Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 > % Minning: Ólöf Friðfinns- dóttir, Berjanesi Fædd 11. desember 1901 Dáin 5. nóvember 1985 Þegar ég var unglingur, fannst mér dauðinn svo óra fjarri og að allir sem mér þykir vænt um yrðu hjá mér að eilífu. Svo eltist ég og þroskaðist og jú, ég vissi að það hlaut að koma að því einhvern tímann að ég missti þá sem eru mér kærir. En mér fannst s»mt að amma og afi hlytu að verða hjá mér að eilifu því þau höfðu alltaf verið hjá mér. Þau tóku við mér nýfæddri og ólu mig upp. Núna er ég miðaldra, og verð loks að trúa því að enginn er eilífur, því hún amma mín er dáin. Að vísu vorum við búin að biða eftir því síðan í ágúst, en það var samt svo sárt þegar fréttin kom. „Það er svo margt að minnast á Frá morgni æskuljósum”. Og ég veit ekki hvar ég á að byrja og hvað ég á að segja, því af svo ótal mörgu er að taka. En ég man ekki eftir henni ömmu minni öðruvísi en í góðu skapi, og hún söng mikið og hún söng vel. Hún kunni ógrynni af lögum og ljóðum, og flest af því sem ég kann, get ég þakkað henni. Það var alltaf gestkvæmt heima i Berjanesi. Frá því ég man eftir mér, var oftast einhver sem skotist hafði inn í kaffisopa, og allir voru jafn hjart- anlega velkomnir. Og oft var þröngt á þingi þegar börnin og barnabörnin komu heim til Eyja í heimsókn. Stundum á stórafmæl- um eða kannski á þjóðhátíð var varla hægt að þverfóta fyrir bðrn- um, fólki, ferðatöskum og flat- sængum, og það varð að skipta mannskapnum i hópa til að borða. En aldrei heyrðist æðruorð frá ömmu, og aldrei var djúpt á bros- inu í öllum látunum. Hún var líka einstaklega þolinmóð við okkur stelpurnar þegar við vorum að máta fötin hennar, og skóna, enda vorum við ekki gamlar þegar við pössuðum i hvort tveggja, því hún var lítil og fótnett. Og þótt húsið væri ekki stórt, var hjartarýmið og þolinmæðin því stærra. Við börnin fengum að leika okkur óáreytt, hvort sem var í dúkkulísu- eða bílaleik, eða þá hávaðasömum eltingaleik. Og svo voru líka marg- ir góðir felustaðir i fjörugum felu- leik. Hún skammaði okkur mjög sjaidan þótt oft gengi mikið á. Ég hef oft hugsað að það hljóti að hafa verið átak fyrir fólk sem búið var að koma fjórum börnum til manns, að byrja svo allt upp á nýtt með því að taka að sér nýfætt barn, en þau gerðu það. Og þau lásu fyrir mig, sögðu mér sögur, kysstu á sárin þegar ég meiddi mig, voru þolinmóð í gegnum erf- iða tíma. En umfram allt elskuðu þau mig og það mun endast mér alla mína lífstíð. Þetta mikla jafnaðargeð fylgdi henni ömmu minni í gegnum henn- ar löngu veikindi. Alltaf var hún í góðu skapi, og við hlógum oft dátt saman hún og ég. Sjaldan heyrðist hún kvarta þótt oft væri ærin ástæða til þess. En nú er hún farin, og ég veit að henni líður vel. Timinn læknar öll sár og sökn- uð, en eftir mun ég alltaf eiga góð- ar og dýrmætar minningar um hana ömmu mína og þær mun ég geyma i hjarta mínu alla tíð. Elsku ömmu minni flyt ég hjart- ans þakkir fyrir allt og allt, alltaf. ÓlaJóna Ólöf föðursystir mín er látin. Með henni er slitinn sterkur strengur úr stórum systkinahópi sem fæddist og ólst upp í Haga og á Borgum í Vopnafirði á tíma- bilinu frá 1890 til 1919, en þessi systkini fæddust á tímabilinu 1890 til 1911. Raunar voru þau 13 sem fæddust en níu komust til fullorð- insára. Þetta voru böm hjónanna Guð- rúnar ólínu Sveinbjörnsdóttur og Friðfinns Kristjánssonar, sem bjuggu í Haga og á Borgum. Guð- rún Olína var fædd að Miðfjarðar- nesi á Langanesströnd. Móðir hennar var Kristín Jónasdóttir, systir Jakobs bónda á Gunnars- stöðum en kona Jakobs var Þórdis dóttir Guðrúnar Pétursdóttur, Stefánssonar í Miðfirði. Faðir Guðrúnar Ólínu var Svein- björn bóndi, Miðfjarðarnesi á Strönd, þar sem Kristín fór frá honum með öðrum karlmanni til Ameríku og tók með sér soninn Jakob bróður Guðrúnar ólinu. Eftir þetta fór Sveinbjörn í Vopna- fjörð, kvæntist aftur Hallbjörgu Jónsdóttur frá Sauðhaga. Þau bjuggu lengi farsælu búi á Refstað. Faðir Sveinbjarnar var Gunnar Stefánsson frá Miðfirði. Gunnar bjó í Saurbæ. Kona hans var ólöf Guðlaugsdóttir frá Ferjubakka í öxarfirði. Friðfinnur var fæddur að Borg- um 7. febrúar 1864. Foreldrar hans voru Kristín Kristjánsdóttir og Kristján Friðfinnsson. Móðir Kristínar var Kristrún Eymunds- dóttir frá Teigi. Faðir Kristínar var Kristján bóndi á Síríksstöðum Guðmundsson. Móðir Kristjáns var Júdit Sigurðardóttir frá Ljósa- vatni. Maður Júdítar var Guð- mundur silfursmiður í Gröf í Eyja- firði, stjúpsonur Rutar frá Ljósa- vatni. Móðir Júditar var María Sörensdóttir. Hennar maður var Sigurður Oddsson silfursmiður á Ljósavatni. Móðir Maríu var Guð- rún Þorvaldsdóttir prests á Hofi í Vopnafirði. Kona Þorvaldar og móðir Guðrúnar var Kristín Björnsdóttir sýslumanns á Munka- þverá. Guðrún mun hafa verið fædd árið 1701. Þorvaldur faðir Guðrúnar var sonur Stefáns skálds og prests í Vallanesi ólafssonar, skólameistara í Skálholti og prests að Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar prests og skálds Heydölum. Maður Guðrúnar Þorvaldsdótt- ur var Sören Kristjánsson Jensen, danskur verslunarmaður á Vopna- firði. Skrifaði sig Jensson þegar hann gerðist íslenskur bóndi. Þau bjuggu fyrst í Syðrivík, síðar á Ljósavatni, sem síra Þorvaldur átti. Faðir Friðfinns var sem áður segir Kristján bóndi á Borgum. Faðir hans var Friðfinnur Árna- son bóndi í Haga. Kona hans var Björg Gísladóttir frá Svínabökk- um. Faðir Friðfinns var Árni bóndi Þverá í Dalsmynni Sigurðarson frá Draflastöðum. Aðrir synir Árna voru m.a. Olgeir bóndi í Garði og Sigmundur á Felli í Vopnafirði. I uppvexti ólafar voru húsa- kynni ekki mikil á Borgum. Bað- stofa 3 stafgólf með fjós undir palli. í baðstofuna var komin lítil eldavél þegar faðir minn mundi fyrst eftir. Stundum mun hafa verið þröngt í búi en börnin oftast fengið eitthvað í sig. Svokallaður útmánaðasultur hékk þá eins og vofa yfir miklum hluta heimila á íslandi. Síðasti stóri fjárfellir vegna fóðurskorts var vorið 1914. Börn þeirra Borga-hjóna sem til fullorðinsára komust, voru: Jón bóndi í Gunnólf8vík, kona Krist- björg Guðmunda Guðjónsdóttir; Sveinbjörn iðnrekandi í Reykjavík, Guðrún Guðmundsdóttir frá Hellnatúni, þekkt sem Guðrún frá Berjanesi, seinni kona Sveinbjarn- ar Guðrún Guðmundsdóttir úr önundarfirði; Kristján bóndi á Gunnarsstöðum, kona Jakobína Gunnlaugsdóttir Jakobssonar frá Gunnarsstöðum. Kristján missti fót, stundaði upp úr því fatasaum og skógerð á Vopnafirði og í Reykjavík; Olgeir verkamaður í Borgarnesi, sambýliskona Helga Finnsdóttir; ólöf húsfreyja í Vest- mannaeyjum, maður hennar Jón Einarsson frá Berjanesi; Júdit húsfreyja á Langanesströnd og Bakkafirði; Kristrún iðnaðarkona og húsmóðir í Reykjavík og Kefla- vík, maður Sigurbjörn Stefánsson Eyfirðingur; Rut húsmóðir í Reykjavík, maður Ragnar Krist- insson; Þórhallur klæðskeri i Reykjavík, kona Guðrún Guð- laugsdóttir frá Fellskoti í Bisk- upstungum. Af þessum systkinum eru nú 3 bræður á lífi. Sveinbjörn i Reykja- vik 95 ára gamall, Olgeir í Borgar- nesi 85 ára og Þórhallur í Reykja- vík74áragamall. Þrátt fyrir það að þessi systkini færu sitt í hverja áttina var alla tíð og er mjög gott samband og frændsemi með þeim. Ég sem þessar línur rita þakka þeim hve elskuleg þau og þeirra fólk hefur verið mér og minum á liðnum árum. ólöf var fædd 11. desember 1901, fimmta í röðinni af níu systkinum sem komust til fullorðinsára. Árið 1919 flytur fjölskyldan frá Borgum norður á Langanesströnd þar sem foreldrarnir setjast að, fyrst á Gunnarsstöðum, síðan í Gunnólfs- vík. Á þessu tímabili var Ólöf í vinnumennsku og vistum hér og þar um Langanesströnd og Vopna- fjörð en veturinn 1922 til 1923 stundar hún nám við Alþýðuskól- ann á Hvítárbakka. Sumarið þar á eftir í kaupavinnu í Borgarfirði og haustið og fram að áramótum í Reykjavík. Sveinbjörn bróðir hennar hafði flutt með fjölskyldu til Vest- mannaeyja og fengið leigt í ný- byggðu húsi sem þá stóð uppi i heiði og hét Berjanes. Þetta hús höfðu byggt hjónin Þuríður Elías- dóttir og Einar Einarsson ásamt syni sinum, Jóni Einarssyni. Á vegum bróður sins fer unga stúlk- an ólöf til Vestmannaeyja og þá eru það góðu forlögin sem ráða þvi að hún kynnist sinum indæla hagleiks manni, Jóni Einarssyni. Þau giftu sig í maí 1925 og voru því búin að vera í hjónabandi í 60 ár í maí sl. Sambúð þeirra var farsæl. Þau eignuðust 5 börn; Elísa Guðlaug gift Jóni Hannessyni frá Brekkukoti í Reykholtsdal; Guð- rún ólína, dó á fyrsta ári; Ragn- heiður gift Ernst Bachmann Reykjavík; Gunnar Sveinbjörn kvæntur Guðrúnu Bergsdóttur frá Fædd 5. ágúst 1982 Dáin 29. október 1985 í september 1984 byrjaði íris litla hér í leikskólanum og kom fljótt í ljós hversu mikill gleðigjafi hún var. Þrátt fyrir að hún ætti við þann vanda að stríða að hafa mjög skerta sjón, var hún ailtaf glöð og kát, hún var mjög söngelsk og blíðlynd og geislaði af henni lífs- gleðin. Nú í haust veiktist hún mikið en við vonuðum að hún kæmist aftur á fætur og til okkar í leik- skólann sinn en svo varð ekki. Snemma morguns 29. október barst okkur fregn um lát hennar. Við hér í Fururkoti geymum með okkur minningar um litla, glaða stúlku, sem söng hvenær sem tækifæri gafst. Við biðjum góðan Guð að hugga foreldra hennar og systur í þeirra miklu sorg. Akranesi; Einar Þór kvæntur Erlu Blöndal frá Seyðisfirði. Barnabörn ólafar og Jóns eru 13 og barna- barnabörnin 17. Þó Berjanes væri mikið stærra hús en baðstofan á Borgum forð- um, var það ekki stórt á þann hátt sem nú er talað um. Á tímabili voru þrjár fjölskyldur búandi í því. Eftir að Olöf og Jón voru orðin ein ( húsinu með börnum sínum steðjaði þangað straumur ættfólks og venslamanna sem kom á vertið og í vinnu til Eyja. öllum var tekið með sömu ljúfmennsku og þar sannaðist hið fornkveðna þar sem hjartarúm er, þar er nóg pláss. Samúð þeirra var öll með þeim sem minna máttu sin. Þeim var einlæg sú hlýja og réttlætiskennd sem kemur frá hjartanum og óskar ekki endurgjalds nema í sjálfu sér. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessu góða heimili þegar ég, 17 ára unglingur, fór á vertíð til Vestmannaeyja og var tekinn þar sem sonur og bróðir. Ég á ljúfar minningar frá þeim tíma. ólöf frænka min var söngvin i besta lagi og við tókum stundum- lagið i eldhúsinu i Berjanesi. „Bjartar vonir vakna", „Við brim- sorfna kletta", „í fyrsta sinn ég sá þig“ o.fl. Þær stundir lifa mér í minni og koma stundum upp á yfirborðið og þá með þakklæti i huga fyrir að hafa átt svo elsku- lega föðursystur. Þau stækkuðu hús sitt i Eyjum og bjuggu i því þar til gosið kom upp 1973. Gosnóttina fóru þau i land ásamt öðrum Eyjabúum og hafa lengst af siðan haft íbúð hjá Elísu dóttur sinni og hennar manni. ólöf var sjúklingur síðustu ár og undir það síðasta farin að heilsu. Hún andaðist á sjúkrahús- inu á Seyðisfirði 5. nóvember sl. Fjölskylda mín og faðir þökkum ólöfu allt á liðinni samleið. Við sendum Jóni Einarssyni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar bestu samúðarkveðjur. Ragnar Olgeirsson Aðalheiður /. Jóns- dóttir — Kveðjuorð Þorskalýsi eða ufsalysi fra Lysi hf. ...heilsurmar vegna ARGUS<€> Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík. „Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þinu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. 1 Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa.“ (M.J.) Starfsfólk leikskólans Furukoti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.