Morgunblaðið - 11.10.1985, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. OKTÓBER1985
t HELGI HELGASON, Hjallavagi 3, Ytri-Njarðvík,
veröurjarösunginnfráYtri-Njarövíkurkirkju laugardaginn 12. októ- berkl. 14.00.
Margrét Kriatjónsdóttir, Bára Helgadóttir,
Halldór Arason, Jenný Jónsdóttir,
Grétar Helgason, Guðrún Þorsteinsdóttir,
Valgeir Helgason, Guðlaug Bergmann,
Sævar Helgason, Ragnheiður Skúladóttir,
Guðjón Helgason, Sveinborg Daníelsdóttir,
Jón Helgason, Valdís Tómasdóttir og barnabörn.
t
Systir mín, mágkona og frænka,
HULDA LÝDSDÓTTIR,
Vitataig 4,
Akranasi,
verður jarftsunginfrá Akraneskirkju, laugardaginn 12.okt. kl. 11.30.
Hjálmar LýAsson, Katrín Karlsdóttir,
Lýður Hjálmarsson,
Esther Hjálmarsdóttir, Gunnar ö. fsleifsson,
Valur Karl Hjálmarsson, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir,
Hulda Mekken Hjálmarsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR V. GUÐMUNDSSON
frá Staó, Grindavík,
Efstasundi 27, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 12. október
kl. 15.00 aöósk hinslátna.
Eygló Þorgrímadóttir,
Sigrún Siguróardóttir, Gunnlaugur Vilhjálmsson
og barnabðrn.
t
Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR,
Háaleitisbraut 30.
veröurjarösunginfráHáteigskirkjuidag,föstudag 11.okt.,kl. 13.30.
Bjarni Jónsson, Þuríóur Stefánedóttir,
Herdís Jónsdóttir, Stefán Rögnvatdsson,
Snaebjórn Jónsson
og barnabörn.
t
Þakka auösýnda samúö og hlýhug viö fráfall og útför míns ástkæra
sonar,
BERGMUNDAR BÆRINGS ÓLAFS KJARTANSSONAR,
Varmahlíö 14, Hverageröi.
Sérstakar þakkir til samferöafólks míns, sem var á Spáni dagana
11. sept.-2. okt., fyrir einstaka umönnun og hlýhug i minn garö.
Fyrir hönd aöstandenda.
Kjartan Guöjónsson.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
ÞORLEIFS TH. SIGURDSSONAR,
Básenda 8.
María Eyjótfsdóttir,
Jóhenna Þorteifsdóttir, Yngvinn Gunntaugsson,
Guóiaug Þorleifsdóttir, Heiga Þorlerfsdóttir,
og barnabörn.
t
Einlægar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug i minningu eigin-
konu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
PETREU GEORGSDÓTTUR
frá Sandi,
Lyngbrekku 15.
Guö blessi ykkur öll.
Oddur Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
Minning:
Björgúlfur Sigurðs-
son verslunarmaður
í dag verður jarðsunginn vinur
minn og gamall pólitískur sam-
herji Björgúlfur Sigurðsson versl-
unarmaður og er mér bæði ljúft
og skylt að minnast hans á þessari
kveðjustund því hann göfgaði aðra
menn með orðum sínum og hjarta-
hlýju. Er til betra hlutskipti en
það?
Björgúlfur fæddist á Patreks-
firði en ólst upp í Flatey á Breiða-
firði. Faðir hans var Sigurður J6-
hannesson frá Höfða í Eyrarsveit,
var hann lengst af skipstjóri í
Flatey og síðast starfsmaður i
Útvegsbankanum. Sigurður lést
1962. En móðir Björgúlfs var
Halldóra R. Jónsdóttir fædd 1886
í Flatey og andaðist hún 1969. Að
baki Björgúlfi standa sterkir
stofnar og kunnar breiðfirskar
ættir. Einn bróðir á Björgúlfur og
er það Jón Júlíus Sigurðsson nú-
verandi bankastjóri Vesturbæjar-
útibús Landsbankans.
Björgúlfur fluttist ungur að
árum til Reykjavíkur og átti þar
heima upp frá því. Hann stundaði
nám i Gagnfræðaskóla Reykjavík-
ur og síðar við Samvinnuskólann
og brautskráðist þaðan 1934 og
fékkst hann eftir það við verslun-
arstörf og verslunarrekstur og þar
með bókhaldssýslu.
Björgúlfur var víðlesinn og hafði
jafnan yndi af bókum.
Björgúlfur hóf störf hjá Verslun
0. Ellingsen og var þar i áratug
eða frá 1935—45 en varð þá versl-
unarstjóri hjá KRON á Skóla-
vörðustígnum og gegndi þvi starfi
á þriðja áratug eða frá 1945—68.
Eftir það tók hann að sér fram-
kvæmdastjórn við vikublaðið Nýtt
land, frjálsa þjóð, sem varð mál-
gagn Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna og sinnti því með
ágætum uns blaðið hætti að koma
út 1974 sökum flokkslegra erfið-
leika og upplausnar hjá Samtök-
unum. Að endingu vann hann hjá
Innkaupasambandi bóksala um
nokkurra ára skeið uns hann sett-
ist í helgan stein. Heilsufarið var
ekki alltof gott síðustu árin og háði
honum einkum sjóndepra.
Björgúlfur stóð á sjötugu þegar
hann féll frá, hann fæddist 3. júlí
1915. Hann kenndi sér meins á
útmánuðum sem reyndist svo iil-
kynjað að um heilsubót var ekki
að ræða. Sjálfur hefur hann án efa
vitað að hverju stefndi þótt hann
hefði ekki orð á því en hann barð-
ist eins og hetja við dauðann og
féll í valinn æðrulaus eins og sigur-
vegari. Það var Björgúlfi líkt.
Björgúlfur tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum. Hann sat í stjórn
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur 1945—47 og í stjórn Landssam-
bands íslenskra verslunarmanna
1957—67. Kom hann við sögu þegar
Verslunarmannafélagi Reykjavík-
ur var breytt úr félagi verslunar-
eigenda og búðarþjóna í hags-
munafélag launþega. Sú saga verð-
ur ekki rakin hér en sýnt er að
Verslunarmannafélag Reykjavík-
ur hefur kunnað að meta störf
hans því að hann var gerður að
heiðursfélaga árið 1981 fyrir mikið
og gott starf í þágu félagsins.
Nefna má að Björgúlfur bar
mikinn hlýhug til æskustöðva
sinna og sýndi þeim ræktarsemi
með því að leggja Breiðfirðingafé-
laginu lið á margvíslegan hátt
einkum fyrr á árum.
Björgúlfur fylgdist alla tíð af
lífi og sál með stjórnmálum og var
lengst af ævinnar virkur félagi i
stjórnmálahreyfingum. Kynni
okkar hófust þegar Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna voru
stofnuð undir forystu Hannibals
Valdimarssonar og við urðum
brátt nánir samherjar og vinir og
rofnaði aldrei vinátta okkar þótt
Samtökin liðu út af og við hyrfum
hvor í sínu lagi til ólíkra starfa.
Björgúlfur var eindreginn fé-
lagshyggjumaður og réttlætis-
kennd hans var honum eins og ólg-
andi uppspretta. Allt frá ferming-
araldri háði hann heilagt stríð
gegn félagslegum ójöfnuði og mis-
munun í samfélaginu og hann bar
sífellt fyrir brjósti hag lítilmagn-
ans og þeirra sem stóðu af ein-
hverjum ástæðum höllum fæti í
lífsbaráttunni. Hann hafði sjálfur
af eigin raun kynnst högum fólks
á kreppuárunum og allar götur
siðan sló hjarta hans heitt með
því fólki. Björgúlfur var stríðs-
maður réttlætisins.
En Björgúlfur var ekki niður-
rifsmaður, þvert á móti vildi hann
hyggja upp, bæta þjóðfélagið með
því að höfða til réttsýni og sann-
girni. Hann treysti á manneskjuna
og manngildið og það gaf skoðun-
um hans yl og birtu og veitt honum
um leið styrk til að endurmeta
pólitísk viðhorf f Ijósi reynslunnar
og sætta sig við ótal vonbrigði sem
hugsjónamaður hlýtur ævinlega
að verða fyrir í stjómmálum.
Hann var ávallt bjartsýnn þrátt
fyrir allt og treysti því staðfast-
lega að fyrr eða síðar myndi hið
góða sigra hið illa.
Björgúlfur var hégómalaus
maður, i framkomu var hann
hæglátur og hýr í viðmóti. Hann
var prúðmenni. Hann var einarður
í skoðunum en aldrei framhleyp-
inn, tók ekki til máls á fundum
nema hann hefði mikið til málanna
að leggja og þá var hlýtt á hann
með athygli og mark á honum
tekið. Og hann flutti orð sín af
blíðu.
Hvarvetna sem Björgúlfur lagði
hönd á plóginn vann hann sér
óskorað traust félaga sinna og
hann eignaðist marga trygga vini
á langri stjórnmálaævi, sem
stundum var stormasöm. En það
segir sína sögu um Björgúlf að
mörgum andstæðingum hans í
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmæKs- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Lokað
Lokaö í dag frá kl. 12.00-14.00 vegna jaröarfarar
ÁSGERÐAR BJARNADÓTTUR.
Hannyrðaverzlunin Mólý.
stjórnmálum þótti ekki síður vænt
um hann en samherjum. Því olli
mildi hans og sanngirni.
Björgúlfur var tillögugóður og
öfgalaus. Hann var orðvar og bar
andstæðinga sina ekki þungum
sökum eins og iðulega vill brenna
við í hita stjórnmálabaráttunnar.
Hann leitaði jafnan hins betra í
fari manna. Þess vegna var hug-
ljúft að vera I návist Björgúlfs og
hlýða á mál hans. Menn fóru betri
af fundi hans en þeir komu.
Eiginkona Björgúlfs er Ingi-
björg Þorleifsdóttir og voru þau
hjón mjög samhent. Eins og nærri
má geta er þungur harmur kveðinn
að henni og syni þeirra Sigurði og
hans fjölskyldu. Vil ég votta þeim
og öðrum ættingj um samúð mína.
Ég veit að nú sakna margir vinir
og samherjar góðs drengs og þykir
skarð fyrir skildi. En Björgúlfi
hefði þótt sér misboðið ef menn
hefðu um of lagst I sorg og sút.
Þess vegna heiðrum við best minn-
ingu Björgúlfs Sigurðssonar með
því að starfa í anda hugsjóna hans,
vinna að velsæld öllum til handa
og stuðla að réttlátu samfélagi.
Bjarni Guðnason
Björgúlfur Sigurðsson, sem and-
aðist 1. þ.m., var heiðursfélagi
Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur. Björgúlfur Sigurðsson vann við
verzlunarstörf frá 1935 eða i 50 ár.
Hann kom mikið við sögu Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur og
var einn af frumkvöðlum félagsins
í baráttu fyrir réttindamálum
verzlunar- og skrifstofufólks.
Bjðrgúlfur lét mikið til sín taka
í réttindamálum launþega áður en
VR varð hreint launþegafélag árið
1955. Fram að þeim tíma voru
vinnuveitendur einnig í félaginu
en 1945 var stofnuð afgreiðslu-
mannadeild í félaginu og var
Björgúlfur kosinn formaður henn-
ar.
Björgúlfur Sigurðsson var í
samninganefnd félagsins, sem
undirritaði fyrsta kjarasamning-
inn, sem félagið gerði við vinnu-
veitendur árið 1946. Björgúlfur
var mikill baráttumaður fyrir því
að VR yrði hreint launþegafélag.
Hann gerði sér fulla grein fyrir
því, að VR gæti aldrei orðið sá
vettvangur baráttu launþega i
verzlunarstétt fyrir bættum kjör-
um, sem nauðsynlegt væri, fyrr en
félagið hefði tekið á sig fullkomna
mynd launþegafélags. Hann sá
þann draum rætast 1955.
Björgúlfur var um langan tíma i
trúnaðarmannaráði VR, m.a. þeg-
ar félagið varð hreint launþega-
félag. Hann var einnig i undirbún-
ingsnefnd fyrir stofnun Lands-
ambands isl. verzlunarmanna,
sem stofnað var 1957. Með stofnun
þess voru verzlunarmenn vítt um
landið sameinaðir í ein hagsmuna-
samtök, sem aukið hefur styrk
þeirra i baráttunni i sókn til
bættra lífskjara.
Björgúlfur sá fleiri hagsmuna-
mál, sem hann barðist fyrir, ræt-
ast. Má þar nefna stofnun Lifeyr-
issjóðs verzlunarmanna árið 1956,
sem nú er einn af stærstu lífeyr-
issjóðum landsins. Á þessum tfma
voru mjög fáir lífeyrissjóðir starf-
andi á félagslegum grundvelli. Það