Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.09.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1985 59 Ráðstefna um svæðabundna sam- búð Evrópuþjóða Jónshúsi, 2. september. ÞESSA DAGANA stendur yfir hér í Kaupmannahöfn áttunda ráðstefna um sambúð evrópskra þjóða fyrr og nú, sótt frá Vestur-Evrópuríkjum, Júgóslavíu og Póllandi. Allir fyrirlestrar eru fluttir á ensku og beygja sig undir þá kvöð, jafnvel Þjóððverjar og Frakkar. Stendur ráðstefnan í eina viku en óvíst hve stór hluti þátttakenda verður með í síðari hlutanum, sem verður í Þórshöfn 4.-7. september. Einn íslendingur situr ráðstefnuna, Gylfi Arnbjörnsson, sem er að Ijúka námi hér i Höfn í rekstrarhagfrsði. I gær, sunnudag 1. september, var umræðan helguð Norður- Atlantshafseyjunum. Var vel til vandað. Upphafsorð flutti hinn kunni danski sagnfræðingur Frantz Wendt, að vísu dálítið hlutdrægur og föðurlegur í mál- flutningi. Mörgum mun hafa þótt andstæðan mikil þegar þeir mætlu fram snjalla ræðu Atli Dan lög- maður í Færeyjum, Jónatan Moz- feldt forsætisráðherra í heima- stjórninni á Grænlandi og doktor Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð- herra á íslandi. Vakti einkum til- þrifamikil ræða doktors Gylfa at- hygli, en hann hefur líka svo góð tök á ensku tungutaki. Atli Dam kvaðst ekki rétti mað- urinn til að túlka mál fjölda Fær- eyinga á þessum vettvangi, af því að hann væri hlynntur samband- inu við Dani. Af fullri einurð flutti hann þó mál sitt og skörungur í ræðustóli. Lagði m.a. áherslu á tungu Færeyinga og sjálfstæði þjóðar sinnar sem nú er um 45.000 manns. Ræddi hann um forna sögu Færeyinga, lífsbaráttu í litlu og harðbýlu landi í aldanna rás og loks háttaskipti er landhelgi eyj- anna og friðun fiskimiðanna væri lífshagsmunamál. Var mikill róm- ur gerður að máli Atla Dam sem af þrótti og hógværð var flutt. Þá talaði séra Jónatan Mozfeldt. Fylgdust ráðstefnumenn sem gerst með máli hans, enda hafa ekki aðeins fiskveiðiréttindi við Grænland í skjóli Dana, en einnig námaréttur, verið í sviðsljósinu undanfarið. Hitt þótti líka for- vitnilegt að landið sem tilheyrir Vesturálfu, skuli þjóðernislega bundið Evrópu. Einhörð og áheyrileg ræða hins grænlenska prests og stjórnmálamanns vakti afar mikla athygli. Tími hans var naumur, er hann skyldi fljúga til fundahalda á íslandi síðar um daginn. Doktor Gylfi Þ. Gíslason rakti í upphafi ræðu sinnar höfuðdrætti íslenskrar sögu og sagngeymdar. Vék hann að ýmsu í lífsbaráttu fámennrar og afskekktrar þjóðar frá öndverðu. Lagði hann áherslu á Gamla sáttmálann, efndir og vanefndir, hæpin yfirráð Dana er sjálfstæði Noregs þraut og merki- lega sjálfstæðisbaráttu á Islandi í siðaskiptaátökunum. Meginhluti ræðu doktors Gylfa fjallaði um þróun sjálfstæðis þjóðarinnar allt frá 1830, uns heimastjórn var sett og hlýddu ráðstefnumenn á lýs- ingu þeirrar framvindu með mik- illi athygli. Sambandslagasam- þykktinni 1918 sem beinu fram- haldi af heimastjórninni, lýsti hann náið og svo lýðveldistökunni er fslendingar höfðu frá þýsku hemámi í Danmörku ráðið sér sjálfir. Varð fundarmönnum ljóst, jafnvel einnig dönskum, að ekki var grunlaust fyrir fslendinga að vera í konungssambandi við þjóð, er Nasistar drottnuðu á þessum tímum. Loks fjallaði doktor Gylfi um handritamálið, seni hann gerst til þekkir er hann var mennta- málaráðherra og í forystusveit þeirra er náðu samningum við Dani um heimsendingu handrit- anna. Var mýkt í því máli er mild- aði þau sannindi sem fyrr voru fram komin í hinni skeleggu ræðu. Eftir morgunfundinn á sunnu- dag þágu gestir boð danska þjóð- þingsins. Á mánudag verður Spánn, þjóð og saga, til umræðu en á þriðjudag verður fjallað um Mið-Evrópuríki. Byrjun fundarhaldanna með umræðunni um Norður-Atlants- hafseyjarnar má óhikað telja að varpað hafi nýju og réttu ljósi í sögulegum og pólitískum skilningi á grannþjóðirnar, sem byggja Færeyjar, ísland og Grænland, í augum hinna fjöl-evrópsku fund- armanna. G.L. Ásg. Reytingur í Álftá ... „Jú, það tínist alltaf eitthvað upp, en ekki mikið, enda vatnið orðið æði lítið. Algengt er að það komi 2—4 á land á dag og trú- lega eru komnir um 245 laxar á land eða svo,“ sagði Páll Þor- steinsson í Álftártungu í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Þrátt fyrir afladeyfð mun vera talsvert af laxi gengið í ána og enn fleiri bíða rigingar í ósnum. „Hann tekur bara svo fjári illa. Það þarf helst að tæla hann með mörgum flugum til að hann taki við sér,“ bætti Páll við. Svartá: Hörkuveiði og framlenging Komnir eru um 270 laxar á land úr Svartá og hefur sá afli nær allur verið veiddur í ág- ústmánuði. Laxinn gekk seint. Nú er áin afar lffleg og sam- komulag hefur tekist milli bænda við ána og leigutakans, Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um að framlengja veiðitímann til 10. september, en veiði átti að ljúka nú um mánaðamótin. Eitthvað dálítið mun vera óselt í aukadagana. Það hefur vakið at- hygli manna að 80—90 prósent af aflanum eru hængar, hvað svo sem veldur. Þá má geta þess, að um 170 laxar hafa veiðst fyrir neðan „hliðið" sem er mjög neðarlega í ánni og hefur þótt alveg sérstaklega líflegt að stunda laxveiðar þar síðustu vik- urnar. Góð veiði við Snsfoksstaði ... „Það hefur verið nokkuð góð veiði á köflum f Hvftá f Árnes- sýslu í landi Snæfoksstaða, sér- staklega að undanförnu. Menn hafa verið að hringja f mig, óvanir menn, og segjast hafa fengið 4—5 laxa. 1 litlu vatni eins og nú liggur laxinn mikið j við svokallaða Skipakletta og hægt er að fá góða veiði. í meiri vatnshæð veiðist betur f landi Langholts beint á móti,“ sagði Friðrik Stefánsson hjá SVFR í samtali i gær. Komnir munu um 60 laxar á land og hefur veiðin verið að sækja sig. Þarna eru til óseld veiðileyfi á góðu verði. Orösendíno frá IðnlánasjóÖi um breytt útlánakjör Ákveðið hefur verið að gengistryggja hluta af útlánum Iðnlánasjóðs miðað við gengi SDR eins og þaðer skráð af Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Gengistrygging þessi nær til byggingarlána, sem eru yfir kr. 5.000.000 og vélalána yfir kr. 700.000 og koma til framkvæmda við umsóknir er berist sjóðnum eftir 15. september n.k. Vextir eru breytilegir og háðir ákvörðun stjórnar á hverjum tíma. Vextir hafa verið ákveðnir 10% p.a. önnur útlánakjör sjóðsins eru óbreytt frá 15. apríl 1985, þ.e. með 7% vöxtum p.a. og bundin lánskjaravísitölu. IÐNLÁNASJÖÐUR paniine HIH nwi Bláskógar Ármúla 8, S: 686080 2 sýningar Við sýnum Panline sýningardeildina, sem vakti verðskuldaða athygli á húsgagnasýningunni í Bella Centre sl. vor í verzlun okkar, Ármúla 8. Á sýningunni Heimilið 85 í Laugar- dalshöll sýnum við fjölbreytt úrval húsgagna í einbýlishúsinu í aðalsal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.