Morgunblaðið - 03.09.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
27
Ársþing TUC, breska verkalýðssambandsins, hafíð í Blacpool:
Sundrung og óeining
einkenna þinghaldið
Blackpool, Englandi, 2. september AP.
BRESKA verkalýðssambandið hóf í
dag 117. landsþing sitt í Blackpool,
það fyrsta síðan námamenn gáfust
upp í stríðinu við ríkisstjórn Margar-
et Thatchers. Því fer fjarri, að ein-
drægnin sé aðalsmerki þessa þings
og til kasta þess munu koma tvö
mikil ágreiningsmál.
Annað málið, sem tekist verður
á um á þinginu, er hvort vísa skuli
Félagi vélsmiða og járniðnaðar-
manna úr verkalýðssamtökunum
fyrir að hafa haft „samstarf" við
ríkisstjórnina um að brjóta á bak
aftur veldi verkalýðsfélaganna, en
hitt er sú krafa námamanna, að
ríkið bæti þeim það tjón, sem þeir
urðu fyrir í árslöngu verkfalli. The
Times of London sagði í dag, að
svo virtist sem TUC, bresku verka-
lýðssamtökin, horfðust nú í augu
við mestu kreppu innan samtak-
anna í meira en áratug.
Norman Willis, framkvæmda-
stjóri TUC, kvaðst vona, að sam-
tökin bæru gæfu til að komast
heil og sterk frá þinginu og sagði
hann, að enginn vildi, að því lyki
með brottrekstri AUEW, Félags
vélsmiða og járniðnaðarmanna,
sem er næststærsta félagið innan
samtakanna og telur nærri milljón
manna. Deilan stendur um að
AUEW hætti að taka við fé frá
stjórnvöldum til að auðvelda fé-
lagsmönnum að senda atkvæði sitt
í pósti en samkvæmt lögum sem
ríkisstjórnin hefur sett, skal það
ákveðið í leynilegri atkvæða-
greiðslu hvort efnt er til verkfalla
og hverjir skuli skipa trúnaðar-
stöður í verkalýðsfélögunum.
1 upphafi þingsins í dag voru
fulltrúar beðnir að standa að baki
forystunni, hverjar sem niðurstöð-
Neil Kinnock
urnar yrðu í máli AUEW, en full-
trúar rafvirkja, rafeindavirkja,
símamanna og pípulagningar-
manna hótuðu hins vegar að ganga
út ef AUEW yrði rekið úr samtök-
unum eða refsað á annan hátt
Námamönnum með marxistann
Arthur Scargill í broddi fylkingar
tókst að fá tekna til umræðu á
þinginu ályktun þar sem þess er
krafist, að næsta ríkisstjórn
Verkamannaflokksins, hvenær
sem hún verður, bæti námamanna-
sambandinu upp allan fjármiss-
inn, sem það varð fyrir vegna ólög-
legra aðgerða í verkfallinu, og taki
mál þeirra manna til endurskoð-
unar, sem dæmdir voru fyrir of-
beldisverk.
Þessi ályktun er eins og köld
vatnsgusa framan í þá Norman
Willis, framkvæmdastjóra TUC,
og Neil Kinnock, formann Verka-
mannaflokksins, sem telja, að
samþykkt hennar yrði til að senda
Verkamannaflokkinn út í ystu
myrkur í breskum stjórnmálum.
Dagblaðið The Guardian sagði í
dag, að 1985 yrði minnst í sögunni
Arthur Scargill, leiðtogi breskra
námumanna.
„sem ársins þegar verkalýðshreyf-
ingin klofnaði". Breska verkalýðs-
hreyfingin, sem einu sinni hafði
ofurvald yfir félögum sínum, hefur
orðið fyrir hverju áfallinu á fætur
öðru að undanförnu. Fyrst ber að
telja námamannaverkfallið.
Verkalýðsforystan studdi það en
breskur almenningur ekki og af-
leiðingarnar urðu þær að náma-
menn í Nottinghamskíri hafa klof-
ið sig út úr námamannasamband-
inu og líkur á, að fleiri fari að
þeirra dæmi. í síðasta mánuði
felldu lestarverðir að boða til verk-
falls þótt verkalýðsforingjarnir
hefðu hvatt til þess og raunar talið
sig vissa um mikinn stuðning. Það
bætist svo við, að félagsbundnum
mönnum í verkalýðsfélögunum
fækkar stöðugt.
The Guardian, sem er breskra
blaða hlynntast Verkamanna-
flokknum, hvatti í dag TUC,
breska verkalýðssambandið, til að
draga réttan lærdóm af atburðum
ársins, hlusta á óbreytta félags
menn og hætta pólitískum kross-
ferðum.
Pólland:
Afmælís Samstöðu
minnst í kirkjum
(.dansk, Póllandi, 2. september AP.
LECH Walesa og um 12 aórir
frammámenn í Samstöðu voru við
messu sl. laugardag ásamt þúsund-
um annarra en þar var þess minnst,
að fimm ár eru liðin frá stofnun
Samstöðu, fyrstu óháðu verkalýðs-
félaganna í kommúnistaríki. Sam-
staða var siðan bönnuð með herlög-
unum í desember 1981. í Wroclaw
voru þrír forystumenn Samstöðu þar
í borg handteknir þegar þeir ætluðu
að leggja blóm að minnismerki
Samstöðu.
Afmælis Samstöðu var minnst
víða í kirkjum í Póllandi og voru
hvarvetna saman komnar þúsund-
ir tnanna. Kom hvergi til átaka
nema í Kraká þar sem 2000 manns
gengu um götur borgarinnar að
messu lokinni og sungu Samstöðu-
söngva. Réðst lögreglan á fólkið
og er það haft eftir vitnum, að hún
hafi beitt kylfum til að reka það
á brott.
í Gdansk voru um 7000 manns
í kirkju heilagrar Brygidu og þar
komst presturinn, séra Henryk
Jankowski, svo að orði, að árið
1980 hefðu verkamenn „sýnt það I
verki, að menn verða að standa
vörð um réttindi sín og hafa hug-
rekki til að krefjast þess, að fyrir
þeim sé borin virðing þrátt fyrir
kúgun og hótanir".
I Wroclaw voru þrír forystu-
menn Samstöðu í borginni hand-
teknir þegar þeir ætluðu að leggja
blómsveig að minnismerki Sam-
stöðu og er haft eftir vitnum, að
lögreglan hafi leikið þá grátt, eink-
um einn þeirra, Jozef Pinior. Jozef
fór lengi huldu höfði eftir að her-
lögin voru sett og sat um skeið í
fangelsi eftir að lögreglan hafði
uppí á honum.
tolen p
LP Wwiil m ■
IGUR
Mörg hundruö þúsund
metrar af snjóbræöslu-
rörum úr
húls VESTOLEN P
bræöa ís og snjó af ís-
lenskum bílastæöum,
göngugötum, íþróttavöllum og gangstéttum og sjá þannig
um aö hemja Vetur konung.
Snjóbræðslurör úr VESTOLEN P hafa sýnt og sannað aö
þau hafa meira frostþol en nokkurt annaö plastefni, sem
notaö er í sama skyni.
Framúrskarandi tækniþekking og áratuga reynsla standa
aö baki þróunar VESTOLEN P, sem er fjölliða óreglubund-
iö polyprópylen.
Aörir eiginleikar þessa rörahráefnis eru auðveld og örugg
samsuða, frábært kalþflæöiþol og mikill sveigjanleiki.
Samspil verös og gæöa talar sínu máli fyrir VESTOLEN P.
Viö munum meö ánægju senda yður allar upplýsingar.
Hafiö samband viö fulltrúa huls á íslandi.
Pósthólf 1249, 121 Reykjavík.
t ræðu, sem Reagan, Banda-
ríkjaforseti, flutti í gær, sunnudag,
á hátíðisdegi bandarísks verka-
lýðs, lofaði hann Samstöðu og
sagði, að áhrif hennar hefðu ekki
horfið þótt samtökin hefðu verið
bönnuð.
hiils
CHEMISCHE WERKE HULS AG
Referat1122, D-4370Marl
Skólaritvélar
Olympla ritvélarnar eru allt í senn
skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og
fáanlegar í mörgum gerðum.
Carina áreiðanleg vél, búin margs
konar vinnslu sem aðeins er á stærri ritvélum.
TraveHer de Luxe fyrirferðarlítil
og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask
og ferðalög.
Reporter rafritvel með leiðréttingarbún-
aði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra
skrifstofuvéla þótt Reporter
sé bæði minni og ódýrari.
E
KJARAN
ÁRMÚLA 22, SlMI 83022108 REYKJAVlK