Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 Ort fyrir sinn tíma Bókmenntir Erlendur Jónsson :>étur Beinteinsson: IIN EILÍFA LEIT 18 blaðsíður Hörpuútgálan, Akranesi, 1985 Hér er ekki á ferðinni heildarút- íáfa á kvæðum Péturs Beinteins- ,onar heldur úrval eða sýnishorn amanber orð Sveinbjörns Bein- einssonar í formála: »í þessu cveri er aðeins lítill hluti af því, ,em til er eftir Pétur í bundnu náli.« Pétur varð skammlífur, lést i Vífilsstöðum 1942, aðeins 36 ára, itti auk þess við vanheilsu að ítríða síðustu árin. Þessi ljóð veita jví litla forsögn um hvað honum nefði auðnast að senda frá sér ef honum hefði enst líf og heilsa. En jegar á þrítugsaldri varð Pétur icunnur fyrir kveðskap sinn sem ,'éll vel að þeirrar tíðar skáldskap- arsmekk. Naumast þarf að taka fram að Pétur fylgdi hinu hefðbundna ljóð- formi eins og langflestir um hans daga. Sérstaða hans fólst í því að hann orti helst löng kvæði, þrung- in mælsku og íhugun. Gamansemi Péturs og nærtæk skírskotun til daglegra umræðuefna mun þó ekki hvað síst hafa glatt lesendur og — eftir á að hyggja útvarpshlustend- ur sem sulgu í sig hvert orð sem þeim barst á öldum ljósvakans, svo líkt sé eftir orðalagi þessara tíma. Annars var Pétur alvörumaður. En einnig í þeim efnum mun hann hafa snortið streng sem samtíð hans vildi hlýða á. Pétur orti dálítið um sveitasælu. Þess háttar féll í góðan jarðveg meðal þeirra sem alist höfðu upp við rómantík nítjándu aldar, ætt- jarðarljóðin frá sjálfstæðisbarátt- unni og ungmennafélagshreyfing- una. Raddir dalsins heitir t.d. lang- ur ljóðaflokkur í þessari bók. Að hætti hagyrðinga síns tíma skemmti Pétur sér líka við að ýra dálitlum húmor saman við rímið. En hann átti einnig til að bregða fyrir sig revíustíl og yrkja um heldur óskáldlegar athafnir eins og að »drekka „landa" við grammó- fón«. Landinn hafði þá tæpast unnið sér þegnrétt í alvarlegum skáldskap, og enn síður grammó- fónninn. Björn Blöndal var á þess- um árum landsins frægasta per- sóna. Á fjórða áratugnum þurfti því enginn að fara í grafgötur um hvað Pétur var að fara með orðun- um að fylgja »Blöndal í landaleit- ir«. Sá, sem les þetta nú og þekkir ekki forsendur, kann að hugsa sem svo að Blöndal þessi hafi verið landkönnuður. En starf hans var raunar að leita uppi landabrugg- ara. Engu nýrómantísku skáldi hefði dottið í hug að nefna í kvæði »bófaflokka í Sígagó*. Þess háttar orðalag gat á hinn bóginn dompað upp í hvaða revíu sem var á milli stríða. En þessar tilvitnanir eru allar teknar upp úr kvæði Péturs, Meyvant, sem birtist fyrst í Lög- réttu og Vilhjálmur Þ. Gíslason las upp í útvarpi skömmu síðar. Það hefst á þessum ljóðlínum: Ég erfdi í gær og er orAinn rikur og á nú fallega jörð og bú. Ég ríd því suóur til Reykjavfkur og reyni að velja mér efni í frú. Meyvant er, eins og fleiri kvæði Péturs, langt og efnismikið og víða komið við. Sem heild endurspeglar kvæðið hugleiðingar ungs manns sem virðir fyrir sér hina gagngeru þjóðlífsbyltingu með spurn á vör. Um þetta leyti var sveitalífið enn með sínu gamla sniði, þrátt fyrir Pétur Beinteinsson nokkrar framfarir í landbúnaði. Reykvíkingar reyndu hins vegar að tileinka sér útlit og lífshætti borgarbúa í öðrum löndum. »Reykjavíkurstúlkan«, sem mikið var skrifað um á þessum árum, og líka ort, var í augum sveitamanna furðufyrirbæri sem erfitt var að átta sig á. Og á dansleikjum í Reykjavík var sungið um fjósa- mann »sem átti frí og ætlaði sér á ball«. Ekki fór það vel. Lyktin kom upp um hann. »Hugsandi mönnum«, sem þá var kallað, dám- aði þó ekki lífið í Reykjavík. Þeir töldu víst að bókartitill eins og »Eftir miðnætti á Hótel Borg« hlyti að gefa vísbending um grun- samlegt innihald. Allt þetta verður að hafa hug- fast þegar vegið er og metið hvers vegna fólk hafði gaman af kvæðinu Meyvant. Enginn þurfti að fara í grafgötur um hvað Pétur meinti með þessum orðum svo dæmi sé tekið: l'að læra karlmcnn aö „kokettera*4 og kaupa „prívat“ á Hótel Borg. Munum að þetta voru tímar strangrar málvöndunarstefnu og menn leyfðu sér ekki að nota er- lendar slettur nema innan gæsa- lappa. »Pétur var vafalaust vaxandi maður í skáldskap sínum,« segir Sveinbjörn í inngangi. Það mun vera orð að sönnu. Pétur hefur goldið þess að hann kom fram þegar ríkti millibilsástand í ís- lenskri ljóðlist; hefðbundinn kveð- skapur ofurseldur stöðnun og þrá- hyggju án þess að skáld væru að nokkru marki tekin að koma auga á nýjar leiðir. Sýnilega hefur Pétur Beinteinsson haft tilhneigingu til að fara inn á nýjar brautir — án þess að ganga á nokkurn hátt á svig við viðurkenndar bragreglur. Þetta tókst honum að vissu leyti. Og sú mundi verið meginskýringin á því hversu eldri sem yngri tóku kvæðum hans vel. Útgáfa þessi er í alla staði við hæfi. Gamlar ljósmyndir — eflaust teknar á kassavélar af því taginu sem forframað fólk sport- aði sig með á fjórða áratugnum — setja svip á bókina, einnig kápu- mynd Bjarna Þórs Bjarnasonar sem gefur rétta hugmynd um innihald. Hreistraðir svefngenglar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sumar á Flambards ísak Maðkland/ Vígnir Oyoyo: SLÝ Náttbók fyrir draumfærslur. Data 1985. ísak Maðkland, öðru nafni ísak Harðarson, er höfundur texta sem Vígnir Oyoyo hefur myndskreytt og þeir síðan gefið út í kveri. Ut- gefandi sagður Data. Um kverið er það að segja að útlitið er nýstár- legt, texti og mynd renna saman í eitt, skreytingarnar í fremur stórskornum stíl og bera nokkurri hugkvæmni vitni. Það er svo annað mál að textinn græðir ekki mikið á þessari útfærslu. En hann tapar varla á henni heldur. Kverið er tilraun. fsak Maðkland er á slóðum hryllings í texta sínum. Dauðinn heldur sig í hornunum og undir rúminu er djöfullinn. Lesandanum birtast „hrúgöld af hvötum/tóftir af þrám/innfallnir draumar/og yfir öllu/BRENNANDI HIMINN AF LOSTA“. Síðan koma í röð hreistraðir svefngenglar „á leið í Helkaup". En ekki er öll von úti: Ó að þú gætir aðeins fæðst að nýju gengirðu í fóstbræðralag við ljósið ísak Maðkland, öðru nafni ísak Harðarson Slíka von á þrátt fyrir allt „síamstvíburi einmanaleikans". Og talan á teningnum ræður einn- ig nokkru. Sú draugalega stemmning sem þeir félagar vekja upp í kverinu hræðir varla nokkurn mann, hryll- ingurinn verður allt að bví geð- þekkur. Um framtíð ísaks Maðklands á skáldaþingi segir kverið ekki mik- ið. Betur kann ég við nafna hans Harðarson, minnugur ljóða sem hann flutti nýlega úti í Vatnsmýri. Bókmenntir Jenna Jensdóttir K.M. Peyton Sumar á Flambards Silja Aðalsteinsdóttir þýddi Kápa: Sigurður Valur Mál og menning 1985 Sögur K.M. Peyton sem komið hafa út á íslensku eru eitt hið skemmtilegasta lesefni sem ungl- ingar eiga völ á, það hafa þeir svo margir sagt mér, að ég hef það fyrir satt. Höfundurinn hefur mikið innsæi í mannlífið í blíðu og stríðu og veigrar sér hvergi við að vera sjálf- um sér trúr, þótt leiðsögupersónu hans sé oft þyrnum stráð á mis- kunnarlausum tímum stríðs og þeirra þjóðfélagshörmunga er það leiðir yfir heiminn. Þessi Flambardssaga er sú þriðja í röðinni. Hér eru flestar persónur, sem komu fyrir í fyrri bókunum, kall- aðir til. Af næmum skilningi á vanda hvers og eins sýnir höfundur K.M, PIVION Fíambards setríð 3 lesendum inn í hugarheim þeirra. Lætur þá lúta óblíðum örlögum í samræmi við þjóðfélagsstöðu, manndóm þeirra og hugrekki til að fást við örðugleika líðandi stundar. Glöggt kemur fram hve peningar eru í raun ráðandi kraft- ur þess að bogna ekki í miklum erfiðleikum og með þá í höndum er hægt að sjá leið út úr ógöngum og fara hana. Og þeir sem ekkert eiga nema líf sitt og óvissu eru ótvírætt bundnir hinum á leið sinni til mannsæmandi lífs. í þessum stóra heimi getur sár fátækt samfara hörmungum stríðs leitt til ör- þrifaráða eins og þegar Fjóla selur drenginn sinn, þótt í góðar hendur sé. Vilhjálmur er dáinn og Kristína snýr aftur heim á Flambards, þar sem allt er í ömurlegri niðurníðslu í höndum tveggja gamalmenna, áður dyggra þjóna á búgarðinum. Eftir erfiða ákvörðun hefst Kristína handa við að koma lífi í umhverfið og byggja það upp. Vera hennar þar á unga aldri, minning- arnar, hestarnir — allt er óaðskilj- anlegur hluti af henni sjálfri. Úr- bætur hennar liggja um ærið krók- óttar leiðir og minningarnar frá liðinni tíð leiða ýmsar sögupersón- ur fyrir sjónir lesanda. Hann kynnist nánar lífi þeirra og hvern- ig örlög þeirra fléttast saman á ný. Stundum fyrir tilstilli Kristín- ar en stundum óvænt. Tvö börn eru mætt til leiks. Tómas sex ára, ávöxtur af stuttum kynnum umkomulausu vinnu- stúlkunnar Fjólu og Marks Russel. Og stúlkubarnið ísabella, sem Kristína ber undir belti þegar hún kemur aftur á Flambards. Viljandi segi ég ekki meira frá efni sögunn- ar. Þar gerast margir spennandi atburðir, sem eiga það flestir sameiginlegt að vera innan ramma hins raunverulega mannlífs með gleði sína og sorgir. Þýðing sögunnar er góð, en ég get ekki fellt mig við að þýðandi láti Tómas litla segja: „Mér langar ... Mér vantar." Flambardssögurnar eru að mín- um dómi vandaðar unglingasögur. Þótt þær séu sprottnar úr okkur óþekktum jarðvegi felst í þeim lífsbarátta sem er rauður þráður í lífi hverrar þjóðar og að því leyti höfða þær einnig til okkar. Frágangur á bókinni er góður. Nýi miðbærinn Af sérstökum ástæðum er til sölu falleg 4ra herb. íb. á efstu hæð með bílskúr. íb. er tilb. undir trév. en bílskúr fokheldur aö innan, frág. utan. Allt fullfrág. aö utan og sameign inni. Til afh. nú þegar. Fasteignasalan Hátún, Nóatúni 17 • Sími 21870 og 20889. BúsfaAir fasteignasala, sími 28911. Laugarás — Sérhæð Glæsileg neðri sérhæð með bílskúrsrétti. Hæðin er um 110 fm, að auki eru svalir og sameign í kjallara. Ákv. sala. 35300 35301 Faxatún - Einbýlishús Vorum að fá í sölu 130 fm einb.hús einnar hæðar. Skiptist í 3 svefnherb., stóra stofu, skála, eldhús og bað. Mikiö endurnýjað m.a. ný eldhúsinnr. í eldhúsi. Bílskúrsréttur. Failega ræktuö lóö m.a. heitur pottur áverönd. Laust fljótlega. nn FASTEIGNA LuJhöllin FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEmSBRALTr 58-60 SÍMAR 35300435301 Agnar Ólafsson, Arnar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.