Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 60

Morgunblaðið - 31.10.1985, Side 60
KEILUSALUWINN OPINN 1000-00.30 V J TIL DAGLEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. ^ Morgunblaðiö/Bjarni SHEVARDNADZEAISLANDI Kduard A. Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafði tæplega þriggja klukkustunda viðdvöl hér á landi í gær og átti þá viðræður við Halldór Asgrímsson, sem gegnir störfum forsætisráðherra, og Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra. Á myndinni, sem tekin er fyrir utan Ráð- herrabústaðinn í Tjarnargötu að viðræðunum loknum, er Geir Ilallgrímsson að lýsa Tjörninni og umhverfi hennar fyrir hinum sovéska starfsbróður sínum. Við hlið þeirra stendur Evgeny A. Kosarev, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi. Einnig má greina Ingva S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóra, sovéskan túlk og Ólaf Egilsson, skrifstofustjóra. — Sjá bls. 2: Sovéska þotan tafðist vegna lendingar varnarliðsvéla og á bls. 24: Stefnt að við- skiptajöfnuði á næsta ári. Framleiðsluráð: Mótmælir frjálsu verði hrossakjöts og kartaflna Verðlagsstjóri telur að búvörurnar lækki Kaupin á Lauga- teigi 19: Vernd hafn- ar tilboði borgarráðs „Mínum afskiptum af málinu lokið,“ segir borgarstjóri STJÓRN Verndar ákvað á fundi sínum á mánudag, aö hafna tilboði borgarráös um sölu á húseigninni að Lauga- teig 19. Var það einróma samþykkt stjórnarinnar að taka ekki tilboðinu, meðal annars á þeim forsendum, aö með kaupunum á húsnæðinu hafí samtökin „séð langþráð- an draum rætast, auk þess sem sala á húsinu hefði haft í för með sér óvissu um úr- lausn á húsnæðismálum samtakanna“, eins og segir í samþykkt stjórnar Verndar. Að sögn Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, var tilboð borgar- ráðs tilraun til að ná sáttum i málinu. „Ég vildi gera mitt til að lægja öldur í hverfinu og bauðst til að kaupa húsið. Ég get ekki keypt hús sem ekki er til sölu og með þessari samþykkt er ljóst að þetta hús er ekki til sölu. Þar með lýkur mínum afskiptum af þessu rnáli," sagði borgarstjóri. Á stjórnarfundi Verndar kom fram ályktun frá heimilismönnum Verndar, þar sem skorað var á stjórn samtakanna að hvika ekki frá kaupunum á húseigninni að Laugateigi 19. í bréfi, sem stjórn Verndar hefur sent borgarstjóra, þar sem greint er frá samþykkt stjórnar samtakanna, er gert grein fyrir þeim viðhorfum sem liggja að baki þess, að samtökin hafna tilboði borgarráðs, og þar kemur ennfremur fram, að samtökin meti mikils viðleitni borgarstjóra í þessu máli. 100-120 manns munu missa atvinnu sína hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur um miðjan nóvember, skömmu eftir að togarinn Kolbeinsey kemur inn úr síðustu veiðiferð sinni á þessu ári. Jafnframt eru fyrirsjáanlegir verulegir greiðsluerfiðleikar hjá Fiskiðjusam- laginu frá þeim tíma. Kolbeinseyin verður boðin upp hér á Húsasvík á morgun og væntanlega slegin Fisk- veiðasjóði. Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrirsjáanlegur fiskskortur væri hjá fyrirtækinu frá miðjum nóv- ember og að minnsta kosti fram yfir áramót. Ekki hefði reynst unnt að afla hráefnis þetta tímabil með öðrum hætti og um framhaldið eftir áramót færi eftir því hvort tækist að kaupa skipið af Fiskveiðasióði ó FRAMLEIÐ8LURÁÐ landbúnaðar- ins samþykkti í gær ályktun þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun verðlags- nefnda landbúnaöarins að fella niður hámarksverð í heildsölu á hrossa- kjöti og kartöflum, en verðlagsnefnd- irnar hafa, eins og fram hefur komið viðunandi kjörum. I undirbúningi væri stofnun hlutafélags til kaupa á skipinu. Afleiðingar þess að missa skipið af staðnum væru mjög víð- tækar og hefðu veruleg áhrif til hins verra á allt athafnalff í bænum. í Morgunblaðinu, ákveðið að gefa verðlagningu þessara búvara frjálsa í heildsölu. Tekur sú ákvörðun gildi í dag. Er þetta nýjung í verðlagningu búvara og telur verðlagsstjóri að það geti leitt til lækkunar þessara vara. í ályktun Framleiðsluráðs segir Fram í miðjan október hefði Fisk- iðjusamlagið tekið á móti um 6.600 lestum af bolfiski, þar af 3.000 lest- um af Kolbeinseynni svo glögglega mætti sjá hve mikilvægur þáttur hennar væri í hráefnisðfluninni að ákvarðanir verðlagsnefndanna séu í ósamræmi við umsagnir Framleiðsluráðs og hagsmunafé- laga bænda og fái ekki staðist samkvæmt búvörulögunum. Jafn- framt ákvað ráðið að fá lögfræði- lega álitsgerð um málið. Verðlagsnefndirnar byggðu ákvarðanir sínar á eftirfarandi ÞH Tryggvi sagði að undanfarið hefðu átt sér stað ýmsar lagfæring- ar stjórnvalda á skuldastöðu sjávar- útvegsins en eftir stæðu 4 skip sem boðin hefðu verið upp. Hann liti því svo á að vandi þeirra væri síðasti liðurinn í aðgerðum stjórnvalda til úrbóta í útgerð. Yrðu þessi skip seld burt úr viðkomandi byggðarlögum stæði eftir enn meiri vandi sem stjórnvöld yrðu meðal annarra að taka þátt í að leysa. Einfaldasta lausnin væri því að gera viðkomandi stöðum kleift að kaupa skipin eftir uppboð á verði í samræmi við afla- kvóta og afkomumöguleika þeirra. Kolbeinseyin fer í síðustu veiði- ferð sína á þessu ári í kvöld. Hún líkur aflakvóta sínum í þessari ferð en stefnt hefur verið að því að ljúka kvótanum áður en Fiskveiðasjóði yrði slegið skipið og það sett í slipp á Akurevri. ákvæði í búvörulögunum: „Fimm manna nefnd getur að fenginni umsögn Framleiðsluráðs ákveðið að undanskilja einstakar vöruteg- undir verðlagsákvæðum skv. 13.- 15. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag." Georg Ólafsson verðlagsstjóri, sem er formaður verðlagsnefnd- anna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að nefndarmenn teldu samkeppni næga í þessum greinum og væri það meginforsenda ákvarðana þeirra. Sagði Georg að Framleiðsluráð hefði ekki gert neinar athugasemdir við sam- keppnisstöðuna í umsögn sinni en bent á nokkur atriði varðandi gjöld til sjóða og fleira. Nefndirnar hefðu gert tillögu um aðferð til að reikna út viðmiðunarverð til að leysa úr þeim vandamálum og teldu nefndarmenn sig hafa leyst málið þannig. Hann vísaði því algerlega á bug að nefndirnar hefðu ekki lagalegan grundvöll fyrir ákvörðunum sínum. f umsögnum bænda var gefið í skyn að frjáls verðlagning hrossa- kjöts og kartaflna gæti orðið til að verð þeirra lækkaði þannig að bændur fengju ekki skráð verð fyrir búvörurnar. Aðspurður um líkleg áhrif þessarar kerfisbreyt- ingar í verðlagningu búvara á verð þeirra sagði Georg að hann teldi að samkeppnin myndi líklega leiða til verðlækkunnar en taldi jafn- framt að framleiðendur fengju eins hátt verð og markaðurinn Ipvfði Húsavík: 100—120 manns missa atvinnuna við uppboðið á Kolbeinsey Húsavík, 30. oktober. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Kolbcinsey í Húsavíkurhöfn í gær. Morgunblaöift/Friöþjófur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.