Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 34

Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 34
34 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1986 Bandalag jafnaðarmanna: Ráðherrar víki sem þingmenn Myndi fjölga þingmönnum um tíu, sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins „Ráðherrar eiga samkvæmt embættisstööu sinni sæti á Al- þingi en eiga þar ekki atkvæðis- rétt.“ Þannig hljóðar frumvarps- grein sem Kristín Kvaran, Banda- lagi jafnaðarmanna, mælti fyrir í neðri deild Alþingis í gær, til breytingar á stjórnarskrá lýðveld- isins íslands. Kristín Kvaran (BJ) sagði Bandalag jafnaðarmanna leggja áherzlu á nauðsyn þess að styrkja löggjafarhlutverk þingsins og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Löggjafinn á að setja leikreglur og hafa strangt eftirlit með því að þeim sé framfylgt. Hún sagði að ráðherrar ættu að sitja á þingi en án atkvæðisréttar. Þegar þingmenn verði ráðherr- ar eigi varamenn þeirra að taka við þingmannsstarfi þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson (A) sagði hér horft til norskrar fyrirmyndar. Hugmyndin væri ekki ný. Alþýðuflokkurinn hefði áhuga á þessari tillögu. Hún væri hinsvegar ekki auðveld í framkvæmd. Hér væru tíu ráð- herrar (sem svara myndi til 6000 slíkra í Bandaríkjunum miðað við höfðatölureglu). I framkvæmd fjölgaði þvl þing- mönnum um tíu, ef frumvarp þetta yrði samþykkt óbreytt. Fleira þyrfti því til að koma, samtímis, svo sem fækkun þing- manna, t.d. í 25 til 30 þingmenn, samhliða því að þingnefndir störfuðu árið um kring með aukið eftirlitshlutverk. Fleiri tóku til máls. Hjörleifur Guttormsson (Abl.) taldi frum- varpið þess vert að gaumgæfa það vel. Fmmvarp til umferðarlaga: Fyrirbyggjandi slysavarnir mikilvægastar — sagði Salome Þorkelsdóttir JÓN Helgason, dómsmálaráðherra, mælti í gær fyrir endurfluttu stjórn- arfrumvarpi til umferðarlaga, vióa- miklum frumvarpsbálki í 17 efnis- köflum og 122 frumvarpsgreinum. Frumvarpió er samið af umferðar- laganefnd. Tilgangur endurskoðunar gildandi umferðarlaga er tvíþættur, að sögn ráðherra. Annarsvegar er Ijóst að þau eru ófullkomin og sums staðar beinlínis úrelt. Hinsvegar þykir nauðsyn standa til þess að samræma umferðarlög hér, eftir því sem kostur er, umferðarlögum ann- arra þjóða og alþjóðasamningum um uraferð. Helztu breytingar Samkvæmt því sem segir í grein- argerð með frumvarpinu eru helztu breytingar, sem það felur í sér, þessar: * Skilgreining á hugtökum er gerð skýrari. Sem dæmi má nefna að vélknúin ökutæki, sem aka hægar en 30 km á klukkustund, teljast ekki bifreið. * Ljósatími er ákveðinn allan sólarhringinn frá 1. október til 1. apríl. * Vernd barna og fatlaðra er aukin. * Ákvæði eru um vistgötur. * Reglum um skyldur við um- ferðaróhöpp er breytt. * Nánari ákvæði eru um fram- úrakstur. * Skyldur ökumanna gagnvart gangandi eru ítarlegri. * Heimilt er að aka á allt að 80 km hraöa á klukkustund á vegum með bundnu slitlagi utan þéttbýlis. * Ökuhraði vélsleða er bundinn við 30 km á klukkustund. Mörg fleiri nýmæli eru í frum- varpinu. Frumvarpið verði að lögum á þessu þingi Salome Þorkelsdóttir (S) fagnaði því, hve snemma þings frumvarp þetta er lagt fram. Líklegt væri að það yrði að lögum á þessu þingi. Alla vega stæðu líkur til að það fengi fullnaðarafgreiðslu úr efri deild, með eðlilegum breytingum. Meiri vafi væri á framgangi þess í neðri deild. Hún minnti á að frumvörp um umferðarmál, sem efri deild afgreiddi á liðnu þingi, hefðu ýmist verið svæfð í neðri deild (frumvarp um ljósatíma) eða felld (frumvarp um viðurlög við að nota ekki bilbelti, sem féll á jöfnum atkvæðum í neðri deild á sl. vori). Hún fagnaði því sérstaklega að áherzla væri lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir í þessu frumvarpi. Hins vegar vantaði þar sitt hvað, svo sem ákvæði um sérstaka rann- sóknarnefnd umferðarslysa (hlið- stæða rannsóknarnefnd sjóslysa). Salome taldi ónógum fjárveiting- um varið til slysavarna í umferð. Umferðarráð teldi að verja þyrfti 10,9 m.kr. til þessara hluta næsta ár, þar af 3 m.kr. til að kynna og fvlgja eftir nýjum umferðarlögum. Aætlun stæði hinsvegar aðeins til 5,7 m.kr. fjárveitingar. Hún minnti á þann mikla árangur í fækkun slysa sem náðist með samátaki þegar hægri umferð var tekin upp. Til mikils væri að vinna, fyrst og Stjórnarfnimvarp um skráningu skipa var lagt fram á þingi í gær (endurflutt). í athugasemdum meó frumvarpinu segir efnislega að færst hafi í vöxt að skipastóllinn hafi verið endurnýjaður með „þurrleigu og kaupleigu". Þurrleiga þýðir leigu til ákveðins tíma og að leigutaki manni skip, greiði allan rekstrarkostnað, beri ábyrgð á viðhaldi, tryggingum o.sv.fv. Skipin séu oft leigð með kauprétti en fjárhagsleg skuldbind- ing leigutaka takmarkist við leigu- greiðslu á leigutímabilinu. Skip, sem hér um ræðir, er ekki hægt að skrá hér á landi að óbreyttum lögum. Frumvarpið felur það hinsvegar í sér og tekur þar mið af hliðstæðum ákvæðum í loftferðalögum. Tannvidgerðir og skatt- afsláttur Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri þingmenn úr þremur þingflokkum flytja frumvarp til breytinga á tekjuskattslögum. Samkvæmt frumvarpinu skulu þeir, sem haft fremst í fækkun dauðaslysa og slysa sem leiddu af sér örkuml, en einnig í minna eignatjóni. Vinna þyrfti skipulega og markvisst að fyrirbyggjandi aðgerðum í slysa- vörnum í umferð. Fleiri tóku til máls. Umræðunn- ar verður nánar getið á þingsíðu Mbl. síðar. hafa „veruleg útgjöld vegna tann- viðgerða" svo gjaldþol viðkomandi „skerðist verulega af þeim sökum" falla undir skattívilnunarákvæði 66. gr. viðkomandi laga. Fyrirspurnir Gunnar G. Schram (S) spyr dómsmálaráðherra, hvað líði framkvæmd ályktunar Alþingis frá í júni 1985 um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að semja frumvarp að almennum stjórnsýslulögum og leggi fyrir Alþingi svo fljótt sem verða má. Helgi Seljan (Abl) spyr sjávar- útvegsráðherra hvað valdi verk- efnaleysi loðnubræðslu í Reyðar- firði meðan löndunarbann er í öðrum höfnum. Geir Gunnarsson (Abl.) spyr fjármálaráðherra, hver kostnaður hafi verið af kaupum ríkissjóðs og endurbótum á húseigninni Laug- arvegur 166, Víðishúsi. Hver er áætlaður kostnaður við að ljúka endurbótum á húsinu? Ný þingmál: „Þurrleiga og kaupleigau skipa Samtökin Sólarsetur: Boðin milliganga á sölu 29 raðhúsa á Spáni Stjórn Sólarseturs skipa sjö manns, en á blaðamannafundinum voru, frá vinstri: Thorben Friðriksson, Guðjón Jónsson, Gestur Ólafsson og Runólfur Sæmundsson. Á myndina vantar Jóhann Einvarðsson, Ásthildi Pétursdóttur og Hans Jörgensen. SAMTÖKUNUM Sólarsetur hefur nýverið borist tilboð um að hafa milligöngu um sölu á 29 raðhúsum á meginlandi Spánar á um 550.000 krónur hvert raðhús. Heildarkostn- aður húsanna yrði því um 16 milljón- ir króna ef gjaldeyrisyfirfærsla fæst fyrir húsunum frá íslenskum stjórn- völdum. Ef af kaupunum getur orðið fengju samtökin þrítugasta húsið frítt fyrir sameiginlega þjónustu fyrir væntanlega ibúa hinna húsa. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi er haldinn var til kynningar tilboðsins. Stjórnarmenn Sólarset- urs fóru sjálfir til Spánar fyrir mánuði til að kanna möguleika bæði á leigu og kaupum á fasteignum í sólarlöndum fyrir félagsmenn. Þeir sögðust hafa komist í samband við ýmsa aðila sem buðu nánast flesta hugsanlega möguleika allt frá leigu upp í kaup og vildtt þeir giarnan auka tengsl landanna. Stjórn félagsins leitaði strax eftir heimild til nauðsynlegrar gjaldeyr- isyfirfærslu til viðskiptaráðuneytis- ins; en enn hefur ekkert svar borist. Akveðið hefur verið að halda framhaldsstofnfund félagsins að Hótel Borg nk. sunnudag kl. 14.00 en samtökin voru stofnuð 27. júní sl. í þeim tilgangi að koma á fót dvalaraðstöðu fyrir fullorðna Is- lendinga á félagslegum grundvelli í sólarlöndum. Gestur Ólafsson, formaður stjórn- ar Sólarseturs, sagði að þetta væri fjárfesting sem vel gæti skilað góð- um hagnaði. „Bæði eru húsin ódýr miðað við innflutt sumarhús sem reist eru hér á landi og eins geta íslendingar, sem vilja festa kaup á slíkum húsum í sólarlöndum, leigt þau íslenskum ferðaskrifstofum yfir sumartímann og dvalið á íslandi á sumrin. Eins er mikill hörgull á leiguhúsnæði yfir vetrartímann f Reykjavík fyrir skólafólk svo að fólk yrði ekki i vandræðum með leigu á íbúðum sínum hérlendis á meðan það dveldi í sólinni yfir veturinn," sagði Gestur. Húsin verða afhent fullfrágengin að utan sem innan. Húsin eru í bænum Torreviéja á Costa Blanca, sem er 30 km fyrir sunnan Alicante. „Þetta er kostahoð sem stendur ekki endalaust svo að við vonumst til að fá svar sem fyrst frá viðskiptaráðu- neytinu viðvíkjandi gjaldeyrisyfir- færslu. Öll Norðurlöndin nema ís- land hafa fest kaup á svipuðum hús- um í sólarlöndum fyrir ellilífeyris- þega. Við teljum að það sé skylda okkar að gefa ellilífeyrisþegum, sem unnið hafa sleitulaust allt sitt líf, tækifæri á að njóta ellinnar við góð- an aðbúnað," sagði Gestur Ölafsson. Hljóðvarp: Hvað er stjórnar- andstaðan að gera? Fulltrúar stjórnarandstöðu munu koma fram í hljóðvarpi í kvöld, fimmtudagskvöld, og svara spurningum fréttamanns, Atla Rúnars Halldórssonar: 1) hvað er stjórnarandstaða? - 2) hvað er hún að gera? Talsmenn stjórnarandstöðu, sem fram koma í þættinum, verða: Svavar Gestsson, Al- þýðubandalagi, Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokki, Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Sam- tökum um kvennalista.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.