Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 Minning: Arni Kristjánsson framkvœmdastjóri Fæddur 15. janúar 1923 Dáinn 10. nóvember 1985 Það var á fögru sumri á Norður- landi fyrir nær 40 árum, að heima hjá foreldrum mínum var beðið með eftirvæntingu gestkomu. Til- hlökkun allra var mikil því von var á Iðunni frænku okkar í heimsókn með manninn sinn til að sýna og kynna hann fyrir frændfólki og vinum. Hvernig skyldi nú þessi ungi maður, sem frænka okkar hafði valið sér, líta út? Enn í dag minnist ég þess er hann birtist og gekk brosandi fjaðurmögnuðum skrefum upp tröppurnar heima, hve mér þótti mikil góðmennska og hlýja einkenna svip hans og framkomu alla. Það var og reynsla mín af síðari kynnum, að þetta fyrsta svipmót var einkenni skap- gerðar hans alla ævi. Allir fögnuðu heima þessum unga myndarlega manni, og þá ekki síst faðir minn, sem gladdist nú af hjarta yfír hamingju systurdóttur sinnar, sem ung að árum hafði misst móð- ur sína og átt erfið æskuár, en kynnti nú með gleðibrosi manninn ' sinn, ÁrnaKristjánssonaðnafni. En „skjótt hefur sól brugðið surnri". Árni Kristjánsson andað- ist i Landspítalanum í Reykjavík að kvöldi hins 10. þ.m. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða nokkur undanfarin ár, en veiktist alvarlega fyrir röskum tveimur vikum. Árni fæddist í Reykjavík hinn 15. janúar 1923. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Franklín, járnsmíðameistari í Reykjavík, d. > 25.12.1958, Gíslason Kristjánsson- ar bónda á Barmi i Gufudalssveit, og kona hans Ingibjörg Árnadóttir frá Miðhúsum og Hlíð í Reyk- hólasveit. Lifir hún son sinn og hefur nú misst tvö af fjórum börn- um sínum. Árni ólst upp í vestur- bænum í Reykjavik, í tápmiklum systkinahópi. Bræðurnir voru tveir auk Árna, Gísli og Valdimar, sem látinn er fyrir fáum árum, og einkasystirin Þuríður. Árni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Iðunni Heiðberg Önundardóttur, ættaðri úr Þingeyjarsýslu hinn 4. nóvember 1945. Þau eignuðust 3 börn, Pál viðskiptafræðing, sem starfar við fyrirtæki fjölskyldunn- ar, Vélsmiðju Kristjáns Gíslason- ar hf., Ingibjörgu, er stundaði nám í þýzku við háskólann í Melbourne, og er nú búsett í Ástralíu, gift Neil Young, málflutningsmanni í Melbourne, og Helgu er stundaði nám í frönsku og ensku við Há- skóla íslands, gift frönskum manni, Roland Assier, sem stund- að hefur íslenskunám hér við há- skólann. Barnabörnin eru 3. Árni Kristjánsson var ekki lang- skólagenginn. Hann lauk því námi er tíðkaðist meðal unglinga á þeim tíma, en hóf síðan ungur að árum störf við fyrirtæki föður síns, Vél- smiðju Kristjáns Gíslasonar við Nýlendugötu. Faðir hans var dugn- aðarforkur og fær í sínu fagi. Báðir bræður Árna lærðu í smiðju föður síns, og það féll því í hlut Árna að sjá um skrifstofu og fjármál fyrirtækisins. Þegar svo Kristján heitinn Gíslason féll frá árið 1958, gerðist Árni framkvæmdastjóri fyrirtækisins og gegndi því starfi til dánardægurs. Hygg ég að á þessum tíma hafi fá fyrirtæki í járniðnaði verið rekin betur, eða staðið betur við fjárhagslegar skuldbindingar sínar en Vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar, enda Árni sívakandi að gæta hags fyrirtækis- ins, og ekki í rónni nema hægt væri að standa við alla gerða samninga og skuldbindingar. Vegna góðrar þekkingar Árna á málefnum jarniðnaðarins var mjög leitað til hans um þátttöku í stjórn Meistarafélags járniðnað- armanna og sat hann þar í stjórn i fjölda ára og gegndi þar meðal annars formennsku um árabil. Einnig átti hann oft sæti í samn- inganefndum um kjaramál og þótti laginn að semja og setja niður deilur. Hann var og eftirsóttur til annarra félagsstarfa og gegndi meðal annars trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þó hann sæktist ekki eftir frama á sviði stjórnmála. Á unga aldri lagði Árni stund á fimleika í KR og var um 10 ára skeið í úrvalsflokki KR-inga, sem lengst nutu þjálfunar og leiðsagn- ar Vignis Ándréssonar, íþrótta- kennara. Bar hann iengi merki þeirrar þjálfunar, var röskur og léttur í öllum hreyfingum og vel á sig kominn. Sem unglingur átti undirritaður því láni að fagna, að dvelja um skeið á hinu ágæta og hlýlega heimili Árna og Iðunnar, er hann þurfti á mikilli aðhlynningu og umönnum að halda. Þar kynntist ég náið hvílíkur öðlingur Árni Kristjánsson var. Hann var þá ætíð boðinn og búinn til að rétta mér og öðrum hjálparhönd, og síðar fylgdist ég í áranna rás með umhyggju hans ogeinstakri hjálp- semi við foreldra sína, systkini, systkinabörn og frændur, og ekki síður fósturforeldra Iðunnar, frændgarð hennar og vini. Allt þetta fólk hefur nú mikið misst og er skarð fyrir skildi. Ótal öðrum rétti hann hjálparhönd, þar sem hann kom því við og það var gaman að sjá hann glaðan og reifan í hópi þessa fólks við brúðkaup Helgu dóttur sinnar á sl. sumri. Það var mikill hátíðisdagur í lífi fjölskyld- unnar, sem margir þátttakendur munu minnast. Svo hagaði til, að Árni og Iðunn ferðuðust á síðari árum lengri vegalengdir, en almennt gerist, er þau heimsóttu dóttur sína og fjöl- skyldu. Þessar tvær ferðir voru Árna mikil gleði og lífsfylling. Ég veit að nú minnast litlu dóttursyn- irnir, sem fjarri eru í Ástralíu, afa síns á íslandi með söknuði og sonarsonurinn í Reykjavik saknar afa síns, sem hann átti að svo einlægum oggóðum vini. Að leiðarlokum þakka ég og skyldulið mitt Árna allar sam- verustundirnar og hjálpsemi, og votta öllum hans nánustu, eigin- konu, börnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum einlæga samúð. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Jóhannesson Hinn 10. nóvember andaðist í Landspítalanum Árni Kristjáns- son, framkvæmdastjóri, eftir stutta legu á 63. aldursári. Við fráfall þessa góðvinar míns, var eins og strengur brysti í brjósti mínu, þannig var vinátta okkar traust i öll þau fjörutíu ár, sem við höfðum þekkst. Slíkan öðlings- mann sem Árni var er vart hægt að finna. Hann var ávallt glaður og um leið traustur og athugull, og ráð hans brugðust ekki. Davíð Stefánsson segir í einu af kvæðum sínum: „Hverju sem ár ogókomnirdagar aðmér víkja, erekkertbetra en eiga vini, sem aldrei svíkja.“ Þannig var hann alla tíð. Árni fæddist í Reykjavík 15. janúar 1923, sonur þeirra heiðurs- hjóna Kristjáns Gíslasonar, vél- smíðameistara, sem rak um langt árabil vélsmiðju með sama nafni, og er sú vélsmiðja starfandi enn, en Kristján andaðist árið 1958, og konu hans, Ingibjargar Árnadótt- ur, sem lifir enn i hárri elli en við góða heilsu. Árni var elstur af fjór- um systkinum og eru nú tvö eftir á lífi, Gísli og Þuríður, en Valdi- mar lézt árið 1984. Ég mun ekki rekja ættir Árna nánar, það verður gert af öðrum. Árni lauk prófi úr gagnfræða- skóla og vann í nokkur ár hjá Vél- smiðjunni Keili, sem var að hluta rekin af föður hans, Kristjáni, en hóf síðan störf hjá Vélsmiðju Kristjáns Gíslasonar og vann þar þar til faðir hans dó, en þá var stofnað hlutafélag um rekstur vél- smiðjunnar og veitti hann því fyrirtæki forstöðu til dauðadags. Áhugamál Árna var fyrst og fremst vinnan, og hann var ávallt vakinn og sofinn í hverju verkefni, sem hann tók að sér. Hann stund- aði fimleika áður fyrr með KR og var í 10 ár í sýningarflokki undir stjórn Vignis Andréssonar og fór m.a. í sýningarferðir til Noregs og Skotlands. Honum voru falin ýmis störf, sem tengdust vinnu hans. Hann var í stjórn Meistarafélags járniðnaðarmanna i mörg ár og í 8 ár formaður þess. Hann var einnig í stjórn Vinnueftirlits ríkis- ins. Hann hafði alla tíð töluverðan áhuga á stjórnmálum, var tryggur hugsjón Sjálfstæðisflokksins, og var um tíma í fjármálaráði þess flokks. „Gjör rétt, þol ei órétt.“ — Það var hans lífsstefna. Árni steig sitt mikla gæfuspor, er hann kvæntist Iðunni Heiðberg Önundardóttur 4. nóvember 1945. Iðunn var frá Akureyri og ólst upp hjá fósturforeldrum, Oddi Jóns- syni, skósmið, sem enn er á lífi, og Helgu Sigfúsdóttur, sem nú er látin. Þau voru samvalin í öllu og hefur hjónaband þeirra og heimil- islíf verið til fyrirmyndar og lýsir vel mannkostum þeirra beggja. Þau eignuðust þrjú börn, Pál, sem fæddist 1949, Ingibjörgu, fædda 1952, sem gift er Neil Young, mála- flutningsmanni, og búa þau í Ástr- alíu, og Helgu, fædda 1961, sem er gift Roland Assier, íslenzku- fræðingi, og búa þau hér á landi. Árni unni börnum sínum mikið og gerði allt til að hagur þeirra væri sem beztur og hafði hann mikið barnalán. Hann naut sín bezt í faðmi fjölskyldunnar og sagði hann mér frá því, að hann hefði notið sl. sumars mjög vel, þar sem öll fjölskyldan var samankomin hér á landi. Hann hefði haft yndi af því að gantast við barnabörnin, sem vöktu hann fyrir allar aldir. Hann naut þess að sýna hinum erlendu tengdasonum landið og fara i litla sumarhúsið sitt við Þingvallavatn og veiða þar silung í net og njóta náttúrufegurðarinn- aríGrafningnum. Þegar hann varð sextugur, þá tóku þau sér ferð á hendur til þess að heimsækja dóttur sína og tengdason í Ástralíu, en þangað fóru þau tvisvar sinnum. Það var mikil hamingjuferð og þaðan fékk ég bréf frá honum, þar sem hann reyndi að lýsa þeirri stórkostlegu og sérstæðu heimsálfu. Eftir heim- komuna áttum við margar stundir saman, þar sem hann lýsti ennþá betur því sem hann hafði upplifað og séð í þessari ferð. Tengsl þeirra hjóna við börn sín voru sérstök og oft sagði hann mér frá því, að dóttir þeirra hringdi frá Ástralíu bara til að heyra hvernig þau hefðu það, og þetta gerðistmjögoft. Árna var mjög umhugað um að + Elskulegur eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, ÁRNI KRISTJÁNSSON, framkvæmdastjóri, Rauöalæk 12, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 14. nóvemberkl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd eöa aðrar líknarstofnanir. löunn Heiðberg, Páll Árnason, Helga Árnadóttir, Róland Assier, Ingibjörg Árnadóttir, Neil Young. Eiginmaöur minn, + TORFI GUDBRANDSSON, Suöurgötu 12, Keflavík, verður jarösunginn frá kl. 14.00. Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. nóv. Fyrir hönd aöstandenda, Elín Sigurjónsdóttir. t Þakka innilega, auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur míns, AAGE NIELSEN—EDWIN myndhöggvara. Baldur Edwin. Lokað Vegna útfarar ÁRNA KRISTJÁNSSONAR framkvæmda- stjóra veröur skrifstofa félagsins lokuð eftir hádegi fimmtudaginn 14. nóvember 1985. □ Meistarafólag jórniðnaðarmanna — samtök málmiönaöarfyrirtækja + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍOAR HELGU EINARSDÓTTUR, frá Steinmóöarbæ. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem meö blómum, skeytum og nærveru sinni auösýndu okkur samúö og hlýju viö andlát og jaröarför MAGNÚSAR SIGURBJÖRNSSONAR, bónda og fyrrverandi oddvita, Glerárskógum. Sérstakar þakkir færum viö sveitungum og starfsfólki á Sjúkrahúsi Akraness. Eðvaldína M. Kristjánsdóttir, Kristrún M. Waage, Viðar G. Waage, Björk Magnúsdóttir, Steinar Karlsson, Bjarnheiður Magnúsdóttir, Steingrímur Eiríksson og barnabörn. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HALLGRÍMS S. JÓNSSONAR. Valgeröur Bilddal, Lovísa Hallgrímsdóttir, Ámundi Játvarösson, Guölaug Hallgrímsdóttir, Skúli ísleifsson, Jón Gunnar Hallgrímsson, Hanna Stefánsdóttir, Ævar Hallgrímsson, Rósa Andrósdóttir, Brynjar Hallgrímsson, Björg Guömundsdóttír, Berglind Hallgrímsdóttir, Einar V. Einarsson og barnabörn. Lokað Lokað vegna jarðarfarar frú ÖNNU STEFÁNSDÓTTUR föstudaginn 15. nóvember 1985. íslensk-erlenda verzlunarfélagið, Tjarnargötu 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.