Morgunblaðið - 11.10.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
25
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö.
Auglýsingar
á ensku
Morgunblaðið hefur á
undanförnum mánuð-
um og misserum hvað eftir
annað gert að umtalsefni þá
hættu, sem steðjar að tungu
okkar og menningu vegna
erlendra áhrifa, sem hingað
ná með margvíslegum hætti
á öld fjölmiðlanna. Þessi
áhrif má sjá allt í kringum
okkur. Augljóst er að erlend
setningaskipan, bæði ensk og
skandinavísk, þrýstir sér inn
í tungutak okkar og þá ekki
síður erlendar áherzlur á
einstök orð, þannig að grund-
vallarlögmál um áherzlu á
fyrsta atkvæði eru oft brotin
— og er hvort tveggja stór-
hættulegt tungu okkar. Þá
virðist það í tízku meðal
kaupsýslumanna að gefa fyr-
irtækjum sínum erlend nöfn.
Á undanförnum misserum
hefur Morgunblaðið orðið
þess áþreifanlega vart, að
kaupsýslumenn vilja gjarnan
birta auglýsingar að hluta til
á ensku.
Það hefur jafnan verið
grundvallarregla í útgáfu
Morgunblaðsins að birta
ekkert, hvorki ritstjórnar-
texta eða auglýsingar, á öðru
tungumáli en íslenzku. í einu
eða tveimur tilfellum hefur
undantekning verið gerð,
þegar birtur hefur verið texti
í blaðinu á færeysku. í ör-
fáum tilfellum hefur vegna
sérstakra aðstæðna verið
fallizt á að birta auglýsingu
bæði á íslenzku og öðru
tungumáli. En það er megin-
regla, sem haldið hefur verið
fast við, að birta auglýsingar
ekki á öðru tungumáli en ís-
lenzku.
Þrátt fyrir ákveðnar reglur
og skýr svör heldur þrýsting-
ur á blaðið áfram frá ýmsum
aðilum um að birta auglýs-
ingar á erlendum málum.
Stundum hefur þetta gerzt
vegna mistaka. En sú spurn-
ing hlýtur að vakna, hvers
vegna lögð er áherzla á að
birta auglýsingar að hluta til
á ensku. Er það raunverulega
svo að þessir aðilar telji, að
auglýsingin nái betur til ís-
lendinga, ef hún birtist á
ensku en íslenzku? Hér á
landi eru ekki svo margir
útlendingar að það geti verið,
að þessum auglýsingum sé
sérstaklega beint til þeirra.
En hvað veldur þá? Ef það
er mat einstakra kaupsýslu-
manna, að auglýsingar nái
betur til fslendinga, ef þær
eru að hluta til á ensku, er
meiri hætta á ferðum, en fólk
hefur almennt gert sér grein
fyrir.
Fyrir nokkrum misserum
var orð á því haft í ritstjórn-
argreinum Morgunblaðsins
vegna auglýsinga frá Stjórn-
unarfélaginu um tölvunám-
skeið, sem að hluta til voru á
ensku, að íslenzk kaupsýslu-
stétt hefði skyldum að gegna
við varðveizlu íslenzkrar
tungu og menningar. Þeir
sem stunda viðskipti og
stjórna atvinnufyrirtækjum
hljóta að leggja sitt af mörk-
um til þeirrar baráttu, sem
verður sífellt erfiðari, að
verja þjóðina fyrir of miklum
erlendum menningaráhrif-
um. Það ætti að vera stolt
kaupsýslumanna og atvinnu-
rekenda að gefa fyrirtækjum
sínum falleg og þjóðleg ís-
lenzk nöfn. Af nógu er að
taka. Það ætti að vera stolt
þessarar sömu stéttar að
leggja sitt af mörkum til
málhreinsunar og málvernd-
ar með því að leggja áherzlu
á, að auglýsingar og annar
texti, sem fyrirtæki senda
frá sér, séu á góðri íslenzku.
Þessi barátta tapast á nokkr-
um áratugum, ef þjóðin öll
tekur ekki höndum saman.
Á þetta er lögð áherzla hér
í forystugrein Morgunblaðs-
ins vegna þeirrar stefnu sem
Morgunblaðið hefur í þessum
efnum og oft hefur birzt í
forystugreinúm þess, þ.e.a.s.
þeirrar íslenzku stefnu sem
ein er viðunandi í íslenzkum
fjölmiðli. Verndun tungu
okkar og menningar and-
spænis ofurvaldi alþjóðlegrar
fjölmiðlunar er mikilvægasta
mál þjóðarinnar nú um
stundir þótt enginn stjórn-
málamaður sjái ástæðu til að
fjalla sérstaklega um það
mál. Aðgerðir til þess að úti-
loka auglýsingar á ensku í
íslenzkum blöðum eru þáttur
í sjálfstæðisbaráttu íslenzku
þjóðarinnar. (Auk þess legg-
ur Morgunblaðið til, að menn
hætti að nota orðið vídeó,
myndband er gott og gilt ís-
lenzkt orð. Þeir, sem halda í
vídeó, geta alveg eins tekið
upp orð eins og telefón og jet
yfir síma og þotu, svo dæmi
séu tekin.)
Við getum stoppað í fjár-
lagagöt framtíðarinnar
með forvamarstarfi núna!
eftir Salome
Þorkelsdóttur
alþingismann
Þjóðmálaumræöan undanfarið
hefur einkennst af erfiðleikum við
að láta enda ná saman í fjárlögum
ríkisins fyrir næsta ár. Þetta er ár-
viss vandi, en allt of sjaldan er rætt
um það hvernig minnka má slík
fjárlagagöt með fyrirbyggjandi að-
gerðum.
Verulegur hlut’ ríkisútgjalda
rennur til heilbrigðis- og trygg-
ingamála. Á sviði heilbrigðismála
búum við yfir meiri þekkingu en
flestar aðrar þjóðir. Þá þekkingu
eigum við að nýta til að spara
hundruð milljóna króna í útgjöld-
um þegar til lengri tíma er litið.
Landlæknir okkar hefur kallað
þetta „að fjárfesta í forvörnum".
Einn er sá þáttur forvarnar-
starfsins sem enginn vafi er á að
er með arðsömustu verkefnum,
sem þessi þjóð getur tekið sér
fyrir hendur: Fækkun umferð-
arslysa og bætt umferðarmenn-
ing.
Síðustu daga hefur athygli höf-
uðborgarbúa verið vakin á að-
gerðum til að fækka slysum í um-
ferðinni og er það virðingarvert
framtak. Slík herferð, ein og sér,
Salome Þorkelsdóttir
er þó eins og dropi í hafið miðað
við stærð vandamálsins. Rann-
sóknir Bjarna Torfasonar læknis
benda til þess að ár hvert slasist
á þriðja þúsund íslendingar í um-
ferðinni. Davíð Á. Gunnarsson
fyrrverandi forstjóri ríkisspítal-
anna hefur reiknað út að hver
króna sem lögð er til varnar gegn
umferðarslysum skili sér marg-
föld til baka. Að hans mati kostar
hvert alvarlegt slys á einstaklingi
þjóðina álíka mikið og eitt einbýl-
ishús.
„Bíóum við eftir að um-
feröarslysin taki enn
meiri toll í formi ómæl-
anlegra þjáninga hjá
fórnarlömbunum og að-
standendum þeirra?
Eiga hundruð einstakl-
inga í viðbót að hljóta
varanleg örkuml? Eng-
inn hugsandi maður get-
ur yppt öxlum lengur,
við verðum að taka á
þessu máli strax og af
einurð.“
Eftir hverju bíðum við?
Bíðum við eftir að umferðar-
slysin taki enn meiri toll í formi
ómælanlegra þjáninga hjá fórn-
arlömbum og aðstandendum
þeirra? Eiga hundruð einstakl-
inga í viðbót að hljóta varanleg
örkuml? Enginn hugsandi maður
getur yppt öxlum lengur. Við
verðum að taka á þessu máli
strax og af einurð.
Hvað er helst ti! ráða?
Stórauka þarf fjárveitingar til
umferðarmála með orð Davíðs Á.
Gunnarssonar í huga: „Þjóðfélag-
ið ætti að vera fáanlegt til að
verja jafn miklum peningum til
að koma í veg fyrir slys eins og
það er tilbúið að borga eftir á.“
Við súpum seyðið núna af fjár-
svelti Umferðarráðs á undan-
förnum áratugum. Við sýndum
hvers við vorum megnug þegar
hægri umferð var tekin upp hér á
landi árið 1968. Enda var þá tekið
myndarlega á fjárveitingum til
verkefnisins og ætlast var til
ákveðins árangurs.
Nú er kominn tími til nýrra að-
gerða sem allir aðilar þjóðfélags-
ins ættu að sameinast um. Við
höfum ekki efni á að bíða lengur,
hvaða mælikvarða sem við notum
á ástandið.
Alþingi þarf að móta stefnu um
stórátak í umferðarmálum. Setja
þjóðinni t.d. það mark að lækka
slysatíðni um 10% á ári næstu ár.
Það tæki okkur með því móti tæp
7 ár að fækka slysum um helm-
ing. Þetta er hægt með réttum
aðferðum. En það þarf mikinn og
langvinnan áróður til þess að
breyta vilja í hegðun. Hegðun
sem verður mönnum eðlileg og
kemur í stað gömlu ósiðanna, sem
valda slysum og gera okkur að
villimönnum undir stýri.
Stjórnvöld ættu að koma á sér-
stakri rannsóknarnefnd umferð-
arslysa, samanber aðferðir við
rannsóknir á sjóslysum og flug-
slysum.
Skráningu umferðarslysa þyrfti
að bæta með samvinnu heilbrigð-
isstofnana og lögregluyfirvalda.
Lögregluna þyrfti að efla, eink-
um til fræðslu- og leiðbein-
ingarstarfa í umferðarmálum.
Skólayfirvöld þyrftu að taka
umferðarfræðslu mun fastari
tökum. Það er til dæmis full
ástæða til að nemendur kanni
sjálfir ástæður hvers einasta
slyss sem skólafélagar þeirra
lenda í. Reynslan er góður kenn-
ari; sé hún notuð til að læra af
henni.
Ökunám ætti að verða skyldu-
námsgrein í framhaldsskólum og
aðstaða til æfinga í „ökuhermi"
þyrfti að vera fyrir hendi fyrir
nemendur.
Fastir kennsluhættir í sjónvarpi
fyrir almenning gefa stórkostlega
möguleika á bættri umferðar-
menningu. Það hefur sýnt sig, að
þegar Omar Ragnarsson hefur
tekið umferðarmál fyrir í sjón-
Rainbow-málið í Bandaríkjunum:
Enginn þingmaður vildi flytja
frumvarp fyrir ríkisstjórn
og fiskimálanefnd Fulltrúadeildar á varðbergi
Kaupskipa
Rainbow Navigation Inc. berst
nú fyrir því að fá að halda áfram
flutningum á vegum hersins milli
Bandaríkjanna og íslands. Þetta
er lítið félag sem var stofnað í maí
1984 með þann aðaltilgang að
flytja vörur fyrir herinn milli
Norfolk í Virginiuríki og banda-
rísku herstöðvarinnar í Keflavík á
íslandi, og hefur það nú lagt fram
margar kærur hjá Harold Greene
umdæmisdómara þar sem gefið er
í skyn að Bandaríkjastjórn hafi
brotið lögin um forgangsrétt til
flutninga frá árinu 1904.
John F. Lehman Jr. flotamála-
ráðherra heimilaði flutninga með
erlendum skipum á þeim forsend-
um að flutningsgjöld Rainbow
væru „óhófleg eða á annan hátt
óréttlát". Þetta leiddi til máls-
höfðunarinnar og skoðanaskipta
milli erindreka ríkisstjórna
Bandaríkjanna og íslands.
Það var strax hinn 3. april á
þessu ári, sem 19 fulltrúar úr
kaupskipa- og fiskimálanefnd
Fulltrúadeildar Bandarikjaþings
undir forustu Walter B. Jones,
formanns nefndarinnar, og Mario
Biaggi, formanns undirnefndar í
málefnum kaupskipaflotans, lét i
ljós álit sitt við George P. Schultz
utanriksráðherra á þeirri alþjóða
þróun mála sem að lokum leiddi
til þeirrar fordæmislausu ákvörð-
unar bandariska flotans að heim-
ila erlendum skipafélögum að
bjóða í flutningana.
Ástæðan fyrir þessu, að sögn
Rainbow í kæru sinni, er að ríkis-
stjórn Islands vill koma Rainbow
út úr flutningunum svo þarlend
skipafélög geti annazt flutninga
fyrir bandaríska herinn milli
landanna tveggja.
Þegar fulltrúar úr kaupskipa-
og fiskimálanefndinni fréttu um
þróun mála rituðu þeir Schultz
utanríkisráðherra bréf þar sem
þeir gerðu honum ljóst að þeir
vildu fullvissa sig um að landslög-
um um forgangsrétt til flutninga
væri framfylgt.
Látið undan þrýstingi
Þingmennirnir bentu á staðhæf-
ingar um, að opinberir aðilar hjá
utanríkis- og varnarmálaráðu-
nejrtunum, og hjá siglingamála-
stjórninni hefðu látið undan
„þrýstingi frá ríkisstjórn tslands",
og sögðu að væri þetta rétt, væru
þessar ásakanir „mjög alvarlegs
eðlis", og bentu til brota á „aug-
ljósum anda“ laganna frá 1904 um
forgangsrétt til flutninga.
„Þótt yður sé ekki fært að
stjórna gerðum erlendra stjórnar-
erindreka eða kaupsýslumanna,
virðist við hæfi að Rainbow fái
loforð fyrir því að ótti þess við að
bandarísk rikisstofnun eigi hér
hlut að máli sé ástæðulaus," segir
í bréfi þingmannanna til utanrík-
isráðherrans.
Hernaðarlega
mikilvæg stöð
í svari við fyrirspurn frá Daniel
K. Inouye öldungadeildarþing-
manni (demókrata frá Hawaii),
sem lengst hefur átt sæti í undir-
nefnd Öldungadeildarinnar í mál-
efnum kaupskipaflotans, viður-
kenndi utanríkisráðuneytið að
siglingar Rainbow „hefðu valdið
verulegum erfiðleikum í samskipt-
unum við ísland“, meðal annars
möguleika á vandamálum í sam-
bandi við bandarísku herstöðina í
Keflavik.
„Ríkisstjórn íslands hefur hvað
eftir annað tjáð ríkisstjórn
Bandarikjanna, i viðræðum æðstu
manna, áhyggjur sínar vegna
stöðu þessara mála og nauðsyn
skjótrar úrlausnar, þar sem af-
koma og öryggi íslands byggist á
eigin siglingum. tsland hefur gefið
í skyn að þetta vandamál (Rainb-
ow Navigation) geti haft áhrif á
samkomulagið um stöðina í Kefla-
vík, sem er mönnuð bandarískum
hermönnum," sagði William E.
Ball III, sem fer með löggjafar- og
milliríkjamál.
Vegna „hernaðarlegs mikilvæg-
is stöðvarinnar í Keflavík" og ör-
yggishagsmuna Bandaríkjanna, er
í októberhefti banda-
ríska tímaritsins Amer-
ican Shipper birtist at-
hyglisverð grein um
Rainbow-málið. í grein
þessari koma fram
margvíslegar upplýs-
ingar um það, sem gerzt
hefur í málinu í Banda-
ríkjunum. Morgunblað-
ið birtir grein þessa því
hér á eftir í heild:
málið „mjög mikilvægt fyrir
bandarísku stjórnina," sagði Ball.
Ball sagði að málið hefði verið í
athugun hjá fulltrúum siglinga-
málastjórnar, utanríkisráðuneyt-
isins og varnarmálaráðuneytisins,
sem hefðu „komið saman til funda
reglulega til að reyna að leysa
þetta vandamál."
Það var athyglisvert að fulltrúi
utanríkisráðuneytisins benti einn-
ig á, að áður en Rainbow hóf sigl-
ingar, voru allir flutningar til
hersins á vegum íslenzkra skipafé-
laga, en eftir að bandaríska félag-
ið kom til sögunnar hafi „verulega
dregið úr“ flutningum með ís-
lenzkum skipum. Ball hélt því
einnig fram að flutningar með
Rainbow hefðu ekki lækkað flutn-
ingsgjöld varnarmálaráðuneytis-
ins, þar sem skipafélagið tæki „í
meginatriðum sömu flutnings-
gjöld og íslenzku skipafélögin".
(Ástæðan sem bandaríski flotinn
gaf fyrir því að heimila erlendum
skipafélögum að bjóða í flutn-
ingana var að Rainbow tæki
„óhóflega há“ flutningsgjöld.)
Yonge segir kostnaðinn
minni
Forstjóri Rainbow, Mark W.
Yonge, segir hinsvegar að flutn-
ingar með skipi félagsins, „Rain-
bow Hope“, hafi sparað banda-
rískum yfirvöldum um 700.000
dollara (rúmlega 29 milljónir
króna) á ári, þar sem skipið geti
skipað farmi sínum á land innan
við kílómetra frá aðalhliði banda-
rísku herstöðvarinnar í Keflavík.
Þessi sparnaður, segir hann, svar-
ar til 9% lækkunar gildandi flutn-
ingsgjalda.
Hvað íslenzku skipafélögin
varðar segir Yonge að þau hafi
allt frá upphafi siglinga Rainbow
„barizt fyrir því með aðstoð ríkis-
stjórnar sinnar að útiloka Rain-
bow og öll önnur hugsanleg
bandarísk skipafélög" frá flutn-
ingunum, svo þau geti setið ein að
kökunni á ný.
Yonge heldur því fram að félag.
hans hafi fram til þessa getað'
staðið af sér þessa sókn islenzku
skipafélaganna án þess að hafa
þurft að hækka farmgjöld á flutn-
ingum fyrir herinn, en hafi á sama
tíma þurft „að verjast tilraunum
ríkisstjórnar tslands til að neyða
ríkisstjórn Bandaríkjanna til að
koma Rainbow út úr flutningun-
um“.
Talsmaður Rainbow sagði, að
margar samningaviðræður hefðu
farið fram milli utanríkisráðu-
neytis Bandaríkjanna og utanrík-
isráðuneytis tslands, og að félag
hans hefði „gert allt sem því væri
mögulegt til að finna einhliða
lausn í samræmi við bandarísk
lög, aðra en þá að gefast úpp“.
I mörgum tilfellum hefði Rain-
bow „látið undan, þar til svo var
komið að eftir voru rétt nægir
flutningar til að halda þessu eina
litla skipi gangandi", og að um
skeið hafi meira en 40% af varn-
ingi hersins farið með íslenzkum
skipum, að sögn Yonge.
Reynt að þóknast
íslandi
Forstjóri Rainbow skýrði frá
aðgerðum, sem hann segir Banda-
ríkjastjórn hafa gripið til í því
skyni að friða íslendinga. Meðal
þessara aðgerða nefndi Yonge:
+ Frumvarp til laga sem heimilaði
undanþágu frá forgangsréttarlög-
unum þegar um flutninga fyrir
varnarmálaráðuneytið væri að
ræða. (Þetta tókst ekki, því ríkis-
stjórnin fékk engan þingmann til
að flytja frumvarpið, segir
Yonge.)
+ Óvenjuleg tillaga um að bæta
íslenzku skipafélögunum það tjón
sem þau yrðu fyrir við að missa
flutningana á vegum hersins.
Yonge segir íslenzku skipafélögin
hafa vísað tillögunni á bug og sagt
hana „móðgandi".
+ Sameiginleg yfirlýsing birt í
Reykjavík 8. ágúst um að sam-
komulag hefði náðst um að íslenzk
skipafélög fengju að bjóða í flutn-
ingana.
Sama dag og þessi yfirlýsing
var birt, segir Yonge að stjórn
flutninga með skipum á vegum
hersins, Military Sealift Comm-
and (MSC), hafi „skýrt okkur frá
því hvaða skilning þeir legðu í það
sem væri að gerast". Að sögn
Yonge hafði MSC skýrt frá því að
flotamálaráðherrann ætlaði að
kveða upp, eða hefði kveðið upp,
úrskurð þar sem fram kæmi að
flutningsgjöld Rainbow væru
„óhófleg eða óréttlát", og að MSC
ætlaði að leggja til að þessir flutn-
ingar féllu undir „alþjóðasamning
um flutninga á sjó“ sem tæki gildi
1. október.
Afritið af þessari tillögu sýndi
að hún var unnin í miklum fljót-
heitum, því það var hvorki dagsett
né undirritað, sagði Yonge. Með
tilliti til undangenginna viðræðna
stjórnvalda stefndu bandarísk yf-
irvöld að því að koma flutningun-
um til fslands undan ákvæðum
forgangslaganna á þeim forsend-
um að flutningsgjöld Rainbow
væru „óhófleg" og/eða „óréttlát".
Hvað varðaði þá fullyrðingu að
flutningsgjöldin væru óhófleg eða
óréttlát sagði Yonge að félaginu
hefði aldrei borizt neinar kvartan-
ir þar að lútandi. Þvert á móti
hefðu talsmenn hersins „farið
mjög lofsamlegum orðum um
þjónustu Rainbow", sagði hann.
„Það er kaldhæðnislegt að eina
kvörtunin varðandi farmgjöld
Rainbow kom frá ríkisstjórn fs-
lands og varðaði vöruflutninga á
sjó ... og þar sagði að flutn-
ingsgjöldin væru undur kostnaði
og óheiðarleg," sagði Yonge.
Skilar örlitlum hagnaði
Rainbow hefur tekizt að skila
örlitlum hagnaði, sagði Yonge, og
benti á að á fyrstu sjö mánuðum
ársins, eða fram til 31. júlí 1985,
hefðu tekjur félagsins numið 4,6
milljónum dollara. Eftir skatta
hefði hagnaður af rekstri numið
226.000 dollurum (tæplega "9,4
milljónum króna), sagði hann og
bætti því við að þetta hagnaðar-
hlutfall gæti vart talizt óhóflegt
eða óréttlátt.
varpi, hefur fólk tekið leiðbein-
ingum hans mjög vel.
Tilraunastarfsemi. Hleypa þarf
af stað tilraunum t.d. til að auka
ljósendurkast malbiks við slæm
birtuskilyrði. Blautt malbik hér á
landi er miklu dekkra og gleyþ//
ljós langt umfram það sem gerist
víðast erlendis.
Bæjaryfirvöld ættu að bjóða að-
komumenn velkomna í byggðar-
lögin en benda þeim á að virða
ökuhraða í gegnumakstri. Þar
sem nauðsyn krefur ber að setja
upp hraðahindranir. Slíkum
hindrunum hefur fjölgað veru-
lega síðustu þrjú árin, til mikillaw
hagsbóta fyrir gangandi vegfar-
endur.
Vió þurfum öll að vera me£
opinn huga og bæta okkur í um-
ferðinni og gæta þess að drottna
sjálf yfir bílum en forðast að
hann taki ráðin af okkur.
Og þú og ég ættum að aka með
Ijósin kveikt og spennt belti. Slysa-
tíðni hér á landi meðal barna og
unglinga er hin hæsta í Evrópu
og með því hæsta sem þekkist í
heiminum. Bílaeign landsmanna
sömuleiðis. Við getum komið í
veg fyrir þjáningar mikils fjölda
þeirra sem verða fyrir umferð-
arslysum einfaldlega með því að
koma í veg fyrir sem flest þeirra.
Slys verða nefnilega flest fyrir
mannleg mistök. Rétt þjálfun
ökumanna með nútíma aðferðum
ásamt stórátaki í markvissum
umferðaráróðri gætu gjörbreytt
umferðarmenningu okkar. Hver
athöfn og hver króna sem beint
er að því að fækka umferðarslys-
um skila sér margfalt til baka í
heilbrigðiskerfinu.
Jákvæðari niðurskurð til heil-
brigðismála er vart hægt að
framkvæma, það er ekki vegið að
þjónustunni, heldur þjáningunni.
Höfundur er þingmadur Sjálístæð-
isílokksins í Reykjaneskjördæmi
og forseti Efri deildar Alþingis.
Til að koma í veg fyrir að MSC
semdi um flutninga með íslenzk-
um skipafélögum fór Rainbow
fram á að dómstólar gæfu út
bráðabirgðalögbann. Kvöldið áður
en málflutningur átti að fara fram
hjá Harold Greene umdæmisdóm-
ara dró flotinn í land með því að
samþykkja að flytja áfram með
Rainbow, að öllum líkindum að
minnsta kosti til 1. október þegar
alþjóðasamningurinn um flutn-
inga á sjó á að taka gildi.
Frestur
Þar sem flotinn féll frá kröfu
sinni í bili var komizt hjá lög-
banni. MSC heldur hinsvegar
áfram að taka á móti tilboðum í
flutningana frá erlendum skipa-
félögum. Búizt er við að íslenzku
skipafélögin leggi fram tilboð sín
áður en tilboðsfresturinn rennur
út, en hann var færður aftur frá
22. ágúst til 22. september. Fari
svo að tilboði þeirra verði tekið
má reikna með að Rainbow fari á
ný fram á lögbann. Meðan beðið er
átekta er flotinn, í samráði við
dómsmálaráðuneytið, að undirbw^
málsvörn sína sem lögð verður
fram í réttinum. Þar munu yfir-
völd fara fram á að málið verði
leyst í samræmi við málsástæður.
Fulitrúar í kaupskipa- og fiski-
málanefnd Fulltrúadeildarinnar
munu vissulega fylgjast með stöð-
unni, að sögn Geralds Seifert, lög-
manns nefndarinnar. „Þetta er
mjög mikilvægt mál,“ sagði Seif-
ert í viðtali við American Shipper.
„Það hefur aldrei leikið neinn
vafi á því hvernig á að túlka lögin
um forgangsrétt á flutningum frá
1904. Þess vegna hlýtur sérhvér
tilraun til að ganga framhjá
bandarískum skipafélögum í
samningum um flutninga að vera
nefndinni mikið áhyggjuefni.
Nefndin mun vissulega fylgjast
náið með gangi þessara málaferla.
Og nefndin vonar svo sannarlega
að varnarmálaráðuneytinu takist
að aðlaga sig ákvæðum laganna á'n
afskipta dómstóla," sagði Seifert.
(Heimild: Októbcrhefti American Shipper.)