Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
Er verið að
leggja BÚR niður?
— eftir Björgvin
Guðmundsson
Fyrir nokkru birtist á baksíðu
Morgunblaðsins stór frétt um það,
að ráðgert væri að „sameina"
Bæjarútgerð Reykjavíkur og Is-
björninn. Fréttin var höfð eftir
Davíð Oddssyni, borgarstjóra. í
ljós kom, að öðrum borgarfulltrú-
um var ókunnugt um þessar ráða-
gerðir borgarstjóra. Var það mjög
í samræmi við önnur vinnubrögð
borgarstjóra á yfirstandandi kjör-
tímabili.
Á að koma BÚR
fyrir kattarnef?
Ekki get ég sagt, að mér hafi
komið umrædd frétt um BÚR á
óvart. Fyrstu verk Davíðs Odds-
sonar varðandi BÚR voru á þá
lund, að ég var þess fullviss, að
hann hygðist koma Bæjarútgerð-
inni fyrir kattarnef á kjörtímabil-
inu. í mínum huga var spurningin
aðeins sú hvaða aðferð yrði viðhöfð
í því efni. Ekki getur aðferðin, sem
notuð er talist ýkja frumleg. Hún
er nánast sú sama og notuð var í
Hafnarfirði. Þar var bæjarútgerð-
inni fyrst breytt í hlutafélag. En
síðan var hlutafélagið selt einka-
aðilum. Ljóst er, að farin verður
sama leið í Reykjavík.
Bæjarútgerð Reykjavíkur var
stofnuð árið 1946. Bjarni heitinn
Benediktsson var þá borgarstjóri.
Hann var víðsýnn stjórnmálamað-
ur. Enda þótt hann væri einka-
rekstursmaður féllst hann á rök
Alþýðuflokksmanna í borgar-
stjórn um nauðsyn þess, að
Reykjavíkurborg stofnaði útgerð
togara til þess að treysta atvinnu-
öryggið í borginni. Með stofnun
Bæjarútgerðar Reykjavíkur tókst
að tryggja að sama hlutfall togara-
Björgvin Guðmundsson
flota landsmanna héldist í Reykja-
vík og verið hafði fyrir stríð.
Jón Axel Pétursson var þá odd-
viti Alþýðuflokksins í borgar-
stjórn og helsti baráttumaður
stofnunar bæjarútgerðar. Það
sýndi enn víðsýni Bjarna Bene-
diktssonar, að hann beitti sér fyrir
„En nú hefur Sjálfstæd-
isflokkurinn eignast
borgarstjóra, sem leggur
metnað sinn í það að
leggja Bæjarútgerðina
niður. Davíð Oddsson
fer krókaleiðir að þessu
markmiði sínu. Fyrst er
BÚR breytt í hlutafélag
með aðild einkaaðila.
Síðan verður borgin los-
uð út úr nýja félaginu.“
því, að Jón Axel yrði framkvæmda-
stjóri Bæjarútgerðarinnar enda
þótt þeir væru á öndverðum meiði
í pólitíkinni. Varð það úr.
Margir af borgarstjórum Sjálf-
stæðisflokksins hafa haft efa-
semdir um Bæjarútgerð Reykja-
víkur. Hafa verið uppi ráðagerðir
meðal þeira um að leggja BÚR
niður eða að breyta fyrirtækinu í
hlutafélag. Geir Hallgrímsson
setti sem borgarstjóri á fót nefnd
árið 1969 til þess að athuga, hvort
breyta ætti BÚR í hlutafélag með
aðild einkaaðila. Undirritaður átti
sæti í þeirri nefnd. Niðurstaða
nefndarinnar var sú að efla bæri
BÚR. En þó var einnig mælt með
því að breyta BÚR í félag með
takmarkaðri ábyrgð, sem borgin
ætti að fullu. Til þess kom þó ekki.
Birgir ísleifur hafði einnig sem
borgarstjóri svipaðar efasemdir
um BÚR eins og Geir Hallgríms-
son. En báðum mun þeim hafa
verið ljóst, að ekki mætti leggja
fyrirtækið niður heldur yrði að
halda rekstri þess áfram. Þeir létu
báðir borgina halda áfram að eiga
og reka Bæjarútgerðina. En nú
hefur Sjálfstæðisflokkurinn eign-
ast borgarstjóra, sem leggur metn-
að sinn í það að leggja Bæjarút-
gerðina niður. Davíð Oddsson fer
krókaleiðir að þessu markmiði
sínu. Fyrst er BÚR breytt í hluta-
félag með aðild einkaaðila. Síðan
verður borgin losuð út úr nýja fé-
laginu. Þá er búið að afhenda
einkaaðilum fyrirtæki, sem
Reykjavíkurborg hefur byggt upp
á 40 árum. Og þá verða hin upp-
haflegu sjónarmið um atvinnuör-
yggi í Reykjavík látin lönd og leið.
Ráða annarleg
sjónarmið?
Það er dálítið undarlegt hvernig
aðförina að BÚR ber að þetta
sinnið. Það er talað um að „sam-
eina“ þurfi BÚR ísbirninum. Ekki
er fagiega að verki staðið. Hvers
vegna ræðir borgin ekki við öll
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
í Reykjavík, ef talið er nauðsynlegt
að byggja upp stærra fyrirtæki en
BÚR er? Hvers vegna er ekki rætt
við Hraðfrystistöðina, sem stendur
við hlið fiskiðjuvers BÚR? Hvers
vegna er ekki rætt við ögurvík
hf., sem skilar bestri afkomu allra
togaraútgerða í Reykjavík? Og
hvers vegna er ekki talað við
Kirkjusand? Og þannig mætti
áfram telja. Ljóst er, að annarleg
sjónarmið ráða hér ferðinni. Ef
ætiunin hefði verið að ná sam-
starfi við sterkan aðila, sem hefði
getað orðið BÚR og borginni til
verulegs stuðnings, þá hefði fyrst
verið leitað til ögurvíkur. En það
er ekki gert. Það leiðir í ljós, að
annarleg sjónarmið sitja í fyrir-
rúmi. Þetta er ekki sagt stjórnend-
um ísbjamarins til hnjóðs. Þeir
eru hinir mætustu menn og undir-
ritaður hefur átt góð samskipti við
þá. Þetta er gagnrýni á borgar-
stjóra.
í stórum dráttum hefur rekstur
Bæjarútgerðar Reykjavíkur geng-
ið sem hér segir undanfarin ár:
Rekstur fiskiðjuvers BÚR (frysti-
hússins) hefur gengið nokkuð vel,
einkum á meðan öllum togurum
BÚR var haldið til veiða. Rekstur
saltfiskverkunar hefur gengið illa.
Og rekstur togaranna hefur gengið
erfiðlega. Einkum hefur mikill
fjármagnskostnaður vegna nýju
togaranna verið þungur baggi á
rekstrinum. Hins vegar hafa tog-
arar BÚR aflað nokkuð vel og nýju
togararnir, Ottó M. Þorláksson og
FRA STÆRSJU
BIRGÐASTOÐ
EVROPU:
Rpurog suöufittings
Birgðastöð Sindra Stáls hefur hörkugott úrval afsvörtumog galvaniseruðum
pípum, prófílpípum, heildregnum pípum og suðufittings frá Van Leeuwen.
Sindra Stál rekur stærstu birgðastöð fyrir íslenskan málmiðnað og
Van Leeuwen er stærsta lagerfyrirtæki röra og fylgihluta þeirra í Evrópu.
Geysilegt úrval krefst sérstakrar þjónustu. Þess vegna útvegum við þessa
hluti með ótrúlega skömmum fyrirvara ef þörf krefur vegna sérverkefna.
Þannig er efni frá Van Leeuwen fullbúið til afgreiðslu hér heima
á aðeins 2 vikum.
Sindra Stál og Van Leeuwen. Hörkugott úrval - öflug þjónusta.
VAN LEEUWEN
SINDRA
STALHF
Pósthólf 881, Borgartúni 31, 105 ReykjaviK, slmi: 27222.