Morgunblaðið - 11.10.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 11.10.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 5 Hlutabréfamarkaðurinn hf.: Auglýsir kaup- og sölugengi hluta- bréfa í 4 íslenskum hlutafélögum HLUTABRÉFAMARKAÐURINN hf. hefur tekið upp þá nýjung í hluta- bréfaviðflkiptum hér á landi að kaupa og selja hlutabréf í eigin nafni. Hefur fyrirtækið nú auglýst kaup- og sölugengi hlutabréfa i fjórum hlutafélögum, Eimskipafélagi íslands, Flugleiðum, Iðnaðarbanka Islands og Verslunarbanka íslands. A fundi með fréttamönnum, þar sem þessar nýjungar voru kynntar, kom meðal annars fram, að ekki hefur áður verið gerð tilraun til að koma á opnum viðskiptum með hlutabréf hér á landi á skráðum verðum. Hlut- abréfamarkaðurinn hf. býðst nú til að kaupa hlutabréf í Eimskip á gengi sem er 2,4 sinnum nafn- verð bréfanna og selur aftur á gengi 2,5. Kaupgengi hlutabréfa í Flugleiðum er 2,00 en sölugengi 2,10. í Iðnaðarbanka íslands er kaupgengi 1,52 og hefur þá verið tekið tillit til nýútgefinna jöfn- unarhlutabréfa, en sölugengi er 1,57. Kaupgengi Hlutabréfa- markaðarins á hlutabréfum í Verslunarbankanum er 1,45 og sölugengi 1,5. Hlutabréfamarkaðurinn mun endurskoða fyrrgreint gengi eft- ir því sem framboð og eftirspurn hlutabréfa og staða og horfur viðkomandi hlutafélaga gefur tilefni til. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í þessum hlutafé- Morgunbladid/Emilía SUrfsomi HluUbréfamarkaðarins hf. kynnt á fundi með frétUmönnum. Frá vinstri: Stefán Svavarsson, Sigurður B. Stefánsson, Þorsteinn Har- aldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Baldur Guðlaugsson stjórnar- formaður, Árni Vilhjálmsson og Ragnar S. Halldórsson. lögum eru frádráttarbær frá skatti að vissu marki, en Hluta- bréfamarkaðurinn hf. mun að- eins taka til sölu bréf í hlutafé- lögum, sem uppfylla skilyrði um skattafrádratt, og er að því stefnt að birta kaup og sölugengi hlutabréfa í fleiri hlutafélögum, sem uppfylla þau skilyrði, eftir því sem aðstæður leyfa. Að sögn forsvarsmanna Hlutabréfa- markaðarins er þess vænst, að starfsemi fyrirtækisins verði til að hér á landi þróist virk hluta- bréfaviðskipti, eins og gerast meðal nágrannaþjóða okkar. Hlutabréfamarkaðurinn hf. var stofnaður í sumar með það markmið að stuðla að eflingu og þróun hlutabréfaviðskipta hér á landi og starfrækja hlutabréfa- markað. Auk viðskipta með hlutabréf í framangreindum hlutafélögum mun fyrirtækið annast verðmat hlutabréfa, út- boð hlutafjár og almenna hluta- bréfamiðlun og ennfremur veita ráðgjöf og aðstoð við undirbún- ing og stofnun nýrra hluta- félaga. Geir H. Haarde verður að- stoðarmaður Þorsteins Pálssonar Óvissa meö aðra aö- stoðarmenn ráðherranna „ÉG er búinn að biðja Geir H. Haarde, aðstoðarmann fjármálaráð- herra að halda áfram því starfi, eftir að ég tek við embætti fjármálaráð- herra, og hann er búinn að samþykkja það,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins í samtali við blaðamann Morgunblaðsins I gær, er hann var spurður hvort hann hefði tekið ákvöröun um það hver yrði hans aðstoðarmaöur þegar hann tekur við embætti fjármaálaráðherra nk. miðvikudag. Að öðru leyti er ekki Ijóst á þessu stigi hvað verður um aðstoðarmenn sjálfstæðisráðherranna, þau Hrein Loftsson, aðstoðarmann Matthíasar Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og Ingu Jónu Þórðardóttur, aðstoðarmann Ragnhildar Helgadóttur menntamála- ráðherra, eftir því sem formaður Sjálf- stæðisflokksins upplýsti. Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra verður iðnaðarráðherra nk. mið- vikudag, og sagðist hann í samtali við Morgunblaðið í gær vera með ákveðinn mann í huga, sem hann hygðist biðja um að vera aðstoðarmann sinn í iðnað- arráðuneytinu, en hann vildi ekki upp- lýsa um hvern væri að ræða, þar sem hann hefði enn ekki rætt við manninn. Prestarnir fengu lögmæta kosningu SÉRA Örn Bárður Jónsson, aðstoðar- prestur í Garðabæ, hefur verið kosinn prestur í Grindavík og séra Sigurður /Egisson, settur prestur á Djúpavogi, hefur verið kosinn prestur þar. Þetta var niðurstaðan þegar atkvæði úr prestskosningum á stöð- unum voru talin á Biskupsstofu á fimmtudagsmorguninn. Þrír um- sækjendur voru um brauðið í Grindavík. Séra Baldur Rafn Sig- urðsson á Bólstað í Húnavatnssýslu fékk 182 atkvæði, séra önundur Björnsson í Bjarnarnesi fékk 295 atkvæði og séra Örn Bárður Jóns- son fékk 561 atkvæði. Á kjörskrá voru 1411,1039 greiddu atkvæði og eitt atkvæði var ógilt. Kjörsókn var 73,6% og hlaut séra Örn Bárður lögmæta kosningu. Á Djúpavogi var séra Sigurður Ægisson eini umsækjandinn. Á kjörskrá voru 389, 239 greiddu atkvæði, eða 61,4%. Auðir seðlar voru þrír, einn var ógildur en séra Sigurður fékk 235 atkvæði og hlaut þar með lögmæta kosningu, skv. upplýsingum Biskupsstofu. ÞAÐ ERVITI BÚÐARKÖSSUNUM FRÁSHARP! ■ ■ ■■ ■■ ■■ ■■ JU G M Hl m ■■i ■■■ IU IU ■■i iii IU III □PEL n ISUZU VETRARSKOÐUN -1985 Gildistími 10. okt. - 1. des. 1. Mótorþvottur 2. Viftureim athuguð 3. Hleðsla og rafgeymir mæld 4. Rafgeymasambönd hreinsuð 5. Skipt um kerti 6. Skipt um platínur 7. Loftsía athuguð 8. Skipt um bensínsíu 9. Mótor- stilling 10. Mælikerfi athugaðH. Frostþol mælt 12.Ljós yfirfarin og stillt 13. Ruðuþurrkur athugaðar- settur á frostvari 14. Hemlar reyndir. VERÐ: (m/söluskatti) 4 cyl. 2.598,- 6 cyl. 3.352,- 8 cyl. 3.882,- INNIFALIÐ í VERÐI: Vinna Kerti Platínur Bensínsía Frostvari fyrir rúðusprautu BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.