Morgunblaðið - 14.11.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR14. NÖVEMBER1985
Fjölmennur fundur í Sjálfstæð-
iskvennafélagi Árnessýslu
dóttir, setti fundinn kl. 20.30 og
skipaöi Þóru Grétarsdóttur fund-
arstjóra og Elínu Arnórsdóttur
fundarritara. Fundarstjóri lýsti
dagsskrá fundarins og bauð því
næst fundargestum að ganga til
borðs. Snæddu gestirnir saman
léttan kvöldverð.
Ræðumenn á fundinum voru
þær Alda Andresdóttir, Þórunn
Gestsdóttir og Guðfinna ólafs-
dóttir.
Alda og Þórunn ræddu m.a. um
stöðu kvenna í stjórnmálum og
nauðsyn þess að halda áfram að
auka hlut kvenna bæði í sveitar-
stjórnum og á alþingi og bæta
aðstöðu og kjör kvenna á vinnu-
markaði.
Þórunn sagði frá síðasta lands-
þingi sjálfstæðiskvenna, sem hald-
ið var á ísafirði í júní i sumar.
Taldi hún þingið hafa verið gagn-
legt og vel lukkað og móttökur á
Isafirði frábærar.
Mælti hún eindregið með því að
fundir og þing flokksins væru öðru
hverju haldin úti á landsbyggð-
inni, því það stuðlaði að nánari
kynnum og auknum skilningi
manna á milli. Margt fleira kom
fram í ágætum ræðum þeirra, sem
ekki verður rakið hér.
Síðustu ræðuna flutti Guðfinna
Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi á Sel-
fossi, en hún er formaður atvinnu-
málanefndar þar í bæ. Ræddi hún
Hveragerði, 8. nóvember.
Sjálfstæðiskvennafélag Árnes-
sýslu hélt félagsfund í samkomuhús-
inu InghóH á Selfossi þriðjudaginn
5. nóv. sl. Á fundinn mættu konur úr
stjórn Landssambands sjálfstæðis-
kvenna og formaður þess, Þórunn
Gestsdóttir blaðamaður, flutti ræðu.
Formaður Sjálfstæðiskvennafé-
lags Árnessýslu, Alda Andres-
Þórunn Gestsdóttir, formaður Lands
sambands sjálfstæðiskvenna.
Hvert sæti var skipað, þessar dömur eru frá Selfossi.
Morjfunblaöiö/Sigrún
um iðnað og atvinnumál og mögu-
leika staðarins, í mjög greinargóðu
erindi. Benti hún m.a. á hve Selfoss
er vel staðsettur sem ferðamanna-
bær, þar sem leiðir liggja til allra
átta. Þar er að rísa stórhýsi, sem
er félagsheimili þeirra, sem einnig
verður hótel og verlsanir, auk
margskonar þjónustu.
I lokin voru svo leyfðar frjálsar
umræður.
Fundurinn var vel sóttur og hinn
ánægjulegasti.
Sigrún
Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna, aftari röð frá vinstri: Anna Páls-
dóttir, Jósefína Gísladóttir, Hulda Guðbjartsdóttir og Steinunn Sigurðardótt-
ir. Fremri röð frá vinstri: Þórunn Gestsdóttir, Bima Guðjónsdóttir, Erna
Mathiesen.
Egilsstaðir:
Meðferð barnaverndar-
mála oft viðkvæmari
í strjálbýli en þéttbýli
Morgunblaöiö/Ölafur
Þátttakendur á námskeiðinu fengu að þvf loknu sératakt viðurkenningar-
skjal enda veitir námskeiðið 1,5 námseiningar skv. reglum Fræðslustöðvar
sveitarfélaga.
Egilntööum, 10. növember.
Á NÁMSKEIÐI um meðferð barna-
verndarmála er Barnaverndarráð
íslands og Samband íslenskra sveit-
arfélaga gengust fyrir hér á Egils-
stöðum nú um helgina í samráði við
Samband sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi og Fræðsluskrifstofu
Austurlands kom m.a. fram að
meðferð og úrlausn barnaverndar-
mála f strjálbýli er að öllu jöfnu
viðkvæmari og erfiðari viðfangs en
Fyrirliggjandi í birgðastöð
KALDVALSAÐ
PJ
St- 12,03, SPD
Plötuþykktir frá 0.8 - 2 mm
Plötustærðir 1000 x 2000 mm
1250 x 2500 mm og 1500 x 3000 mm
SINDRA
STALHF
f þéttbýli sökum þeirra nánu per-
sónulegu tengsla sem oftast myndast
í samfélagi fámennisins.
Á námskeiðinu var um það rætt
að kanna fyrir sveitarstjórnar-
kosningar á vori komanda hugsan-
legt samstarf barnaverndarnefna
á Austurlandi og jafnvel mögu-
leika á því að smæstu sveitarfélög-
in sameinist um kjör barnavernd-
arnefnda sbr. heimildarákvæði
laga þar um. T.d. var á það bent
að þjónustusvæði Sambands sveit-
arfélaga i Austurlandskjördæmi
gætu sameinast um kjör barna-
verndarnefnda og styrkt þannig
meðferð einstakra þátta barna-
verndarmálanna og jafnvel sam-
einast um ráðningu starfsmanns.
Á námskeiðinu var farið yfir lög
og reglugerðir um barnaverndar-
mál, leiðbeint um meðferð skilnað-
armála oggerð umsagnar í forsjár-
deilumálum. Einnig var fjallað um
starfsháttu barnaverndarnefnda
og fjallað um samstarf barna-
verndarnefnda við hina ýmsu aðila
s.s. fræðsluyfirvöld, skóla og
heilsugæslu.
Formaður Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi, Haf-
þór Guðmundsson, setti námskeið-
ið, en námskeiðsstjórar auk hans
voru þeir Sigurður Hjaltason,
framkvæmdastjóri SSA, og Guð-
jón Bjarnason, framkvæmdastjóri
Barnaverndarráðs Islands. Sál-
fræðingarnir Sigurður J. Grétars-
son og Vilhelm Norðfjörð fluttu
erindi auk Braga Guðbrandssonar,
félagsmálastjóra í Kópavogi, og
Elsu S. Þorkelsdóttur, lögfræð-
ings. Þá tók Elísabet Svavarsdótt-
ir, félagsráðgjafi, formaður barna-
verndarnefndar Egilsstaðahrepps,
þátt í umræðum um hugsanlegt
samstarf barnaverndarnefnda á
Austurlandi.
Námskeið af þessum toga voru
haldin í Reykjavík síðastliðið vor
og einnig á ísafirði fyrir
skemmstu. Þá er ætlunin að efna
til slíks námskeiðs á Blönduósi og
Húsavík nú á næstunni.
Þátttakandur á námskeiðinu hér
voru víða af Austurlandi.
— Óbhr.
Borgartúni 31 sími 27222
ÞittUkendur og fyrirlesarar i nimskeiðinu.