Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.10.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ; FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 45 Ársþing Bridssambands íslands: Bridshátíð í janúar verður stærsta verkefni næsta árs Sejfossi, 26. október. Ársþing Bridssambands ís- lands var haldið á Selfossi í dag laugardaginn 26. okt. í Inghóli. Á þinginu var sam- bandinu afhent íbúð að gjöf frá Guðmundi Kristni Sigurðs- syni síungum áhugamanni um brids og keppnisstjóra á mót- um í 45 ár. Guðmundur Kr. Sigurðsson er þekktur um allt land fyrir eldlegan áhuga sinn á bridsíþróttinni og góða mótsstjórn. Gjöf Guðmundar er sambandinu mikill styrkur því eitt aðalverkefni þess næsta ár verða húsnæðismál. Þingið sam- þykkti að stjórnin ynni að því að útvega sambandinu húsnæði og auk þess stofnun sjóðs með nafni Guðmundar Kr. Sigurðssonar. Sjóðnum er ætlað að styrkja hús- næðiskaup sambandsins. Á þinginu yar samþykkt að samræma verðlaunaveitingar á mótum sambandsins þannig að verðlaunagripir verði veittir fyrir 3 efstu sætin. Þá kom unglinga- starf innan sambandsins til um- ræðu og var það samdóma álit Guðffiandar Kr. SignrAmon, ávarpar þingfulhrúa en hann g*f samband- inu íbúð í Rey kjavík. fulltrúa að það þyrfti að auka. Mikill áhugi var fyrir því hjá fulltrúum að sambandið héldi mót sín utan höfuðborgarsvæðisins. Sannast hefur að mót utan höfuð- borgarinnar eru ekki síður sótt og má í því sambandi nefna mót sem haldið var á Selfossi fyrir skömmu þar sem þátt tóku 30 pör víða að af landinu. í stjórn sambandsins voru kjörnir: Forseti Björn Theodórs- son, varaforseti Örn Arnþórsson, gjaldkeri Guðmundur Eiríksson, ritari Esther Jakobsdóttir, með- stjórnendur Gunnar Berg, Björn Eysteinsson og Jón Baldursson. Bridssamband íslands saman- stendur af 46 félögum um allt land sem í eru 2.500 félagar. Stærsta verkefni sambandsins á komandi starfsári er bridshátíð 17.—20. janúar þar sem erlendar keppnis- sveitir verða gestir. Þeirra á meðal má nefna Alan Sonntag frá Banda- ríkjunum. Sérlegur boðsgestur verður Zia Mahmood frá Pakistan og búið er að bjóða Austurríkis- mönnum sem eru Evrópumeistar- ar. Sig. Jóns. Morgunbla&ið/Sig. Jóns. Nýkjörin stjórn Bridssambands íslands aftari röA: örn Arnþórsson varafor- seti, Björn Eysteinsson, Jón Baldursson, Guðmundur Eirfksson gjaldkeri. Fremri röA: Gunnar Berg, Björn Theodórsson forseti, GuAmundur Kr. Sig- urðsson heiðursfélagi og Esther Jakobsdóttir rítarí. Þingfulltrúar á áraþingi Bridaaambands tslands. GEGN VEIKINDADÖGUM, SLÖKUM AFKÖSTUM OG VANLÍÐAN Leynivopniö í Labofa stólnum er sérstakur hreyfibúnaöur, umfram þaö sem gerist í bestu stólum. Hann stjómar hægri breytingu á stöðu setunnar meöan þú situr. Svo hægri breytingu, að þú verður hennar ekki var, en hryggiarliöir bínir kunna vel að meta hana. Þess vegna stendur þú hressari upp af Labofa stól en öðrum stólum. Hreyfingin hefur dregiö úr óþæg- indum kyrrsetunnar. Að sjálfsögðu er Labofa stóll einnig búinn öllum stillimöguleikum sem þú þekkir-og nokkrumaðauki. Stillingarnareru bæði auðstýranlegri og nákvæmari en þú átt að venjast, enda stóllinn allur hin vandaðasta smíð. hú kemst strax að raun um það þegar þú kemur og sérð hann í „hvíta húsinu" okkar, rétt við Vesturlandsveginn. ~~~ 1 jg' ————— $$ " — 1 ' ——-—— KRISDÁN SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHUSGOGN Hesthálsi 2-4-sími 672110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.