Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR14. NÖVEMBER1985 Fjölmennur fundur í Sjálfstæð- iskvennafélagi Árnessýslu dóttir, setti fundinn kl. 20.30 og skipaöi Þóru Grétarsdóttur fund- arstjóra og Elínu Arnórsdóttur fundarritara. Fundarstjóri lýsti dagsskrá fundarins og bauð því næst fundargestum að ganga til borðs. Snæddu gestirnir saman léttan kvöldverð. Ræðumenn á fundinum voru þær Alda Andresdóttir, Þórunn Gestsdóttir og Guðfinna ólafs- dóttir. Alda og Þórunn ræddu m.a. um stöðu kvenna í stjórnmálum og nauðsyn þess að halda áfram að auka hlut kvenna bæði í sveitar- stjórnum og á alþingi og bæta aðstöðu og kjör kvenna á vinnu- markaði. Þórunn sagði frá síðasta lands- þingi sjálfstæðiskvenna, sem hald- ið var á ísafirði í júní i sumar. Taldi hún þingið hafa verið gagn- legt og vel lukkað og móttökur á Isafirði frábærar. Mælti hún eindregið með því að fundir og þing flokksins væru öðru hverju haldin úti á landsbyggð- inni, því það stuðlaði að nánari kynnum og auknum skilningi manna á milli. Margt fleira kom fram í ágætum ræðum þeirra, sem ekki verður rakið hér. Síðustu ræðuna flutti Guðfinna Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi á Sel- fossi, en hún er formaður atvinnu- málanefndar þar í bæ. Ræddi hún Hveragerði, 8. nóvember. Sjálfstæðiskvennafélag Árnes- sýslu hélt félagsfund í samkomuhús- inu InghóH á Selfossi þriðjudaginn 5. nóv. sl. Á fundinn mættu konur úr stjórn Landssambands sjálfstæðis- kvenna og formaður þess, Þórunn Gestsdóttir blaðamaður, flutti ræðu. Formaður Sjálfstæðiskvennafé- lags Árnessýslu, Alda Andres- Þórunn Gestsdóttir, formaður Lands sambands sjálfstæðiskvenna. Hvert sæti var skipað, þessar dömur eru frá Selfossi. Morjfunblaöiö/Sigrún um iðnað og atvinnumál og mögu- leika staðarins, í mjög greinargóðu erindi. Benti hún m.a. á hve Selfoss er vel staðsettur sem ferðamanna- bær, þar sem leiðir liggja til allra átta. Þar er að rísa stórhýsi, sem er félagsheimili þeirra, sem einnig verður hótel og verlsanir, auk margskonar þjónustu. I lokin voru svo leyfðar frjálsar umræður. Fundurinn var vel sóttur og hinn ánægjulegasti. Sigrún Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna, aftari röð frá vinstri: Anna Páls- dóttir, Jósefína Gísladóttir, Hulda Guðbjartsdóttir og Steinunn Sigurðardótt- ir. Fremri röð frá vinstri: Þórunn Gestsdóttir, Bima Guðjónsdóttir, Erna Mathiesen. Egilsstaðir: Meðferð barnaverndar- mála oft viðkvæmari í strjálbýli en þéttbýli Morgunblaöiö/Ölafur Þátttakendur á námskeiðinu fengu að þvf loknu sératakt viðurkenningar- skjal enda veitir námskeiðið 1,5 námseiningar skv. reglum Fræðslustöðvar sveitarfélaga. Egilntööum, 10. növember. Á NÁMSKEIÐI um meðferð barna- verndarmála er Barnaverndarráð íslands og Samband íslenskra sveit- arfélaga gengust fyrir hér á Egils- stöðum nú um helgina í samráði við Samband sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi og Fræðsluskrifstofu Austurlands kom m.a. fram að meðferð og úrlausn barnaverndar- mála f strjálbýli er að öllu jöfnu viðkvæmari og erfiðari viðfangs en Fyrirliggjandi í birgðastöð KALDVALSAÐ PJ St- 12,03, SPD Plötuþykktir frá 0.8 - 2 mm Plötustærðir 1000 x 2000 mm 1250 x 2500 mm og 1500 x 3000 mm SINDRA STALHF f þéttbýli sökum þeirra nánu per- sónulegu tengsla sem oftast myndast í samfélagi fámennisins. Á námskeiðinu var um það rætt að kanna fyrir sveitarstjórnar- kosningar á vori komanda hugsan- legt samstarf barnaverndarnefna á Austurlandi og jafnvel mögu- leika á því að smæstu sveitarfélög- in sameinist um kjör barnavernd- arnefnda sbr. heimildarákvæði laga þar um. T.d. var á það bent að þjónustusvæði Sambands sveit- arfélaga i Austurlandskjördæmi gætu sameinast um kjör barna- verndarnefnda og styrkt þannig meðferð einstakra þátta barna- verndarmálanna og jafnvel sam- einast um ráðningu starfsmanns. Á námskeiðinu var farið yfir lög og reglugerðir um barnaverndar- mál, leiðbeint um meðferð skilnað- armála oggerð umsagnar í forsjár- deilumálum. Einnig var fjallað um starfsháttu barnaverndarnefnda og fjallað um samstarf barna- verndarnefnda við hina ýmsu aðila s.s. fræðsluyfirvöld, skóla og heilsugæslu. Formaður Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi, Haf- þór Guðmundsson, setti námskeið- ið, en námskeiðsstjórar auk hans voru þeir Sigurður Hjaltason, framkvæmdastjóri SSA, og Guð- jón Bjarnason, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs Islands. Sál- fræðingarnir Sigurður J. Grétars- son og Vilhelm Norðfjörð fluttu erindi auk Braga Guðbrandssonar, félagsmálastjóra í Kópavogi, og Elsu S. Þorkelsdóttur, lögfræð- ings. Þá tók Elísabet Svavarsdótt- ir, félagsráðgjafi, formaður barna- verndarnefndar Egilsstaðahrepps, þátt í umræðum um hugsanlegt samstarf barnaverndarnefnda á Austurlandi. Námskeið af þessum toga voru haldin í Reykjavík síðastliðið vor og einnig á ísafirði fyrir skemmstu. Þá er ætlunin að efna til slíks námskeiðs á Blönduósi og Húsavík nú á næstunni. Þátttakandur á námskeiðinu hér voru víða af Austurlandi. — Óbhr. Borgartúni 31 sími 27222 ÞittUkendur og fyrirlesarar i nimskeiðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.