Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 43

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 43 Náttúrubörn — Dira Paes og Charley Boorman í The Emerald Forest Töfrarnir og tæknin Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Ógnir frumskógarins — The Emerald Forest ☆ ☆ ☆ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Rospo Pallenberg. Leikstjóri: John Boorman. Aðalhiutverk: Povers Boothe, Charley Boorman, Dira Paes, Meg Foster. Spámaður vill hann vera, enski leikstjórinn John Boorman. Flestar myndir hans eru, ef grannt er skoðað, viðvaranir til mannkynsins. Gegn sjálfstor- tímingarstefnu þess teflir Boor- man hreinu, ómenguðu, náttúru- legu lífi; heimi frumstæðra töfra er haldið fram gegn veldi tækni- væðingar og vélmennsku. Þessi uppstilling birtist með ýmsum hætti í ólíkum myndum einsog Deliverance, Exorcist II, The Heretic, Zardoz og Excalibur. En þótt þessi boðskapur Boormans sé jákvæður er hann stundum tjáður með of barnslegum pré- dikunum í leiktexta sumra hand- ritanna. Þó aldrei þannig að þetta riði myndunumá slig. Spá- manninum Johm Boorman tekst ekki að spilla verki töframanns- ins Johns Boorman. Því það er þessi leikstjóri umfram allt — galdramaður með miðil kvik- myndarinnar. Nýjasta kvikmynd Boormans, The Emerald Forest, nýtur í ríkum mæli töfrabragða hans í sköpun sérstaks mynd- og hljóð- heims á tjaldinu. Sönn saga af leit amerísks verkfræðings að syni sínum sem hverfur inn í myrkviði Amazon og elst upp hjá frumstæðum þjóðflokki sem þar býr er sögð með sérlega skýru og mögnuðu myndmáli. Utkoman er úrvals ævintýramynd sem er heillandi og spennandi í senn. Aftur á móti vill boðskapur höf- undar stundum trana sér of fram. Hann er sá sami og fyrr: Hið upprunalega er á undanhaldi fyrir spillingu umhverfis og hugarfars, manngildið hörfar fyrir auðgildinu, eins og fram- sósknarmenn orða það, og þessa þróun verður að stöðva. Hún er stöðvuð undir lok The Emerald Forest með sameiginlegu átaki töfra og tækni. Myndin er bara of kraftmikil og falleg til að verða boðuninni að bráð. Leiðrétting: í umsögn um myndina Turk 182 í Bíóhöllinni hér í blaðinu á sunnudag varð kyndug prent- villa. Þar stóð m.a.: „og þótt Bob Clark, leikstjóri kláms sé fremur kænn kvikmyndagerðarmað- ur...“ en átti að vera: Og þótt Bob Clark, leikstjóri, sé fremur klénn kvikmyndagerðarmað- ur... Bókaútgáfa Æskunnar sendir frá sér tvær bækur HLUTABRÉFA MARKAÐURINN TILKYNNIR: HAMPIÐIAN HF HEFUR FAuÐ OKKUR ADANNASTSÖUU NÝRRA HLUTABRÉFA í FÉAGINU Þau bréf sem seld verða að þessu sinni eru að nafnverði kr. 5,5 milljónir. Bréfin verða seld á genginu 110. Lágmarkssala til hvers kaupanda verður kr. 100.000 á nafnverði. Sala hefst 7. nóvember næstkomandi og henni lýkur 15. nóvember. Á þessu ári verður ekki um frekari útgáfu hlutabréfa að ræða, en skv. ákvörðun félagsins verða á árinu 1986 seld bréf að nafnverði kr. 6 milljónir. í dag er hlutafé að nafnvirði 78,5 milljónir króna. Hampiðjan er eitt fárra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði laga nr. 9 frá 1984 og vísast til ákvæða þeirra um skattfríðindi við kaup á hlutabréfum. Viðskipti með hlutabréf í Hampiðjunni eru frjáls á sama hátt og með almenn viðskiptabréf. FRÁ OG MEÐ MÁNUDEGINUM 28. OKTÓBER LIGGJA UPPLÝSINGAR FRAMMI Á SKRIFSTOFU OKKAR. Revkiavík. 27. október 1985. ÆSKAN sendir frá sér tvær bækur fyrir þessi jól. Þær heita Sextán ára í sambúð, unglingasaga eftir Eðvarð Ingóifsson, og Kári litli í sveit, barna- bók eftir Stefán Júlíusson. Sextán ára í sambúð er sjálf- stætt framhald metsölubókarinn- ar Fimmtán ára á föstu sem kom út í fyrra. Hún fjallar um sömu aðalpersónur, þau Árna og Lísu. Þau eru farin að búa þó að ung séu að árum og Lísa er ófrfsk. Sagan fjallar aðallega um sambúð þeirra, einnig skólagöngu og starf og eftirvæntinguna sem tengist fæðingu barnsins. Þetta er sjötta bók Eðvarðs Ingólfssonar. Fimmtán ára á föstu var fá- dæma vel tekið. Hún seldist meir en nokkur önnur barna- og ungl- ingabók og varð þriðja söluhæst allra bóka sem út komu í fyrra samkvæmt könnun Kaupþings hf. Kári litli í sveit er þriðja og síðasta bindið i hinum sígilda sagnaflokki Stefáns Júlíussonar um Kára. 'Hver bók er þó sjálfstæð saga. Sagt er frá dvöl Kára í sveit- inni hjá afa og ömmu í Holti. Hann unir þar vel og fær nóg að starfa enda eru jafnan næg verk- efni fyrir tápmikinn hnokka. Og ævintýrin eru á næsta leiti, bæði þau sem Kári lendir i og þau sem lifa á vörum ömmu. Bókin er myndskreytt af lista- manninum Halldóri Péturssyni. Kára-bækurnar hafa margsinnis verið gefnar út og selst upp jafn- harðan. Höfundur samdi þær á sérstæðan hátt — í samvinnu við nemendur sína, sjö og átta ára börn. Frásagnirnar af Kára áttu ekki einungis að vera skemmtileg saga heldur og tæki til að létta börnum lestrarnám. Stefán skrif- aði þessar bækur „vegna barnanna sinna, með bðrnum sínum og handa börnunum sinum“. (FrétUtilkynning) Hlulabréfaniarkaóurinn hí. Skólavörðustíg 12, 3. h. Reykjavík. Sími 21677 Metsölubfað á hverjum degi! ARGUSCO Þorskalýsi eða ufsalysi fra Lysi hf. s... heUsunnar vegna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.