Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.11.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER 1985 ■ 33 Verðkönnun Verðlagsstofnunar á vörum úr fiski: Landsbyggðin í mörgum tilvikum ódýrari en höfuðborgarsvæðið DAGANA 21.—24. október sl. könn- uðu starfsmenn Verðlagsstofnunar verð á ýmsum tegundum fiskvara í 113 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu, Flateyri, Bolungarvík, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði og Reyöar- firði. í 10. tbl. Verðkynningar Verð- lagsstofnunar er birt úrvinnsla úr könnuninni. Tiltölulega fáar af þeim vörum sem spurt var um fengust í öllum verslunum. í niðurstöðum könnunarmnar eru því aðeins 47 verslanir. í blaðinu er birt samanlagt verð á sjö fiskvörum í hverri verslun og gerður hlutfallslegur samanburð- ur. Verðið í þeirri verslun sem seldi þessar vörur við lægsta verði er sett sem 100. Helstu niðurstöður körinunar- innar eru eftirtaldar: 1) Talsverður verðmunur er á þessum vörum milli einstakra verslana. Þannig er samanlagt verð á þessum sjö fiskvörum 31,1% hærra í þeirri verslun sem seldi þær við hæsta verði, borið saman við þá verslun sem seldi þær við lægsta verði. 2) í könnuninni kom fram að sumar fiskvörur voru töluvert ódýrari úti á landsbyggðinni held- ur en á höfuðborgarsvæðinu. Sem dæmi má nefna að meðalverð á rauðsprettu og rauðsprettuflökum var rúmlega helmingi hærra í stór- mörkuðum á höfuðborgarsvæðinu heldur en í verslunum á Vestfjörð- um. Verð á steinbít í bitum var nærri þrefalt hærra í hverfaversl- unum á höfuðborgarsvæðinu en í verslunum á Vestfjörðum. Verð á nýjum gellum var rúmlega helm- ingi hærra í hverfaverslunum á höfuðborgarsvæðinu en í verslun- Tölvunámskeið fyrir fullorðna Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanám- skeiö fyrir fólk á öllum aldri. Námskeiðið losar fólk við alla minnimáttarkennd gagnvarttölvunum. Leiöbeinandi Dagskrá: * Þróun tölvutækninnar * Grundvallaratriói við notkun tölva * Notendahugbúnaöur * Ritvinnsla með tölvum * Töflureiknir * Gagnsafnskerfi * Tölvur og tölvuval V erdsamanburður milli verslana Hér að neðan er birt samanlagt verð í einstökum verslunum á eftirtöldum fiskvörum: Ýsuflök með roði ný (6 kg), ýsuflök með roði nætursöltuð (0,4 kg), stórlúða í bitum (0,8 kg), nýjar gellur (0,2 kg), reykt ýsu- flök (0,5 kg) og útvötnuð saltfiskflök (0,7 kg). Hlutfallalegur Samtala samanburður, veré lægsta verft = 100 Vöruval Skeiði, Isafirði 1364,85 100,0 H.N. búðin, Isafirði 1365,68 100,1 Kaupfélag Héraðsbúa Reyðarfirði 1418,30 103,9 Kostakaup Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 1442,40 105,7 Kaupfélagið Fram Neskaupstað 1466,15 107,4 KEA Sunnuhlíð, Akureyri 1509,35 110,6 Skagfirðingabuð Sauðárkróki 1516,40 111,1 KEA Hrísalundi 5, Akureyri 1564,71 114,6 Sæbjörg Bragagötu 22, Rvk. 1566,00 114,7 Fiskbuðin Hofsvallagötu 16, Rvk. 1567,50 114,8 Sæbjörg Dunhaga 18, Rvk. 1595,00 116,9 Sæbjörg Grandagarði 93, Rvk 1599,90 117,2 Fiskbúð Hallgrfms Reykjavíkun/egi 3, Hafnarfirði 1601,00 117,3 Drffa Hlíðarvegi 53, Kópavogi 1601,76 117,4 Fiskbuðin Sundlaugarvegi 12, Rvk. 1602,60 117,4 Flskbúð Norðurbæjar Hafnafirði 1603,00 117,4 KEA Byggðavegi 1, Akureyri 1606,35 117,7 Flakbúðln Sæver Háaleitisbraut 58-60, Rvk. 1606,60 117,7 Fiskbúð Einars Tunguvegi 19, Rvk. 1611,30 118,1 Fiakbúðln Efstalandi 26, Rvk. 1612,00 118,1 Straumnes Vesturbergi 76, Rvk 1612,00 118,1 Fiskbúð Hafllða Hverfisgötu 123, Rvk. 1613,80 118,2 Fiskbúðin Skaftahlíð 24. Rvk. 1614,50 118,3 Nóatún Rofabæ 39, Rvk. 1615,50 118,4 Kaupgarður Englhjalla 8, Kópavogi 1620,50 118,7 Sundaval Kleppsvegi 150, Rvk. 1624,30 119,2 Fjarðarkaup Hólshrauni 1, Hafnarfirði 1626,50 119,2 Hvammsel Smárahvammi 2, Hafnarfirði 1627,20 119,2 Víðir Starmýri 2, Rvk. 1639,20 120,1 Fiskmiðstöðin Gnoðavogi 44, Rvk. 1645,80 120,6 Flskbúðln Arnarbakka 2, Rvk. 1645,80 120,6 SS Glæsibæ, Rvk 1647,94 120,7 Fiskbúðln Álfheimum 2, Rvk. 1653,80 121,2 Arnarhraun Arnarhrauni 21, Hafnarfirði 1658,25 121,5 Víðir Mjóddinni, Rvk. 1661,60 121,7 Vörðufell Þverbrekku 8, Kópavogi 1664,10 121,9 Fiskbúðin Víðimel 35, Rvk 1665,00 122,0 Garðakaup Miðbæ, Garðabæ 1668,40 122,2 Kjöt og flakur Seljabraut 54, Rvk. 1669,70 122,3 Vfðir Austurstræti 17, Rvk. 1670,00 122,4 Vörumarkaðurinn Eiðistorgi, Seltj.nesi 1684,20 123,4 Ásgeir Tindaseli 3, Rvk. 1691,60 123,9 KRON Eddufelli, Rvk. 1700,20 124,6 Mikligarður v/Holtaveg, Rvk. 1708,80 125,2 Hólagarður Lóuhólum 2-6, Rvk. 1755,10 128,6 Kópavogur Hamraborg 18, Kópavogi 1759,80 128,9 Kjörval Mosfellssveit 1788,85 131,1 Pennavinir Frá kínverska alþýðulýðveldinu skrifar 23 ára stúlka, sem kveðst hafa haft mikinn áhuga á landi okkar frá því hún var smástelpa. Segist hún oft hugsa um ísland og þá þjóð, sem það byggir, og er svo óralangt í burtu. Hefur hana dreymt um að eignast hér penna- vin. Hún hefur margvísleg áhuga- mál. Hún virðist vera tölvufræð- ingur: Tang Can, Box 2704, Software Institute, Academia Sinica, Peking, P.R. China. Frá Spáni skrifar 28 ára Katalóni sem hefur mikinn áhuga á íslandi. Hann hefur numið landafræði en vinnur hjá rafmagnsfyrirtæki. Hann skrifar á ensku, frönsku, spænsku og katalónsku. Getur ekki frekar um áhugamál: Albert Gironella, C/ Moliné, 1,3er 2ona, 08006 Barcelona, Catalonia, Spain. Fjórtán ára piltur í Ghana með fjölmörg áhugamál: Kwasi Frempong, P.O.Box 271, Koforidua, Ghana. um á Austurlandi. 3) Verð í fiskverslunum á höfuð- borgarsvæðinu reyndist í flestum tilvikum lægra en í hverfaverslun- um og stórmörkuðum. Þeir sem hug hafa á því að kynna sér betur verðkönnunina á fiskvör- um sem hér hefur verið getið um geta fengið Verðkynningu Verð- lagsstofnunar sér að kostnaðar- lausu. Liggur blaðið frammi á skrifstofu stofnunarinnar og hjá fulltrúum hennar utan Reykjavík- ur. Símanúmer Verðlagsstofnunar er 91-27422. (Frétt frá Verdlagsstofnun.) Valtýr Valtýason B.A. Tími 18., 20., 25. og 27. nóvember kl. 13—16. Innritun í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. MAZDA T 3500 er ný gerð af sterkbyggðum vörubíl, sem ber 3.6 tonn á grind. Vélin er 3500 cc, 86 DIN hö og gírar eru 5 ásamt niðurfærslu- gír. Húsið er stórt og bjart (veltihús), þægileg sæti eru fyrir 2 farþega auk ökumanns og fjöðr- unin er mýkri og þýðari en gerist í þílum af þess- ari gerð. Ríkulegur þúnaður fylgir MAZDA T 3500, svo sem: Vökvastýri • Veltistýri • Mótorbremsa • Aflúr- tak frá vél (PTO) • Vfirstærð af dekkjum (700 x 16) • Yfirstærð af rafgeymi • Bakkflauta • Úti- speglar beggja vegna • Luxusinnrétting ®Tau- áklæði á sætum • Þaklúgur • Hnakkaþúðar • - Litað gler í rúðum • Halogen aðalljós • Aflmikil miðstöð • Viðvörunartölva og margt fleira. Við framleiðum sérlega vandaða vörukassa úr áli á þessa bíla. Kassarnir eru með stórum hleðslu- dyrum á hlið og gafli og eru þeir fáanlegir á ýms- um byggingarstigum. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari uþplýsingar. Opið laugardag frá kl.10-4 Mazda 1 T3500 HAGSTÆÐ GREIÐSLUKJÖR STERKARI EN GERIST OG GENGUR BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.