Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1985, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 38 Minning: Sigmundur G. Sig- 'mundsson verkstjóri Fæddur 31. janúar 1942 Dáinn 6. nóvember 1985 Okkur setti hljóða, þegar við fréttum snemma að morgni þriðju- dagsins 15. október sl. að Grétar yfirmaður okkar og vinur hefði veikst mjög alvarlega kvöldið áður og lægi meðvitundarlaus í sjúkra- húsi. Útlitið var dökkt. Grétar lá í þrjár vikur uns yfir lauk. Hann lést snemma morguns þann 6. nóv- ember sl. Það var erfitt að sætta 'v» sigviðþetta. Hann sem kvaddi okkur Svo hress í bragði daginn áður. Þannig var Grétar jafnan. Hress og kátur, léttur í lund og hlýlegt viðmót. Grétari fylgdi ylur og birta. Þegar við rennum í huganum yfir allar samverustundirnar með honum hér neðra við Sundin, er okkur ljóst að hann hefur gefið okkur indælar mínningar, sem fylla okkur af þakklæti þegar við kveðjum hann. Sárt er að missa Grétar. Marga nóttina áttum við saman, oft við erfiðar aðstæður í slæmum veðrum. Þá reyndi á æðruleysið og þolinmæðina. Á slíkum stund- ~ - um var hann fljótur að taka ákvarðanir og leysa þann vanda sem upp kom. Alltaf var hægt að reiða sig á að hann fyndi lausnina. Alltaf sanngjarn og engum leiðst að láta skapið hlaupa með sig í gönur. Það var einfaldlega ekki hægt að vera þungur í lund í ná- lægð hans. Það er list að kunna alltaf að slá á létta strengi á hverju sem gengur. Þá list kunni Grétar. Þess vegna var svo gott að vera með honum. Við vitum að Grétar var kallað- ur til starfa á öðrum vettvangi. Erfitt er þó að sætta sig við að hann sé farinn. Minningin um allar samverustundirnar mun þó sjá til þess að hann verður alltaf á meðal okkar. Við þökkum honum allt sem hann gerði fyrir okkur. Hvíl í friði. Vally mín, Simmi og litla dóttir, Lilja og Rúnar, Höddi og þið öll, sem eigið nú á bak ástvini og góð- um dreng að sjá. Guð styrki ykkur í sorg og söknuði. Blessuð sé minn- ing Grétars Sigmundssonar verk- stjóra. Börkur, Siggi, Rabbi, Þröstur, Halli, Arnar, Viggi, Ingvi og Addi. í dag fer fram útför Sigmundar Grétars Sigmundssonar, Spóahól- um 12. Reykjavík. Við ætlum ekki að rekja ættir hans hér, heldur viljum við með þessum kveðjuorðum þakka hon- um fyrir samveruna í fjölskyldu okkar. Samveru sem var alltof stutt. Rúmlega tvítugur að aldri giftist hann yngstu' systur okkar Valgerði Björgvinsdóttur. Það kom í hlut Sigurðar mágs hennar að leiða hana upp að altarinu. Hann leiddi hana til góðs drengs, sem við sjáum nú á bak. Drengs sem var ávallt glaður í lund og hafði jákvæð lífsviðhorf. Það var alltaf gaman að hittast á góðum stund- um. Þau voru samhent hjón og fundu sameiginleg áhugamál í lífinu, fóru í ferðalög um landið allt og til útlanda með börnunum sínum tveim Lilju og Sigmundi Grétari. Einnig var brugðið sér á sjóinn og veitt í soðið, líka var farið til Viðeyjar þar sem foreldrar hans höfðu búið ung. Grétar var sérstaklega laghent- ur maður. Hann gat töfrað fram viðgerðir á ýmsum hlutum, smíð- að, flísalagt, dúklagt, málað og síðast en ekki síst sprautað bíla af mikilli list. Allt var þetta unnið af einstakri snyrtimennsku eins og honum var einum lagið. Og allt var þetta lært í skóla lífsins. Þau hjónin byggðu sér og börn- um sínum yndislegt heimili að Spóahólum 12, þar var þeirra athvarf í blíðu og stríðu. Elsku Vallý og fjölskylda, við biðjum góðan guð að blessa ykkur og styrkja. við kveðjum Grétar með mikilli eftirsjá og þakklæti fyrir góða viðkynningu. „Far þú í friði friður Guðsþigblessi hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði Guð þér nú fylgi Hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt“ (V. Briem) Mágkonur Við vissum að Grétar var veikur, en að kallið kæmi svona fljótt því áttum við ekki von á. Við viljum með nokkrum fátæk- legum orðum þakka honum sam- fylgd liðinna ára. Þegar við vorum að reisa okkur heimili í Spóahólunum. Við kom- um öll sitt úr hverri áttinni eins og gengur, en fljótlega tókust góð kynni og samhugur um að ganga frá húsi og lóð og reyndi þá mest á Grétar og Valgerði þar sem þau tóku að sér að sjá um hússjóð og umsjón með framkvæmdum með miklum sóma. Grétar var mjög dagfarsprúður maður og þægilegur í allri um- gengni og er skarð fyrir skildi að svo ungur maður skuli vera burt kallaður. Elsku Valgerður, Lilja og Grét- ar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu stund. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér. Ég á þann vin, sem ekki bregst ogaldreiburtufer. Þó styttist dagur daprist ljós og dimmi meir og meir. Ég þekki ljós sem logar skært það ljós er aldrei deyr. Sigurgeir og María, Lárus og Steina, Pétur og Guðrún. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar \ nauöungaruppboö Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 107. og 108. tbl. Lögblrtlngablaösins 1985 á Þorláki Helga ÁR-11, þinglýstri eign Einarshafnar hf. en talin eign Sædórs hf„ Siglufiröi, fer fram eftir kröfu Ævars Guömundssonar hdl., Landsbanka íslands, Jakobs J. Havsteen hdl., Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar hdl„ Skúla Pálmasonar hrl„ Jóns Ingólfssonar hdl. og Árna Pálssonar hdl„ á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. nóvember nk. kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Siglufiröi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 69., 70. og 73. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á Svein- borgu SI-70, þinglýstri eign ísstöövarinnar hf„ Garöi en talír eign Stapavíkur hf„ Siglufiröi, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands, Bsejarsjóös Keflavíkur, Fiskveiöisjóös islands, Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar, hdl„ og Lífeyrissjóðs sjómanna á eigninni sjálfri, föstudaginn 15. nóvembernk.kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Sigiufirði. Egilsstaðir Hreppsmálanefnd Sjálfstæöisflokkslns á Egilsstööum held- ur fund í Valaskjálf laugardaginn 16. nóvemberkl. 13.00. Dagskrá: 1. Dagskrá hrepps- nefndarfundar 19. nóvember. 2. Sveitarstjórnar- kosningar 1986. 3. Önnurmál. Rangar Helgi Ragnar Steinarsson og Helgi Halldórsson hreppsnefndarmenn sitja fyrirsvörum. Allt stuöningsfólk flokksins ve.'komið. Stjórnin. Akranes Sjálfstæöisfélag Akraness heldur aöalfund 14. nóvember kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu, Heiöargerði 20. Fundarefni: 1. Venjulega aöalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin. Suðurland Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöis- flokksins í suöurlandskjördæmi veröur hald- Inn í hótel Ljósbrá, Hverageröl, laugardag- Inn 16. nóvember nk. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sveitastjórnamál. Kynning á lagafrumvarpi og breytingatillögum. Framsögumaöur: Jón Gautl Jónsson, bæjarstjóri. Umræöur: Undirbúningur sveitastjórnakosninga 1986. Framsögumenn: Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæöisflokksins, Sigurð- ur Einarsson útgeröarmaöur Vestmannaeyjum, Haukur Gíslason, Ijós- myndariSelfossi. Kaff ihlé. Fundurinn opnaöur fyrlr gesti. Landsmálin: Ávarp þingmanna: Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins, Árni Johnsen, Eggert Haukdal. Almennar umræöur: Afgreiösla stjórnmálaályktunar. Umræöur. Önnur mál. Sameiginlegt boröhald. Miöaö er viö aö makar kjördæmisráösfulltrúa komi meö þeim og verð- ur skipulögö skoöunarferö um Hverageröi meðan fyrri hluti fundarins stendur yf ir. Stjórn kjördæmisráös. Akranes - Aðalfundur Aöalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna á Akranesi veröur hald- inn mánudaginn 18. nóvember 1985 kl. 20.00 stundvíslega i sjálfstæö- Ishúsinu viö Heiöargeröi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnurmál. Almennur fundur kl. 21.00 Aö loknum aöalfundi veröur opinn stjórnmálafundur. Frummælandi Birgir Isleifur Gunnarsson formaöur stóriöjunefndar. Einnig mæta á fundinn þingmenn Sjálfstæöisflokksins í vesturlandskjördæmi þeir Valdimar Indriöason og Sturla Böövarsson. Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna á Akranesi. Njarðvíkingar — viötalstímar Fulltrúar sjálfstæö- ismanna í bæjar- stjórn verða meö viötalstíma í Sjálf- stæöishúsinu Njarö- vík, laugardaginn 16. nóvember frá kl. 14.00-16.00. Til viö- tals veröa bæjarfull- trúarnir Ingólfur Báröarson og Sveinn R. Eiríksson. Bæjarbúar eru hvattir til aö líta viö og ræöa viö bæjarfulltrúana um bæjarmál. Sjálfstæöisfélögin i Njarövik. Opnunarhátíð Föstudaginn 15. nóvember kl. 21.30 veröur „Neöri deild" Valhallar opnuö eftir miklar endurbætur á salarkynnum („Neöri deildin* hét áöur „Kjallari Valhallar"). Á þessari opnunarhátiö veröa sérstakir gestir þeir Heimdellingar sem nú prýöa framboöslista í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar. Það eru þau: Anna K. Jónsdóttir, Arni Sigfússon, Baldvin Einars- son, Bjarni Á. Friöriksson, Jóhanna E. Sveinsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Sólveig Pétursdóttir og Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson. Skemmtinefnd „Neörl deildar" fékk hátíölegt loforö frambjóðendanna að ræöur veröl ekki fluttar heldur veröi rabbað yfir „léttum veitingum og Ijúfri tónlist". Sverrir Stormsker listamaöur mun einnig heiöra samkomuna og flytja nokkur frumsamin verk. Anna Jóhanna Katrln Krlstfn Sigurbjörn Sólveig Vilhjálmur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.