Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 2

Morgunblaðið - 23.11.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 23. NÓVEMBER1985 íslenska skipafélagið heimilar að: Hlutafé verði 200 milljónir Á HLUTHAFAFUNDI í fslenska skipafélaginu hf. í gær var heimilað að auka hlutafé félagsins í 200 millj- ónir króna. í fréttatilkynningu frá íslenska skipafélaginu segir: „Er það ætlun félagsins með þessari aðgerð að undirbúa, hvort heldur er samvinnu við aðra aðila, eins og rætt hefur verið um að undanförnu, eða aðrar leiðir til rekstrar á íslandssiglingum, sem til greina geta komið. Stjórn félagsins beinir því til þeirra fjölmörgu aðila, sem að undanförnu hafa lýst áhuga sínum á eflingu íslandssiglinganna og þjónustu við íslenskt athafnalíf, sem og allra annarra, sem vilja taka þátt í þessu átaki, að hafa samband við framkvæmdastjóra félagsins, Þórð H. Hilmarsson, á skrifstofu þess í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. ASÍ boðar til for- mannaráðstefnu um samningana Samninganefnd hefur enn ekki veriö skipuð ÁKVEÐIÐ hefur verið að boða til formannaráöstefnu Alþýðusambands íslands hinn 9. desember næstkom- andi þar sem rætt verður um kröfu- gerö og fyrirkomulag samninga. Ás- Hjálparstofnun kirkjunnar: Aðstoð við afganskt flóttafólk HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar er nú að undirbúa hjálparstarf í Pakist- an, þar sem talið er að a.m.k. tvær milljónir afganskra flóttamanna búi við hungurmörk. Gunnlaugur Stefánsson, starfs- maður Hjálparstofnunarinnar, fer á sunnudag til Pakistan og hyggst dveljast þar i átta daga til að kynna sér ástandið og safna upp- lýsingum um það með hvaða hætti aðstoð í slendinga gæti helst komið að gagni. Hann sagði í samtali við blaðið, að fyrirhugað væri að söfn- un fyrir afganska flóttamenn yrði annar meginþáttur i fjársöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir næstu jól. mundur Stefánsson, forseti ASl, sagði að markmið fundarins væri fyrst og fremst að samræma sjónarmið hinna ýmsu félaga innan ASÍ fyrir væntan- lega samningagerð í byrjun næsta árs. Ásmundur sagði að það væri misskilningur, að samningaviðræð- ur væru hafnar á vegum samninga- nefndar ASÍ og BSRB, eins og skilja mátti af frétt Morgunblaðsins sl. föstudag. „Það hafa hvorki verið teknar ákvarðanir um kröfugerð eða hvernig staðið verður að samn- ingum. Á sambandsstjórnarfundi Alþýðusambandsins í síðustu viku var almenn umræða um kjaramál og í einstökum aðildarsamtökum hafa á síðustu dögum'verið gerðar ályktanir, svo sem á þingi Verka- mannasambandsins og Landssam- bands íslenskra verslunarmanna", sagði Ásmundur. „Formannaráðstefna hefur verið boðuð 9. desember næstkomandi þar sem gert er ráð fyrir ákvarð- anatöku bæði um kröfugerð og vinnubrögð í sambandi við samn- ingana. Við höfum átt fund með forsvarsmönnum BSRB, ég og vara- forsetar Alþýðusambandsins, til að miðla upplýsingum um stöðu mála og leggja fram þær ályktanir sem gerðar hafa verið að undanförnu. Hins vegar var á þeim fundi ekki verið að leita eftir sameiginlegri niðurstöðu varðandi einstök efnis- atriði, hvað svo sem síðar kann að verða,“ sagði Ásmundur Stefáns- son. Niðurstaða hjá SÍS í dag? íslandsbók árituð Pamela Sanders, fyrrum sendiherrafrú á íslandi, áritaði í gær bók sína um ísland, „Iceland 66 North“ í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Pamela Brement ferðaðist víða um ísland meðan hún dvaldi hér ásamt manni sínum, Marshall Brement, sendiherra, og í bókinni lýsir hún kynnum sínum af landi og þjóð. Ljósmyndir í bókinni eru eftir kanadíska Ijósmy ndarann Roloff Beny. Forstjóri Arnarflugs hefur sagt upp störfum Fráleitt að meta afkomu fyrirtækisins út frá fyrstu sex mánuðum ársins, segir Agnar Friðriksson „ÞAÐ er rétt, ég hef sagt upp störfum hjá Arnarflugi og gerði það fyrir um það bil sex vikum. En það var talað um það á stjórnarfundi Arnarflugs á fimmtudaginn að þetta yrði trúnaðarmál fyrst um sinn og hef ég ekki viljað brjóta þann trúnað. Hins vegar er komin upp ný staða þegar búið er að gera mig að ómerkingi í sjónvarpinu og upplýsa samkvæmt áreiðanlegum heimildum að ég hafi sagt upp,“ sagði Agnar Friðriksson, forstjóri Arnarflugs, en sögu- sagnir hafa verið um það undanfarið að hann hafi sagt upp störfum og var því haldið fram i sjónvarpsfréttum í gær þrátt fyrir að Agnar svaraði þeirri spurningu fréttamanns: „Sagðirðu upp störfum á stjórnarfundi í gær,“ neit- andi. „Mér var gert að halda trúnað og ég sagði ekki ósatt þegar ég sagðist ekki hafa sagt upp í GÆR,“ sagði Agnar. Agnar sagði að uppsögn sín stæði ekki í neinum tengslum við umræð- ur um rekstarafkomu Arnarflugs nú. „Ég sagði upp af persónulegum ástæðum. Sannleikurinn er sá að ég hef í of mörgu að snúast og þessi mikla vinna hefur komið hart niður á fjöldskyldunni." Agnar er for- maður bæjarráðs Garðabæjar og hefur lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér til áframhaldandi starfa þar. Aðspurður um tap Arnarflugs á fyrstu sex mánuðum ársins, sagði Agnar: „í rekstraráætlun Arnar- flugs fyrir árið 1985 er gert ráð fyrir 30 milljóna króna hagnaði og ég sé ekki ástæðu til að ætla á þessu stigi að sú áætlun standist ekki. Milliuppgjör endurskoðenda fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna tap upp á 57 milljónir króna, sem er heldur meira tap en reiknað var með. Ekki liggja fyrir fullnaðartöl- ur um útkomu þriðja ársfjórðungs- ins, en bráðabirgðatölur benda til að um hagnað sé að ræða. Munar þar mestu um pílagrímaflugið, sem skilar Arnarflugi um 50% af heild- artekjum félagsins. Það vita það allir sem að íslenskum flugrekstri starfa að þriðji ársfjórðungurinn er aðaltekjutímabilið og galdurinn er í því fólginn að græða meira þá en nemur tapinu á öðrum tímum. Ég get nefnt til samanburðar að samkvæmt upplýsingum, sem ég hef, nam tap Flugleiða fyrstu sex mánuði ársins 280 milljónum króna. í okkar rekstraráætlun eru áætlaðar tekjur upp á 1100 milljón- ir, en bókfærðar tekjur fyrstu sex mánuðina eru aðeins rúmar 300. Sem sýnir hversu óraunhæft er að draga ályktanir af rekstrarafkomu islensks flugfélags út frá fyrstu sex mánuðunum," sagði Agnar Frið- riksson. Uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung mun liggja fyrir eftir u.þ.b. viku að sögn Ágnars og verður níu mán- aða útkoma félagsins rædd á stjórnarfundi Arnarflugs miðviku- daginn 4. desember. Mikil vantrú á að samningar takist við íslenska skipafélagið hf. FULLTRÚAR Hafskips og íslenska skipafélagsins annars vegar og SÍS hins vegar ræddust við fram undir miðnætti í fyrrakvöld, en fram eftir degi í gær funduðu aðilar hvor í sínu lagi. Síðdegis hittust aðilar svo á nýjan leik og funduðu fram á kvöld. Ekki fengust neinar fregnir af þeim fundi í gærkveldi, en búist er við að til tíðinda dragi árdegis í dag og aðilar komist að niðurstöðu um hvort samningsgrundvöllur sé fyrir hendi eða ekki. Pressan, sem lögð er á að ná niðurstöðu fyrir hádegi í dag, er sett vegna þess að það verða ein- hverjar tillögur að liggja fyrir eftir hádegi þegar Sambandsstjórn kemur saman á nýjan leik til þess að afgreiða þetta mál. í fréttatilkynningu beinir stjórn- in því til þeirra sem að undanförnu hafa lýst áhuga sínum á eflingu íslandssiglinganna, sem og allra annarra sem taka vilja þátt í þessu átaki, að hafa samband við fram- kvæmdastjóra félagsins. Mikillar vantrúar gætir í röðum kaupfélagsstjóra SÍS, svo og meðal ákveðinna Sambandsstjórnar- manna, að samningar geti tekist um sameiningu Hafskips (íslenska skipafélagsins) og Skipadeildar Sambandsins. Það kom áþreifan- lega í ljós á fundi kaupfélagsstjóra í Holtagörðum í gær, en þar voru jafnframt mættir allir æðstu menn Sambandsins. Valur Arnþórsson, formaður Sambandsstjórnar, stað- festi í gær að hann myndi kalla saman Sambandsstjórnarfund síð- degis í dag, þar sem stjórnin tæki ákvörðun um hvert framhald þessa máls yrði eða hvort um eitthvert framhald yrði að ræða. Einn forystumaður Sambandsins sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að líkur á samning- um færu nú minnkandi, þar sem hugmyndir þær sem fulltrúar Haf- skips kynntu á fundi með fulltrúum SÍS í fyrrakvöld væru langt frá því að vera aðgengilegar fyrir Sam- bandið. Þar átti hann við að óskir um yfirtöku Sambandsins á skuld- um Hafskips í Útvegsbankanum væru langt fyrir ofan það sem full- trúar SÍS hefðu látið sér detta í hug. Annar sagði að þetta gæti enn farið á hvorn veginn sem væri. Það myndi skýrast í dag, hvort gengið yrði til alvörusamninga. Ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri í Borgarnesi og varaformaður Sambandsstjórnar, sagðist ekki hafa trú á að af samningum yrði þar sem andstaða við samstarf við Hafskip væri mjög megn innan samvinnuhreyfingarinnar. Hann sagðist vera í minnihlutahópi kaup- félagsstjóra, þar sem hann væri því fylgjandi að mál þetta væri kannað til hlítar. „Meginástæðan fyrir andstöðu svo margra kaupfélags- stjóra um þetta samstarf er sú, að þeir menn sem eru í og hafa verið í forsvari fyrir Hafskip, eru einmitt þeir menn sem hvað harkalegast hafa ráðist á samvinnuhreyfinguna í gegnum árin,“ sagði Ólafur. „Mín rök fyrir því að vera því fylgjandi að þessi möguleiki verði kannaður er sú sannfæring að Sambandið verði að efla skiparekstur sinn,“ sagði Ólafur. „Það eru niðurstöður þeirrar könnunar, sem nú fer fram, sem munu ráða því hver mín afstaða verður," sagði Valur Arnþórsson í gær. Hann sagði að það væru fyrst og fremst þeir starfsmenn Sam- bandsins, sem hefðu unnið að því að skoða þessi mál og stjórn Sam- bandsins, sem hefðu fengið í hendur tölulegar staðreyndir og efnisleg rök. Aðrir hefðu því ekki getað myndað sér skoðanir á ýmsum hugsanlegum valkostum nema út frá almennum sjónarmiðum. „Það er réttur og skylda Sambands- stjórnar einnar að taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Valur. Hermann Hansson, kaupfélags- stjóri á Höfn í Homafirði, sagði að sín viðbrögð við þessum viðræðum væru frekar neikvæð og sagðist hann ekki tfua því að samningar gætu tekist milli þessara aðila. „Eg held að menn komist að þeirri niður- stöðu að slíkt samstarf sé ekki skynsamlegt," sagði Hermann, „því það sem raunverulega myndi gerast við slíkt samstarf væri að við legð- um fram eignir og fengjum í staðinn skuldir Hafskips." Þórarinn Sigurjónsson, alþingis- maður og einn Sambandsstjórnar- manna, sagðist ekki vera jákvæður gagnvart slíku samstarfi, en hann vildi að málið væri skoðað í botn. Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins, hefur verið í forsvari fyrir fulltrúa SÍS í viðræðunum við Hafskip. Hann sagði í gær að ekkert væri hægt að fullyrða á þessu stigi hvort samningar tækjust eða ekki, en viðræðum væri alls ekki lokið. Málið myndi skýrast í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.