Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 44

Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 Lovísa Helga- dóttir - Minning Fædd 24. mars 1912 Dáin 22. ágúst 1985 í dag verður til moldar borin mágkona mín, Lovísa Helgadóttir. Foreldrar hennar voru Helgi Árnason, fyrrum safnahúsvörður, og eiginkona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Lovísa var yngst barna þeirra hjóna og eru nú þrjú þeirra á lífi, Margrét, Ellert og Bjarnveig, en Jóhannes sem var elztur er látinn fyrir allmörgum árum. Margs góðs er að minnast frá kynnum mínum við Lúllu, en und- ir því nafni gekk hún meðal fjöl- skyldunnar og nánustu vina. Á átján ára aldri var hún í skóla í Þýzkalandi um eins árs skeið, en áður hafði hún sótt nám í Verzl- unarskóla íslands. í veikindafor- föllum föður síns starfaði hún í Safnahúsinu þar til hún giftist ár- ið 1936 eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Pálssyni, verzlun- armanni. Um tíu ára skeið bjuggu þau í sama húsi og við hjónin og urðu kynni okkar náin og góð og héld- ust svo ávallt síðan. Á þessum árum varð hún fyrir þeim þungu áföllum að missa tvö fyrstu börn sín, dóttur, fjögurra ára, og son stuttu eftir fæðingu, en við hlið síns trausta eiginmanns vann hún bug á þessum raunum sínum. Þau hjón eignuðust síðan þrjú börn, Helga Þór, Elínu og Þuríði. Elín er gift Sigurði Ingi- marssyni, bifreiðastjóra, og eiga þau þrjú börn, einn son og tvær dætur. Helgi Þór er giftur Krist- ínu Guðmundsdóttur, en þau eru barnlaus. Þuríður er yngst þeirra og ógift. Að eðlisfari var Lovísa glaðlynd og þótti gaman að vera með vinum og kunningjum. Hún hafði gott skopskyn og glöggt auga fyrir spaugilegum hliðum lífsins, en jafnframt var traust hennar á æð- ri máttarvöld mikið og trú hennar á Guð, sem foreldrar hennar höfðu innrætt henni, ávalit ofarlega í huga. Þessir góðu kostir hennar styrktu hana mjög í þungri lífs- baráttu, því auk barnamissisins átti hún við margháttuð veikindi að stríða. Á fyrri hjúskaparárum sínum dvöldu þau hjón ásamt börnum sínum á sumrin í sumarbústað, er við hjónin áttum með þeim. Þar undi Lovísa sér vel, því útilífið átti vel við hana. Síðar lögðust þessar sumardval- ir smátt og smátt af, þegar börnin voru komin á legg og farin að vera sjálf sín ráðendur. Þau hjón stunduðu síðar reglu- lega sund í sundlaugunum í Laug- ardal og héldu því áfram þar til Lovísa var lögð inn á Landa- kotsspítala, þar sem hún lést hinn 22. ágúst sl. í gegnum veikindi sín átti Lov- ísa erfitt með að stunda öll nauð- synleg heimilisstörf. Eiginmaður hennar var henni ávallt hjálpleg- ur á því sviði sem öðrum. Þá ber ekki síður að geta þess hversu ómetanlega hjálp dætur hennar veittu henni við margskonar störf á heimilinu. í hinni síðustu spítalaiegu skiptust dætur hennar á að sitja hjá henni. Það er, eins og áður er sagt, margs að minnast frá löng- um kynnum við þessa heiðurs- konu, en þessar fátæklegu línur læt ég nægja. Við hjónin vottum eiginmanni hennar, börnum, tengdabörnum og barnabörnum einlæga samúð og vonum að góðar minningar um farinn ástvin megi verða sorginni yfirsterkari. Svo kveðjum við hjónin vin og systur með þökk og góðar minn- ingar í huga. Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) V. Björnsson. Kalliðerkomið, komin er nú stundin, vinsaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. (V.Briem) Móðursystir mín Lovísa, eða Lúlla frænka, eins og hún var allt- af kölluð í fjölskyldunni er látin. Á slíkum kveðjustundum koma margar endurminningar fram í hugann, og um leið verður manni ljóst hve stutt lífshlaup okkar er í raun. Mínar fyrstu bernskuminn- ingar tengjast Lúllu frænku, því hún bjó ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Pálssyni, í sama húsi og foreldrar mínir, á Njálsgötu 10, en þar var bernskuheimili mitt til 12 ára aldurs. Lúlla var yngst móður- systkina minna og mér þótti mikið til hennar koma.«Hún kenndi mér fyrstu stafina og ég man, að ég var tíður gestur á efri hæðinni hjá Lúllu og Magga, meðan við bjuggum í sama húsi. Lúlla var að eðlisfari ákaflega glaðlynd og kát og gaman að vera samvistum við hana. Börn hændust að henni og má segja að í okkar fjölskyldu hafi hún alltaf verið uppáhalds- frænka okkar systkinabarna sinna. Hún var alltaf hlý og einlæg og þessir eðliskostir hennar komu best fram í því, að þeim, sem kynntust henni, þótti strax vænt um hana, treystu henni og leið vel í návist hennar. Móðir hennar, amma mín, var sín síðustu æviár hjá henni á heim- ili þeirra Magnúsar, því þar kaus hún helst að eyða ævikvöldi sínu. Lífsreynsla Lúllu var oft þung og við skildum ekki af hverju svo mikið þurfti að leggja á eina fjöl- skyldu. Tvö fyrstu börn sín misstu þau, annað fjögurra ára, hitt nokk- urra daga gamalt. Þau eignuðust síðan einn son, Helga Þór, og tvær dætur, Elínu og Þuríði. Lúlla veikt- ist af berklaveiki á þessum árum og varð því oft að dveljast bæði lengri og skemmri tima á sjúkra- húsum, meðan börnin voru ung. Hún sigraðist þó á berklaveikinni, en heilsuhraust varð hún aldrei að öllu leyti. Lúlla var þrátt fyrir allt þetta mikil gæfumanneskja. Hún lifði alltaf í hamingjusömu hjónabandi og átti einstaklega góðan eigin- mann, sem vildi allt fyrir hana gera og reyndist henni traustur í blíðu og stríðu. Oft kom það í hlut hans að hugsa um heimili og börn í veikindum Lúllu og gerði hann það af mikilli natni og umhyggju- semi. Börnin lærðu einnig fljótt að taka tillit til veikinda móður- innar og umhyggja þeirra fyrir henni var einstök. Dæturnar Elín og Þuríður sýndu móður sinni svo sérstaka umhyggjusemi alla tíð, allt fram á síðasta dag, að aðdáun hefur vakið. Líklega hefur sá sjúkdómur er lagði Lúllu að velli verið nokkurn tíma aða búa um sig, án þess að vitað væri hvers kyns hann var. Hún lifði því heima og í faðmi fjölskyldunnar þangað til síðustu fimm vikurnar áður en hún dó. Við vottum Magnúsi, börnum hans, tengda- og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Það er hugg- un í harmi, að hún fékk hvíld frá þjáningum svo fljótt, sem raun varð á. Móðuramma mín gaf ekki ein- ungis börnum sínum trú í vega- nesti, heldur líka barnabörnum sínum. Það síðasta, sem Lúlla bað okkur um, þegar við heimsóttum hana á sjúkrahúsið var að biðja fyrir sér. Víst er, að margir hafa beðið fyrir henni og vil ég nú ljúka þessum fátælegu orðum mínum um leið og ég þakka Lúllu frænku fyrir allt það sem hún var mér og minni fjölskyldu með sálmi sem hún móðuramma mín kenndi mér ungri: Nú legg ég augun aftur ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka, méryfir láttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Foersom - S. Egilsson) Dúra í dag kveðjum við ömmu i Drekó, eins og hún var oftast kölluð, í hinsta sinn. Nú er hún amma okkar lögð af stað í hina löngu ferð sem við sem eftir stöndum eigum eftir. Þó að langt sé nú á milli okkar gleymast minningarn- ar um hana aldrei. Alltaf tók hún okkur opnum örmum þegar við komum í heimsókn og aldrei var eins gaman að koma til hennar og þegar hún var úti í garði að tína jarðarber. Þá fór hún alltaf með okkur inn og gaf okkur jarðarber með rjóma. Það var ekki að sjá á henni ömmu að hún væri með eins alvar- legan sjúkdóm og raun bar vitni þegar fjölskyldan var öll saman- komin í sumarbústað í Munaðar- nesi fyrr í sumar. Það var aðeins nokkrum dögum síðar að hún þurfti að leggjast í rúmið vegna þessa sjúkdóms sem varð til þess að hún andaðist tæplega sex vikum síðar. Það var ekki fyrr en þá að við systkinin áttuðum okkur á hversu alvarleg veikindi hennar höfðu verið. Nú þegar hún er horf- in okkur er vonandi að henni líði sem best og megi hún hvíla í friði. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig, elsku afi, í þessari miklu sorg. Ingimar, Lovísa og Berglind Gerða. Orðin ein eru fátækleg en við- mót getur sagt það sem innifyrir býr. Hjartalagið fær ekki heldur dulist til lengdar. Móðursystir mín, hún Lúlla eins og hún var oftast kölluð, átti það hjartalag, sem yljaði öllum sem hún umgekkst. í návist hennar var einhver sá geisli stafandi, sem hafði þau áhrif Blómastofa FríÖjinns Suöurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 5II kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytlngar viö öll tilefni. Gjafavörur. Minning: Sigurður T. Hafstein skrifstofustjóri Fæddur 6. janúar 1913 Dáinn 21. ágúst 1985 Það kom mér alveg á óvart þeg- ar mér barst fréttin um andlát Sigurðar Hafstein, vinar míns og skólabróður. Hitt kom mér hreint ekkert á óvart sem fylgdi andláts- fregninni, að útför hans skyldi fara fram í kyrrþey að ósk hans sjálfs. Það var líkt lífsstíl Sigurð- ar. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskirkju þann 28. ágúst og jarðsöng hann sr. Grímur Gríms- son, stúdentsfélagi okkar og vinur. Hann komst svo að orði á einum Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. p »1 œ Askrifiarsiminn er 83033 stað í ræðu sinni: „Hann kemur mér til hugar þegar ég heyri góðs manns getið.“ Undir þessi orð get ég tekið heilshugar. Kynni okkar Sigurðar voru orð- in býsna löng. Leiðir okkar lágu fyrst saman í barnaskóla og síðan urðum við samferða í gegnum menntaskólann. Sessunautar vor- um við þrjú seinustu árin og jók það auðvitað á vináttuna. Ég gæti talið Sigurð einn nánasta vin minn um árabil, en seinasta ára- tuginn urðu fundir færri en skyldi. Fullu nafni hét hann Sigurður Tryggvi. Tryggvanafnið var komið frá ömmubróður hans, Tryggva Gunnarssyni, hinum kunna at- hafnamanni og síðar bankastjóra. Sigurður var sonur og yngsta barn Hannesar Hafstein ráðherra og skálds og Ragnheiðar Stefánsdótt- ur, Helgasonar Thordarsen bisk- ups. Móður sína missti hann fárra mánaða gamall og föður sinn 1922, er hann var á tíunda ári. Eftir lát Hannesar flyzt Sigurður til systur sinnar Soffíu og manns hennar, Hauks Thors, framkvæmdastjóra. Þar átti hann svo heimili meðan á skólagöngu stóð. Heimili þeirra Soffíu og Hauks var mikið rausn- ar- og menningarheimili. Við fé- lagar Sigurðar og bekkjarbræður minnumst með þakklæti þess at- lætis sem við ávallt nutum þar. Sigurður ætlaði sér á mennta- skólaárunum að fara í læknis- fræði að stúdentsprófi loknu og sat reyndar í læknadeild einn vet- ur. En þá ákvað hann að söðla um og fara heldur í verzlunarnám við Niels Brocks Handelsskole í Kaup- mannahöfn, en það var mjög við- urkenndur skóli á þeim árum. Stúdentsprófi lýkur hann 1933 ásamt hópi samstilltra ungra kvenna og manna, sem hefur hald- ið tryggð innbyrðis frá þeim degi, þó þegar séu farin að koma veru- leg skörð í hann. Þá var skólaupp- sögn 30. júní og stúdentafagnaður 1. júlí. Á þeim fagnaði skeðu þau tíðindi, að Ásgerður Sigurðardótt- ir og Sigurður Hafstein opinber- uðu trúlofun sína með því að setja upp hringa. Þá varð mikill fögnuð- ur. Ásgerður var dóttir Sigurðar Ólafssonar rakarameistara. Heimili Sigurðar, föður Ástu, fyrst að Brú í Skerjafirði og síðan við Lindargötu hér í Reykjavík, var mörgum vel kunnugt, því þar ríkti mikil gestrisni, en líka mikil reglusemi. Sigurður lýkur svo verzlunarnámi frá verzlunarskól- anum í Kaupmannahöfn en fer síðan og er eitt ár við nám í Eng- landi. Þegar Sigurður hafði lokið námi snemma árs 1937 fór hann að vinna á skrifstofu Kveldúlfs hf. og vann þar allmörg ár. Síðan vinnur hann hjá mági sínum, Ásgeir Þorsteinssyni, sem veitti forstöðu Samtryggingu ísl. botnvörpu- skipaeigenda, en síðustu áratug- ina vann hann hjá öðrum mági sínum, Stefáni Thorarensen lyf- sala. Hafði hann verið skrifstofu- stjóri hjá Stefáni Thorarensen hf. um árabil, þegar hann lét af störf- um. Sigurður var ákaflega vandaður maður til orðs og æðis. Það þurfti aldrei að efa að hann gerði aldrei annað en það sem hann taldi rétt. Hann var ómannblendinn og lét félagsmál aldrei til sín taka. Vinn- an og heimilið var hans vettvang- ur. Sigurður eignaðist góða konu, en Ásgerður og hann gengu í hjónaband í nóvember 1937. Enda þótt Sigurður væri mjög ómannblendinn og forðaðist alla þátttöku í félagsskap, þá var hon- um í blóð borin ákveðin skyldu- rækni. Hann lét sig aldrei vanta í samkvæmi bekkjarsystkina sinna, sem haldin voru á fimm ára fresti. En eftir að Ásgerður lézt kom hann aðeins til að heilsa upp á félagana og óska þeim til ham- ingju með daginn og var svo far- inn. Hann hefur þó fundið að þar átti hann vini, sem virtu hann og mátu, enda var Sigurður hugljúf- ur maður að kynnast, ef komist var inn fyrir skelina, sem hann skýldi sér með. Sambúð þeirra Ásu og Sigurðar var til fyrirmyndar. í allmörg ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.