Morgunblaðið - 11.10.1985, Side 21

Morgunblaðið - 11.10.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985 21 Þingkosningar í Belgíu á sunnudag: Jafnaðarmönnum spáð auknu fylgi Brussel, 1«. olOóber. AP. ALMENNAR þingkosningar verða í Belgíu á sunnudag og er útlit fyrir að jafnaöarmenn muni auka nokkuð fylgi sitt á kostnað stjórnarflokk- anna, sem eru mið- og hsgriflokkur. Helstu kosningamálin eru aðhalds- söm efnahagsstefna Wilfried Mart- ens, forsætisráðherra, en úrslit kosninganna gætu einnig haft áhrif á uppsetningu meðaldrsegu eldflaug- anna í Belgíu. Skoðanakannanir benda til að jafnaðarmenn muni auka fylgi sitt nokkuð á kostnað stjórnarflokk- anna, sem ráða nú 113 þingsætum af 212 en um það virðist borin von, að nokkur stjórnmálaflokkanna 12 fái hreinan meirihluta. 33. ríkis- stjórnin í Belgíu á 41 ári mun því verða samsteypustjórn. Ef jafnaðarmannaflokkur holl- enskumælandi Belgíumanna, sem spáð er auknu gengi verður aðili að næstu stjórn mun það geta haft áhrif á uppsetningu meðaldrægu eldflauganna. 16 hefur nú þegar verið komið upp en 32 á að setja upp árið 1987. Karel van Miirt, formaður hollenskumælandi jafn- aðarmanna, vill hins vegar fjar- lægja þær allar. Ríkisstjórn Martens tók við völd- um í desember 1981 og beitti sér strax fyrir aðhaldssamri stefnu í efnahagsmálum. Skattar voru lækkaðir á fyrirtækjum og gripið til annarra ráða, einnig til að örva iðnaðinn og efnahagslífið. Búist er við að hagvöxturinn í ár verði 2% og tekist hefur að koma verðbólg- unni niður fyrir 5%. Ríkisstjórnin þakkar sér það einnig að fleiri ný störf hafa orðið til á hennar tíma en fyrrverandi stjórna, auk þess sem opinber lántaka hefur verið minnkuð úr 15,5% í 12% af þjóðar- framleiðslu. Jafnaðarmenn segja hins vegar að atvinnuieysið hafi aukist í tíð stjórnarinnar, úr 10,1% GENGI GJALDMIÐLA London, 10. október. AP. DOLLARINN hækkaði örlítið í verði í dag og er það rakið til mikillar eftirspurnar ýmissa fyrirtækja eftir gjaldmiðlinum. Þegar gjaldeyrisviðskiptum lauk í dag fengust fyrir dollarann 217,00 jen á móti 214,32 í gær. Þá kostaði pundið 1,4215 dollara en 1,4155 í gær. Fyrir dollarann fást nú: □ 2,6550 vestur-þýsk mörk (2,6460). □ 2,1765 svissneskir frankar (2,1680). □ 8,0800 franskir frankar (8,0425). □ 2,9960 hollensk gyllini (2,9740). □ 1.789,00 ítalskar lírur (1,783,00). □ 1,3685 kanadískir dollarar (1,3640). Gullið var í kvöld skráð á 325 dollara únsan og hafði þá lækkað um dollara frá deginum áður. í 13,4% og launin lækkað. Stjórnmál í Belgíu eru mjög flók- in vegna þess að næstum allir flokkar skiptast í tvennt eftir tung- umálum. Þannig er í raun um tvo jafnaðarmannaflokka að ræða, hollensku- eða flæmskumælandi og frönskumælandi og allmikill mun- ur á stefnu þeirra. Þetta gerir skoðanakannanir flóknari fyrir en svo virðist sem ríkisstjórnarflokk- arnir muni halda sínu í Vallóníu í suðri, meðal frönskumælandi fólks, en tapa nokkru í Flæmingjalandi. Einvígið í járnum Skák Margeir Pétursson FJÓRTÁNDU einvígisskák þeirra Karpovs og Kasparovs lauk með jafntefli í Moskvu í gær eftir að leiknir höfðu verið 32 leikir. Karp- ov, sem hafði hvítt tefldi byrjunina nýstárlega og blés snemma til sóknar á kóngsvæng. Sóknin varð þó aldrei að veruleika, því Kasp- arov náði gagnfærum í miðtaflinu og hafði frumkvæöið eftir öfluga peðsfórn í 22. leik. Staða Karpovs var þó afar traust og heimsmeistar- inn var aldrei í nokkurri taphættu. Jafntefli var síðan samið eftir 32 leiki, þá höfðu orðið svo mikil upp- skipti að tilgangslaust var að halda taflinu áfram. Staðan í einvíginu er því enn- þá jöfn, nú hafa báðir hlotið sjö vinninga. Eftir á að tefla tíu skákir og verður sú fimmtánda tefld á morgun. Þá hefur Kasp- arov hvítt. Takist áskorandanum ekki að vinna a.m.k. eina af þeim tíu skákum sem eftir eru, heldur Karpov titlinum, því honum nægir 12—12 jafntefli til þess. Fjórtánda einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov. Sikileyjarvörn l.e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 Karpov hefur löngum haft mikið dálæti á 5. Rb5 í þessari stöðu, en í 12. skákinni jafnaði Kasparov auðveldlega taflið með nýjung í áttunda leik: 5. — d6, 6. c4 - Rf6, 7. Rlc3 - a6, 8. Ra3 — d5!? d6, 6. g4!? Nú er komið að Karpov að koma á óvart. Þessi djarfa peðs- framrás er þekkt þegar svartur hefur leikið Rg8 — f6 í staðinn fyrir Rb8 — c6, og þá kölluð Keres-árásin. 7. h6, 7. h4. Karpov teflir upp á að ná yfir- burðum í rými á kóngsvæng. þa6, 8. Bg2 — Be7, 9. Be3 — Rxd4, 10. Dxd4 — e5, 11. Ddl — Be6, 12. Rd5 Stórmeistararnir í Moskvu töldu byrjunina hafa heppnast vel hjá Karpov. Hann hefur rýmri stöðu og ræður yfir d5-reitnum. 12. — Hc8, 13. c3 — Rf6, 14. Rxe7 — Dxe7, 15. g5 — hxg5, 16. hxg5 — Hxhl-f, 17. Bxhl — Rg4, 18. Bd2 - DÍ8! Svarti riddarinn á g4 virtist vera alveg úti að aka, en með því að koma drottningu sinni yfir á h-línuna, tekst Kasparov að skapa sér gagnsóknarfæri á kóngsvængnum. 19. Df3 Hér kom einnig vel til greina að leika 19. De2 og svara 19. — Dh8 með 20. 0—0—0 með það fyrir augum að koma riddaran- um á g4 í vandræði. 9.1)h8, 20. Bg2 — Dh4, 21. b3. 21. — d5!, 22. Dg3. Eftir drottningarkaupin stendur svartur ágætlega að vígi, því eftir þau verður ekki sett á riddarann á g4 með peði. Það var hins vegar afar slæmt að drepa á d5, 22. exd5? — Bxd5!, 23. Dxd5 - Dxf2+, 24. Kdl - Hd8 og svartur vinnur. 22. - I)xg3, 23. fxg3 - Hd8, 24. Ke2 — Ke7, 25. Bcl! — d4, 26. Ba3+ — Ke8, 27. cxd4 — cxd4, 28. Hhl. Nú virðast báðir samtaka um að fá fram dauða jafnteflisstöðu, en biskupapar hvíts vó hvort eð var fyllilega upp á móti svarta frípeðinu á d4. 28. Re5, 29. Hh8+ — Kd7, 30. Hxd8+ — KxdS, 31. Bb2 — Bg4+, 32. Kd2 — Rf3+ og hér var samið um jafntefli, því hvítur á ekkert betra en 33. Bxf3. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ^ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viötals í Valhöll, k Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 12. október veröa til viötals Ragn- ar Júlíusson formaöur fræösluráös og launa- málanefndar og Málhildur Angantýsdóttir fulltrúi í atvinnumálanefnd og félagsmálaráöi. ALLTAF Á LAUGARDÖGUM ¥ jhT' M«U mm NÝJA TÓNLISTAR- HÖLLIN í NICE í Nice hefur veriö byggt tónleika- og óperuhús, sem er afburöa fagurt aö utan og innan, og hljómburö- urinn eins og hann gerist beztur. MEÐ KÖKUKEFLI, TANN- BURSTA OG KÍTTISSPAÐA AÐ VOPNI Kristín Sveinsdóttir ræöir viö Eydísi Lúövíksdóttur leirlistakonu, sem sýndi á Kjarvalsstööum í sumar. ÓLAFUR ÓLAFSSONÁ KÓNGSBERGI Grein um gagnmerkan islending, sem fyrstur varö húsameistari hérlendra manna svo vitaö sé. J Vönduð og menningarleg helgarlesning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.