Morgunblaðið - 11.10.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
11
Tvær sýningar
Myndllst
Valtýr Pétursson
Tvær sýningar eru sem
stendur í Norræna húsinu.
Önnur í innri sal og hin í aðals-
al í kjallara. Þessar sýningar
eru eiginlega af sama meiði, en
samt gerólíkar í eðli sínu. Það
er sænsk listakona, sem hefur
safnað póstkortum af miklum
móð, sett upp í innrammaðar
myndraðir og þannig dregið
fram í dagsljósið samfélagsleg-
ar staðreyndir, sem lesnar
verða úr innihaldi bréfspjald-
anna. Þar eru á ferð andstæður,
sem sýna eiga ólíka afstöðu til
kynjanna, og verður hver og
einn að leggja sinn skilning í
boðskapinn. Þetta eru miklar
sýningar, og veggirnir í Nor-
ræna húsinu eru hvergi nægi-
legir til að skila efninu til
áhorfenda á skilmerkilegan
hátt. Annaðhvort eru þessar
sýningar of stórar fyrir húsið,
eða húsið of lítið fyrir sýning-
arnar. Það hálfa af því magni,
sem á veggjum hangir, hefði
verið nægilegt.
Bréfspjöldin á þessum sýn-
ingum, sem heita „KARLAR"
og „KONUR KARLA", eru úr
öllum áttum. Þarna má finna
ýmislegt mjög forvitnilegt og
einkennilegt. Kynlíf kemur
nokkuð við sögu, og er ekkert
við því að segja, en hér er þetta
allt notað til að sýna fram á
fáránlegheit hjá mannfólkinu.
Ég ætla mér ekki þá dul að
skilja og geta greint allar hlið-
ar þeirrar ádeilu, sem felst í
þessum myndum, né heldur
ástæðurnar fyrir því, að þetta
er notað í þeim tilgangi, sem
þarna kemur fram. Sýningar
sem þessi eru svo sjaldgæfar,
að þær hljóta að vekja tilætlaða
eftirtekt. Því er þarna um
mikið og öruggt áróðurstæki
að ræða, sem Carin Hartmann,
hin sænska listakona, hefur
komið auga á og kann að not-
færa sér. Þetta er ekki listsýn-
ing í venjulegum skilningi og
hefur miklu meira með sam-
búðarvandamál að gera en
myndlist. Það er enn einu sinni
á ferð þessi eilífa saga — kynin
elskast og hatast á víxl.
Þessar sýningar eru svo sér-
stæðar, að ég man ekki eftir
að hafa séð neitt í slíka veru
áður. Þær eru skemmtilegar á
köflum og forvitnilegar í meira
lagi, en maður verður að gefa
sér góðan tíma til að skoða
þann gífurlega fjölda af bréf-
spjöldum, sem þarna eru, og til
að gera sér grein fyrir innihaldi
myndraðanna. Ég mæli með
því, að fólk skoði þessar sýning-
ar sér til heilsubótar og
ánægju. Ég hafði gaman af að
sjá þessar sýningar, þótt ekki
detti mér í hug, að hinn sam-
félagslegi boðskapur, sem Car-
in Hartmann vill koma á fram-
færi, hafi skilað sér fyllilega í
heilabú mitt.
þvX E/sIDInJ^/J SkXPTX-R
J~LL MlkLLC- MÁLX y-
... Gæft cc,
Gob HoNhJuLhJ
TRÍCcócTA ™oTA^L,
'BxluM
LAt^lúcAhJ T. . v
LXFTXMA
PESSX RoSTA'R
R90 j>ÚS. 9**
X SOLLLSkO£>U./\l A MOTUÍiUM
BfuLM ER FARXi> X SAUMAk/A
'a ÖlLUM HLLL7UM - OC* CcERT
VID þAb SEM ^ARFkIAST -
VXf>6cER£AR . 7*3 S
“Bor&AR 90 ÚT
OCL CcETTCR SVO FEÆJ&Tb
AF&AsJálhJ/J w
LÁnJAöAnJ X Y tr f
HEXLT 'AR f
ÞECcAR þu, kAuPlR níotaDAn)
Bxl - ÆTTIRÐU. AL ATHUXiA
SElXAHOAHnJ V ____________
JAFnI VEL
BX LXfslNj
0Cc
77/3V
TOYOTA
Nybylavegi 8 200 Kopavogi S. 91-44144
essemm