Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 43
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
43
Sveinn Böðvarsson
Uxahrygg - Minning
Fæddur 20. nóvember 1985
Dáinn 10. ágúst 1985
Þegar ég frétti lát Sveins frá
Uxahrygg, fóru að hrannast upp í
huga mínum endurminningar frá
mörgum ferðalögum, sem við tók-
um þátt í fyrir hálfri öld.
Á árunum 1934 til 1938 hélt
Pétur Ottesen á Ytra-Hólmi
hrossamarkaði víða um land fyrir
danskan markað. Keypt voru bæði
hestar og hryssur á aldrinum 3 til
9 vetra. Þau þóttu léttari á fóðrum
og liðlegri í notkun við danskan
smábúskap en danskir hestar. Eins
var þeim beitt fyrir lystikerrur.
Við Sveinn vorum alltaf með
Pétri í þessum ferðalögum. Oftast
voru markaðir haldnir á Suður-
landi. Annað hvort byrjað i Vík í
Mýrdal eða undir Eyjafjöllum.
Kom Sveinn þangað austur til
móts við okkur með 4 til 6 hesta.
Suma af þeim var hann með í
tamningu. Framboð á góðum reið-
hestum var lítið á þessum mörkuð-
um. Má því segja að það væri ekki
allt vakurt þótt riðið væri. Varð
því oft að notast við brokkgenga,
lata og lítt tamda hesta. Kom það
sér því vel, þegar Sveinn kom með
hesta með sér.
Sveinn var Rangæingur að ætt
og uppalinn við vötnin ströng og
mórauð. Á hans uppvaxtarárum
voru öll vötn þar um kring óbrúuð.
Varð hann því snemma að læra á
þau.
Þótt Markarfljótsbrúin væri
komin, þegar við vorum þarna á
ferð, var aldrei krækt upp á hana,
því næsti viðkomustaður vestan
vatna var Miðey. Var því sveigt
vestur að fljótinu við Seljaland og
stefnan tekin á Dalsel. í hita og
rigningatíð var fljótið illt yfirferð-
ar. Tók Sveinn þar öll völd. Fór
hann á undan og þræddi eyrarnar
upp og niður, fór í álana skáhalt
á móti eða undan straumi. Allt
gekk þetta snuðrulaust, en ef eitt-
hvert hrossið tók sig útúr hópnum,
var viðbúið að það sykki í sand-
bleytu eða færi á bullandi sund.
Sveinn þræddi þessi einstigi vatn-
anna eins og ekkert væri.
Eftir því sem hrossunum fjölg-
aði, fjölgaði rekstrarmönnum. Oft
var með okkur Jón, sonur Sveins.
Hann var 2 árum yngri en ég. Þótt
hann væri ekki hár í loftinu, gaf
hann ekki öðrum eftir í rekstri.
Eitt sinn lentum við í miklum
eltingaleik við fola einn. Við vorum
að fara frá Garðsauka. Ég var á
traustum klárhesti úr stóðinu og
Sveinn líka, en hann var búinn að
senda sína hesta heim. Jón var á
sendihesti, gæðingi miklum, sem
einhver Reykvíkingur hafði keypt
fyrir offjár. Þeirri kvöð fylgdi
honum, að það mátti enginn sitja
hann nema Jón litli. Hér læt ég
ósagt hvort það var rétt ráðstöfun.
Þegar við vorum komnir lang-
leiðina út að Djúpadal, tekur sig
útúr jarpur foli og hleypur til
baka. Ég þeysist á eftir honum,
en það dregur heldur sundur en
saman. Skýst þá Jón fram úr mér
og kemst fram með folanum og
ætlar að sveigja honum af leið.
Folinn snýr Jón af sér og heldur
sínu striki. Sveinn sér að við ráðum
ekkert við folann, snýr við og ríður
allt hvað af tekur austur þjóðveg-
inn og freistar þess að vera kominn
í traðirnar á Garðsauka á undan
okkur. Þarna voru engar girðingar
né aðhald svo leikurinn barst
austur á móana. Jón snýst kring-
um folann og folinn snýr á Jón.
En það var nóg til þess að Sveinn
vann upp forskotið og var kominn
nokkrum hestlengdum á undan
okkur í traðirnar. Þar með var
draumur folans, um að komast
heim, orðinn að engu. Sveinn leysti
bandbeisli frá tösku sinni og við
lögðum við folann. Það ætti að
vera vandalítið að teyma hann til
baka. En Sveinn velur ekki þann
kostinn. Hann leggur á hann
hnakkinn sinn, en við það ætlar
folinn að tryllast. Tíminn var
naumur. Sveinn spennir húfuna
undir kverk og stekkur á bak.
Þvílík átök út og suður, upp og
niður, hef ég aldrei séð fyrr né
síðar. Folanum tókst ekki að losa
sig og við héldum til baka. Það var
lítið sagt, en það mátti sjá að-
dáunarbros á andliti Sveins út af
samspili 10 ára gamals drengs og
gæðinga í átökum við baldinn stóð-
hest. En að Ægissíðu komum við
í tæka tíð.
Á þessum árum var hópur
bænda að losa sig undan Hallgeirs-
eyja- og Rauðalækjarkaupfélögun-
um og voru að stofna kaupfélag á
Hellu og eins voru þeir Helgi
læknir og sr. Sveinbjörn að reita
atkvæðin af Pétri Magnússyni og
Jóni Ólafssyni. Það má segja að
sýslan hafi logað í pólitík. T.d.
skildu menn ekki það ráðslag að
Pétur skildi halda hrossamarkað
hjá Ágústi í Miðey á þessu fram-
sóknarheimili. Pétri kvað það ekki
skipta sig mikiu máli né heldur
hvar sínir rekstrarmenn væru í
flokki, en hitt mundi honum sárna,
ef einhver þeirra færi með laun
sín, eftir mikið slark og erfiði, til
landabruggara. Sveinn var bind-
indismaður og valdi ekki öðruvísi
menn í þessi ferðalög.
Stundum skiptu þeir með sér
verkum, Sveinn fór austur og Pét-
ur norður. Stærsta hrossastóð,
sem ég hef verið með að reka, var
þegar þeir feðgar fóru austur í
Skaftafellssýslu og Pétur og ég
norður í Skagafjörð. Vestan úr
Dölum kom Bjarni í Ásgarði.
Mættst var vestan við Grafarholt.
Voru þarna samankomin um 300
hross. Vegna umferðarinnar var
farið gegnum Reykjavík um há-
degið. Pétur fór fyrst og bægði
umferðinni frá, svo komum við
með smá hópa og síðastur var
Sveinn, sem hafði yfirsýn yfir
reksturinn. Þegar Pétur var kom-
inn ofan í Sogamýri, í slægjurnar
hans Sæmundar í kexinu, þá birt-
ist Sveinn á brekkubrúninni fyrir
ofan Elliðaár. Staðnæmst var í
porti Jes Zimsen við höfnina.
Síðasta athöfnin í þessum ferða-
lögum var að fara upp á Heitt og
kalt og fá okkur að borða og borga
rekstrarlaunin. Eftir það axlaði
hver sinn hnakk oggekk á braut.
Einu sinni sá ég Guðbjörgu konu
Sveins, hún er systir Gísla og Ólafs
frá Ey, en þeir ráku stundum með
okkur. Hún kom til móts við okkur
uppi við Þverá einn góðviðrisdag
þegar jörðin lyftist í hillingum.
Bæir og hreysi verða að höllum
niður í Landeyjum. Með sér hafði
hún Hafstein son sinn, 7 ára
gamlan. Hún var tíguleg þar sem
hún beið okkar í svörtum reið-
fötum. Á jörðinni var dúkur með
kaffi og pönnukökum og nýmjólk
handa okkur Jóni og e.t.v. Krist-
jáni bróður hans, en hann rak
stundum með okkur. Hún vildi sjá
strákana sína. Tíminn var naumur.
Svo horfði hún eftir þeim þar sem
þeir hurfu í jórykið út Þveráraura.
Kannski var hún komin til að sýna
Hafsteini hvað biði hans þegar
hann stækkaði.
Síðast sá ég Svein sumarið 1938
er við kvöddumst fyrir utan Heitt
og kalt. Hann vippaði hnakk sinum
og beisli á bakið og hélt austur
Hafnarstræti, en ég hvarf í gagn-
stæða átt.
Sveinn var eftirminnilegur
maður. Hann hafði flest til að
bera, sem rekstrarmanni sæmir.
Hann var karlmenni að burðum,
en jafnframt lipurmenni. Ég sá
hann aldrei skipta skapi á hverju
sem gekk. Hann var kvikur í hreyf-
ingum og ósérhlífinn. Hann var
sérstakt snyrtimenni.
Ég sá hann aldrei gamlan mann.
En nú er hann farinn á braut. Ég
get séð hann kominn í reiðfötin
sín með svörtu glansdyrshúfuna,
sestan á bak Rauð sínum með þrjá
til reiðar og fer geyst niður eftir
bökkum Þverár, en hún fagnar
honum silfur tær og lign.
Sveinn var jarðsunginn 22. ágúst
sl.
Oddgeir Ottesen
Stubbur
verður stór
í Pennanum.
Þegar þú ferð í Pennann að
kaupa skóladótið skaltu taka
með þér gula blýantsstubbinn
frá því í fyrra. Þú færð nýjan
blýant fyrir gamla stubbinn
þinn! Þannig verður stubbur
stór á skiptiblýantamarkaðin-
um.
^Dale .
Carneeie
námskeiðiÖ
Kynningarfundur
Kynningarfundur verður haldinn
fimmtudaginn 5. september kl. 20.30 í
Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir.
★ Námskeiöiö getur hjálpaö þér aö:
★ Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö-
reyndir.
★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti, í samræöum og á
fundum.
★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér
VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU.
★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni
séu komin undir því, hvernig þér tekst
aö umgangast aöra.
★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima
og á vinnustað.
★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga
úr kvíöa.
Fjárfesting í menntun gefur þér arö ævi-
langt.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
Hand
lyfti'
vognar
Eigum ávallt fyrirliggjandi
hina velþekktu BV-handlyfti-
vagna með 2500 og 1500
kílóa lyftigetu.
Útvegum einnig allt sem
viðkemur flutningstækni.
.«r?
LÁGMÚUS. 105 REYKJA VÍK
SlMI: 91-685222
PÚSTHÓLF: 887, 121REYKJAVÍK