Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985
55
ÞANKASTRIK
„Sendinefnd úr Teigahverfi, borgarstjóri
Gróttuvísan
Nýlega sendi Kristján Ólafsson
vísu sem saga fylgdi í Velvakanda,
Gróttuvísuna. Þar misritaðist ein
línan. Rétt er vísan svona:
Dauðinn sótti sjávardrótt
svalt er oft á dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
Gróttuvísan
Guðmundur A. Finnbogason
hringdi:
Gróttuvísuna, sem birtist í
Velvakanda síðastliðinn fimmtu-
dag, hef ég heyrt, örlítið breytta
frá því sem þar stóð. Ég kann
hana svona:
Dauðinn sótti sjávardrótt
sog er ljótt á dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
Sagan sem vísunni fylgir er sú
sama.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til aö
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér i
dálkunum.
Þaklekavandamál
M
Engin
samskeyti
FILLCOAT
Kemperol gúmmíteygjan-
legur, samskeytalaus,
blandaöur á staönum.
Hentar á flöt þök, svalir,
fyrir ofan ibúöir, sundlaug-
ar, samskeyti milli húsa og
fl.
gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök.
Lausn er endist ótrúlega vel.
£ Kvöldsími: 54410,
PeUing ni- dagsími: 651710.
FRÁ GRUNNSKÓLUM
REYKJAVÍKUR
Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 5. septem-
ber nk. sem hér segir.
9. bekkur komi kl. 9
8. bekkur komi kl. 10
7. bekkur komi kl. 11
6. bekkur komi kl. 13
5. bekkur komi kl. 13.30
4. bekkur komi kl. 14
3. bekkur komi kl. 14.30
2. bekkur komi kl. 15
1. bekkur komi kl. 15.30
Fornámsnemendur í Réttarholtsskóla komi kl. 13.
Forskólabörn (5 og 6 ára), sem hafa verið innrituð,
veröa boðuð í skólana símleiðis.
Hirtí Pábsyni er Ijóst að dragnótin
er notnð án hlcra.
og heyrðist mér Hjörtur segja
veiðarfæri án hlera, er hann
spurði um dragnótina. Hjörtur er
nú skýrmæltur vel svo mér finnst
líklegast að Sölvi hafi ekki haft
athyglina vakandi.
Velvakandi hafði samband við
Hjört Pálsson til þess að fá úr
þessu skorið. Hjörtur sagðist
muna það greinilega að hann hefði
sagt veiðarfæri án hlera, enda
hefði spurningin eins getað átt við
troll hefði þetta ekki verið tekið
fram.
Enn um veggáritanir
S.Ó. hringdi:
Ég las um daginn bréf frá Ein-
ari Ingva Magnússyni í Velvak-
anda þar sem hann sagðist hafa
séð veggáritun sem hinum fannst
sniðug. Þá datt mér i hug áritun
sem ég sá á vegg á svipuðum stað
fyrir nokkru síðan. Hún var svona:
„Með Ijósi þó ég lýsa vildi og leit-
ina til hlítar vanda, fyndi ég litið
listagildi í ljóðunum sem hérna
standa."
Svona áritanir finnst mér miklu
sniðugri en þetta sóðalega veggja-
krot sem maður sér svo oft.
Ófremdarástand
í Mosfellssveit
Nína hringdi:
Ég er nemandi í Mosfellssveit-
arskóla og heyrði nýlega að það
vantaði níu kennara tii kennslu
við skólann í vetur. Það er nátt-
úrulega alveg ófært og skrítið ef
ekki er hægt að bjarga því við.
En það sem verra er, sjöundi
bekkur verður víst skikkaður til að
mæta klukkan ellefu á morgnana i
skólann og það er ömurlegt. Er
virkilega ekki hægt að gera eitt-
hvað í þessu?
Öldurhúsin eiga að
vera opin lengur
BJS. hringdi:
Mér finnst óþolandi hvað öld-
urhúsum og börum er lokað
snemma hér á landi. Ef ég fer út
að skemmta mér á annað borð vil
ég vera að fram undir morgun,
jafnvel fram á miðjan næsta dag,
ekki heim í bælið þegar gamanið
er rétt að byrja, það er óþolandi.
Er virkilega ekki hægt að breyta
þessu?
Ég skora á dómsmálaráðherra
eða þann sem sér um þessi mál, að
gera gangskór að því að gefa
opnunartíma veitingahúsa alveg
frjálsan.
Látrabjarg er vestan Rauðasands.
Öryggi...
Öryggi í umferöinni byggist á mörgum
atriðum. Eitt þcirra cr að hafa góða yfirsýn
yfir veginn í myrkri og misjöfnum veðrum.
llalogen hílaperan frá Ring gefur tvöfalt
betri lýsingu en venjuleg
bílapera og eykur því
öryggi þitt verulega.