Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 46

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Vöruloftið Sigtúni 3 er fullt af nýjum og góðum vörum á stórlækkuðu verði Buxur í kven-, unglinga- og herrastæröum, úlpur, mittisjakkar, peysur, skór, ullarsokkar, vettlingar, treflar, húfur, dragtir, ullar- garn, þykkar sokkabuxur, nylonsokkabuxur, jogginggallar, barna- sokkar, dömu-, herra- og barnaskyrtur, dömublússur, dömupils stígvél, joggingpeysur, sængurverasett, teygjulök, handklæöi, ' þvottapokar, kvenleöurstígvél. Og margt fleira. Vöruloftið hf. Sigtuni 3 Don Cano Hilda hf. María Björns- dóttir — Minning Faedd 3. maí 1900 Dáin 18. október 1985 Lifið var hart á Íslandi um sið- ustu aldamót, ekki síst í austfirsk- um fjalladölum. Þar var búið og barist á sama hátt og gert hafði verið um aldir; menn höfðu flúið til fjarlægra stranda en aðrir þraukað áfram. 3. maí, aldamótaárið 1900, fædd- ist lítil stúlka á Grímsstöðum á Fjöllum. Foreldrarnir voru Guðný Þorsteinsdóttir og maður hennar, (Gunnlaugur Árni) Björn Sigfús- son. Guðný fæddist í Hestgerði í Suðursveit, dóttir Þorsteins Gísla- sonar á Reynivöllum og Þórunnar Þorsteinsdóttur frá Steig. Björn var sonur Sigfúsar Péturssonar frá Hákonarstöðum á Jökuldal, Péturssonar frá Skjöldólfsstöðum. Móðir Sigfúsar var Hallfríður, dóttir Galdra-Eggerts, Einarsson- ar prests á Svalbarði, en móðir Björns var Ragnhildur Sigmunds- dóttir frá Flögu í Skriðdal. Það varð hlutskipti Guðnýjar og Björns að vera ætíð annarra hjú. Þau eignuðust þó 10 börn. Þessa litlu stúlku, sem fyrr var nefnd, hlutu þau að láta frá sér barnunga. Hún var svo heppin að lenda hjá sæmdarhjónum í Jökuldalnum, Guðmundi Snorrasyni og Álfheiði Þorsteinsdóttur í Fossgerði (sem síðar var nefnt Stuðlafoss) og alast upp hjá þeim við góð kjör og ástríki. Þessi hjón kallaði hún alltaf pabba og mömmu og þau áttu hennar hlýjasta streng. Ung að árum hélt María suður á land. Kaupakona i Kjósinni kynntist hún Guðlaugi Jónssyni, bóndasyni í Laxárnesi. Þau gengu í hjónaband árið 1920. Guðlaugur lagði gjörva hönd á margt, en var lengst af vélamaður á sjó, auk þess sem þau bjuggu nokkur ár í Hjarðarnesi á Kjalarnesi. Hann er fallinn frá fyrir 21 ári og hvílir í Saurbæjarkirkjugarði á Kjalar- nesi, þar sem María verður Iögð til hinstu hvílu í dag. Auk þess að sinna um heimilið vann María iðulega utan þess; við fiskvinnu framan af, en mörg síð- ustu árin, meðan starfsgetan ent- ist, við saumaskap í Belgjagerðinni og ekki alltaf við léttust verkin — hún var jafnan sett til að sauma tjöld þegar það var á döfinni, en það er slitvinna eins og þeir vita sem til þekkja. En samviskusemi hennar og dugnaður áttu sér engin takmörk — hún var sístarfandi. Frlstundirnar voru alla jafna ekki margar, allra síst um miðja ævina. En þær stundir sem gáfust voru notaðar til að grípa í góða bók, ekki sist um þjóðlegan fróð- leik eða vangaveltur um hvað við tekur að lokinni þessari jarðvist. Nýja testamentið hennar og þá ekki síður Passlusálmarnir bera þess merki að hafa verið meira en skyldugar bækur uppi í skáp. Eftir að sjóninni fór að hraka, sem var hennar fyrsta raunverulega elli- merki, eignaðist hún nýja passíu- sálmabók með stærra og skýrara letri. Þessi bók hefur líka verið lesin, og fylgir eiganda sínum í jörðina í dag. Tónlist var henni ekki síður hugleikin. Ung eignaðist hún fiðlu og fékk einhvers konar tilsögn í að handleika hana. Ekki flíkaði hún þessu hugðarefni sínu. Þegar hún var komin yfir sjötugt og sest 1 helgan stein keypti hún stofu- harmoníum, lærði nóturnar ög létti sér gjarnan lund við að töfra fram lög og stef úr hijóðfærinu. Og oft raulaði hún við vinnu sína ogfyrirbörnin. Hún hafði líka yndi af gróðri og útiveru. í mörg ár átti hún sumar- bústað í Lækjarbotnum, þar sem hún dvaldi allar lausar stundir þegar tíðarfar leyfði, og blóm vildi hún sífellt hafa í kringum sig. Þá voru ferðalög henni mikið ánægju- efni, þó ekki væri nema lítilfjörleg- ur bíltúr um næsta nágrenni, og heimsókn sem hún gerði dóttur sinni til Bandaríkjanna fyrir þrjá- tíu árum varð henni minningalind eftir það. En hún hafði líka næman skilning á því hvenær blámóða minninganna er betri en hrörnun raunveruleikans. Einu sinni þegar ég vildi drífa hana á bernskuslóð- irnar heima í Fossgerði, sem þá hafði verið í eyði í nokkur ár og gömlu húsin fallin, afþakkaði hún það hlýlega, en með festu. Svoleiðis ferðalög er best að fara ekki fyrr en eftir vistaskiptin, sagði hún, fullviss þess sem fyrri daginn að laus úr viðjum líkamans færi andinn þær ferðir sem hann lysti og með bestu hugsanlegri leiðsögn. María lét aldrei mikið fyrir sér fara og sinnti lítið samkomum og mannamótum. Hennar nánustu voru það samkvæmi sem hún kærði sig um, og ekki sist að geta hlúð að þeim og orðið að liði. Mest þótti henni gaman að fá eitthvað af fólkinu sínu í heimsókn og gat þá aldrei nógsamlega fyrir það gert, ánægjulegast af öllu þó ef það kom til gistingar. Það var hluti af hennar lifsnautn að gefa, og það þótti henni margfaldlega sælla en aðþiggja. Sjálf mátti hún ekki til þess hugsa að þurfa að vera upp á aðra komin, og kveið þvi sárast ef hún gæti ekki lengur búið að sinu. Enda gerði hún það meðan hún hafði nokkra vitund til. Síðustu mánuðina dvaldi hún í líkamanum að Hrafnistu, en hugurinn hafði þá fengið þá vængi sem engir veggir eða húnalausar hurðir fá heft — þá var hún i vinnunni, að sinna sinum búskap eða hlynna að gestum sínum. Dætur eignuðust þau Guðlaugur fjórar: Guðrúnu, sem býr í Reykja- vík, Hildi sem flest sin fullorðinsár bjó í Bandarikjunum þar til hún lést fyrir rúmu ári, Lilju, sem býr í Kelduhverfi og Álfheiði, búsetta í Mosfellssveit. Afkomendur þeirra hjóna, nú í fjórða lið frá þeim, teljast i tugum, búsettir í tveimur heimsálfum. Meðan Maria var og hét vissi hún skil á þeim öllum og naut þeirra allra á sinn hátt. Nú er aldarfjórðungur síðan ég kynntist Maríu og varð einn af fólkinu hennar. Allan þennan tíma reyndist hún mér og mínum eins og best verður á kosið. Og nú þegar hún er horfin þangað sem hún vissi sig eiga vísan samastað og öruggt athvarf fylgir henni hugheil þökk fyrir samfylgdina. Sigurður Hreiðar Grein þessi itti að birtast hér í blað- inu á laugardaginn, er útfor Maríu fór fram, en vegna mistaka hjá blað- inu fórst það fyrir. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.