Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 56

Morgunblaðið - 03.09.1985, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986 Lögvemd opnar skrifstofu: Markmiðið að gera fólki grein fyrir mis- notkun verðtryggingar Morgunblaðið/Júlíus Frá vinstri: Ólafur Hrólfsson meðstjórnandi, Guðbjörg Hermannsdóttir, Anna Kristjánsdóttir formaður Lögverndar, Valdís Viðarsdóttir gjaldkeri og Þorgils Axelsson fulltrúi framkvæmdanefndar samtakanna. „EF maður skrifar undir verðtryggð- an samning eins og málum er háttað í dag hér á landi, er hægt að senda manni hvaða reikning sem er,“ sagði Þorgils Axelsson, fulltrúi fram- kvæmdanefndar Lögverndar á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af opnun nýrrar skrifstofu samtakanna að Ármúla 19, annarri hæð. Markmið samtakanna er að vekja fólk almennt til umhugsunar um hina ógnvænlegu misnotkun verðtryggingar sem gerir fólki ókleift að lifa mannsæmandi lífi af óverðtryggðum launum, að því er talsmenn samtakanna segja. að við höfum skólavörur í úrvali Merktu við þennan lista svo þú gleymir engu □ Skólatöskur □ Skjalatöskur □ LBikskólatöskur □ Pennaveski □ Skrifundirlegg □ Stílabœkur □ Reikningsbœkur □ Glósubœkur □ Hringbœkur □ Laus blöö □ Fönablöö □ Skýrslublokkir □ Millimetrablokkir □ Vélritunarpappír □ Skrifblokkir □ Minnisblokkir □ Klemmuspjöld □ Plastmöppur □ Plastumslög □ Blekpennar □ Kúlupennar □ Kúlutússpennar □ Filttússpennar □ Glœrupennar □ Áherslupennar □ Reglustikur □ Horn □ Skœri □ Bókaplast □ Trélitir □ Tússlitir □ Vatnslitir □ Vaxlitir □ Blýantar □ Teikniblýantar □ Fallblýantar □ Yddarar □ Strokleöur Meö nýjungarnar og nœg bílastœöi Síðumúla 35 — Sími 36811 Fyrir menntofólk fró fimm órg gldfi Geröu góö koup hjá óriffli Lögvernd vill vinna gegn því að mannréttindi séu brotin á Islandi, en þau eru mjög svo fótum troðin hér að sögn forráðamanna Lög- verndar. „Til dæmis reynist fólki erfitt að fá lögfræðiaðstoð og ef það fær hana, er hún svo dýr að fáir fá við ráðið. Hér á landi er útfærsla verðtryggingar notuð sem forsenda fyrir stórfelldum „löglegum" þjófnaði sem bitnar eingöngu á hinum almenna laun- þega. Við sitjum ekki við sama borð og aðrar þjóðir hvað þetta varðar. Myndast hafa ýmsir sér- hagsmunahópar sem græða enda- laust á verðtryggingu. Þessir hóp- ar eru varðir af stjórnvöldum og af þeim sökum streymir til þeirra fjármagn í stórum stíl sem er í raun og veru fjármagn almenn- ings.“ Þorgils sagði að verðtryggingu væri hægt að teygja þannig til að það munaði allt að 300% á sama dæminu eftir því hvernig það væri reiknað. „Fólk áttar sig ekki á þessum staðreyndum þegar það skrifar undir samning og fer þetta gjörsamlega með fólk sem stendur í húsbyggingum og kaupum. Það þarf engan lögfræðing til að sjá þetta út, enda ekki ætlunin að kaupa lögfræðinga til starfa hjá samtökunum. Það er heldur ekki talað um í lögunum hvernig verð- myndun verður til við verðtrygg- ingu. Komið hafa upp dæmi hjá okkur þar sem húsbyggjandinn greiðir 65% hærri verðbætur en bankavextir segja til um. Hinsveg- ar leggur byggingaraðilinn aldrei meira út en 1/3 af kostnaðarverð- inu. Hlutverkum fólks hefur verið snúið við í þjóðfélaginu. Svokölluð Bókun 188a var gefin út á fundi efnahags- og samvinnu- nefndar Sameinuðu Þjóðanna í Genf árið 1954 og var hún fljót- lega lögleidd af flestum þjóðum eftir þann fund. Hinsvegar hefur íslenska ríkið ekki tekið upp þessa bókun og fyrir vikið er fólk al- gjörlega réttindalaust þegar í óefni er komið. Bókun þessi tekur tillit til verðlagshækkana í báðum löndum ef viðskipti hafa átt sér stað milli landa og ef við hefðum lögleitt bókun þessa hingað, hefði bagginn aldrei orðið svo þungur á t.d. togaraeigendum þeim sem nú eru að missa skip sín vegna er- lendra lána.“ Hjá Lögvernd vinna 25 um- boðsmenn um land allt og auk starfsfólks á skrifstofunni í Reykjavík. Ætlunin er að hafa skrifstofuna opna frá klukkan 18.00 til 21.00 alla virka daga og er öll vinna hjá samtökunum unnin í sjálfboðavinnu. Leiðrétting FYRIR nokkrum vikum skrifaði ég grein í Morgunblaðið um heim- sókn mína á gestaheimilið á Breiðuvík í Rauðasandshreppi. Get ég þess að heimilið sé í Sandshreppi sem er rangt, vegna míns eigin misskilnings i viðtali mínu við búendur þar. Bið ég þau afsökunar á missögninni um leið og ég sendi þeim mínar bestu kveðjur. Filippia Kristjánsdóttir * W Fer inn á lang f lest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.