Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 15 Dimmur húmor og yfirlætislaus alvara Bókmenntlr Sveinbjörn I. Baldvinsson Antti Tuuri: DAGUR í AUSTURBOTNI. Skáldsaga. 295 bls. Þýð. Njörður P. Njarðvík. Setberg. Finnski rithöfundurinn Antti Tuuri hlaut í byrjun þessa árs bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir þessa skáldsögu sína og er það fagnaðarefni að við skulum eiga þess kost að lesa hana á ís- lensku svo fljótt sem raun ber vitni. Sama var reyndar uppi á teningnum í fyrra þegar Jólaórat- oría Görans Tunströms kom út um þetta leyti árs. Þetta er auðvitað útgefanda og þýðanda að þakka, að ógleymdum Norræna þýðingar- sjóðnum. Dagur í Austurbotni er fremur hefðbundin skáldsaga í orðsins ágætustu merkingu. Höfundurinn er að segja okkur sögu af sam- ferðarfólki okkar í tilverunni og til að skerpa myndina sem hann dregur upp af þessum einstakling- um veitir hann okkur innsýn í litríkan sögulegan bakgrunn þeirra. Sagan er einkum um fjóra bræð- ur sem allir eru saman komnir á ný í föðurgarði eftir að hafa vegn- að svolítið misjafnlega í lífsbarátt- unni. Þarna í sveitinni hefur reyndar öll fjölskyldan komið saman þennan dag um hábjarg- ræðistímann af því tilefni að afi bræðranna hefur látist vestur í Ameríku og arfur eftir hann borist heim til Finnlands. Sá arfur er reyndar ákaflega fátæklegur. Antti Tuuri Það er einn bræðranna sem er sögumaður. Við upplifum þennan eina dag sem er ytri tími sögunnar með hans augum og eyrum. Kynn- umst samheldni bræðranna og því sem aðskilur þá. Af vörum ömmu bræðranna heyrum við margt um fortíðina, um sögu ættarinnar, héraðsins og landsins í heild og er það býsna fróðlegt og varpar ekki aðeins ljósi á sögupersónur bókarinnar heldur og á þetta land sem er okkur Islendingum flestum harla framandi. En þótt Tuuri eyði töluvert mörgum blaðsíðum í að spegla samtímann í fortíðinni er fjarri því að atburðarásin sé tlðindalítil og óspennandi. Sagan hefst með miklum formælingum og hefndar- hótunum eins bróðurins, sem farið hefur á hausinn með vefstofu, og geysilegum hraðakstri um sveit- ina. Telur bróðirinn að félagi hans í viðskiptunum hafi hlunnfarið sig með klækjum og fláttskap. Hann vill nú hefna þess. Skömmu síðar er svo komið sögu að bróðirinn sem segir söguna hefur grafið upp úr jörðinni rétt við bæjarhúsin gamla handvél- byssu og skotfæri, hvort tveggja í nothæfu ástandi. Gegnir þessi gripur síðan verulegu hlutverki í sögunni og er auk þess áþreifanleg- ur vottur um ófriðsama fortíð, eins konar sögulegt jarðsamband. Antti Tuuri lét þess getið þegar hann var staddur hér á landi sl. vetur að hann mæti íslendingasög- urnar mikils og teldi nokkurn andlegan skyldleika milli Frónbúa og íbúa Austurbotns í Finnlandi. Þessi ummæli öðlast aukið vægi eftir lestur þessarar bókar. Skap- gerð bræðranna, sem eru kaldir karlar út á við en brotakenndir hið innra, stendur okkur nærri. Mikilvægi sæmdarinnar og hefnd- arþorstinn, einnig. Rétt eins og íslendingum finnst söguhetjunum í bókinni Dagur í Austurbotni það ekkert liggja í augum uppi að fólk verði að sætta sig við orðinn hlut, beygja sig fyrir lögum og reglum, horfast í augu við smæð sína og svo framvegis, og skirrast ekki við að taka málin í sínar hendur þegar svo ber undir. Þetta er innihaldsrík saga, gegnsýrð af dimmum húmor og yfirlætislausri alvöru eins og lífið sjálft. Ekki er að sjá annað en að hún fari einkar vel á íslensku í þýðingu Njarðar. Ástæða er til að vekja athygli á fallegri kápu. VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 30 hö. Hraðabreytingin erstiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA Það er vafasamt að nokkur önnur heimsborg bjóði upp á jafn mikla Qölbreytni í mat og Amsterdam. Þar eru veit- ingastaðlr frá öllum hornum heimsbyggðarinnar og hreint ævintýri að fara út að borða. Það er sama hvort þig langar í franskan mat, jap- anskan, ítalskan, kínversk- an, tyrkneskan, indónesisk- an ... eða stórkostlega steik, allt er þetta tii á fyrsta flokks veitingastöðum í Amster- dam. Islendingum sem koma til Hollands finnstyfirleitt sér- lega spennandi að borða austurlenskan mat og aust- urlensk matargerðarlist er með miklum blóma í Amster- dam. Óhætt er að mæla sérstak- lega með rijstaffel (hrís- grjónaborði), sem saman- stendur af gufusoðnum hrís- Veisluboigin Amsterdam - hvað segir þú um 26 rétta máltíð? grjónum og allt að 25 hlið- arréttum. Þá er ekki síður gaman á japönskum stöðum, þar sem kokkurinn stendur við borð gestanna og mat- reiðir glampandi ferskt hrá- efnið frá grunni. Það er nokkuð sama hverr- ar þjóðar matreiðslu þú velur þér, þú getur verið viss um að fá veislumat, og það er ekki dýrt að borða úti í Amsterdam. Athugaðu að Arnarflug getur útvegað fyrsta flokks hótel og bílaleigubíla á miklu hagstæðara verði en einstaklingar geta fengið. Nánari upplýsingar hjá ferða- skrifstofunum og á söluskrif- stofu Arnarflugs. Flugoggisting frá kr. 12.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.