Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 246. tbl. 72. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Ríkisstjórn mynduð á Ítalíu: Reist á sáttmála um utanríkismál Róm, 30. október. AP. LEIÐTOGAR ítalskra stjórnmálaflokka hafa ákveðið að sættast og endurmynda fimm flokka ríkisstjórn undir forystu Bettinos Craxi, sem sagði af sér í kjölfar ránsins á ítaíska skemmtiferðaskipinu Achille Lauro 17. þ.m., að því er Craxi lýsti yfir í dag. „Við höfum unnið bug á stjórn- arkreppunni," sagði Craxi eftir Bretland: Ferðir til sólarlanda á útsölu London, 30. október. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Mbl. BRETUM gefst nú kostur á viku- langri sólarlandaferð fyrir aðeins 25 pund, sem jafngildir um það bil 1500 krónum íslenskum. Inni- falið í verðinu er flug, gisting og morgunverður. fslendingum kann að finnast þetta ótrúlegt en áðumefnt til- boð einnar ferðaskrifstofunnar, Skytours, er nýjasta uppákoman í verðstriði, sem breskar ferða- skrifstofur hafa háð að undan- förnu. Baráttan um sóldýrkend- ur hefur tekið á sig ýmsar myndir en fyrrgreint kostaboð slær líklega flestu öðru við. Einungis verða seldir 500 miðar á þessum vildarkjörum og má því búast við örtröð þegar salan hefst næstkomandi mánu- dag. 1500 krónur geta vart talist mikil fjárhæð fyrir flugferð og vikudvöl á Spáni, Möltu eða á Grikklandi. Sá böggull fylgir að vísu skammrifi, að væntanlegir ferðalangar fá ekki endanlegar upplýsingar um brottfarardag og áfangastað fyrr en viku áður en haldið er af stað. En hver setur það fyrir sig? fund leiðtoga flokkanna fimm, sem standa að samsteypustjórninni. Samkomulag stjórnarflokkanna byggist á sameiginlegri stefnuyfir- lýsingu í utanríkismálum. Þar eru markmið stjórnarinnar skýrð og áhersla lögð á þörfina fyrir gagn- kvæma samvinnu bandamanna við ítala um mikilvægar ákvarðanir á erlendum vettvangi. Einnig er hvatt til baráttu gegn alþjóðlegum hryðjuverkum í yfirlýsingunni. Giovanni Spadolini, varnar- málaráðherra og þingmaður Repú- blikanaflokksins, krafðist þess að slík stefnuyfirlýsing yrði gefin út. Spadolini olli falli stjórnarinnar er hann sagði af sér vegna þess að skæruliðanum Múhameð Abbas var sleppt úr haldi, án þess að varnarmálaráðherrann væri hafð- ur með í ráðum. í yfirlýsingunni segir að Frelsis- samtök Palestínu (PLO) eigi því aðeins að fá að taka þátt í friðar- viðræðunum fyrir botni Miðjarð- arhafs, ef þau láta af hryðjuverk- um og einblína á friðsamlega lausn vandans. ítalir sögðu áður að PLO ætti einfaldlega að taka þátt í friðarviðræðum. Næsta skref Craxis er að biðja Francisco Cossiga, forseta, um að hafna afsögn stjórnarinnar, sem Craxi lagði fram 17. október, og láta þingið lýsa yfir trausti á stjórnina. Fréttaskýrendur á sviði stjórn- mála segja að hröð handtök flokks- leiðtoganna fimm um stjórnar- myndun beri því vitni að þeir séu allir sama sinnis: samsteypustjórn vinstri- og miðflokka sé eini raun- hæfi kosturinn til að tryggja póli- tískt jafnvægi á Ítalíu. Spadolini sá sér ekki fært að tefja stjórnarmyndun lengur, þar sem skoðanakannanir sýna að fylgi hans hefur farið hríðminnk- andi frá því að Achille Lauro var rænt. Aftur á móti eru ítalar ánægðir með frammistöðu Craxi í því máli. B> AP/S(m»myild Við eftirlit á Eystrasalti SÆNSKA eftirlits- og njósnaskipið „Orion“, sem sovéskur tundurfufla- slæöari elti og sigldi á austur af Gotlandi í fyrradag. Skipiö er búið mjög fullkomnum og leynilegum tækjum og hefur fylgst meö heræfing- um Sovétmanna á Eystrasalti. Þegar fréttist af ásiglingunni sendi sænski herinn strax tvær Viggen-orrustuþotur, þyrlur og tvo eldflaugabáta skipinu til varnar. Utanríkisráðherra Svíþjóðar, Sten Anderson, sagði á blaða- mannafundi í dag að hann myndi ekki segja neitt frekar um málið fyrr en rannsókn hefur farið fram. Hann sagði að enn væri ekki ljóst hvort skipið átti sök á árekstrinum og viðbrögð sænskra stjórn- valda benda til þess að atburðurinn eigi ekki að hafa áhrif á sambúð Svía og Sovétmanna. Myndi brjóta alþjóða- lög ef með þyrfti — í baráttunni við hryðjuverkamenn, segir Reagan London, 30. október. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, sagöi í útvarpsviðtali í dag að hann væri til reiöu búinn aö brjóta alþjóöalög til þess aö berjast viö hryöjuverka- menn og tækist fundur sinn og Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkjanna, í nóvember eins og best yrði á kosið myndi „ofsóknarbrjálæöiö", sem ríkir milli stórveldanna hverfa aö einhverju leyti og leiðin til afvopnunar veröa auöveldari. Reagan vonaðist til að leggja fram nýjar tillögur um afvopnum áður en fundurinn hæfist 19. nóv- ember, en hann væri ekki viss um að þær yrðu tilbúnar í tæka tíð. Reagan sagði í viðtalinu við fréttastofu BBC að ekkert væri því til fyrirstöðu að Sovétmenn Beirút: Sovésku gísl- unum sleppt Beirút, 30. októbcr. AP. SOVÉSKU sendiráðsmönnunum, sem rænt var í Bcirút fyrir mánuði, var sleppt úr haldi í dag. Fregnir af því að Sovétmennirnir þrír hefðu verið látnir lausir heilir á húfi hrundu af stað miklum fagn- aðarlátum í vesturhluta Beirút, að því er sagt var, og öfgasinnaðir vinstri menn hófu stjórnlausa skot- hríð í allar áttir. En þeir hafa leitað sendiráðsstarfsmannanna um tveggja vikna skeið. TASS-fréttastofan sovéska greindi frá því í dag að þremenning- unum hefði verið sleppt úr haldi, en hvorki TASS né sovéskir sendi- ráðsmenn i Beirút greindu nánar frá málavöxtum. Mannræningjarnir myrtu einn gísl tveimur dögum eftir ránið og vörpuðu líki hans á ruslahaucr. Hauststemmning í Bæjaralandi Þokubakkar ná nú hátt upp í hlíöar vestur-þýsku Alpanna, en fjallagarpurinn á myndinni fékk þetta stórkost- lega útsýni aö la'unum fyrir erfiöi sitt. Um 150 km útsýni er í Alpafjöllum þessa októberdaga. Myndin var tekin á þriöjudag í smáþorpinu Bayrischzell, sem er um 60 km suður af Miinchen. fengju tæknilegar upplýsingar um geimvarnir gegn kjarnorku- vopnum. Aðspurður um það hvort hann óttaðist ekki að Sovétmenn myndu þá setja upp eigið varnar- kerfi í geimnum svaraði forsetinn: „Hvers vegna ekki?“ Reagan var spurður hvaða vonir hann bindi við fund sinn og Gorbachevs: „Það besta væri að draga úr óvildinni og vantraustinu, sem ríkir milli okkar og Sovétmanna. Allir leggja áherslu á afvopnun og auðvitað er hún mikilvæg. En ég lít á vopnakapphlaupið sem afleiðingu og ekki orsök. Með auknu trausti milli stórveldanna verður auðveldara að afvopnast, því að þá minnkar þörfin til víg- búnaðar," sagði Reagan. Reagan lagði á það áherslu í viðtalinu, að alþjóðalög hefðu ekki verið brotin þegar flugvélin með sjóræningja Achille Lauro innanborðs var neydd til lending- ar. Þá var spurt hvort hann myndi brjóta alþjóðalög, ef hann teldi nauðsyn krefja og svaraði Reagan játandi: „Nauðsyn brýtur lög.“ Fjórir sovéskir blaðamenn fá að spyrja Reagan spjörunum úr á morgun, fimmtudag, og er þetta fyrsta sinni í aldarfjórðung, sem forseti Bandaríkjanna veitir slíkt viðtal. Talsmaður forsetans, Larry Speakes, sagði á frétta- mannafundi í dag að blaðamenn- irnir mættu vinna viðtalið að eigin vild. Reagan hefur einnig boðist til að koma fram í sovéska sjónvarpinu, en hefur ekki fengið svar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.