Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 7 Dvaliö verður í Bern. Innifalið í naðanakráðu varði ar: Flugfargjald Keflavík/Luxembourg/ Keflavík, allur akstur, gistlng (öll herbergi eru með baöi og síma), morgun- veröur, kynnisferð og sameiginleg skemmtun ásamt kvöldveröi í Bern þann 27. febrúar og aögöngumiöar á alla leikina. íslenskur fararstjóri veröur meö hópnum allan tímann. Verö fyrir manninn í tveggja manna herbergi kr. 21.600- Verð fyrir manninn í eins manns herbergi kr. 22.900.- Öll verö eru miðuö vrö gengisskráningu þann 6. nóvember 1985. Feröaskrífstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, sími26611. Jóhann Einvarðsson: „Er á móti gjald- töku af varnarliðinu“ „ÉG HEF alltaf verið andvígur gjakl- töku af varnarliðinu eða leigu fyrír þá aðstöðu sem varnarliðið hefur hér,“ sagði Jóhann Einvarðsson, sem var efsti maður á lista Framsóknar- flokksins í Keykjaneskjördæmi í síðustu alþingiskosningum, þegar blm. Morgunblaðsins spurði hann álits á skoðanakönnun þeirri, sem framsóknarmenn á Suðurlandi geng- ust fyrir þar sem afstaða til gjaldtöku af varnarliðinu var könnuð. Jóhann sagöist vilja að varnar- liðið stæði straum af kostnaði við framkvæmdir er tengdust veru þess hér, svo sem því að byggja flugvelli, leggja vegi og þess hátt- ar. Hann sagði að það væri alveg hægt að rökstyðja það að varnar- liðið ætti að leggja vegi sums stað- ar á landinu og nefndi hann sem dæmi, að nauðsynlegt gæti verið á ófriðartímum að greiðar vegasam- göngur væru frá Reykjanesi í fleiri en eina átt, til dæmis austur á bóginn, með ströndinni frá Krísu- vík. „Ég vil líka að þeir versli við okkur og kaupi þær vörur sem við getum boðið með sambærilegum gæðum og þær vörur hafa, sem þeir fá hjá sjálfum sér,“ sagði Jó- hann. Hann sagði að afstaða sín til þess að vera á móti gjaldtöku byggðist á því að þegar að þvi kæmi að varnarliðið færi mætti það ekki verða tekjulegt spursmál fyrir tslendinga hvort það ætti að láta þá fara þetta árið eða hitt. Sú ákvörðun yrði að vera alveg ótengd fjárlögum landsins. 25. febrúar — Genf:ísland — Suður-Kórea ............... kl. 19.00 25. febrúar — Genf: Rúmenía — Tékkóslóvakía: .......... kl. 20.45 26. febrúar — Bern: ísland — Tékkóslóvakía ............ kl. 19.00 26. febrúar — Bern: Vestur-Þýzkaland — Spánn .......... kl. 20.45 28. febrúar — Bern: Rúmenía — ísland ............... kl. 19.00 28. febrúar — Bern: Danmörk — Svíþjóð ................. kl. 20.45 Hótel Borg í kvöld: Samtök stofnuð um vernd- un gamla miðbæjarins 6000 manns starfa í miðbænum STOFNFUNDUR samtaka um vöxt og viðgang gamla miðbæjarins verður haldinn að Hótel Borg í kvöld klukkan 20.00. Fundarstjóri verður Davíð Oddsson, borgarstjóri. Unnið hefur verið að undir- myndir hefðu verið ræddar um son, Guðlaugur Bergmann, Jón Hjaltason, Bolli Kristinsson, Guðni Pálsson, Pétur Arason, Sigurður Steinþórsson og Ásgeir Hannes Eiríksson. BorgarneHÍ, 13. nóvémber. AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi verður haldinn í Hótel Borgarnesi 15. og 16. nóvember. Helstu atriði dagskrárinnar verða: Skýrsla stjórnar SSV flutt af Kristófer Þorleifssyni for- manni SSV, Guðjón Ingi Stefáns- son flytur skýrslu framkvæmda- stjóra SSV, Ragnar Hjörleifsson flytur skýrslu iðnráðgjafa, Snorri Þorsteinsson fræðslufulltrúi, flytur erindi um rekstur fræðslu- skrifstofunnar í Borgarnesi. Þá mun Björn Friðfinnsson formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga flytja varp. Óli Jón Ólason ferðamálafulltrúi mun flytja er- indi um uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi, Guðbrandur Brynjúlfsson oddvoti og Guð- mundur Vésteinsson bæjarfull- trúi munu ræða um „Rekstur og hlutverk sveitarfélaga í nútíð og framtíð". Gert er ráð fyrir að á fundinum starfi m.a. eftirtaldar nefndir: Ferðamálanefnd, at- vinnumálanefnd, sveitarstjórn- armálanefnd og fjárhags- og alls- herjarnefnd. Doktorsvörn í Háskólanum NIKULÁS Þ. Sigfússon læknir ver doktorsritgerð sína, „Hyperten- sion in middle aged men. The effect of Repeated Screening and Referr- al to Community Physicians on Hypertension Control" eða „Hækkaður blóðþrýstingur hjá miðalda körlum — áhrif endurtek- inna heilsufarsrannsókna og vis- unar til heimilslækna á blóðþrýst- ingsmeðferð", í hátíðarsal Háskóla íslands laugardaginn 16. nóvemb- er kl. 14 og stjórnar prófessor Davíð Davíðsson athöfninni. And- mælendur af hálfu læknadeildar verða prófessor Göran Berglund yfirlæknir við Sahlgrenska sjuk- huset í Gautaborg og dr. med. Þorkell Guðbrandsson. öllum er heimill aðgangur. (FrétUtilkrnning) búningi þessa stofnfundar um nokkurt skeið og eiga þar hlut að máli ýmsir aðilar, sem bera hag gamla miðbæjarins fyrir brjósti svo og aðilar sem reka ýmiskonar viðskipta og þjónustustarfsemi í þessum elsta borgarhluta Reykja- víkur. Sigurður K. Kolbeinsson var ráðinn til að annast undirbúning að stofnun þessara samtaka og sagði hann í samtali við Morgun- blaðið að víðtæk samstaða hefði náðst milli hinna ýmsu aðila, sem vilja veg gamla miðbæjarins sem mestan. Sagði Sigurður að mikill hugur væri í mönnum um fram- gang þessa máls. „Það hefur valdið mönnum áhyggjum hversu bæjarlandið hefur þanist út i allar áttir á kostnað gamla miðbæjarins," sagði Sigurður. „f gamla mið- bænum eru hins vegar einhverjar elstu byggingar landsins og þar eru margir staðir sem hafa merki- legt menningarlegt og sagnfræði- legt gildi. Að okkar dómi yrði það því stórslys ef þessi elsti hluti borgarinnar hætti að þjóna hlut- verki sínu sem mikilvæg miðstöð þjónustu, viðskipta og fjölskrúð- ugs mannlífs. Sem betur fer virð- ast borgaryfirvöld vera að gera ráðstafanir til að sporna við þeirri þróun samanber nýframkomnar skipulagstillögur Kvosarinnar. Það svæði sem við erum að tala um er hins vegar stærra og nær frá og með Grófinni og Grjóta- þorpi allar götur austur fyrir Hlemmtorg, þar með taldar allar þvergötur og hliðargötur frá Skólavörðuholti til sjávar," sagði Sigurður. Sigurður sagði að ýmsar hug- hvernig best yrði að málum staðið til að efla gamla miðbæinn. Mætti þar nefna opnunartíma verslana og þjónustustofnana, bílastæðis- mál, sameiginlegar auglýsingar, koma fram sem einn aðili í samn- ingum, sameiginleg innkaup, leik- starfsemi og uppákomur ýmis konar, barnagæslu, strætisvagna- umferð og margt fleira. Sigurður sagði að gerð hefði verið könnun á fjölda starfsmanna í hinum ýmsu atvinnugreinum í gamia miðbænum og samkvæmt henni starfa þar um 6.000 manns. Af þeim koma tæp 3.000 til vinnu sinnar á bílum, sem gæfi vísbend- ingu um þörfina á bílastæðum í gamla miðbænum. Sigurður sagði að haft hefði verið samband við fjölda fólks, sem eiga hagsmuna að gæta i gamla miðbænum og hefði þorri þeirra lýst miklum áhuga með stofnun þessara sam- taka. „Þessar góðu undirtektir hafa fyllt okkur bjartsýni á mál- staðnum og um leið framtíð mið- bæjarins. Aðalatriðið er samt að þeir.sem hagsmuna eiga að gæta fjölmenni á stofnfundinn á Hótel Borg,“ sagði Sigurður K. Kolbeins- son. Frummælendur á fundinum í kvöld verða Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður skipulags- nefndar, sem ræðir um skipulags- mál og sýnir líkan af skipulagstil- lögum Kvosarinnar, Árni Sigfús- son rekstrarhagfræðingur, sem ræðir um „kalbletti í borgum" og Gunnar Hauksson, verslunarmað- ur, sem ræðir um verslun og þjón- ustu í gamla miðbænum. Undirbúningsnefnd að stofnun samtaka skipuðu Skúli Jóhannes- Heimsmeistara- keppnin í handknattleik í Sviss HM1986 Hagstæö 5 daga ferð til Sviss 24. febrúar til 1. marz 1986. Komið með og sjáiö ísland leika 3 leiki í forriölinum. Aðalfundur Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.