Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 16
16 B . ■» MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Bretti, kæna eða kjölbátur? Siglingar eiga vaxandi vinsældum að fagna hér á landi og er reynt að varpa nokkru ljósi á íþróttina í viðtölunum sem hér birtast. Siglingar sem slíkar greinast í ýmsar áttir, en það sem hér um ræðir eru seglin og ekkert annað. Til nánari glöggvunar greinum við frá því hér með, að um þrjá flokka er að ræða. Fyrst má nefna seglbrettin sem eru veigaminnstu gripirnir, bretti með segli eins og nafnið bendir til. Þetta er yngsta greinin af þeim þremur sem í þennan flokk falla, en samt sú greining sem á hvað mestum vinsældum að fagna um þessar mundir. í öðru lagi eru kænurnar, smábátar, og í þriðja lagi eru kjölbátar. Kænurnar eru yfirleitt tveggja manna og með hreyfanlegum kili. Kjölbátarnir eru stærstir og er ýmiss konar aðstaða í þeim, svefnpláss og hreinlætisaðstaða. Það er bátadella með þjóðinni Ari Bergmann siglingagarpur í samtali við Morgunblaðið að er bátadella með þjóð- inni, það sér maður best á því hversu margir snúa höfðinu og horfa er þeir sjá seglin út um bílglugga sína. Iðkendum sport- bátaíþrótta í íslandi hefur fjölgað mikið, einkum á tveimur síðustu árunum, og þess má geta, að þetta er vinsælasta almenningsíþróttin á Norðurlöndum. En á íslandi vex þetta mönnum í augum, fólk held- ur að þetta sé erfitt og hættulegt og allt þar á milli. Fólki langar til að reyna sig en veit ekki hvernig það á að snúa sér. Sannleikurinn er sá, að það er hægt að læra með góðu móti á einu sumri hvernig haga á seglum eftir vindi, undir- stöðuatriðin, og síðan taka við næstu árin er menn sanka að sér endalausri reynslu og þekkingu, ekki bara í siglingum, heldur einn- ig í þáttum eins og stjörnufræði og siglingafræði. Svo ekki sé minnst á andlegu ánægjuna og afþreyinguna sem menn fá út úr íþrótt þessari." Sá sem svo mælir er Ari Bergmann, þaulreyndur siglingagarpur og íslandsmeistari f fleiri flokkum en einum í um- ræddri íþrótt. Viðfangsefnið í þessari grein er einmitt siglingar og þá er átt við siglingar á segl- brettum, »kænum“ og „kjölbátum', eða þar sem menn reiða sig á seglin en ekki utanborðsmótora eða aðrar vélar. Gerður verður greinarmunur á þessum siglingum í greininni, þvf hverjum þykir sinn fugl fegurstur í þessu sem og mörgu öðru, og áhugasiglinga- menn draga sjálfir skarpa og skýra línu á milli tveggja flokka. Áður en við höldum áfram leyfum við Ara að draga línuna: „Hjá flestum byrjar þetta þannig að þeir kaupa sér ltinn hraðbát. Eftir svo sem ár hafa þeir keyrt úr sér hraðadell- una og þá tekur annað af tvennu við. í fyrsta lagi fá menn sér góðan sjóbát, sigla út á flóa og veiða. í öðru lagi fara menn í seglbátana og sumir þeirra fara að keppa á þeim.“ Ari Bergmann er hjá okkur og við spyrjum hann fyrst hvenær hann byrjaði að sigla og hvenær íþróttin fór aö ná fótfestu á Is- landi. „Áhrifin eru erlend, þeir sem kynntust þessu f útlöndum reyndu það gjarnan fyrst þar og höfðu áhugann með sér heim. Árið 1968 fer fyrst að koma einhver hreyfing á þetta hér heima og voru menn þá að smíða eigin báta. Sjálf- ur byrjaði ég árið 1971 og tveimur árum seinna má segja að hafi byrjað stígandi í vinsældum og ástundun sem er enn í fullum gangi. Má segja að það sé órtúlega góður meðbyr miðað við að hafnar- aðstaðan sem hér er boðið upp á er afar slæm. Hvað sjálfan mig varðar, þá kynntist ég siglingum erlendis eins og fleiri, reyndi þetta og varð einfaldlega sjúkur. Ég hef ekkert vaxið upp úr þessu og geri ekki ráð fyrir að gera það.“ Hvað er það sem gagntekur menn svona gersamiega? „Siglingaíþróttin er eins og hver önnur jafnvægisíþrótt. Hún geng- ur út á að gera sem fæst mistök. Eins og ég sagði áðan, að eftir fyrsta spenninginn taka við árin þar sem maður safnar reynslu og þekkingu. Maður nær aldrei full- komnun í þessari þrótt, en leitin að því að ná sem bestum árangri tekur engan enda. Við förum út að sigla í öllum veðrum. Ef það er keppni i gangi skiptir engu máli hvernig veðrið er, við förum út að sigla.“ Hvort er þetta meiri almenn- ingsíþrótt eða keppnisíþrótt? „Þetta er fyrst og fremst al- menningsíþrótt þó að mikið sé keppt í henni. Ef við lítum fram hjá hafnleysinu eru skilyrðin hér á landi góð. í samanburði við Norðurlöndin stöndum við vel að vígi. Við getum byrjað að sigla snemma á vorin og hættum seint á haustin því sjórinn frýs hér ekki. Við getum siglt öll kvöld og á björtum nóttum. Erlendis er siglt einkum um helgar, en hér á landi er siglt alla vikuna og lengri hluta ársins heldur en í nágrannalönd- unum. Keppnisíþróttin er einnig einkar skemmtileg. Tilfellið er að skemmtilegasta keppnin er þegar allir bátarnir eru eins, ogkunnátta skipshafnar og samspil hennar við Handagangur í öskjunni (eða Óssunni í þessn tilviki). Arí Bergmann, lengst Lh., ásamt félögum á fullri ferð f „Formula 1“ kjölbát Ara, Össu. aðstæður ræður því algerlega hver sigrar. Á íslandi eru bátarnir hins vegar ekki fleiri en svo, að bátar af ýmsum gerðum verða að keppa 1 sama flokki og þá verður að reikna á þá forgjöf. Eftir keppnina er sá tími sem hver bátur fékk útreiknaður með forgjöfinni og útkoman getur verið sú, að sá bát- ur sem fyrstur kom i mark sé alls ekki sá bátur sem bestum náði tímanum. Þegar svona hagar til í keppni fer þetta að vera meira spurningin um það hvort báturinn henti þeim aðstæðum sem siglt er við hverju sinni.“ Er þetta ekki hættulegt sport? „Það eru hættur fyrir hendi i siglingaíþróttinni eins og fleiri íþróttagreinum, en þær eru ekki eins miklar og sumir ætla. Menn sjá gjarnan fyrir sér seglbrettum og kænum hvolfa um allan sjó og slíkt getur ævinlega hent sig. Hitt er það sem margir vita ekki, að iðkendur eru jafnan annað hvort klæddir svokölluðum blautbúning- um eða lokuðum þurrbúningum, en klæðnaður þessi er hannaður með það fyrir augum að menn krókni ekki þó þeir liggi í sjó, jafnvel á veturna, þó sú dvöl kunni að vera löng. Þá eru brettin og kænurnar alltaf inni á vogunum þar sem hægt er að fylgjast með þeim og koma þeim til hjálpar sem þess þurfa. Nú, kjölbátarnir sækja lengra, en þeir eru flestir sam- þykktir af Siglingaráði ríkisins. Þeir eru með góðar kjölfestur og þola talsverð veður ella væru þeir varla samþykktir. óvanir menn á slíkum bátum gætu hins vegar komið sér í klípu. Þá má bæta við að í kjölbátunum eru VHF-fjar- skiptastöðvar og lúta bátarnir til- kynningaskyldu. Þá er það brott- rekstrarsök I siglingaklúbbum landsins ef menn nota ekki björg- unarvesti. Af þessu má sjá, að fyllsta öryggis er gætt. „Það er út af fyrir sig fátt að óttast. Það eru sker og boðar og hyldýpi, en það er hluti af sportinu að læra á þetta. Það eru til góð kort sem maður fer eftir og í raun er sárauðvelt að sigla í kring um landið ef þekking á bátunum og siglingaleiðum liggur fyrir á annað borð. Ekki svo að skilja að menn lendi aldrei í ævintýrum, sjálfur var ég einu sinni hætt kominn að kalla má. Það var fyrir þremur árum, að við Jóhann Hallvarðsson sigldum að Arnarstapa á Snæfells- nesi á 18 feta bát. Við höfðum áætlað að koma heim aftur um kvöldið, en það fór á annan veg. Það var stillilogn allan daginn og tafði það för okkar eins og menn geta ímyndað sér. Um kvöldið helltist yfir okkur beljandi norð- austanátt. Við hröktumst töluvert og ákváðum að reyna að ná til hafnar í Keflavík, en það tókst ekki, hún var lokuð vegna veðurs. Áfram hröktumst við undan vindi suður til Sandgerðis og það varð úr, að sjómenn þar í kauptúni lóðs- uðu okkur til lands. Þess má geta. að fram að þessari ferð hafði ég aldrei hjálparvél í bátnum til að grípa til í neyðartilfellum. Síðan hef ég alltaf siglt með slíka vél en aldrei orðið að grípa til hennar. Ef slík vél hefði verið um borð hefði aldrei komið til þessara vandræða." Þú talaðir áðan um almennings- íþróttina, er þetta boðleg fjöl- skylduíþrótt? „Hvort hún er, þetta er upplögð fjölskylduíþrótt. Kjölbátarnir eru m.a. frábrugðnir minni bátunum að því leyti, að um borð í þeim er ýmiss konar aðstaða, svefn- og hreinlætisaðstaða. Erlendis er algengt að menn flytji inn í báta sína á föstudögum og verji helgun- um þar, hvort sem þeir sigla eitt- hvað eða ekki. Kjölbáturinn getur verið sannkallaður fljótandi sum- arbústaður þar sem fjölskyldan getur unað saman frjáls og óbeisl- uð. Þetta á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi, og alveg sér- staklega þegar fjölskyldur fara til sólarlanda, þá leigja þær báta og sigla um, óbundnar af öllu utanað- komandi. Þetta er afar skemmti- legt, sjálfur hef ég tvisvar farið til Grikklands og leigt bát með fjölskyldunni, i annað skiptið sigldum við frá Frakklandi, þar sem við fengum bátinn, og til Grikklands, þar sem við vörðum fríinu og bjuggum um borð. Mögu- leikarnir eru sannarlega ótæm- andi.“ -gg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.