Morgunblaðið - 31.10.1985, Síða 44
44
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985
Sveit Hvassa-
leitisskóla Norður-
landameistari
Skák
Karl Þorsteinsson
Piltarnir í Hvassaleitisskólanum
gerðu góða ferð á Norðurlandamót
grunnskólasveita, sem haldið var
samhliða flokki framhaldsskóla, í
Tjele í Danmörku nú nýlega. Sveit-
in, sem skipuð var þeim Þresti
Þórhallssyni, Tómasi Björnssyni,
Héðni Steingrímssyni, Magnúsi
Kristinssyni og Tryggva Þorvalds-
syni, varamanni, hlaut góðan sigur
á mótinu hlaut 14'/2 vinning af 20
mögulegum.
Þeir eru ótrúlegir yfirburðir
tslendinga á unglingasviðinu
gagnvart grannþjóðunum. Þær
keppnir eru vart haldnar meðal
Norðurlandanna að sigurvegar-
inn komi ekki héðan frá Fróni,
hvort heldur um sveitakeppnir
eða einstaklingsmót er að ræða.
Úrslitin nú staðfesta aðeins það
sem kunnugir vissu. Ef orsaka
er leitað mun nafnið ólafur H.
Ólafsson vafalaust fljótt koma í
hugann. Hann var fararstjóri
hjá sveitinni nú og hefur verið í
gegnum árin aðal driffjöður í
þróttmiklu unglingastarfi hjá
Taflfélagi Reykjavíkur. Meðlimir
Hvassaleitissveitarinnar eru því
líklega kunnugir, enda voru þeir
flestir í sigursælli sveit skólans
á sama móti í fyrra. Taflmennska
þeirra nú bar líka uppi merki
reynslunnar. Vinninganna skyldi
aflað á efstu borðunum, en jafn-
tefli var viðunandi á þeim neðri.
f fyrstu umferð voru Norð-
menn ofurliði bornir og vinning-
arnir skiptust 2'/b—l'/i. Þá kom
auðveldur sigur á sænsku drengj-
unum 3—1. Þröstur hrifsaði peð
af andstæðingnum og sigraði.
Tómas gerði það einnig á sann-
færandi hátt, en Héðinn og
Magnús gerðu jafntefli. Finnar
og þá b-sveit Dana voru fórn-
arlömbin í næstu umferðum.
Báðar náðu sveitirnar 1% vinn-
ing af þeirir íslensku og hafði
hún því 10% vinning fyrir síð-
ustu umferð. Hún varð jafn
happadrjúg Hvassaleitissveit-
inni og löndum hennar í eldri
flokknum því piltarnir sigruðu
allir dönsku andstæðinga sína í
umferðinni. Svíar komu í öðru
sæti í mótinu og hlutu 11 vinn-
inga, en veittu Hvassaleitissveit-
inni litla mótspyrnu.
Þröstur og Tómas voru at-
kvæðamestir í vinningaöflun
sveitarinnar. Þeir hlutu báðir 4 %
vinning af 5 mögulegum. Héðinn
Steingrímsson hlaut 3% vinning
og Magnús Kristinsson hlaut 2
vinninga.
Þrátt fyrir góðan árangur í
skákmótinu vakti fleira athygli
útlendinganna. Svo slysalega
vildi til að fararstjórinn ólafur
H. hrasaði á götu skömmu fyrir
brottför til Danmerkur og hand-
leggsbrotnaði, og mætti í fatla á
skákstað. Ekki var það nóg fyrir
máttarvöldin, því í æstum knatt-
spyrnuleik, fyrir síðustu umferð,
fékk Héðinn, sem aðeins er tíu
ára, slæman skell og viðbeins-
1. ísland
2. Svíþjóð
3. b-sv. Danmörk
4.—5. a-sv. Danmörk
4.—5. Noregur
6. Finnland
Sveit Hvassaleitisskóla ásamt fararstjórum
brotnaði. Þeir félagar vöktu því
óskipt athygli í síðustu umferð
er þeir mættu báðir í fatla. Kom
nafngiftin „invalide klubben"
fatla félagið þá frá einhverjum
spaugaranum við góðar undir-
tektir. Héðinn sýndi þó mikla
keppnishörku og mætti vígreifur
til leiks í síðustu umferð þrátt
fyrir brotið og burstaði andstæð-
ingsinn.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Samuli Kaki (Finnl.)
Þriggja riddara tafl.
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 —
2%2
14%
exd4, 4. Bc4 — Rf6,5.0-0 — Rxe4,
6. Hel — d5, 7. Bxd5 — Dxd5,
8. Rc3 — Da5, 9. Rxe4 — Be6, 10.
Bd2 — Bb4, 11. Rxd4 — Rxd4,
12. Bxh4!?
Allt er þetta góð og gild teóría
hingað til. Flestir láta sér þó
nægja að leika 12. c3 og eftir 12.
— Be7,13. Cxd4 — Dd5 er staðan
í jafnvægi. Leikur hvíts hefur
allt önnur áhrif. Hann fórnar
peði og vonast eftir sóknarfærum
í staðinn.
12. — Dxb4, 13. c3 — Dxb2, 14.
Dxd4 — 0-0,15. Habl
Hvítur verður ekki sakaður um
efnishyggju í þessari skák. 15.
De5 kom þó einnig til greina.
15. — Dxa2,16. De5 — Hfc8?
Hræðilega passíft. 16. — Dd5,
17. Dg3 — Kh8 hæfir betur
svörtu stöðunni. Hvítur hefði þá
líklega aðeins óljós sóknarfæri.
17. Hbdl! — b6, 18. Hd3 - Da5,
19. Dd4 — c5
Hvítur hótaði illþyrmilega 20.
Hg3. En nú kemur önnur hug-
mynd í ljós.
20. Rf6+!
Riddarinn er eitraður t.d. 20. —
gxf6, 21. Hg3+ — Kf8, 22. Dd6+
og mát í næsta leik. Framhaldið
er því þvingað.
20. — Kh8, 21. Dh4 — Bf5, 22.
Hg3?
Var 22. Hf3 ekki sterkara? T.d.
22. - Bg6 þá 23. Rxh7 eða 22. -
c4, 23. g4 og 22. - Hc6, 23. Hxf5
- Hxf6, 24. Hxf6 - Dxc3, 25.
Dxe4 og vinnur.
22. — Hc6, 23. Dg5 — Bg6, 24.
Dd5!
Setur upp lúmska gildru. Eftir
24. — Hcc8, 25. Ðe5 er staðan
óljós.
24. — Hac8??, 25. Dxc6!
Svartur gafst upp. Hann tapar
hrók því drottningin er friðhelg
sökum máts upp í borði.
Brids
Arnór Ragnarsson
Tafl- og brids-
klúbburinn
Eftir 3 kvöld í fjögurra kvölda
hraðsveitakeppni TBK er staðan
þessi:
Sveit Gests Jónssonar 1714
Sveit Ingólfs Lillendahl 1634
Sveit Guðna Sigurbjarnars. 1600
Sveit Þórðar Sigfússonar 1623
Sveit Sveins Sigurgeirssonarl587
Hæstu skor hlutu sveitir:
608 Ingólfs Lillendahl
581 Gests Jónssonar
540 Sveins Sigurgeirssonar.
Lokakvöldið verður spilað í
Domus Medica næsta fimmtu-
dagskvöld kl. 7.30, stundvíslega.
Röggsamur keppnisstjóri er
Anton Gunnarsson, upprennandi
stjarna í þeim virðulega hóp.
Bridsfélag
Vestmannaeyja
Nýlokið er hausttvímenningi
félagsins er spilaður var 4 kvöld
með þátttöku 16 para. Urðu úrslit
sem hér segir:
Jón Hauksson —
Þorleifur Sigurlásson 397
Guðlaugur Gíslason —
Hilmar Rósmundsson 368
Bjarnhéðinn Elíasson —
Leifur Ársælsson 354
Friðþjófur Másson —
Þórður Hallgrímsson 352
Benedikt Ragnarsson —
Guðni Valtýsson 347
Magnús Grímsson —
Sigurgeir Jónsson 345
Bridsdeild
Sjálfsbjargar
Mánudaginn 28. október lauk
fjögurra kvölda Mitchell-tví-
menningi. 18 pör tóku þátt í
keppninni og varð röð efstu para
þessi:
Sigurrós Sigurjónsdóttir
— Jónas G. Guðmundsson 1028
Gísli Guðmundsson
— Ragnar Þorvaldsson 997
Bjarni Veturliðason
— Sigríður Sigurðardóttir 967
Magnús Sigtryggsson
— Rafn Benediktsson 943
Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir
— Ruth Pálsdóttir 927
Stefán Sigvaldason
— Páll Sigurjónsson 926
íris Ástmundsdóttir
— Ingimundur Elínmundars. 926
Meðalárangur 864
Mánudagskvöldið 4. nóvember
hefst hraðsveitakeppni. Byrjað
verður að spila kl. 19. Spilað er í
hátúni 12. Keppnisstjóri er Ant-
on Reynir Gunnarsson.
Bridsfélag
Hafnarfjardar
Byrjað er á svokölluðum
tölvuvæddum Mitchell, þar sem
Vigfús Pálsson leikur á tölvuna
en 22 pör á spilin. Hæsta skor
fyrsta kvöldið.
N—S
Bjarni — Magnús 315
Guðni — Kristófer 313
Friðþjófur — Þórarinn 303
Birgir — Brynjar 303
A—V
Halldór - Óskar 322
Ásgeir — Guðbrandur 304
Gylfi — ólafur 291
Hafsteinn — Jón Gísla 281
Blásarakvintett Reykja-
víkur á Austfjörðum
Blásarakvintett Reykjavíkur mun
halda ferna tónleika á Austfjörðum
nú um helgina.
Laugardaginn 2. nóvember kl.
11.00 verður hljóðfærakynning og
stutt efnisskrá í Egilsstaðaskóla fyrir
nemendur. Kl. 17.00 verða tónleikar
í Egilsstaðakirkju á vegum Tónlistar-
félags Fljótsdalshéraðs og kl. 21.00
tónleikar á Neskaupstað á vegum
Menningarnefndar Neskaupstaðar.
Sunnudaginn 3. nóvember kl. 11
verður hljóðfærakynning og stutt
efnisskrá í Tónlistarskóla Eski-
fjarðar fyrir nemendur á Eskifirði
og Reyðarfirði.
Á efnisskránni eru verk eftir
Beethoven, Þorkel Sigurbjörnsson,
Ligeti, Sweelinck og Arnold, og
auk þess tónlist af léttara taginu
eftir Scott Joplin og Rimsky-
Korsakov.
Blásarakvintett Reykjavíkur,
sem stofnaður var árið 1981, er
skipaður Bernharði Vilkinson á
flautu, Einari Jóhannessyni á
klarinett, Daða Kolbeinssyni á
óbó, Hafsteini Guðmundssyni á
fagott og Joseph Ognibene á horn,
og eru þeir allir starfandi í Sin-
fóníuhljómsveit Islands. Kvintett-
inn hefur haldið fjölda tónleika í
Reykjavík og auk þess komið fram
við ýmis tækifæri. I fyrra fór hann
í hljómleikaferð til Frakklands og
Sviss.
Þessi tónleikaferð Blásarakvint-
etts Reykjavíkur er að hluta til
styrkt af fjárveitingu Mennta-
málaráðuneytisins til Félags ís-
lenskra tónlistarmanna.
(Frótlatilkynning)