Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 58

Morgunblaðið - 31.10.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER1985 Evrópukeppnin í handknattleik: Víkingar mæta spænska liðinu Teka á sunnudag — Víkingar hafa sigrað í 15 Evrópuleikjum af þeim 28 sem liðið hefur leikið jflHi fo ss • Karl Þráinsson Vikingi og féiagar hans fá arfiðan leik á sunnudaginn er þeir mœta spænska IMMnu Teka (Evrópukeppninni. „Eigum góða möguleika „ÉG TEL okkur eiga góða mögu- leika á sigri í Laugardalshöll," sagöi Guömundur Guðmundsson, fyrirliöi Víkings, eftir aö hafa skoöaö myndbandsupptöku spánska sjónvarpsins af leik Coronas og Teka, mótherjum Víkings í 2. umferó Evrópukeppni bikarhafa. Félagi Guömundar — Siguröur Gunnarsson gaf honum upplýsingar um liö Teka þegar þeir léku meö íslenzka landsliö- inu í Sviss á dögunum. „Siguröur segir aö viö þurfum aö gæta sérstaklega fjögurra leik- manna Teka; fyrst og fremst hins stórhættulega hornamanns liösins, Julio Ruiz. Hann er gífurlega snjall, hreint frábær hornamaöur og vinn- ur mikiö fyrir liðið. Á margar snjallar línusendingar, fiskar mörg vítaköst þegar hann brýst í gegn. Þá er júgó- slavneska stórskyttan Badenovic hættuleg, aö sögn Siguröar. Einnig er Sala, sem Teka keypti frá Barcel- ona, sterkur og hann þekkjum viö frá viöureignum okkar viö Barcel- ona í vor. Ég tel gott gengi okkar í Evrópu- keppni í fyrra gott vegarnesti. Viö lékum mjög vel, unnum eftirminni- lega sigra og ööluöumst dýrmæta reynslu og síöast en ekki síst — trú á sjálfa okkur. Viö förum meö þvi hugarfari aö sigra Teka og komast áfram,“ sagöi Guömundur Guö- mundsson. Bíkarmeístarar Víkings mæta spánska liöinu Teka í Evrópu- keppni bikarhafa í Laugardalshöll á sunnudag kl. 20.30. Víkingur leikur sinn 29. Evrópuleik gegn spánska liöínu, en Víkingar hafa tekiö þátt í Evrópukeppni sleitu- laust síöan haustiö 1978. Félagið lék sinn fyrsta Evrópuleik haustiö 1975 eftir að hafa orðiö íslands- meistari í fyrsta sinn í sögunni þá um vorið. Síöastliöið keppnistímabil var eitt hiö glæsilegasta í sögu Víkings. Félagiö varö þá bikarmeistari þriöja áriö í röö og náði þeim glæsilega árangri aö komast í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa — og vera hársbreidd frá því aö komast í úr- slit. Víkingar mættu norska liöinu Fjellhammer í 1. umferö og voru báöir leikirnir í Noregi. Víkingur vann fyrri leikinn 26-20 en tapaði síöari 23-25. Samanlagt vann Vík- ingur því 49-45. í 2. umferö mætti Vkingur Tres de Mayo frá Spáni — liöi Víkingsins Siguröar Gunnars- sonar og Valsmannsins Einars Þorvaröarsonar. Báöir leikirnir fóru fram á Spáni — og unnust báöir — sá fyrri 28-21 og síöari einnig 28-21. Samanlagt því 56-42. i-3. umferö mætti Víkingur júgó- slavnesku bikarmeisturunum Crvenka. I eftirminnilegum leikjum sigraöi Víkingur tvívegis — fyrst 20-15 og síöan 25-24. Þaö var glæsilegur árangur og í fyrsta sinn, sem íslenskt félagsliö slær út júgó- slavneskt. i undanúrslitum mætti Víkingur Evrópumeisturum Barcel- ona. Fyrri leikurinn fór fram í Höll- inni og sigraöi Víkingur glæsilega, 20-13. Hins vegar snérist dæmiö viö í Barcelona — þá sigraöi spánska stórliöiö 22-12. Barcelona endurtók sama leikinn gegn ZSKA Moskvu. Tapaöi 20-13 í Moskvu, en vann upp muninn j Barcelona. Mikil reynsla býr í liöi Víkings, sem Árni Indriðason leiöir í fyrsta sinn sem þjálfari. Sjálfur lék Árni marga eftirminnilega Evrópuleiki meöVíkingi. Sjö landsliðsmenn Víkings Sjö landsliösmenn Víkings veröa í eldlínunni á sunnudag. Þar er fyrstan aö telja Kristján Sigmunds- son, markvörö, en hann lék sinn 100. landsleik fyrir íslands hönd á dögunum í Sviss. Kristján hefur staðiö í marki Víkings í öllum Evr- ópuleikjum Víkings frá 1978 — og átt marga eftirminnilega leiki. Hann hefur líklega aldrei leikiö betur en í viöureignum Víkings í Höllinni gegn Crvenka þegar hann bókstaflega lokaöi markinu. lougardagskvöld 2. nóv. Gamansýning ekki órsins, óratugarins, aldarinnar heldur... órþúsundsins (1000-2000 e.Kr.) Laddi rifjar upp 17 viðburðaríkór í skemmtanaheiminum og bregður sér í gervi ýmissa góðkunningja! Hljómsveitina skipa: Magnús Kjartansson, hljómborð Gunnar Jónsson, trommur Finnbogi Kjartansson, bassi Eyþór Gunnarsson, hljómborð Ellen Kristjónsdóltir, söngur Kristinn Svavarsson, saxófónn Kristjón Edelstein, gítar Matseðill: Salatdiskur með ívafi Lamba- og grísasneiðar með ribsberjum Hunangsís með súkkulaðisósu Húsið opnað kl. 19.00 Borðapantanir í síma 20221 eftir kl. 16. Verð kr. 1500. Só sem ekki Ncer (en hefur húmor) fœr endurgreitt(ef hom getur sonnað cið harm hafi ekkí htegið.) S Ö G U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.