Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 Laugavegur — eftir Hilmar Biering Það gleður augu gamalla Reyk- víkinga að sjá þá breytingu sem orðin er á neðsta hluta Laugavegar en svo vill til að einmitt þessi hluti götunnar á sér nokkuð sjálfstæða sögu. Þegar flett er bókum fróðra manna um sögu Reykjavíkur vekur það fyrst athygli að þessi kafli Laugavegar hét í öndverðu Vega- mótastígur. Það var um 1840 sem fyrst var farið að tala um skipu- lagðar vegabætur í bænum og á árunum 1843 til 1845 var gerður vegur frá Bakarastíg (Banka- stræti) að Vegamótum, Vegamóta- stígur. Vegamót var sá staður þar sem Laugarnesvegurinn lá út af Öskju- hlíðarveginum. Þjóðvegurinn upp úr bænum lá yfir fyrstu brúna sem byggð var á Tjarnarlækinn fyrir neðan traðir þær sem enn sést móta fyrir og lágu þær yfir Arnar- hólinn þar sem nú mætast Tryggvagata og Kalkofnsvegur. Öskjuhlíðarvegurinn var þjóðveg- urinn út á land en Laugarnesveg- urinn tengdi bæinn ekki aðeins við biskupssetrið í Laugarnesi heldur einnig og ekki síður við þvottalaug- arnar. Árið 1833 lét Ulstrup landfógeti koma upp skýli fyrir þvottakon- urnar sem báru þvott sinn í Laug- arnesland til þvotta en til þess höfðu reykvískar konur lengi notað heitu laugarnar í Laugarnesi. Þetta skýli fauk í ofviðri árið 1857 en Thorvaldsensfélagið gekkst fyrir því að nýtt hús var reist 1877. Aðstaða við þvottalaugarnar var svo mikið bætt 1902 þegar þvotta- laugin var hlaðin upp og grindur settar yfir hana og við þvottalaug- arnar var Laugavegur kenndur. Árið 1866 tók Reykjavíkurbær 3.500 króna lán til þess að standast kostnað við vegagerð inn að laug- unum og var það upphaf Lagaveg- arins en hann er talinn fullgerður 1889 allt austur að Fúlutjarnarlæk sem var skammt fyrir vestan Rauðará. Frá upphafi var ráðgert að Laugavegurinn yrði þjóðvegur- inn úr bænum og brýrnar yfir Hilmar Biering MorKunblaíift/Ólafur „Upp úr aldamótum var byrjað að versla við Laugaveg og enn mun sjálfsagt aukast verslun við Laugaveg vegna þeirra lagfæringa sem gerðar hafa verið.“ Elliðaárnar höfðu verið gerðar árið 1884. Smágata milli Laugavegar og Skólavörðustígs heitir enn Vega- mótastígur því þar fyrir neðan höfðu áður verið svokallaðir Vega- mótabæir en sá þeirra sem lengst stóð mun hafa staðið þar sem nú bókabúð Máls og menningar við Laugaveg 18. óslitin húsaröð var komin við Bakarastíginn og áframhald hans sem þá hét Vegamótastígur eins og áður er sagt um 1870 en elsta húsið við Laugaveg er hús verslun- arinnar Vísis á Laugavegi 1. Áhrifanna frá verklaginu við byggingu Alþingishússins 1881 gætir víða í bænum og ber til dæmis Laugavegur 10, þar sem nú er Nesco, þess glöggt vitni. Af öðrum stórhýsum á sínum tíma mætti nefna Laugavegsapótek sem Stefán Thorarensen, sonarsonur fyrsta lyfsala í Reykjavík, byggði árið 1920. Þar áður hafði Andrés Andrésson, klæðskeri, byggt stór- hýsi á Laugavegi 3 en á þeirri lóð hafði Baldvin Hinriksson, járn- smiður, byggt hús 1847 sem kallað var Smiðja og við það er Smiðju- stígur kenndur. Ekki eru tök á því í stuttri blaða- grein að greina frá öllum húsum sem þarna standa en eins og öll hús eiga þessi hús sér sögu og hefðu frá mörgu að segja mættu þau mæla. Upp úr aldamótum var byrjað að versla við Laugaveg og enn mun sjálfsagt aukast verslun við Laugaveg vegna þeirra lagfæringa sem gerðar hafa verið en um síð- ustu áramót voru til dæmis aðeins 40 íbúar við Laugaveg inn að Klapparstíg. Sverri Runólfssyni, steinsmið, sem byggði steinbrú yfir Lækinn fyrir neðan Bakarastíginn 1866 hefði eins og reyndar ýmsum nú á dögum þótt það ótrúlegt að sóttir væru um 550 fermetrar af 12 senti- metra þykku granítgrjóti til Portúgals til þess að gera gamla Vegamótastíginn sem vistlegast- an. En allir hljóta þó að ljúka upp einum munni að hér hefur vel tekist. í þessu greinarkorni hefur verið að nokkru sögð saga neðsta hluta Laugavegarins en söguna er enn verið að skapa og ekki þykir mér ótrúlegt að þessara framkvæmda verði í framtíðinni getið sem sér- staks kafla í sögu fegrunar í Reykjavík. Hötundurinn er borgarsUrfsmaö- ur. Fræðsla um lyf — eftir Tómas Helgason Helgi Kristbjarnarson, Magnús Jó- hannsson og Bessi Gíslason: íslenska lyfjabókin. Útg. Vaka, Reykjavík 1985,336 bls. Almannafræðslu um lyf hefur verið tiltölulega lítið sinnt hér á landi þar til á síðustu tveimur árum, þrátt fyrir augljósa þörf. Með vaxandi lyfjanotkun við ýms- um langvinnum sjúkdómum og auknum möguleikum á að veita virka meðferð við þeim, eykst þörfin á að veita upplýsingar um lyfin, kosti þeirra og galla. Þetta er því nauðsynlegra sem meiri er sóknin í að ná vellíðan og heil- brigði með einhverjum töfrabrögð- um og án allrar fyrirhafnar. Töfra- bragðið hefur fyrir mörgum leynst í lyfjum. Vissulega er töfrum líkast hvað sum lyf geta gert til að bæta vanheilsu. En töfrarnir eru ekki ókeypis. öllum virkum lyfjum fylgja aukaverkanir, ef þau eru misnotuð, og stundum jafnvel í venjulegum lækningaskömmtum. Verða þá sjúklingur og læknir að meta í sameiningu hvor kosturinn sé skárri, vanlíðanin og sjúk- dómseinkennin eða aukaverkanir lyfjanna. Því meiri sem þekking fólks er á lyfjum, því auðveldara ætti þetta sameiginlega mat að vera. Fyrir nokkru kom út hjá Vöku íslenska lyfjabókin eftir Helga Kristbjarnarson, dr. med., Magnús Jóhannsson, dr. med. og Bessa Gíslason, lyfjafræðing. Bætir hún úr þeim skorti sem að ofan er nefndur og veitir almenningi að- gengilega fræðslu á skýru íslensku máli um öll sérlyf, sem voru skráð hér á landi um síðustu áramót. Bókin skiptist i 3 meginhluta. Meginuppistaða hennar er lyfja- skrá með ítarlegum skýringum á eiginleikum hvers lyfs. í bessari ÍSLENSKA LYFJA BOKIN H««g! Uogrtiís Jótt»r*wKui, Bosirt Gitía*on skrá er lyfjunum raðað í stafrófs- röð eftir skráðum heitum þeirra. Við hvert lyf er þess getið, hvort það fæst með eða án lyfseðils, hver sé framleiðandi, hvert sé hið virka innihaldsefni og í hvaða formi lyfið er selt. Þá er sagt frá notkun lyfsins og hverjar séu ábendingar fyrir henni og venjulegir skammt- ar. Getið er helstu aukaverkana og hvort lyfið sé vanabindandi, sljóvgandi eða á annan hátt vara- samt í notkun og loks hvort lyfið geti haft áhrif á fóstur eða barn á brjósti. Auk þessa meginhluta bókarinnar, sem ætlað er að vera uppsláttarrit á heimilum, er mjög gagnlegur inngangskafli og við- bætir, sem eru fræðandi lesning til þess að glæða skilning fólks á efninu. í inngangskaflanum er almenn- ur fróðleikur um lyfin og líkam- ann. Þar er m.a. fjallað um inntöku lyfja, lyfjaskammta, áhrif matar á lyfjatöku og á hvern hátt áfengi getur valdið hættulegum auka- verkunum sé þess neytt samtímis töku ýmissa lyfja. Dregin er at- hygli að víxlverkun ýmissa lyfja og nauðsyn þess að sjúklingar geri þeim læknum sem þeir leita til grein fyrir því, hvort þeir taki einhver lyf, sem þeir hafa fengið hjá öðrum læknum. í þessum kafla er einnig fjallað stuttlega um öryggi í geymslu lyfja og um eitr- anir af völdum þeirra. Inngangs- kaflinn einn út af fyrir sig ætti að vera skyldulærdómur og gerir það nauðsynlegt að sem flestir eignist bókina. Vera má að ýmsum þyki kaflinn í það knappasta og ekki nógu skýrandi fyrir þá, sem þegar hafa aflað sér einhverrar þekkingar. En þetta er einmitt höfuðkostur, textinn er stuttur, hnitmiðaður og auðskilinn hér eins og annars staðar í bókinni og fyrir bragðið fljótlesinn. í viðbæti er fjallað nánar um einstaka lyfjaflokka, ábendingar fyrir notkun þeirra, verkun og aukaverkanir. Þar er m.a. bent á, að flest svefnlyf hætta að verka þegar þau eru tekin í meira en tvær vikur samfellt. Þess vegna á fólk ekki að taka svefnlyf á hverri nóttu, heldur nota þau mjög spar- lega. Áður en svefnlyf eru könnuð þarf að kanna ástæður fyrir svefn- leysi eins og öðrum einkennum, sem fólk kvartar um, þegar eitt- hvað er að. I viðbætinum eru lyfin einnig flokkuð eftir verkun sam- kvæmt alþjóðlegu flokkunarkerfi. Þar er og að finna skrá yfir fram- leiðendur sérlyfja sem skráð eru hér á landi. Frágangur bókarinnar, sem er pappírskilja, og prentun hennar eru til fyrirmyndar. Hvort tveggja gerir skýran texta enn betri. Sér- staklega eru rammaklausur með ýmsum ábendingum, upplýsingum og varnaðarorðum hér og þar í uppsláttarkaflanum gagnlegar til þess að minna fólk á ýmislegt, sem varðar notkun á lyfjum og um- hirðu þeirra. Þetta er bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Höfundur er prófessor við lækna- deild Háskóla íslands og forstöðu- maður geðdeildar Landspítalans. Suðurlandsvegur í Mýrdal: Flest tilboðin yfir kostnaðaráætlun SAUTJÁN verktakar buðu í lagningu Suðurlandsvegar í Mýrdal sem Vegagerðin hauð út fyrir nokkni. Nú bar svo við að flest tilboðin, eða 15 talsins, voru yfir kostnaðaráætlun og það hæsta 86%yfir kostnaðaráætlun. Umræddur vegarkafli er 6,7 km að lengd. Fylling, fláafleygar og burðarlag er alls 125 þúsund rúmmetrar. Verkinu á að Ijúka fyrir 15. júlí 1986. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða átti lægsta tilboðið, 10.552.600 kr., sem er 87% af kostnaðaráætlun, en hún hljóð- aði upp á 12.116.177 kr. Eitt annað tilboð var undir kostnað- aráætlun, tilboð Samtaks á Akureyri, 11.184.300 kr. Hæsta tilboðið var 22.503.200 kr. og er það meira en helmingi hærra en tilboð Ræktunarsambands- ins. Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Frá blaðamannafundinum sem haldinn var í tilefni útkomu bókarinnar „Ég vil lifa“. Á myndinni eru talið frá vinstri: Gylfí Hinriksson forstjóri sem segir frá reynslu sinni í baráttunni við hjartasjúkdóm, Gísli Blöndal fram- kvæmdastjóri bókaklúbbsins Veraldar, Doris S. Magnúsdóttir sem segir frá reynslu sinni er ráðist var á hana í Þverholtinu fyrir nokkrum árum, Önundur Björnsson og Guðmundur Árni Stefánsson. Bókaklúbburinn Veröld: „Ég vil lifa“ — ný viðtalsbók „ÉG VIL LIFA“ nefnist viðtals- bók sem þeir Guðmundur Árni Stefánsson og Önundur Björns- son hafa tekið saman og gefin hefur verið út af bókaklúbbnum Veröld. í bókinni eru frásagnir tíu íslendinga sem komið hafa nær dauðanum en flestir aðrir og greina þeir frá reynslu sinni, viðhorfum og baráttu við dauð- ann. Bókin „Ég vil lifa“ var kynnt á blaðamannafundi á Hótel Borg í síðustu viku og voru tveir þeirra er segja frá reynslu sinni í bókinni við- staddir, þau Doris S. Magnús- dóttir, sem ráðist var á í Þver- holti fyrir nokkrum árum, og Gylfi Hinriksson forstjóri, sem um árabil hefur átt við hjarta- sjúkdóm að stríða. Aðrir sem segja frá reynslu sinni í bókinni eru Magnús Pálsson, faðir Dorisar, Stella M. Karlsdóttir, sem missti eiginmann sinn og einkason í slysi, Agnar Kristjánsson iðn- rekandi, sem átt hefur við mikla sjúkdómserfiðleika að stríða, Anna L. Kristjánsdótt- ir, eiginkona Agnars, Snorri P. Snorrason læknir, en hann sýktist af berklum er hann var í læknanámi, Guðlaugur Frið- þórsson sjómaður, sem synti langan veg í ísköldum sjó er Heimaey sökk við Vestmanna- eyjar, og Ingi Steinn Gunnars- son verkamaður, en hann lamaðist upp að hálsi 23 ára gamall eftir að hafa lent í bíl- veltu. Aðstandendur bókarinnar sögðu að í upphafi hafi ætlunin verið að selja bókina eingöngu innan bókaklúbbsins, en þar sem þeir hafi orðið varir við mikinn áhuga á henni, hafi sú ákvörðun verið tekin að selja hana einnig í bókaverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.