Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 60

Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 60
Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! JL TIL DAGUEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Útflutningur gámafísks: Matsvottorðin marklaus plögg -segir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ RÍKISMAT sjávarafuröa gefur nú út matsvottorð fyrír hvern einasta fiski- gám, sem fiuttur er utan. Kostar hvert vottorð hundraö krónur. Vottorð þessi koma ekki að gagni við sölu fisksins erlendis og fyrir kemur að þau eru gefin út án þess að skoðað sé í gám- t ana. Kristján Ragnarsson, fram- ‘ kvsmdastjóri LÍÚ, segir vottorðin gagnslaus plögg og umboðsmenn er- lendis segjast ekki þurfa á þeim að halda. „Mér finnst með þetta eins og svo margt fleira hjá þessari stofnun, að hér er verið að vinna gjörsam- lega gangslausa vinnu,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Þeir vita í fyrsta lagi ekkert um ástand fisks- ins, sem inn í gámana fer eða hvaða fisktegundir það eru. Síðan er þetta marklaust plagg, þegar það kemur út, samkvæmt upplýsingum um- boðsmanna okkar erlendis og hefur hvorki gildi fyrir einn né neinn. Þess vegna á að hætta svona lög- uðu.“ „Það á að meta gámafisk til út- flutnings og til þess að flytja hann út þarf matsvottorð frá Ríkismati sjávarafurða, sem stofnunin gefur út,“ sagði Halldór Árnason, fisk- matsstjóri, í samtali við Morgun- blaðið. „Meginreglan á að vera sú, að skoðað sé i hvern gám þó einhver misbrestur kunni að vera á þvi. í þessu starfi eins og svo mörgu hjá stofnuninni beitum við gjarnan skyndiskoðunum, þar sem afköst- um okkar eru takmörk sett. Reynist allt í lagi við hverja skoðun ætti ekki að þurfa að skoða hvern ein- asta gám. Með þessum vottorðum erum við fyrst og fremst að votta gæði og ástand fisksins við útflutn- ing. Það er ómögulegt að segja til um hvernig ástandið verður þegar fiskurinn er kominn á markað eftir kannski 5 til 6 daga. Það getur aldrei verið betra en þegar fiskur- inn fór i gáminn, en hins vegar miklu verra, það fer allt eftir að- stæðum við flutninginn." Pétur Björnsson, umboðsmaður í Hull í Bretlandi, sagði í samtali við Morgunblaðið, að umboðsmenn þyrftu ekkert á þessum pappirum að halda. Fiskurinn seldist á mark- aðnum eftir gæðum, framboði og eftirspurn. Sér virtist tilgangurinn með þessu vera sá, að koma fiskin- um út úr landinu og hugsanlega væru þeir eitthvað notaðir við toll- afgreiðslu. Ein af hellamyndum Kjarvals. Morgunblaðid/ Öl.K.M. Þrjátíu og sex hellamynd- ir eftir Kjarval fundnar ÞRJÁTÍU og sex teikningar sem Kjarval gerði af manngerðum hellum á Suðurlandi og ristum í þeim komu í leitirnar fyrír nokkr- um vikum. Það gerðist eftir mikla leit Árna Hjartarsonar jarðfræð- ings og Hallgerðar Gísladóttur sagnfræðings af teikningunum í kjöjfar rannsókna sem þau hafa gert á hellunum. Talið er að Kjarval hafi gert þessar teikningar í vísinda- skyni fyrir Ginar Benediktsson skáld i kringum 1920. Einar hafði mikinn áhuga á þessum hellum og skrifaði þó nokkuð um þá. Hann taldi að þeir elstu væru frá tímum Papa eða jafn- vel fyrr og byggði hann þá skoðun sína m.a. áýmsum forn- um táknum og ristum sem var að finna í hellunum. Myndirnar eru nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Sjá viðtal við Hallgerði Gísladóttur sagnfræðing á bls.4. Amfetamínkaupin: Fjármögnuð með okurláni 35 árekstrar í Reykjavík í gær Morgunbladið/ Júlíus Þrjátíu og fimm árekstrar urdu í umferóinni í Reykjavík í gær. Ekki urðu nein slys á fólki í þessum óhöppum. Síðari hluta dags snjóaði í borginni og varð mjög hált á götum. Áreksturinn á meðfylgjandi mynd varð við Einarsnes í Skerjafirði. Fíkniefnasmyglararnir, sem teknir voru vestur á Grandagarði með amfetamín, fjármögnuðu hluta fíkniefnakaupanna með því að taka okurlán. Þetta hefur ÁTVR lokað í dag: Áfengi og tóbak hækka um tæp 7 % ÚTSÖLUR Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins veróa lokaðar í dag vegna verðbreytinga. Sam- kvæmt beimildum Morgunblaðs- ins hækka áfengi og tóbak að meðaltali um 6,9% en þó mun verðhækkun einstakra tegunda vera eitthvað minni, og verð- hækkun annarra eitthvað meiri. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þessi verð- hækkun ákveðin í samræmi við þær verðbreytingar sem orðiö hafa að undanförnu. Er því að sögn ekki um nýja tekjuöflun- arleið að ræða fyrir ríkissjóð. Fógeti f Vestmannaeyjum og aðalbókari ákærðir OPINBER ákæra hefur verið birt bæjarfógetanum { Vestmannaeyjum og fyrrverandi aðalbókara embættis hans. Þeir eru ákærðir fyrir brot í opinberu starfi og þess krafist af ákæruvaldinu að þeir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu aHs sakar- kostnaðar. Þeim er gefið að sök að hafa með gerðum sínum á árunum 1978— 1982 misnotað embættis- og starfs- aðstöðu sína við bæjarfógetaemb- ættið, ýmist sjálfum sér eða öðrum til ávinnings og fyrirgreiðslu, og þá jafnframt hallað rétti hins opin- bera og rýrt að sama skapi hlut þess f sjóðum embættisins. I ákærunni er þeim gefið að sðk að hafa farið f sjóði embættisins og veitt sjálfum sér lán, sem hafi verið rangfærð á kvittunum i bók- haldi fógetaembættisins og svo veitt sjálfum sér og öðrum lán gegn innistæöulausum tékkum, sem geymdir voru hjá embættinu mán- uðum saman. ( þriðja lagi eru þeir sakaðir um aö hafa leyft mðnnum og fyrirtækjum f Eyjum að taka ýmsan varning úr tolli án þess að greiða tilskilin aðflutningsgjöld fyrr en síðar. ítarleg lögreglurannsókn hófst i þessu máli eftir að ýmislegt óeðli- legt kom í Ijós þegar starfsmenn ríkisendurskoðunar höfðu farið ofan í saumana á sjóðum embættis- ins í maí 1983. Að kröfu ríkissak- sóknara fór fram framhaldsrann- sókn á siðasta ári og var ákæran gefin út í fyrra mánuði en ekki birt hinum ákærðu fyrr en í gær. — Sji nánar frásögn á bls. 4. Sameining BÚR og ísbjarnarins: Nýja félagið heitir Grandi hf. STOFNFUNDUR hins nýja útgerðar- félags, sem til var stofnað við samein- ingu Bæjarútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins hf., var haldinn f gærdag. Heitir félagiö Grandi hf. og var Ragn- ar Júlíusson kjörinn stjórnarformaö- ur. Framkvæmdastjóri var ráóinn Brynjólfur Bjarnason rekstrarhag- fræöingur. Jón Ingvarsson var kjörinn vara- formaður fyrirtækisins og aðrir í stjórn eru Þröstur ólafsson hag- fræðingur, Þórarinn Þórarinnsson lögfræðingur og Vilhjámur Ingv- arsson framkvæmdastjóri. Endur- skoðendur eru ólafur Nilsson, Endurskoðun hf. Kjörnir endur- skoðendur eru Jón G. Tómasson og Arnór Eggertsson. komiö fram í yfirheyrslum yfir mönnunum. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins keyptu þeir amfetamín erlendis og komu fyrir í togaranum Breka í byrjun októ- ber síðastliðinn. Það gerðist hins vegar, að Breka var siglt til Danmerkur til viðgerðar og því tafðist að amfetamínið bærist hingað til lands. Því var gerð önnur ferð til amfetamínkaupa og í það skiptið var fíkniefnunum komið fyrir í togaranum Karls- efni. Þrír smyglaranna voru hand- teknir að kvöldi fimmtudagsins 31. október skömmu eftir að hafa farið um borð í togarann Karlsefni til þess að sækja 220 grömm af amfetamíni. Sunnu- daginn 3. nóvember fundust síðan 300 grömm af amfetamíni um borð í togaranum Breka skömmu eftir komuna til Vest- mannaeyja. í síðustu viku var svo fjórði maðurinn handtekinn grunaður um aðild að málinu. Rannsókn fíkniefnadeildar lög- reglunnar í Reykjavík beinist meðal annars að því að kanna, hver eða hverjir veittu lán til kaupanna. Talið er að mennirn- ir hafi gefið nokkur hundruð þúsund krónur fyrir efnið, en andvirði fíkniefnanna á mark- aði hér er talið nema á milli 8 og 9 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.