Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
IZUMI
STÝRIROFAR
SNERLAR
LYKILROFAR
HNAPPAROFAR
GAUMUÓS
Hagstætt verð •
vönduð vara
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
Um fordóma
og fleira
HITASTILLT
BAÐBLÖNDUNARTÆKI
Það er auðvelt að láta hita-
stillt Danfoss baðblöndun-
artæki leysagamla tækið
af hólmi. Spurðu pípulagn-
ingarmanninn, hann
þekkir Danfoss.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2.SÍMI 24260
— eftir Bárð R.
Jónsson
Fyrir nokkrum árum varð uppi
fótur og fit meðal íbúa í Laugar-
áshverfi þegar geðheilbrigðisþjón-
ustan festi þar kaup á húsnæði við
Laugarásveg fyrir sjúklinga sína.
Haldnir voru fundir og lang-
hundar skrifaðir í blöðin. ófáir
opinberuðu þröngsýni, fordóma og
skort á þeirri mannúð sem kristi-
legt samfélag leggur svo ríka
áherslu á að við sýnum hvert öðru.
Fleiri urðu samt til að rísa upp
og kveða niður fordómana í garð
verðandi íbúa húsnæðisins, og
heimilið hefur verið þarna vand-
ræðalaust hverfinu til sóma.
Svo gerðist það um daginn að
mál þessu líkt skaut upp kollinum,
og hefði maður ætlað að slíkt ætti
ekki eftir að endurtaka sig að und-
angenginni fyrri reynslu.
Eg á hér við húseignina sem fé-
lagasamtökin Vernd keyptu fyrir
skjólstæðinga sína og undir
starfsemina.
íbúar hverfisins ráku upp rama-
kvein sem barst í fjölmiðla og
földu sig þar á bak við eigin-
hagsmunina sem þeir sögðu
komna í hættu. Fasteignaverð félli
ef „svona" fólk flytti í hverfið, að
ekki sé minnst á hættuna og
„stressið" samfara því að hafa
„svona“ fólk fyrir nágranna.
Sem betur fer eru viðbrögðin
ekki öll á þennan veg, en því miður
virðist meirihluti íbúa hverfisins
áfjáður í að dæma án þess að
þekkja forsendurnar. Sorglegt er
þó, að einn af forystumönnum
þjóðarinnar skuli ganga framfyrir
skjöldu í liði með þeim sem hæst
veina um hættuna sem að sér-
hagsmununum steðjar.
Að sá hinn sami beiti valdi sínu
sem kjörinn maður fólksins til að
A ENDIMORKLIM JARÐAR
Tfjf
Msr
ISy.
PLAre
XHE LAST PLACE ON EARTH
%
Q\
m
m ^
E £
£ H
O- m
xj r
pí >
ifi
C- O
§5
Á ENDIMÖRKUM JARÐAR
*
°N tTH lf °V'Ó}^
.4
1
VHS
MAKTTN SHAW SVHRRT A.NKKR OUSHAI STEPHEN MOORE SUSAN WOOl.DRIDGF,
muI MAX VON SVIXW “FrMtJof Nmnttn ’
t fry Vrcnptayftv I-('ftNhot' Pr*4«<*4K
I ftPWM TWf VOW M»l»tTHH P ( MmW TIM VAA' HHlU:
tbt Wfcby IMU ANl» tH'NTHHIO
ÍSLENSKUR TEXTI
2
3
„The last place on earth“ heitir nýr myndaflokkur sem frumsýndur var i Bretlandi sl. vetur. Myndin sem byggð er á bók
eftir Roland Huntfords, fjallar um keppni þeirra Scott og Amundsen um hvor verði fyrri til ad komast á Suðurpólinn og
hljóta bæði frægð og frama auk þess að brjóta blað i sögu landkönnunar.
Þegar bók Huntfords „Scott og Amundsen“ kom út hófust miklar ritdeilur sem siðan blossuðu upp aftur i vetur er
þátturinn var tekinn til sýninga. Tilefni þessara deilna er lýsing bókar og myndar á Scott sem hégómlegum og
misheppnuðum ævintýramanni. Nú er svo komið að ættingjar Scotts annars vegar og framleiðendur þáttana, Central
productions hins vegar standa i harðvítugum málaferlum um réttmæti þess er fram kemur i myndaflokknum.
„Á endimörkum jarðar" eins og myndaflokkurinn heitir á íslensku er í 7 þáttum á 3 spólum með islenskum texta.
FYRSTA PLOKKS MYNDAFLOKKUR MEÐ ÚRVALSLEIKURUM 0G FÆST Á ÖLLUM BETRI
MYNDBANDALEIGUM LANDSINS.
DRFIFING ÍEFLI ME S: 6862S0
Báróur R. Jónsson
„Af þessum heimilum
hafa fleiri notið góðs en
fyrrverandi fangar og
það er brýnt fyrir ís-
lenskt þjóðfélag í Ijósi
þeirrar þróunar sem á
sér stað í fíkniefna-
neyslu og afbrotum
tengdum henni, að
styrkja þessa starfsemi
og efla með öllum ráð-
um.“
kynda undir fordómunum og fá-
fræðinni, í stað þess að hella vatni
á eldinn og auka á skilning er mér
óskiljanlegt.
Nær væri að upplýsa almenning
um þá starfsemi er þarna verður.
Ég trúi því ekki, að jafn greindur
maður og Davíð Oddsson borgar-
stjóri, geri sér ekki grein fyrir
gildi starfsemi Verndar og því
gagni sem félagsskapurinn vinnur
og hefur unnið fyrir samfélagið og
þá einstaklinga sem lakast hafa
veganestið.
Það er satt að segja furðulegt að
viðhorf lík þeim er hér hafa heyrst
skuli koma fram í dagsljósið. Ég
hélt að jafn vel menntuð þjóð og
við stærum okkur af að vera væri
komin út úr myrkviði fordómanna
fram i ljósið sem upplýsingin
væntanlega er þegnunum.
Nei, það er öðru nær, fordóm-
arnir vaða enn uppi þrátt fyrir
víðtæka umfjöllun í ræðu og riti
um málefni fanga og atriði skyld
þeim. Eitthvað hefur okkur samt
miðað áleiðis, þótt erfitt sé að trúa
því á stundum.
Má það meðal annars þakka
þeirri umræðu sem orðið hefur um
áfengis- og fíkniefnaneyslu, en
málefni fanga eru því nátengd.
Þar hefur Vernd unnið ómetan-
legt starf með rekstri áfangahús-
anna við Skólavörðustíg og Rán-
argötu (ekki kvörtuðu íbúar þar).
Af þessum heimilum hafa fleiri
notið góðs en fyrrverandi fangar
og það er brýnt fyrir islenskt þjóð-
félag í ljósi þeirrar þróunar sem á
sér stað í fíkniefnaneyslu og af-
brotum tengdum henni að styrkja
þessa starfsemi og efla með öllum
ráðum.
Það verður ekki gert með ráða-
menn í fararbroddi fyrir fordóma-
fylkingunni.
Höfundur er nimsmaAur.
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
JII#ir0i!mM&foí§>