Morgunblaðið - 03.09.1985, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
ALDA PÉTURSDÓTTIR, REYÐARFIRÐI:
„Blómin heita eftir fólkinu
sem gefur mér afleggjarana“
Þeir voru fiir dvergarnir sem blaðamaður rakst á í garðinum hjá öldu Pétursdóttur. Þeir stóðu prúðbúnir við
bæjardyrnar sínar, við luktir eða inni í miðjum gróðurlundi.
■fitur lítui ,undj„
ian“run Eh
Skyldi maður fara að rekast á
Mjallhvíti lÍKgjandi á
glerkistunni, hugsaði blaðamaður
eftir því sem innar dró í garðinum
hjá Öldu Pétursdóttur á Reyðar-
firði.
Fjöldi dverga stóð úti fyrir smá-
hýsum, við luktir sínar eða inni í
gróðurlundum. Og viti menn,
þarna stóð reyndar Mjallhvít og
sjö dvergar í viðbót fyrir dyrum á
stóru garðhúsi.
Og það var fleira að sjá í þess-
um sérstæða garði sem vakti
óskipta eftirtekt, gamlir munir,
fornir brúkshlutir s.s. kolaofn,
skilvinda, eldavél og fleira. Hlut-
irnir hafa verið pússaðir og prýdd-
ir og settir upp á smekklegan hátt
til augnayndis. Þá má ekki gleyma
gosbrunni og gömlu loftvarna-
byrgi frá stríðsárunum sem nú
hefur fengið nýtt hlutverk bæði
sem garðprýði og geymsla.
„Það eru líklega sex eða sjö ár
síðan við fórum að gefa okkur
tíma til að sinna garðinum af
viti,“ sagði Alda Pétursdóttir innt
eftir því hvort garðurinn hefði um
langa hríð verið slíkt augnayndi.
Við keyptum eina og eina plöntu
svona eins og gengur áður fyrr en
gáfum okkur ekki mikinn tíma. Nú
hjálpumst við að öll fjölskyldan og
höfum gaman af.
— Áttu ráð fyrir fólk sem
hyggst fara að rækta garðinn
sinn?
„Nei það er bara að vökva, gefa
áburð og sleppa hugmyndafluginu
lausu. Eg geri ekkert annað og er
ekki ein af þeim sem rabba við
blómin sín. Eg gef þeim jú nöfn
eftir þeim sem hafa gefið mér af-
leggjarana en það er allt og sumt.“
Þegar blaðamaður kveður og
gengur út úr garðinum með það
nesti að garðar geti verið fagrir ef
umhyggja, nostursemi og hug-
myndaflug sé fyrir hendi segir ná-
grannakona Öldu: „Veistu, við er-
Úteyingaknall
Lagið tekið við varðeld á sléttum Ellireyjar, Heimaey ( fjarska.
Afmælisbörnin í hópi úteyinga sem voru mættir í Ellirey, en fremstur er heiðursgesturinn, Steini á Blátindi.
um þeim hjónum hérna svo þakk-
lát fyrir að girðingin skuli ekki
vera hærri því þá fáum við hin
sem göngum bara framhjá að
njóta dýrðarinnar líka.“
Aida Pétursdóttir
í Ellirey
w
Uteyingar í Vestmannaeyjum
héldu tilþrifamikinn fagnað í
Ellirey fyrir skömmu. Tilefnið var
merkisafmæli úteyinga úr öllum
úteyjum Vestmannaeyja þar sem
lundaveiði er stunduð frá bóli.
Keyndar gátu ekki öll afmælis-
börnin mætt, en samtals var haldið
upp á 1100 ára afmæli úteyinga.
Var mikið um dýrðir, 50 manna
Guðjón Ármann Eyjólfsson, Bjarn-
eyingur, sjóðliðsforingi og skóla-
stjóri Stýrimannaskólans í Keykja-
vík syngur með þungri undiröldu,
„Til hákarla við Vestmannaeyjar
veisluhópur söng fram á rauðanótt
við varðeld, pylsur voru steiktar og
fyssandi tært bergvatn var á boð-
stólum. Sigurgeir, Ijósmyndari
Morgunblaðsins, í Vestmannaeyj-
um, var eitt af afmælisbörnunum,
Álseyingur í húð og hár, og hann
festi fagnaðinn að sjálfsögðu á
filmu.
Tóti rafvirki var yfirbryti á Ellir-
eyjargrillinu.
fclk í
fréttum
í Eyjum