Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
:K,1
r ,:
■ ■■ *■* ■■■ ■■■M^plili
. ■ ■ ■ TiHT, Ti■■ ■■BS*S®M
>; -4ÍÍŒ53j
Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum. Á efstu hæó skólans er Stýrimannaskólinn til húsa. Morgunblaðið/Guðlaugur.
Vestmannaeyjar:
Miklar framkvæmd-
ir á vegum bæjarins
VesUnimuejjuin, 28. október.
BÆJARRÁÐ Vestmannaeyja bryddaði uppá þeirri nýlundu að bjóða full-
trúum fjölmiðla til fundar þar sem kynntar voru helstu verklegar fram-
kvæmdir og fleira er varðar starfsemi bæjarins. Farið var í skoðunarferð í
Framhaldsskólann, nýja Hamarsskólann og skoðaðar framkvæmdir við ann-
an áfanga íbúða aldraðra. Hér verður getið þess helsta sem fram kom á
fundinum með bæjarráðsmönnum.
næðinu fyrir 2,5 milljónir kr. og
eru þar meðtalin kaup á tækjum
og áhöldum. Nemendur á haust-
önn eru rúmlega 200. Öldunga-
deild var sett á stofn við skólann í
haust með rúmlega 40 nemendur
þrátt fyrir að fjárveiting væri
ekki komin frá ríkinu en hennar
er von í haust eða byrjun næsta
árs. Bæjarstjórn hefur einróma
samþykkt að undirbúa byggingu
verknámshúss í tengslum við
Framhaldsskólann og hefur verið
sótt um fjárveitingu til byrjunar-
framkvæmda á næsta ári úr ríkis-
sjóði.
Stýrimannaskólinn
Árið 1982 flutti Stýrimanna-
skólinn i framtíðarhúsnæði sitt á
efstu hæð Gagnfræðaskólahúss-
ins. Það hefur jafnan háð starf-
semi skólans að ekki skuli vera til
staðar heimavist við skólann. Á
vegum bæjaryfirvalda, skóla-
nefndar, fjárveitingavaldsins og
þingmanna Suðurlandskjördæmis
er nú unnið að varanlegri lausn
þessa máls.
íbúðir aldraðra
í mars á þessu ári hófust fram-
kvæmdir við annan áfanga íbúða
fvrir aldraða með 6 söluíbúðum.
Áður hafa verið teknar i gagnið
aðrar 6 íbúðir og eru bæði húsin í
túngarðinum hjá Hraunbúðum,
dvalarheimili aldraðra, og þangað
geta íbúar húsanna sótt þjónustu.
Gert er ráð fyrir að afhenda hinar
nýju íbúðir þann 15. desember nk.
en umsóknir um þær voru 15 og
var dregið úr umsóknum. Áætlað
heildarverð hússins er 13 milljónir
en hlutur bæjarsjóðs í húsinu er
35% vegna sameignar. í húsinu
eru þrjár gerðir íbúða. 58,1 ferm.
hjónaíbúð sem mun kosta 1550
þús. kr., 52,3 fm hjónaíbúð kostar
1450 þús. kr. og 40,3 fm einstakl-
ingsíbúð kostar 1250 þús. kr. Þetta
er áætlað verð fbúðanna. Bæjar-
stjórn hefur samþykkt að haldið
verði áfram með byggingu ibúða
fyrir aldraða þarna á svæðinu við
Hraunbúðir og í næsta áfanga
verður gert ráð fyrir 8—12 íbúð-
um. Þá eru í gangi viðræður við
stéttarfélögin í bænum um hugs-
anlegt samstarf varðandi frekari
byggingu íbúða fyrir aldraða
Vestmanneyinga.
Það kom fram á fundinum með
bæjarráðsmönnum að samkvæmt
fjárhagsáætlun sem samþykkt var
á bæjarstjórnarfundi 20. febrúar
sl. voru tekjur áætlaðar 126,8
milljónir en raunveruleg álagning
var 7,8 milljónum hærri eða 134,6
milljónir. Miðað við 17. október
nam innheimta bæjargjalda
57,2% miðað við nettó álagningu
og er þá ekki meðtalinn ónýttur
persónuafsláttur og barnabætur
sem greiðist beint frá ríkinu. Sé
tekið tillit til þessa nemur inn-
heimtuhlutfallið 60,2%, er það
heldur lakara hlutfall en á sama
tíma 1984.
Stærsti útgjaldaliður bæjar-
sjóðs eru vinnulaun en f fyrra
greiddi bæjarsjóður 70,5 milljónir
í vinnulaun. Bæjarráð Vest-
mannaeyja var sett á stofn árið
1954 og heldur reglulega fundi á
mánudögum. Fundur bæjarráðs í
gær var sá 1700. í röðinni. Á reglu-
legum fundum bæjarráðs er al-
gengur málafjöldi 10—15 og eru
það aðallega erindi frá samtökum,
stofnunum og einstaklingum auk
fundargerða hinna ýmsu nefnda. I
bæjarráði nú eiga sæti Arnar Sig-
urmundsson og Georg Þór Krist-
jánsson frá Sjálfstæðisflokki og
Sveinn Tómasson frá Alþýðu-
bandalagi.
Gatnagerð
Á gatnagerðaráætlun fyrir árið
1985 eru áætlaðar 24 milljónir auk
viðbótarfjárveitingar sem lögð var
til lagfæringa á Heiðarvegi. Þann
30. sept. hafði verið unnið fyrir
alls 23 milljónir. Af verklegum
framkvæmdum bæjarins á þessu
ári fara um % hlutar í gatnagerð.
í sumar var unnið við malbikun á
Helgafellsbraut, Heimagötu, Bú-
hamri, Sóleyjargötu, hluta Hraun-
túns og Höfðavegar. Þá var lagt
malbik á hluta Binnabryggju og
Heiðarvegs og unnin ýmis verk
fyrir fyrirtæki víðsvegar um bæ-
inn. Unnið var við jarðvegsskipti á
Strembugötu og Flötum. Þá eru
framundan jarðvegsskipti í
Bröttugötu, Brekkugötu og Fjólu-
götu. Lagt var út malbik í sumar á
, 2,8 km og kantsteinar voru lagðir
á tæplega 3 km. Unnið verður að
lagningu gangstétta á Brimhóla-
braut og einnig við holræsi og
niðurföll. Veðurblíðan í sumar lék
við starfsmenn bæjarins og gengu
allar framkvæmdir mjög vel.
Hamarsskóli
1 haust var að mestu lokið inn-
réttingum í B-áfanga Hamars-
skóla og er áætlaður kostnaður við
skólann, nýbyggingu og kaup á
tækjum og áhöldum kominn í 7,8
milljónir á þessu ári. Bæjarsjóður
hefur lagt út verulegt fjármagn
fyrir ríkissjóð vegna byggingar
Hamarsskólans og skuldar ríkið
nú 10 milljónir vegna skólans, en
það hefur verið einróma ákvörðun
bæjaryfirvalda að vinna hraðar en
sem nemur fjárveitingum ríkisins.
Hlutur ríkisins í byggingu
grunnskóla er 50%. Næsti áfangi í
uppbyggingu Hamarsskóla er
bygging stjórnarálmu og er vilji
til þess að steypa hana upp á árinu
1986 og hefur verið sótt um fjár-
veitingu í samræmi við það.
Framhaldsskólinn
Bókleg kennsla Framhaldsskól-
ans flutti í framtíðarhúsnæði 1
gamla Gagnfræðaskólahúsið í
haust er skólastarf hófst. Unnið
var að ýmsum breytingum á hús-
t
Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
MAGNEU ÓLAFAR MAGNÚSDÓTTUR,
Aöalgötu 6,
Keflavík.
Systkinin.
Róðrarkeppni MR:
Lið úr 6. bekk sigraði eftir
harða baráttu við 3. bekkinga
RÓÐRARKEPPNI Menntaskól-
ans í Reykjavík var haldin sl. laug-
ardag á Tjörninni, en þetta er í
fyrsta skiptið sem slík róðrar-
keppni er haldin á vegum félagsins.
Sjötíu og tveir þátttakendur
voru skráðir til leiks og skiptust
þeir í 18 lið úr öllum bekkjum
skólans, 3. 4. 5. og 6. bekk. í
hverju liði voru fjórir keppendur
og voru meðlimir hvers liðs úr
sama bekknum.
Sigurvegari varð lið úr 6. bekk,
sem sigraði eftir harða baráttu
við 3. bekkjar lið. Sigurvegararn-
ir eru: Sigurjón Árnason fyrir-
liði, Sigurður P. Snorrason há-
seti, Einar M. Júlíusson háseti,
og Jón Geir Þormar háseti. Þeir
fengu verðlaunapeninga sem
róðrarfélagið lét útbúa fyrir
keppnina.
Einnig var kosinn Ræðari MR
’85, ólafur S. Arnarson, og fékk
hann litla gullár að launum.
Bjarni Ragnarsson, forseti
róðrarfélagsins, sagði í samtali
Nokkrir keppendur í róðrarkeppni Menntaskólans í Reykjavík sem frara
fór á Tjörninni á laugardaginn.
við Morgunblaðið að Róðrarfélag
MR væri orðið ævagamalt. „Það
var endurreist árið 1971 en starf-
aði þá aðeins í tvö ár. Síðan var
félagið endurreist árið 1982 og
hefur síðan þá starfað í núver-
andi mynd. Stefnt er að því að
halda slíkar keppnir árlega.
Tveir kanóar voru fengnir að láni
hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur,
en félagið á enga báta sjálft og
því gafst lítill tími til æfinga."
raöauglýsingar
raöauglýsingar
raöauglýsingar
| fundir — mannfagnaöir
Árshátíð
Þinghólsskóla og Kársnesskóla árg. 1957,
1958, 1959 og 1960 veröur haldin á morgun
föstudaginn 1. nóv. í:
Ríó Smiðjuvegi 1.
Árshátíð
Ungmennafélags Breiöabliks veröur haldin
laugardaginn 2. nóv. í:
RíóSmiðjuvegi 1.
Ráðstefna um
Mývatn og Laxá
í Norræna húsinu 2. og 3. nóv. 1985.
Fjallaö verður sérstaklega um helstu þætti
lífríkis Mývatns og Laxár og áhrif starfsemi
Kísilverksmiöjunnar á þaö.
Ráðstefnan hefst laugardaginn 2. nóv. kl. 9.00
og lýkurkl. 17.00sunnudaginn3. nóv.
Á laugardag veröa fyrirlestrar um fugla, fiska,
botndýr, efnabúskap o.fl.
Á sunnudag veröa drög aö rannsóknaáætlun
kynnt og umræöur um þau. Allir velkomnir.
Ná ttúru verndarráð.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Almennur félagsfundur veröur haldinn sunnu-
daginn 3. nóvember nk. kl. 14.00 í lönó.
Dagskrá: Félags- og kjaramál.
Stjórn Dagsbrúnar.