, vel skrifuðum sam-
tölum og fjölda eftirminnilegra
atriða. Harmrænn strengur
hennar er ekki hávær. Myndin
er jafn sterk og raun ber vitni
fyrst og fremst vegna áreynslu-
lauss einfaldleika en einnig
dramatískrar hugkvæmni sem
hvað eftir annað skilar skýrt
formuðum myndskeiðum. Gott
dæmi er atriði í tívolí, þegar
Rocky og móðir hans fara ásamt
mótorhjólagenginu í speglasal-
inn, þar sem allir eru afmyndaðir
nema sá sem er afmyndaður
fyrir; afstæði fegurðar og mann-
gildis fær þarna þögla, mynd-
ræna túlkun.
Afturámóti er ekki unnt að
segja að persónusköpun sé mikil
og djúp utan aðalhlutverkanna
tveggja, mæðginanna sem Cher
og Eric Stoltz leika afburða vel.
Persóna móðurinnar er kvenlýs-
ing sem lengi verður í minnum
höfð; þversagnakennd en samt
heilsteypt, rótlaus en traust í því
viðhorfi sínu að fegurð sé inni í
fólki frekar en utan á því. Og
Rocky er svo hin rökrétta stað-
festing á réttmæti þess viðhorfs.