Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 Utandagskrárumræða á Alþingi í dag: Rætt um Útvegsbank- ann og Hafskip hf. JÓN Baldvin Hannibalsson hefur farið fram á það við forseta Samein- aðs þings, Þorvald Garðar Kristjáns- son, að í dag fari fram utan- dagsskrárumræða um stöðu Útvegs- banka íslands. Þorvaldur Garðar sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að umræðan yrði á dagskrá á síðari fundi Sameinaðs þings í dag, en sá fyrri væri ætlaður fyrir- spurnum. „Ég fór fram á þetta vegna þess að umræða um stöðu Útvegsbanka íslands, í fjölmiðl- um, þar á meðal í ríkisfjölmiðlum vegna viðskipta hans við Hafskip hf., er nú komin á það stig, að hvenær sem er má búast við „pan- ik“,“ sagði Jón Baldvin í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Jón Baldvin sagðist eiga við það að viðskiptavinir og sparifjáreig- Skipa mál- farsnefnd ÁKVEÐIÐ hefur verið að sérstök nefnd á vegum Flugleiða, sem fjalla mun um málfar þeirra sem starfa við flug hér á landi, taki til starfa í næstu viku. Leifur Magnússon fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum sendi Skúla Br. Steinþórssyni flugstjóra bréf þann 28. október síðastliðinn, daginn eftir að fjallað var um þetta mál í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins. Þar segir Leifur m.a. að honum hafi um langt skeið ofboðið að hlusta að stöðuga notkun afbakaðra enskra orða og orðatiltækja þar sem í flest- um tilfellum væru fyrir hendi ágæt íslensk orð og orðatiltæki. Síðar segir Leifur að á þessu sviði dugi ekkert annað en stöð- ugur áróður og aðhald og varpar fram þeirri hugmynd hvort ekki væri rétt að reka áróður í þeim gögnum, sem Flugleiðir senda starfsfólki sínu svo sem frétta- bréf, upplýsingabréf og jafnvel áhafnaskrá. Nú hefur verið ákveðið að nefnd sem fjalli um málfar þeirra sem starfa við flug, skip- uð þeim Leifi Magnússyni, Skúla Br. Steinþórssyni, Guð- mundi Snorrasyni þjálfunar- stjóra og Sæmundi Guðvinssyni forstöðumanni kynningardeild- ar, hefji störf í næstu viku. endur gætu óttast um sinn hag og svarað því með fjöldaúttektum úr bankanum. „Það gæti riðið bank- anum að fullu, ef svo yrði,“ sagði Jón Baldvin. „Þessi umræða hefur staðið yfir mánuðum saman og er komin inn í ríkisfjölmiðlana. Einn af banka- stjórnarmönnum bankans kom fram í útvarpsviðtali í gær og róaði viðskiptaaðila með því að segja - það er ríkisábyrgð á bak við,“ sagði Jón Baldvin, „en það er engan veginn öllum ljóst að svo sé og þegar ástandið er orðið svona þá tel ég alveg óhjákvæmilegt að bankamálaráðherra láti þetta mál til sín taka, áður en verra hlýst af. Upplýsi um staðreyndir í mál- inu, kveði niður það sem rangt kann að vera í því og staðfesti og árétti úr ræðustól á Alþingi um ríkisskyldur í þessu efni, hverjar svo sem staðreyndirnar að lokum kunna að reynast vera um stöðu Útvegsbankans." Jón Baldvin kvaðst í annan stað telja óhjákvæmilegt að upplýst yrði hvernig eftirlitsaðilar lögum samkvæmt, eins og Seðlabanki og bankaeftirlit, hefðu staðið að þessu máli. Hvort þessir aðilar hefðu gegnt skyldum sínum og gripið inn í í tæka tíð, eins og þeim lögum samkvæmt bæri að gera, ef bankaeftirlitið teldi hag eða rekst- ur innlánsstofnana óheilbrigðan. Morgunblaðið/Július 99 Mikilvægt er að ná tökum á tækninni þegar á unga aldri“ — segir Anne-Sophie Mutter, fiðlusnillingur, sem í kvöld leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands Fiðlusnillingurinn Anne-Sophie Mutter kom til íslands í gærkvöldi og mun hún leika með Sinfóníu- hljómsveit íslands í kvöld. Anne-Sophie kemur hingað til lands frá París þar sem hún hélt tónleika og fer síðan á sunnudags- kvöld til Helsinki til tónleikahalds. Anne-Sophie sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi, að þegar tækninni við fiðluleik væri náð kæmi hún ekki síður frá huganum en frá fingr- unum. Mikilvægt væri að ná tökum á tækninni þegar á unga aldri og gera þyrfti sér vel grein fyrir eðli verksins áður en það er leikið. í kvöld hefjast tónleikarnir kl. 20.30 í Háskólabíói. Á laugardag- inn heldur Anne-Sophie Mutter aðra tónleika með Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Þessir tónleikar eru áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins í Reykjavík og um leið aðrir „Stjörnutónleikar" Sinfóníuhljómsveitar íslands. Forseti ASÍ um væntanlega kjarasamninga: Öfrávíkjanlegt að ná fram skýrum kaupmáttarákvæðum KAUPIÐ er óþolandi lágt, félagsleg þjónusta er ófullnægjandi, atvinnu- mál eru í óvissu og erlendar skuldir eru allt að sliga. Þannig lýsti Ásmundur Stefáns- son, forseti Alþýðusambands Is- lands, ástandinu í landinu á mið- stjórnarfundi í ASÍ í gær, þar sem hann hafði framsögu um kjaramál. Hann sagði að verkalýðshreyfingin hefði síðustu misserin gefið ríkis- stjórninni síendurtekin tækifæri til að tryggja kaupmátt með því að hamla verðhækkunum. „Ríkisvald- ið hefur verið reiðubúið til yfirlýs- inga en ekki til aðhalds í reynd,“ sagði hann. „Reynslan sýnir að loforð eru ekki nægileg trygging. Því myndu fáir telja yfirlýsingu forsætisráðherra fullnægjandi tryggingu fyrir kaupmætti kom- andi samninga." Ásmundur sagði, að í næstu samningum yrðu að vera „skýr samningsákvæði um það hvernig launafólki verður bættur skaðinn ef stjórnvöld bregðast trausti og tryggja ekki aðhald í verðalagsmál- um.“ Hann sagði að kaupmáttar- trygging yrði að fá forgang umfram önnur verkefni og kvað það sitt mat að í komandi samningum ættu forgangsverkefnin að vera þessi: 1. Aukinn kaupmáttur. „Við gerum Ákæra gefin út í Landvélamálinu: Héldu 18 milljónum utan við veltu með nýjum tölvuforritum — fyrsta tölvusvikamálið kemur til kasta dómstóla okkur grein fyrir því að við vinnum ekki allt, sem tapast hefur, í einu stökki og við verðum að leggja niður fyrir okkur skýr skref um hvernig það megi takast. Við vitum að hvort sem lægsta kaup hækkar um 10, 20, 30 eða 40% vantar mikið á að það sé fullnægjandi til framfæris. En við vitum líka, að hvert skref skiptir máli,“ sagði hann. 2. Traust kaupmáttartrygging. „Verkalýðshreyfingin hefur lýst sig reiðubúna til að skoða allar leiðir til þess að tryggja kaupið, aðferðin er ekki heilög," sagði Ásmundur. „Það verður ófrávíkjanlega að ná fram skýrum ákvæðum um það hvernig launafólki verði bættur skaðinn ef stjórnvöld standa ekki við sitt. Útreikningar nú gefa til kynna, að kaupmáttur standist nokkurn veginn eins og gert var ráð fyrir í júnísamningunum. Á það er hins vegar vart að treysta, að fjár- málaráðherra leiðrétti hverju sinni slíkt frávik, eins og gerðist nú í október." I þriðja lagi sagði forseti ASÍ að leggja þyrfti áherslu á úrlausn ákveðinna félagslegra atriða - svo sem húsnæðismála, vaxta og láns- tíma, lífeyrismála, fjærveru vegna veikinda barna og skilvísa inn- heimtu sjúkra- og orlofsheimila- sjóðsgjalda. Ekkert þessara mála væri þó jafn brennandi og ástandið í húsnæðismálum - það væri afleið- ing þjóðfélagsgerðar, sem tryggði hinum ríku ofboðslega ávöxtun auðs en kæmi venjulegu fólki, sem ynni hörðum höndum, á vonarvöl. FIMM menn hafa verið ákærðir fyrir stórfelld bókhalds- og söluskattssvik á vegum fyrirtækisins Landvéla hf. í Kópavogi. Tveir þeirra, feðgar og stjórnarmenn í fyrirtækinu, eru ákærðir fyrir stórfelld söluskattssvik á tímabilinu frá september 1982 til marsloka 1984. Auk feðganna eru tveir fyrrverandi starfsmenn fyrir- tækisins ákærðir fyrir hlutdeild í málinu og loks forsvarsmaður tölvu- bókhaldsfyrirtækis, sem annaðist bókhald fyrir Landvélar hf. Mál þetta kom upp í lok mars á síðasta ári og voru feðgarnir þá hnepptir í gæsluvarðhald á meðan frumrannsókn stóð yfir. Að sögn Jónatans Sveinssonar saksóknara eru stjórnarmennirnir sakaðir um undanskot á söluskattsskyldri veltu að upphæð rúmlega 29 millj- ónir króna og þannig greitt um 6,4 milljónum króna lægri söluskatt en þeim var skylt. Með dráttar- vöxtum og álögum er um að ræða söluskatt upp á nærri fimmtán milljónir króna. Er þeim gefið að sök að hafa dregið undan veltu með kerfisbundnum hætti með því að láta búa til nýtt og rangt tölvu- forrit fyrir bókhald fyrirtækisins. Tveir fyrrum starfsmenn fyrir- tækisins eru ákærðir fyrir að hafa gerst hlutdeildarmenn í svikunum með því að hafa komið hinu ólög- lega bókhaldskerfi, á og viðhaldið því. Fimmti maðurinn, forstöðu- maður bókhaldsfyrirtækis í Reykjavík, er ákærður fyrir að hafa breytt gildum tölvuforritum svo hægt væri að halda hluta velt- unnar utan bókhaldsins. Er talið að hann hafi átt að vita hvað var á seyði í fyrirtækinu. Þetta er fyrsta málið, sem upp kemur hér á landi, þar sem tölva er skipulega notuð við svik af þessu tagi. Talið er að verulegur hluti hinnar undanskotnu veltu hafi verið sett aftur inn í rekstur fyrir- tækisins. Ætluð skattsvik stjórnarmann- anna tveggja eru enn í rannsókn. - Málið verður rekið fyrir Saka- dómi Kópavogs. Friðjón Guðröðarson Halldór Kristinsson Nýir sýslumenn í Rangár- valla- og Þingeyjarsýslum FORSETI Islands hefur að tillögu Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra skipað Friðjón Guðröðarson sýslu- mann í Rangárvallasýslu og Halldór Kristinsson sýslumann í Þingeyjar- sýshim. Friðjón Guðröðarson var sýslu- maður í Austur-Skaftafellssýslu og Halldór Kristinsson bæjar- fógeti á Bolungarvík og munu þeir láta af þeim störfum hinn 1. des- ember næstkomandi er þeir taka við hinum nýju embættum. Hall- dór Kristinsson hefur jafnframt verið skipaður bæjarfógeti á Húsa- vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.