Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 17 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Fondue bourguignonne Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur nýr svissneskur réttur, „fondue bour- guignonne“, orðið einn af uppáhalds- réttum Svisslendinga. Hann hæfir vel hinum nýja lífsstfl, þar sem bjóða má gestum til málsverðar án mikillar fyrirhafnar. Gestir hafa einnig ánægju af að elda kjötið sitt sjálfir við borðið, — sósurnar sem soðnu kjötinu er dýft í eru mikið atriði. Fondue bourguignonne — dregur nafnið af nautakjöti skornu í bita á sama hátt og fyrir franska réttinn „bæuf á la bourguignonne". Fond- ue-potturinn sem nota á, verður að vera úr málmi eða emileraður. Hann má ekki vera úr gleri (eld- föstu) eða leir eða neinu því sem farið getur í sundur undan sjóðandi feiti. Notað er 1% —2 bollar af matar- olíu eða annarri feiti (jurtafeiti). Áætlið 150— 200 gr af kjöti á mann. Feitin er hituð. Kjötið má vera kjúklingakjöt, fitulaust og meyrt nautakjöt, svínakjöt eða lambakjöt (lundir). Það er skorið í 2% cm stóra bita. (Nota má einnig litlar pylsur.) Gestir stinga fondue-gaffli í kjötið og steikja í feitinni eftir eigin smekk og dýfa því síðan í sósu. Sósur geta verið hinar fjölbreytt- ustu. Venja er að bera fram 3—4 tegundir með fondue. Hér fylgja nokkrar uppskriftir, ekki dýrar: Sósur Karrýsósa; 'k bikar sýrður rjómi 'k bolli mayones 1—2tsk. karrý Hrærið vel saman, bæta má við kryddi eftir smekk. Tartarsósa; 'k bolli mayones 'k bikar sýrður rjómi 2 matsk. saxaður lauk- ur 3 sýrðar gúrkur fínt saxaðar (2 matsk. capers) Rauð sósa; 'á bolli tómatsósa (ketchup) 'k bolli mayones 1 tsk. Worcesters- hire-sósa (2 matsk. koníak) Útbúið og geymið í kæli þar til þær eru bornar fram. Einnig má hafa remoulaðisósu, sæt-súra sósu, hana má fá tilbúna í verslun, svo þykir mörgum nauð- synlegt að bera fram með kjöt- fondue heita bearnaisesósu. Sem meðlæti þykir nýtt brauð eða brauðhorn sjálfsögð, bent er einnig á kartöfluflögur og blandað salat hverskonar. Og sem drykk pilsner eða bjór nú eða rauðvín. Kínverskt fondue er útbúið á svipað- an hátt nema í stað feiti eða matar- olíu til steikingar er notað bragð- mikið kjúklingasoð, jafnvel útbúið úr teningum. Kjötið er sett á pinna eða gaffla og soðið í kjötsoðinu og síðan dýft í kryddsósu. í lok máltiðar er bragðmikið soðið gjarnan bragðbætt með sherry og síðan borið fram sem súpa. Skipstjórafondue er búið til á sama hátt og fondue bourguignonne, nema í stað kjöts er borið fram fiskmeti, þ.e. rækjur, humar, skel- fiskur eða hverskonar fisktegundir sem eru fremur þéttar í sér. Fond- ue-gaffli er þá stungið í fiskbita, þeim má dýfa síðan í djúpsteiking- ardeig, ef vill, og steikja síðan í feitinni. Sósurnar til bragðbætis eru þær sömu og við annað fondue. Gómsætt fondue í ábætisrétti eins og súkkulaðifondue eru einnig til. Uppskriftir að þeim koma siðar. Verð á hráefni: er vert að kanna áður en keypt er til Fondue-málsverðar, í því sam- bandi má benda á að 1 kg af lamba- lundum er 300 kr. ódýrari en 1 kg af „nautalundum". SIEMENS * z SIEMENS — hrærivélin MK 4500: Fyrirferöarlítil og fjölhæf og allir aukahlutir fylgja meö! Verd 9.450,-. • þeytir, hrærir, hnoöar, • rífur, sker, saxar, hakkar og blandar bæöi fljótt og vel. Siemens — stendur ætíð fyrir sínu. Siemens — einkaumboö: SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Sími28300. Vetrarleikur á Laugardalsvelli og allir (nema dómarinn, sem er greinilega kalt) í bláu norsku ullarnærfötunum sem þér líður vel í EINNIG REGN- OG KULDAFATNAÐUR í MIKLU ÚRVALI Kuldaúlpur. Loöfóöraöir samfestingar. Kappklæönaöur. Peysur,buxur,skyrtur. Húfuroghanskar. Hlífðarskófatnaður. Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.