Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 14.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1985 17 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Fondue bourguignonne Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur nýr svissneskur réttur, „fondue bour- guignonne“, orðið einn af uppáhalds- réttum Svisslendinga. Hann hæfir vel hinum nýja lífsstfl, þar sem bjóða má gestum til málsverðar án mikillar fyrirhafnar. Gestir hafa einnig ánægju af að elda kjötið sitt sjálfir við borðið, — sósurnar sem soðnu kjötinu er dýft í eru mikið atriði. Fondue bourguignonne — dregur nafnið af nautakjöti skornu í bita á sama hátt og fyrir franska réttinn „bæuf á la bourguignonne". Fond- ue-potturinn sem nota á, verður að vera úr málmi eða emileraður. Hann má ekki vera úr gleri (eld- föstu) eða leir eða neinu því sem farið getur í sundur undan sjóðandi feiti. Notað er 1% —2 bollar af matar- olíu eða annarri feiti (jurtafeiti). Áætlið 150— 200 gr af kjöti á mann. Feitin er hituð. Kjötið má vera kjúklingakjöt, fitulaust og meyrt nautakjöt, svínakjöt eða lambakjöt (lundir). Það er skorið í 2% cm stóra bita. (Nota má einnig litlar pylsur.) Gestir stinga fondue-gaffli í kjötið og steikja í feitinni eftir eigin smekk og dýfa því síðan í sósu. Sósur geta verið hinar fjölbreytt- ustu. Venja er að bera fram 3—4 tegundir með fondue. Hér fylgja nokkrar uppskriftir, ekki dýrar: Sósur Karrýsósa; 'k bikar sýrður rjómi 'k bolli mayones 1—2tsk. karrý Hrærið vel saman, bæta má við kryddi eftir smekk. Tartarsósa; 'k bolli mayones 'k bikar sýrður rjómi 2 matsk. saxaður lauk- ur 3 sýrðar gúrkur fínt saxaðar (2 matsk. capers) Rauð sósa; 'á bolli tómatsósa (ketchup) 'k bolli mayones 1 tsk. Worcesters- hire-sósa (2 matsk. koníak) Útbúið og geymið í kæli þar til þær eru bornar fram. Einnig má hafa remoulaðisósu, sæt-súra sósu, hana má fá tilbúna í verslun, svo þykir mörgum nauð- synlegt að bera fram með kjöt- fondue heita bearnaisesósu. Sem meðlæti þykir nýtt brauð eða brauðhorn sjálfsögð, bent er einnig á kartöfluflögur og blandað salat hverskonar. Og sem drykk pilsner eða bjór nú eða rauðvín. Kínverskt fondue er útbúið á svipað- an hátt nema í stað feiti eða matar- olíu til steikingar er notað bragð- mikið kjúklingasoð, jafnvel útbúið úr teningum. Kjötið er sett á pinna eða gaffla og soðið í kjötsoðinu og síðan dýft í kryddsósu. í lok máltiðar er bragðmikið soðið gjarnan bragðbætt með sherry og síðan borið fram sem súpa. Skipstjórafondue er búið til á sama hátt og fondue bourguignonne, nema í stað kjöts er borið fram fiskmeti, þ.e. rækjur, humar, skel- fiskur eða hverskonar fisktegundir sem eru fremur þéttar í sér. Fond- ue-gaffli er þá stungið í fiskbita, þeim má dýfa síðan í djúpsteiking- ardeig, ef vill, og steikja síðan í feitinni. Sósurnar til bragðbætis eru þær sömu og við annað fondue. Gómsætt fondue í ábætisrétti eins og súkkulaðifondue eru einnig til. Uppskriftir að þeim koma siðar. Verð á hráefni: er vert að kanna áður en keypt er til Fondue-málsverðar, í því sam- bandi má benda á að 1 kg af lamba- lundum er 300 kr. ódýrari en 1 kg af „nautalundum". SIEMENS * z SIEMENS — hrærivélin MK 4500: Fyrirferöarlítil og fjölhæf og allir aukahlutir fylgja meö! Verd 9.450,-. • þeytir, hrærir, hnoöar, • rífur, sker, saxar, hakkar og blandar bæöi fljótt og vel. Siemens — stendur ætíð fyrir sínu. Siemens — einkaumboö: SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Sími28300. Vetrarleikur á Laugardalsvelli og allir (nema dómarinn, sem er greinilega kalt) í bláu norsku ullarnærfötunum sem þér líður vel í EINNIG REGN- OG KULDAFATNAÐUR í MIKLU ÚRVALI Kuldaúlpur. Loöfóöraöir samfestingar. Kappklæönaöur. Peysur,buxur,skyrtur. Húfuroghanskar. Hlífðarskófatnaður. Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.